Morgunblaðið - 21.03.1993, Qupperneq 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993
AF SPJÖLDIIM SÖGUNNAR
f Sjallanum á Akureyri er nú verið að rifja upp lög úr söngleiknum Evitu, sem naut
mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. En hver var hún, þessi dularfulla fegurðardís,
sem um skeið var ein voldugasta kona heims?
Forsetahjónunum fagnaó Evita og Juan Perón forseti áríð 1951.
eftir Guðmund Halldórsson
EVA Perón lézt 1952, en á ýmsu
gekk áður en hún fékk að hvíla í
friði í brynvarinni grafhvelfingu í
kirkjugarði i Buenos Aires. Smurt
lík hennar var í dularfullri útlegð
í 16 ár áður en endanlega útför
hennar var gerð í Argentínu. Allan
þann tíma sáu aðdáendur hennar
til þess að enginn fengi að gleyma
vígorðinu „Skilið líki Evítu!“
Evíta var gælunafn, sem fá-
tæklingar Argentínu gáfu
hinni fögru eiginkonu Per-
óns forseta. Sjálfir voru þeir kallaðir
descamisados — „hinir skyrtulausu"
— og þeir dýrkuðu Evu svo mjög að
þeir gerðu hana að einni voldugustu
konu heims um skeið.
Eva var óskilgetin, ólst upp í fá-
tækt langt frá höfuðborginni og var
fædd 1919, þótt hún segðist þremur
árum yngin en hún var. Fimmtán ára
gömul fluttist hún til Buenos Aires
með fyrsta elskhuga sínum og ætlaði
að gerast leikkona. Hún var 24 ára
þegar hún kynntist Juan Perón of-
ursta, sem var helmingi eldri en hún.
Þá vann hún í útvarpsstöð og fékk
10 dollara á viku fyrir að kynna
hljómplötur og koma fram í sápuó-
peru stöðvarinnar.
Perón og aðrir ráðherrar herfor-
ingjastjórnarinnar komu í útvarps-
stöðina til að auglýsa eftir fjárfram-
lögum handa fólki, sem átti um sárt
að binda eftir jarðskjálfta. Ofurstinn
var 48 ára gamall og heillaðist strax
af Evu, sem fékk það starf að efna
til samskota fyrir félagsmálaráðu-
neytið, sem heyrði undir Perón. Þar
með varð hún málsvari Peróns.
„Glæsilegir einkennisbúningar skipta
hann engu rnáli," sagði hún. „Einu
vinir hans eruð þið — hinir skyrtu-
lausu."
Santa Evita
Perón tók sér alræðisvald og þegar
honum var bolað frá völdum 1945
skipulagði Eva af eigin rammleik
stuðningslið ungra liðsforingja og
verkamanna til þess að koma honum
aftur til valda. Tveimur mánuðum
síðar giftust þau. Árið eftir var Perón
kosinn forseti með stuðningi skyrtu-
leysingjanna og öflugra verkalýðsfé-
laga. Eva sýndi á sér ólíkar hliðar
þegar hún varð forsetafrú. Hún var
glysgjöm, jafnan prýdd demöntum
og klædd dýrum pelsum, en stóð fyr-
ir félagslegri aðstoð og skipulagði
dreifingu á notuðum klæðnaði meðal
landbúnaðarverkamanna og íbúa fá-
tækrahverfa. Alþýðan heillaðist af
henni, dýrkaði hana og dáði.
Síðan veiktist Eva af ólæknandi
krabbameini. Þá sjaldan hún kom
fram opinberlega varð Perón að
styðja hana. „Eg er svo lítil að ég
þoli ekki svona mikinn sársauka,"
sagði hún.
Eva lézt 26. júlí 1952. Lík hennar
var flutt í skyndi til meinafræðings
af spænskum ættum, Pedro Ara, sem
var viðbúinn því að til hans yrði leit-
að. Smuming líksins tók hann eitt
ár og hann fékk 100.000 dollara fyr-
ir vikið.
