Morgunblaðið - 21.03.1993, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.1993, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 VMHVEnriSMÁh/Hvemig á ab bœta umferbarmenninguna? BIFREIÐ - REIÐHJÓL ÍSLENDINGUM þykir vænt um bílinn sinn, næstum eins og reiðskjótann fyrr á tímum, enda eru þeir háðir þessu farartæki í rysjóttu, síbreytilegu veðurfarinu. Þjóðfélagshættir bjóða auk þess varla upp á annað en að samgöngur á landi fari fram með einkabílum. Ef tekið er tillit til höfðatölu er bílaeign íslendinga líka einhver sú hæsta í veröldinni. Sjálfsagt skiptir það tölu- verðu máli að járnbrautir voru varla nokkru sinni á dagskrá hér sem samgöngutæki. Bílar eru og hafa verið eini kosturinn. Almenningsvagnar fara þó milli landshluta og eru reknir í nokkrum þéttbýlum sveitarfélögum, en slík úrræði eru kostn- aðarsöm vegna fólksfæðar og vegna þess að flestir eiga bíl. Mengun andrúmslofts vegna útblásturs bifreiða mælist ekki mikil hér samanborið við það sem gerist í stórborgum erlendis þar sem hættuástand getur skapast af þeim sökum. Þar eru menn því mjög farnir að velta því fyrir sér hver framvindan ætti að vera. I þeirri umræðu er reiðhjólið ofarlega á blaði sem valkostur upp að vissu marki — t.d á styttri vegalengdum. Þá telja menn líka að reiðhjólið verði vænn kostur meðal hinna vanþróuðu þjóða sem fram til þessa hafa mátt láta sér nægja postulafæturna. Umhverfisverndarsinnar með- al iðnþróuðu þjóðanna halda mjög fram kostum reið- hjólsins vegna mengunarinnar sem stafar af bílum, en fram- leiðsluhættir í bílaiðnaðinum hafa varla nokk- uð breyst frá upphafi. Um- hverfisvernd- arsinnar hvetja líka eindregið til þess að sam- göngutæknin öli verði endurskoðuð, að minnsta kosti í fjölmennasta þéttbýlinu og stuðlað verði um leið að sam- ræmdri notkun reiðhjóla, einka- bíla og almenningsvagna. Kannanir sýna reyndar nú þegar að framleiðsla reiðhjóla hefur margfaldast á undanförn- um áratugum. Sem dæmi er nefnt að á árunum 1970-1990 jókst framleiðsla bifreiða á al- eftir Huldu Voltýsdóttur þjóðamarkaðinum um 14 milljón- ir en reiðhjólum ijölgaði um 60 milljónir. Margir halda að keðju- drifíð reiðhjólið sé eldri (og því ómerkari) uppfínning en bensín- vélin, en svo er ekki. Hvort tveggja var fundið upp árið 1885. Hins vegar voru kostir bifreiðar- innar umfram hjólið strax aug- ljósir bæði í hraða og þægindum og því varð hún ofan á. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heims- styijöldina þegar bílar voru víða orðnir almenningseign meðal hinna ríku þjóða, að menn fóru að velta því fyrir sér hvað þessi vélvæðing á umferðaræðum kost- aði þjóðfélagið í heild, umfram það sem eigandi bílsins borgaði fyrir sína eign. Menn segja jafn- vel að söguskoðendur framtíðar- innar muni undrast hve mikið var lagt í sölurnar fyrir bílvæðing- una. Staðreyndin er sú að á hvetju ári farast fleiri börn, kon- ur og karlar í bílslysum en her- menn falla í stríði. í þéttbýli þar sem menn þurfa að aka daglega langar leiðir í menguninni og þvögunni á hraðbrautum til vinnu, sitja þeir næstum umyrða- laust 2-3 klukkutíma á dag með spenntar taugar, á ofsahraða þar sem því verður við komið, og allt að því í vígahug. Af þessu eykst tíðni hjarta- og lungnasjúkdóma. Allt samgöngukerfið í hinum auðugu iðnríkjum miðast fyrst og fremst við einkabíla og það hraðskreiða. Þeir fínustu og dýr- ustu komast yfir 200 km á klukkustund og mönnum verður á að spyija: Til hvers? Umferðar- öngþveitið er hvort sem er orðið nær daglegur viðburður á flóknu og fyrirferðamiklu veganeti sem stundum þarf að vera á mörgum hæðum, og þá komast menn oft varla nema fetið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að horft er nú í meira mæli til þeirra möguleika sem fólgnir eru í reiðhjólinu. Á Vesturlöndum eru reiðhjól aðallega notuð til útivistar og íþróttaiðkana. En t.d. í Kina gegnir reiðhjólið allt öðru hlut- verki. Þar nota menn reiðhjólið til að komast milli staða. Þar eru 250 reiðhjól á hvern einn bíl. Reiðhjólaeign landsmanna þar mun vera um 300 milljónir en þar voru framleidd 32 milljónir reiðhjóla árið 1990 — jafnmörg og allir framleiddir bílar það árið um víða veröld. Margt bendir til þess að þróun samgöngumála og umferðarmenningar verði öðru- vísi meðal hinna vanþróuðu þjóða þegar fram líða stundir en reynd- in varð á Vesturlöndum. Þar kemur margt til. Eins og málin standa nú mun t.d. innan við 10% jarðarbúa hafa tök á að eignast bifreið. Ef tekið er aðeins til van- þróuðu þjóðanna lækkar talan í 1%. Hins vegar gætu 80% eign- ast reiðhjól. Þeir sem halda fram kostum reiðhjólsins segja þess utan að framleiðsla þeirra og varahluta sem til þeirra þarf geti skapað fjölda atvinnutækifæra og fátæku þjóðirnar gætu vel ráðið við