Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 FRJALSAR / HM Glæsilegt heimsmet O’Briens BANDARÍKJAMAÐURINN Dan O’Brien setti glæsilegt heimsmet f sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss, sem fram fór í Toronto f Kanada um helgina. Hann er þar með fyrsti maðurinn 181 ár . sem á heimsmet ítugþraut, sjöþraut og fimmþraut á sama tíma. Bandaríkjamaðurinn hlaut 6.476 stig í sjö- þrautinni, en Frakkinn Christian Plaziat átti gamla metið, 6.418 stig. Inessa Kravets frá Úkraínu setti einnig heimsmet á sunnudag er hún stökk 14,47 m í þrístökkskeppninni. Stórskemmtileg keppni var í 60 m grinda- hlaupinu, þar sem Olympíumeistarinn Mark McKoy frá Kanada fagnaði sigri gegn æfíngafé- laga sínum og vini, Wales-búanum Colin .Jack- son. McKoy hljóp á 7,41 sek. en Jaekson á 7,43, sama tíma og Tony Dees, Bandaríkjunum, en Bretinn varð sjónarmun á undan. Þá kom Harry „Butch“ Reynolds, sá og sigr- aði í 400 m hlaupinu. Hann hefur verið í banni • í tvö og hálft ár vegna ágreinings um lyfja- próf, en náði nú fimmta besta tíma sögunnar í greininni; 45,26 sek. Irina Privalova frá Rússlandi sigraði í 200 m hlaupinu með glæsilegum hætti; var langt fyrst á 22,15 sek. Fyrsta gull Breta á HM Yvonne Murray sigraði í 3.000 m hlaupi kvenna á laugardag og varð þar með fyrsti Bretinn til að vinna til gullverðlauna á heims- meistaramóti innanhúss. Hún fékk besta tíma ársins — 8 mín. 50,56 sek. Hún stakk keppi- nauta sína af eftir fimm hringi (2.000 m) og var um 100 metrum á undan þeirri næstu í mark! Margareta Keszeg frá Rúmeníu varð önnur, rúmlega 12 sek. á eftir. Murray sagðist hafa gert sér góða grein fyrir styrk sínum, og það hefði gefið sér aukinn kraft á lokakaflanum þegar hún nálgaðist þær síðustu í hlaupinu; kominn heiium hring á und- an. Rússneska stúlkan Olga Kovpotina, sem átti besta tíma ársins, 8:56,15, þar til á laugardag, varð síðust í hlaupinu. Frábært einvígi Stefka Kostadinova frá Búlgaríu endur- heimti heimsmeistaratitilinn í hástökki, eftir frábært einvígi við þýska ólympíumeistarann Heike Henkel. Stúlkumar stukku jafnhátt; báð- ar fóru yfír 2,02 m í síðustu tilraun, en báðum mistókst að komast yfír 2,04. Það þurfti því að skoða frammistöðuna fyrr um daginn og sú búlgarska hreppti gullið þar sem hún fór yfír 2 metra í fyrstu tilraun en Henkel ekki fyrr en í annari. „Ég er mjög hamingjusöm. Þetta er fyrsti sigur minn gegn Heike eftir uppskurðinn," sagði Kostadinova, en hún fótbrotnaði á vinstra fæti árið 1990. Henkel hefur, aftur á móti, ekki tapað fyrr á stórmóti síðan hún varð þriðja á HM innanhúss í Búdapest 1989. Þá fagnaði Kostadinova sigri. írinn Marcus O’Sullivan sigraði í 1.500 m hlaupi í þriðja sinn í röð. Hlaupið var mjög „taktískt" og tíminn ekki góður; 3.45,00. Þrístökkið var betra, því Frakkinn Pierre Camara frá Frakklandi stökk 17,59 m, — í síð- ustu tilraun — sem er fjórði besti árangur sem náðst hefur innanhúss. Rússinn Radion Gataullin stökk 5,90 í stang- arstökkinu og fékk gullið. Heimsmethafínn Sergej Bubka — sem á best 6,15 m innanhúss — var ekki með á mótinu. Þetta var fjórða heimsmeistaramótið innanhúss; Bubka varð meistari 1987 og 1991, en Gataullin 1989. Kúbumaðurinn Ivan Pedrosa sigraði í lang- stökki; stökk 8,23 m. Bandaríkjamaðurinn Jos- eph Green stökk 8,13 m og varð annar. Devers fljótust Bandaríski ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi . frá því í Barcelona, Gail Devers, sigraði rússn- eska heimsmethafann Irinu Privalovu í frábæru 60 m hlaupi kvenna á föstudagskvöldið. Bar- átta þeir var gríðarleg en Devers setti heims- meistaramótsmet er hún hljóp á 6,95 sek., sem er annar besti tími sem náðst hefur í greininni innanhúss. ■ Úrslit / B10 Frábært mark Frakkinn Jean-Pierre Papin gerði glæsilegt mark gegn Lazio um helg- ina og var sæll og glaður með það eins og sjá má. Hu. w # tt f ■ - Ketuer Storgóð frammistaða Englendingurinn Paul Gascoigne lék mjög vel með Lazio gegn AC Milan og gerði annað markið í 2:2 jafntefli. Meistaraheppni Lazio sótti mun meira gegn óvenju daufu liði AC Milan í Róma- borg en