Allan þann tíma syrgði öll argent-
ínska þjóðin Evu. Hún fékk viður-
nefnið Santa Evíta og þegar lík henn-
ar lá á viðhafnarbörum gengu tvær
milljónir manna fram hjá kistu henn-
ar. Til stóð að reisa henni minnis-
merki vfðs vegar í Argentínu, en lítið
varð úr framkvæmdum því að í júlí
1955 varð óðaverðbólga Perón að
falli.
Líkið í Alþýðuhúsinu
II líder, eins og Perón var kallað-
ur, fór í útlegð til Spánar og krafðist
þess að nýi forsetinn, Eduardo Lon-
ardi hershöfðingi, sendi lík Evu þang-
að. Lonardi neitaði að verða við þeirri
bón og hóf þess í stað ófrægingarher-
ferð gegn Perón. Hann opnaði heim-
ili Peróns almenningi og efndi til sýn-
ingar á 15 sérsmíðuðum sportbílum
hans, 250 bifhjólum og peningaskáp-
um með 10 milljónum dollara í
reiðufé. Einnig voru til sýnis íbúðir,
sem Perón átti í Buenos Aires og
notaði til ástafunda með unglings-
stúlkum, þar á meðal 16 ára hjákonu
sinni, Nelly Rivas.
Nýja herforingjastjómin sýndi líka
glæsilega gimsteina Evu. Það hafði
þó engin áhrif á þann Ijóma, sem lék
um minningu hennar, enda hafði hún
aldrei leynt því fyrir þjóðinni að hún
væri velefnuð. Þvert á móti jókst
dýrkunin á Evu um allan helming á
fyrstu mánuðunum eftir fall Peróns.
Lonardi hershöfðingi reyndi að
taka á sig rögg og eyða smurðu líki
Evu, sem var geymt í herbergi nr. 40
í höfuðstöðvum verkalýðssambands-
ins í Buenos Aires — Alþýðuhúsinu.
Áður en hann gat komið því í verk
var honum sjálfum steypt af stóli í
nóvember 1955 og Pedro Aramburu
hershöfðingi tók við völdum. Nýi leið-
toginn gerði sér strax grein fyrir því
að hættulegt var að geyma lík Evu
í opinberri byggingu í höfuðborginni,
þar sem allir höfðu greiðan aðgang
að því. Eva gat orðið sameiningar-
tákn perónista ef þeir reyndu að ná
aftur völdunum og Aramburu Iét fjar-
lægja líkið á laun. í desember hvarf
lík Evu og það fannst ekki aftur fyrr
en 16 árum síðar.
Líkinu rænt
Sama kvöld og líkinu var rænt fór
Ara læknir í herbergi nr. 40 til að
skoða líkið eins og hann var vanur
að gera öðru hveiju. Allt í einu heyrði
hann þungt fótatak í stiganum. Dym-
ar opnuðust og Carlos Mori-Koenig
ofursti, yfirmaður leyniþjónustu hers-
ins, skálmaði inn í herbergið ásamt
nokkrum hermönnum. „Ég er kominn
til að sækja líkið,“ sagði hann.
Hann lét sem hann heyrði ekki
þegar Ara læknir maldaði í móinn
og skipaði mönnum sínum að taka
lík Evu af líkbörunum, koma því fyr-
ir í venjulegri líkkistu og bera kistuna
út í herflutningabíl, sem beið fyrir
utan. Ara fékk þá einu skýringu að
líkið ætti að fá„sómasamlega útför“.
Fljótlega fréttist að líkinu hefði
verið rænt og flokkur perónista efndi
til mótmæla, þótt hann væri bannað-
ur. Þátttakendur í mótmælagöngum
um land allt báru myndir af Evu og
spjöld, þar sem þess var krafizt að
líkinu yrði skilað. Aramburu hers-
höfðingi þagði eins og steinn og sá
kvittur komst á kreik að Juan Perón
hefði skipulagt líkránið. Þótt leiðtog-
ar hersins í Argentínu gerðu allt sem
í þeirra valdi stóð til að bæla niður
mótmæli perónista magnaðist reiðin
yfir líkhvarfmu jafnt og þétt.
