Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 B 19 Hópurinn Þyrni varð íslandsmeistari í fijálsum dansi i aldursflokkn- um 10-12 ára. Á myndinni sést Svanhildur Snæbjörnsdóttir hampa bikarnum, en hún varð jafnframt sigurvegari í einstaklingskeppn- inni. Með henni í danshópnum eru Dagmar Ásmundsdóttir, Sigrún Birna Blomsterberg og Svandís Anna Sigurðardóttir. FRJÁLSIR DANSAR Hópurinn Þyrni varð Islandsmeistari Svanhildur Snæbjörnsdóttir frá Reykjavík varð í fyrsta sæti í einstaklingskeppni íslandsmeistara 10-12 ára í fijálsum dansi, sem haldin var í Tónabæ nýlega. í öðru sæti varð Sigurbjörg Dögg Ingólfs- dóttir frá Reykjavík og í 3. sæti Heiða Torfadóttir frá Siglufirði. í hópdansi sigraði flokkurinn Þyrni, en hann skipa Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Dagmar Ás- mundsdóttir, Sigrún Birna Blomst- erberg og Svandís Anna Sigurðar- dóttir. í öðru sæti varð Trúbrot frá Siglufirði, en hann skipa Þórunn Jónsdóttir, Heiða Torfadóttir, Inga Jóna Pálsdóttir, Guðrún Þórðardótt: ir og Rannveig Gústafsdóttir. í þriðja sæti varð hópurinn IC-22 frá Bolungarvík. í honum eru Marta Pálmadóttir, Vigdís Albertsdóttir, Hallfríður Jónsdóttir og Eva Björk Guðmundsdóttir. í ár kepptu tíu hópar og 16 ein- staklingar um titilinn. Mikil stemmning var ríkjandi og mætti fjöldi manns til að fylgjast með keppninni, sem er árlegur atburður og á vaxandi vinsældum að fagna. MEINSEMD Eins og að sleppa úr fangelsi Astralski söngfuglinn Olivia Newton John, sem varð frægust fyrir hlut sinn í kvik- myndinni Grease ásamt John Tra- volta hefur átt við langvinn veik- indi að stríða. Fyrir rúmum sjö mánuðum greindist hún með bijóstakrabbamein. Hún fékk að vita um úrskurðinn aðeins fjórum klukkutímum eftir að faðir hennar lést. Hún fór síðan í aðgerð, sem tókst þokkalega, en ljóst var þó að ekki varð komist fyrir meinið til fulls og hófst þá lyfja- og geisla- meðferð sem lauk fyrir skömmu. Sú meðferð virðist hafa eytt krabbameininu og segir Olivia að sér líði afskaplega vel, bæði líkam- lega og andlega. „Að losna úr geislameðferð var eins og að sleppa úr fangelsi," segir Olivia. Veikindi hennar hafa hins vegar verið þung byrði á fjölskyldunni. Verslunarkeðja sem hún stofnaði til með eiginmanni sínum Matt Lattanzi og vinafólki fór á hausinn og var það ekki til að bæta ástand fjölskyldunnar. Eitt það versta var þó að hughreysta fimm ára dóttur- ina, því þegar besta vinkona þeirr- ar litlu lést úr krabbameini var erfitt að segja henni að það myndi verða allt í lagi með mömmu. Því hefur verið fleygt að Olivia ætli að flytjast búferlum til móð- urlandsins Ástralíu, en hún neitar því. Húsbóndi hennar hefur fengið vinnu í einu af aðalhlutverkum ástralskrar sápuóperu sem heitir „Paradise Beach“ og Olivia ætlar að dvelja hjá honum mánuðina tvo sem tökurnar eiga að standa yfir. Síðan fara þau aftur vestur um haf, eða í þeirra tilviki austur um haf, til Kalifomíu þar sem þau eiga álitlegan búgarð sem tapaðist ekki þrátt fyrir gjaldþrotið. Titti Wachtmeister SVÍÞJÓÐ Gömul kærasta kóngs látin Karl Gústaf Svíakóngur fékk heldur leið tíðindi fyrir skemmstu, en þá var honum tjáð að æskuástin hans Titti Wachtmeister hefði látist, aðeins 43 ára gömul. Titti og kóngur vom óaðskiljanleg um langt skeið, en ekkert varð úr hjónabandi. Þau héldu þó sambandi er færi gafst, en ekki var það þó oft, því Titti bjó lengst af fyrir vest- an haf hjá foreldrum sínum Vilhjálmi greifa og Ullu Wachtmeister. Titti snerti aðeins á ljúfa lífinu í Holly- wood, var um tíma sambýliskona leikarans Peter Sellers og vann um skeið sem ljósmyndafyrirsæta. í kvikmyndum lék hún þó ekki og hún átti eitt skammvinnt hjónaband að baki. Bama varð henni ekki auðið, en banameinið var heilablóðfall. v A Diskurinn og kannan verða hvort um sig seld á um 90 kr. norskar. OLYMPÍULEIKAR Níu mánaða fyrirsæta Hinn níu mánaða gamli Hartvig er fyrirmyndin á postulíni sem fram- leitt verður í Noregi í tilefni vetrarólympíuleikanna 1994. Myndin af Hartvig var tekin fyrir nokkrum árum og vakti mikla lukku í Noregi, enda bráðskemmtileg. Drengurinn var dubbaður upp eins og miniútgáfa af skíðagöngumanni í hnésokkum með bakpokann ómissandi og ef grannt er skoðað má sjá áttavitann hanga um hálsinn á honum. Þar sem Hart- vig var ekki hár í loftinu nær áttavitinn næstum niður að hnésbótum. VIIMIMUEFTIRLIT RÍKISINS Admlnlstration of occupatlonal safetv and health Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík SPRENGINÁMSKEIÐ Fyrirhugað er að halda námskeið um notkun, meðferð og geymslu sprengiefna dagana 29. mars til 2. apríl nk. í Bíldshöfða 16, Reykja- vík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald er kr. 26.000. Greiða skal staðfestingargjald kr. 5.000 í síðasta lagi 25. mars. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftir- liti ríkisins í síma 672500. Stærð 38-46. 2.990,- Stærð 40-46. 4.995,- Stærð 40-46. 6.495, Jakkar 8.900, - stærðir I6I-I76 Buxur 4.900, - stærðir 60 cm - 80 cm. Skyrtur 2.700,- stærðir 34-37 Slaufur 1.690,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðslu- afsláttur. Sérverslun með herrafatnað Kringlunni 8-12, sími: 67 73 30 STEINAR WAAGE ^ -------------- SKOVERSLUN ^ SÍMI689212 ^ &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.