náði þó aðeins jafntefli með marki undir lok íeiksins LEIKMENN AC Milan eru greinilega þreytt- ir. Liðið hefur ieikið níu leiki á síðustu 27 dögum og þreyta og meiðsi eru farin að gera vart við sig. Á sunnudaginn gat Cap- ello þjálfari aðeins teflt fram tveimur af sex útlendingum hópsins gegn Lazio, ann- ars vegar Frakkanum Jean Pierre Papin og hins vegar Króatanum Boban. Samt sem áður náði Lazio ekki að nýta sér slæma stöðu Mflanófélagsins, liðin gerðu 2:2 jafn- tefli og staða efstu liða því óbreytt, en helstu keppinautar AC Milan gerðu allir jafntefli um helgina. Jean Pierre Papin náði forystunni fyrir Milan með frábæru marki; þrumaði í netið utan teigs með viðstöðulausu skoti, en síðan bætti Hollendingurinn Winter hjá Lazio Birgir öðru marki við, þegar hann skor- Breiðdal aði í eigið net. „Blóðið fraus í skrifar æðum mínum, þegar ég sá bolt- ann í markinu," sagði hann eftir leikinn. Paul Gascoigne minnkaði muninn fyrir Lazio rétt undir lok fyrri hálfleiks. Markið þótti meira en lítið vafasamt; þrír af leikmönnum Lazio voru rangstæðir þegar boltinn barst inn fyrir vörn Milan og vakti það furðu að Boggi, dómari, sem var einnig staðsettur fyrir innan vömina, skyldi ekki hafa dæmt neitt. Bergodi jafnaði síðan þremur mín. fyrir leikslok. „Við erum þreyttir," sagði Papin, „en við erum ekki dauðir heldur úrvinda. Breiddin er ekki leng- ur til staðar og við leikum alltaf eins. Mars hef- ur verið mjög erfiður og meiðsl leikmanna hafa gert ástandið enn verra.“ „Juventus án hjarta“ var fyrirsögnin í íþrótta- blaðinu Tutto Sport eftir 0:2 tap Tórínóliðsins gegn Brescia, fjórða neðsta liðinu. Þetta var fyrsti ósigur Juve heima gegn Brescia í 28 ár. „Ég hef ekkert um þetta að segja, í guðanna bænum ekki nuða í mér. Þið þekkið mig — ég segi ekki orð,“ sagði Trapattoni, þjálfari Juve. í búningsherberginu heyrðist í honum öskrandi á leikmennina. „Það er ekki hægt að tapa á þennan máta. Þetta er niðurlæging." Inter og Roma gerðu 1:1 jafntefli. Inter skor- aði á lokamínútu fyrri hálfleiks og eftir hlé fengu leikmennirnir mörg marktækifæri, en það var Argentínumaðurinn Caniggia sem jafnaði. „Hon- um er borgað fyrir að skora,“ sagði þjálfari Roma. Toto Schillaci hjá Inter fór meiddur af velli í síðari hálfleik. „Óheppnin eltir mig á röndum. Ég fann mig vel og hefði átt að skora, en hins vegar er ég aftur kominn í sömu sporin og áður. Ég vona bara að ég verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Juve a'sunnudaginn.“ „Þið ætlið þó ekki að segja mér að við höfum sigrað vegna þess að mótheijinn er í neðsta sæti? Ef svo er þá mun ég reiðast,“ sagði eig- andi Fiorentina eftir að fyrsti sigur liðsins í 99 daga leit dagsins ljós. Fiorentina vann Pescara 2:0, Effenberg skoraði úr aukaspyrnu og Bati- stuta eftir gegnumbrot. Þetta var fyrsti sigurinn undir stjórn Aldos Agroppis, sem tók við liðinu í byijun janúar. Sven Goran Erikson, þjálfari Sampdoria, breytti útaf venjulegri leikuppstillingu gegn Cagliari og fagnaði 2:0 sigri. „Ég vona að ég hafí fundið réttu leiðina,“ sagði þjálfarinn. Huard hefur haldið hreinu í916mín. Gaetan Huard, markvörður Bordeaux, setti nýtt met á fóstudagskvöldið, er hann heim- sótti sína gömlu félaga í Mar- seille. Leikurinn var markalaus, og Huard hefur nú haldið marki Bordeaux hreinu í 916 mínútur. Hann bætti þar með met „gömlu“ kempunnar Jean-Luc Ettori, mar- kvarðar Mónakó, sem hann setti í síðasta mánuði. Mónakó gerði einnig marka- laust jafntefli á föstudagskvöldið, gegn St Etienne á útivelli, og heldur því efsta sætinu. Marseille hefur jafn mörg stig, en lakari markahlutfall. Spjöldin á lofti Mikill hiti var í leikmönnum Feyenoord og PSV á laugardag- inn, en liðin gerðu 1:1 jafntefli og eru enn efst og jöfn í hol- lensku deildinni. Dean Goree, miðjumaður Feyenoord, jafnaði á síðustu sekúndunum. Danski vamarmaðurinn Jan Heintze lijá PSV var rekinn af velli fímm mínú.tum fyrir leikslok, en hann var einn sex manna PSV, sem voru bókaðir. Tveir hjá Feyenoord fóru einnig í svörtu bókina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.