Skyrtuleysingjarnir töldu líkránið
glæp aldarinnar — glæp sem aldrei
væri hægt að fyrirgefa. Málið var
undirrót stöðugrar reiði í 16 ár og
allan þann tíma var argentínsku þjóð-
inni og Perón sjálfum það hulin ráð-
gáta hvar líkið væri niðurkomið.
Líkíð á flækingi
Margt er enn á huldu um það sem
síðan gerðist. Þó er vitað að þegar
herflutningabíllinn ók frá Alþýðuhús-
inu 22. desember 1955 hætti Aramb-
uru hershöfðingi við fyrirætlanir sín-
ar um að eyða líkinu af ótta við reiði
almennings. Mori-Koening ofursti
fyrirskipaði að bílnum yrði ekið á
afvikinn stað í herbúðum í nágrenni
höfuðborgarinnar og þar var bifreiðin
um nóttina meðan ofurstinn beið
frekari fyrirmæla.
Hann hefði fúslega eytt líkinu á
hvem þann hátt sem yfirmenn hans
hefðu óskað, því að hann hafði rika
ástæðu til að hata Perón; hann hafði
lækkað hann í tign í forsetatfð sinni
þegar þeim varð sundurorða. Skipun
um að eyða líkinu barst hins vegar
aldrei. Ofurstanum var aðeins sagt
að fela það.
Lík Evu var látið í kassa, sem var
fluttur í vörugeymslu skammt frá
aðalstöðvum leyniþjónustu hersins.
Þar var líkið í mánuð, en síðan var
það á hrakhólum og geymt í alls sex
vöruhúsum og skrifstofum í Buenos
Aires og nágrenni unz það hafnaði
að lokum í glæsilegri íbúð staðgeng-
ils Mori-Koenings, Antonios Antonios
Arandias majórs.
Um þessar mundir leituðu útsend-
arar perónista enn að líki Evu í höfuð-
borginni. Arandia óttaðist að slóðin
yrði rakin til sín og tók upp á því
að sofa með skammbyssu undir kodd-
anum. Einn morguninn vaknaði hann
kófsveittur. Sér til skelfingar heyrði
hann fótatak nálgast dyrnar að svefn-
herberginu. Þegar þær opnuðust þreif
hann til skammbyssunnar undir
koddanum og skaut tveimur kúlum
á skuggann í gættinni. Þunguð kona
hans, sem hafði verið í baðherberg-
inu, hneig niður örend.
Síðan var kassinn með líki Evu
fluttur upp á fjórðu hæð í aðalstöðv-
um leyniþjónustu Mori-Koenigs. Á
kassann var stimplað „útvarpsvið-
tæki“ og hann var geymdur á sama
stað og nokkrir aðrir kassar, sem
voru nákvæmlega eins.
Nokkrum mánuðum síðar var of-
urstinn sviptur störfum og við af
honum tók yfírmaður leyniþjónustu
forsetans sjálfs, Hector Cabanillas
ofursti, sem varð hneykslaður þegar
hann komst að því að líkið var enn
falið í aðalstöðvunum og fyrirskipaði
að það yrði fjarlægt.
Frá Mílanó til Spánar
Enginn veit hver skipulagði næsta
þátt í þessum skuggalega feluleik.
Einhver lét smíða nokkrar kistur, sem
voru nákvæmlega eins, og fylla þær
möl. Kisturnar voru sendar ásamt
kassanum með líki Evu til nokkurra
landa Suður-Ameríku og flæktust
jafnvel til landa í öðrum heimsálfum.