slíka framleiðslu og rétt við efnahaginn með því. Almenn bifreiðaeign krefst ekki aðeins velmegunar meðal þegnanna. Viðkomandi ríkissjóð- ur þarf líka að vera digur og íbú- ar þurfa að vera reiðubúnir að borga háa skatta. í Bandaríkjun- um þar sem bifreiðaiðnaðurinn er einna öflugastur nema niður- greiðslur til hans 300 milljónum dala árlega — sem gerir 1.000 dali á hvert mannsbarn þar í landi. Þess utan koma svo millj- arðarnir sem fara í vegagerð, bílastæðahús og lögreglueftirlit á vegum. Engum blandast hugur um að vélknúin farartæki á hrað- brautum nútímans hafa afger- andi áhrif á alla þætti hins nán- asta umhverfis sem mörgum eru þyrnir í augum. Á Vesturlöndum hefur líka víða verið brugðist við þeirri þróun, m.a. með því að leggja svokallaðar „grænar göt- ur“ jafnhliða hefðbundnum hrað- brautum. Þær eru ódýrari, hættuminni, ætlaðar léttri um- ferð með hæfílegum hraða. Og þessar götur munu greiða fyrir útbreiðslu reiðhjóla. Umhverfisverndarsinnum og talsmönnum reiðhjólsins dettur ekki í hug að setja reiðhjólið til höfuðs bifreiðinni eða að það verði nokkru sinni samkeppnis- fært við hana. Notkun reiðhjóls hlýtur líka alltaf að vera mjög háð aðstæðum, veðurfarslegum og landfræðilegum. Skipulagn- ing almenningsfarartækja hlýtur líka að skipta máli og hvernig takast má að samræma reiðhjóla- notkun öðrum farartækjum. Þegar menn hafa meðtekið kosti reiðhjólsins í hinum vest- ræna heimi og hætta að telja það úrelta uppfinningu sem geti ekki komið að notum í hinu daglega lífi, þá getur bifreiðanotkunin orðið hnitmiðaðri — reiðhjól og bíll fara þá að vinna saman að hagkvæmari, ódýrari og hollari umferðarmenningu á jafnréttis- grundvellli. Og andrúmsloftið verður tær- ara og hreinna. r Ráðstefna Evrópubandalagsins Hótel Saga 23. mars 1993 LÆKNISFRÆÐI//> hætta áferbum? Skarlatssótt FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐAR í NÝRRI EVRÓPU 11.45 Innritun 12.00 Hádegisverður íÁrsal, Hótel Sögu 13.20 Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, flytur ávarp 14.00 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra EB á íslandi og íNoregi 14.40 Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bœnda 15.00 Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður og bóndi 15.40 Kaffihlé 16.00 Gerald Bruderer, yfirmaður samskipta EB og EFTA í landbúnaðar- málum, landbúnaðardeild EB í Brusséi 16.40 Umrœður, fyrírspumir og svör (túlkur verður til staðar) 17.00 A neurin Rhys Hughes, sendiherra, flytur samantekt og lokaorð Ráðstefnustjóri: Aneurin Rhys Hughes. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr. 2000.- Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma 91 - 62 24 11. EB heldur ráðstefnuna í samvinnu við Búnaðarbanka íslands og Stofnlánadeild landbúnaðarins Skipuleggjendur ráSstefnunnar áskilja sér rélt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra breytinga. Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður - KOM hf. SÚ VAR tíðin að skarlatssótt var skæður sjúkdómur og í lækna- skrifum frá fyrstu áratugum aldarinnar er talið að í slæmum faröldrum dragi hún stundum tíunda hvern sjúkling til dauða. Jónassen landlæknir skrifar 1884 að það sé óvíst hvort hún hafi nokkurn tíma borist til íslands og í kennslustund árið 1939 sagð- ist prófessor Jón Hjaltalín Sigurðs- son halda að hennar hefði fyrst orðið vart hér skömmu fyrir síð- ustu aldamót. Sé gömlum Heil- brigðisskýrslum flett kemur í ljós að á árunum 1930-34 voru samtals skráð tæplega 5 þús. manns með veikina og 54 dauðs- föll af völdum hennar. Eftir það lækka tölurnar mjög og má efalít- ið þakka það súlfalyfjunum sem þá voru ný af nálinni og svo auðvit- að penisillíni þegar það kom, en eftir 1944 er hún ekki talin til dánarmeina. Reyndar hallast sýklafróðir menn nú æ meir á þá sveif að friðurinn fyrir þessum smitsjúkdómi síðustu áratugina sé ekki einvörðungu hinum ágætu lyfjum að þakka; vera kynni að sýklamir ættu sín letiskeið en væru svo fjandanum sprækari þess á milli. Byrjunareinkenni sjúkdómsins 2-4 dögum eftir smitun eru hrað- vaxandi særindi í háisi og ekki síst við kyngingu, enda er það í kokinu sem sýklarnir hafa hreiðr- að um sig, bæði í slímhúð og eitl- um sem í daglegu tali eru kallaðir hálskirtlar. Samtímis hækkar hit- inn í 39-40 stig á fyrsta sólarhring en á öðrum eða þriðja degi koma útbrotin til sögunnar, oftast á hálsi og herðum fyrst en þokast síðan niður eftir bolnum og útlim- um svo að hvergi sér í hvítt svæði nema helst í ijóðu andlitinu kring- um munninn (2. mynd). Útbrotin eru sterkrauð og samfelld en ekki einstakir blettir, smáir eða stórir eins og í mislingum eða hlaupa- bólu. Þegar litið er upp í sjúkling- eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.