í september eða október 1956 fór
líkið aftur á flakk þegar því hafði
verið komið fyrir í nýrri kistu og var
fyrst sent til Rómar og þaðan til
Mílanó. Kaþólsk nunna, Giuseppina
Airoldi, fylgdi því síðasta spölinn 27.
maí 1957. Henni hafði verið talin trú
um að hún væri að fylgja líki ítal-
skrar ekkju, Maríu Maggi de Magistr-
is, sem hefði látizt í Rosario í Argent-
ínu. Líkið var jarðsett í reit nr. 86 í
Mussocco-kirkjugarði í Mílanó og
kross með nafni Evu var settur á
leiðið. Þar fékk það að hvíla í friði
um skeið og mjög fáir vissu hvar það
var niðurkomið.
Á þessum árum tók hver herfor-
ingjastjómin við af annarri í Argent-
ínu. Að lokum ákvað leiðtogi einnar
stjórnarinnar, Alejandro Lanusse
hershöfðingi, að bjóða Juan Perón
aftur heim til Argentínu, þótt Perón
hefði borið ábyrgð á því að hann
hafði verið dæmdur í ævilangt fang-
elsi 20 árum áður. En fyrst gerði
Lanusse ráðstafanir til þess að Perón
yrði skilað líki eiginkonunnar.
Annan september 1971 var maður,
sem kallaði sig Carlos Maggi, við-
staddur þegar lík „systur" hans var
grafið upp og komið fyrir í líkvagni,
sem flutti það frá Mílanó áleiðis til
Madrid. „Carlos" þessi var enginn
annar en Hector Cabanillas, leyni-
þjónustuforinginn sem nú var setztur
í helgan stein.
Eftir viðkomu í Perpignan í Frakk-
landi kom líkvagninn til heimilis Per-
óns í Madrid næsta dag. Þar beið
Perón, sem nú var orðinn 74 ára,
ásamt síðari konu sinni, ísabellu, sem
var 39 ára og hafði kynnzt honum í
næturklúbbi í Panama 20 árum áður,
og'Ara lækni. Kista Evu var lögð á
legubekk og Cabanillas opnaði hana.
Peron brast í grát þegar hann leit
löngu liðna konu sína aftur augum.
Hárið var í óreiðu, en hún var jafnfög-
ur og þegar hún kvaddi þennan heim
tuttugu árum áður. „Hún er ekki lát-
in,“ sagði Perón. „Hún er sofandi."
Heim úr útlegð
Langri útlegð Peróns lauk 1972,
þegar honum var leyft að snúa aftur
til Argentínu. Hann ákvað að skilja
lík Evu eftir í Madrid. Ári síðar var
hann aftur kjörinn forseti og ísabella
varaforseti, en hann var ekki lengi
við völd. Hann lézt 1. júlí 1974.
ísabella varð forseti og samkvæmt
fyrirmælum hennar var lík Evu flutt
heim flugleiðis frá Spáni. Þúsundir
grátandi Argentínubúa stóðu með-
fram leiðinni, sem ekið var um frá
flugvellinum, og fleygðu blómum að
líkvagni hinnar dáðu forsetafrúar,
sem lengi hafði verið kölluð Santa
Evita. Lík hennar var aftur látið hvíla
á viðhafnarbörum, að þessu sinni við
hliðina á kistu Juans Peróns í forseta-
höllinni í Olivos.
ísabella syrgði þau bæði og reyndi
að baða sig í ljómanum frá nafni
Evu. Hún hélt völdunum í tvö ár, en
þá vék enn ein stjóm herforingja
henni frá völdum. Nýju leiðtogamir
reyndu að þurrka út nafn Peróns af
spjöldum sögunnar.
Perón hafði verið grafinn skömmu
eftir að lík hans lá á viðhafnarbörun-
um, en líki Evu aftur verið komið
fyrir í geymslu. Leiðtogar þjóðarinnar
höfðu ekki getað náð samkomulagi
um hvar hún skyldi lögð til hinztu
hvíldar. Að lokum ákvað ný herfor-
ingjastjórn í október 1976 að smurðu
líki Evu skyldi komið fyrir í grafhýsi
í Recoleta-kirkjugarði í Buenos Aires.
Grafhýsið er eins rammgert og
traustustu bankageymslur og það á
að koma í veg fyrir að önnur tilraun
verði gerð til að ræna líki Evu Peróns.