Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 i En lítil og sæt íbúð sem þú hefur fengið þér. Það eina sem þú þarft er ferskt loft í lungun. HÖGNI HREKKVÍSI » /M-tOR KATTAMATOR. 8ÓINM .. .KANMStí/ > FHÚ JONA EINHv/eRN.'' fWtrgttttMttM^ BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Ekkí bara alkar Frá Nönnu Baldurs: Allir hefðu nú bara gott af að fara í meðferð! Þessa fullyrðingu heyrði ég fyrir mörgum árum en gaf lítið fyrir hana á þeim tíma, sérstaklega vegna þess að sá sem slengdi henni fram var óvirkur alkóhólisti sem hafði drukkið frá sér fjölskyldu, vinnu, eignir og heilsuna áður en hann fór í meðferð. Nei, ég taldi að meðferð væri bara fyrir þá sem ættu við þettA vandamál, drykkju- sýkina, að stríða. Meðferð í líkingu við áfengismeðferð átti ekki við svona venjulega manneskju eins og mig. Af og frá. En síðan hefur mikið vatn til sjávar ninnið. Viðhorf mitt hefur breyst. Ég kynntist „meðferð" fyrir aðstandendur alkóhólista. Því miður fór sú „meðferð" ekki fram á vemd- uðum stað fjarri mannabyggðum eins og alkóhólistar eiga kost á. Ónei, hún fór einfaldlega fram í smáum fræðsluskömmtum í miðri höfuðborginni. Ég hefði gjaman viljað fara í „meðferð" fyrir aðstandendur og mér hefur oft verið hugsað til full- yrðingar óvirka alkóhólistans síðan þá. Því mín „fíkn“ var alkóhólist- arnir. Það var áfall að komast að því hve vel og dyggilega ég hafði látið þá stjórna lífí mínu. Arum saman voru alkóhólistar mínar ær og kýr. Hugsun mín var farin að snúast um aðrar manneskjur án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Það var ekki bara að ég vissi hvað öðr- um var fyrir bestu, ég var komin á það stig að vilja helst hugsa fyrir aðrar manneskjur og hefði ég ekki stoppað mig af hefði ég trúlega reynt að anda fyrir aðra. Afleiðingamar vom þær að ég missti algerlega stjóm á eigin lifi. Og ég sem hafði alltaf haldið að ég væri mjög ábyrgðarfullur, göf- Víkverji Efnahagslægðin, sem grúfir yfir fólki og fyrirtækjum hér á landi, er síður en svo erfiðasta tor- færan sem mætt hefur íslending- um. Víkveiji nefnir eitt dæmi af mörgum þessu til staðfestingar, móðuharðindin, sem gengu yfir land og þjóð seint á 18. öld. Harð- indin hófust með eldgosi úr Laka- gígum á Síðuafrétti, Skaftáreldum, árið 1783. Þetta var eitt stórkost- legasta eldgos á íslandi og hjó stór skörð í þjóðarfjölskylduna: „Gríðarlegt tjón varð af ösku- falli, dimmt var í húsum, en spor- rækt úti; grasbrestur varð og hey- fengur því lítill, en skemmt það sem náðist; skepnur féllu unnvörpum eða reikuðu eirarlaust um vegna hungurs. Af þessu leiddi mikinn mannfelli, fjöldi fólks flosnaði upp og varð að vegalausum beininga- mönnum, sem lögðu flest sér til munns til að seðja hungrið ... Nær 10 þúsund manns, eða tæplega 20% þjóðarinnar, létust af afleiðingunum móðuharðinda 1783-86. Af búfjar- stofni er talið hafa fallið um 11.500 nautgripa (53%), 190.000 sauðfjár (82%) og 28.000 hrossa (77%).“ (íslandssaga Einars Laxnes.) Ekki var ein báran stök í hörm- ungum landsmanna á þessum tíma. Ofan á móðuharðindin bættust miklir jarðskjálftar á Suðurlandi í ágúst 1784. Fjöldi bæja hrundi í uglyndur og yfirmáta duglegur ein- staklingur, varð að kyngja þeirri staðreynd að gagnvart eigin tilfinn- ingaþroska hafði ég sýnt algert ábyrgðarleysi með því að láta aðra stjórna því hvernig mér leið og upp á hveiju ég tæki. Einnig hef ég þurft að horfast í augu við að stjórnleysið ríkti á mörgum sviðum daglegs lífs míns og gat hæglega flokkast undir fíkn; reykingar, vinnuástríða, sælgætis- át, matarást og skafmiðaástríða svo eitthvað sé nefnt. Stjórnleysið hefur því einkennt líf mitt frá blautu barnsbeini eins og þúsunda annarra og það er átak að stokka upp hjá sér stöðuna og breyta um um- hverfí. Til að geta það kemur að- eins ein uppbyggingaraðferð til greina fyrir mig sem aðstandanda og er hún að mörgu leyti hliðstæð meðferðar- og fundaprógrammi alkóhólista. Rannsóknir vestanhafs á síðustu árum hafa leitt í ljós að samskipta- munstur í líkingu við það sem er í gangi á alkóhólískum heimilum ein- kennir mörg heimili þar sem áfeng- is er ekki neytt. Hins vegar er ákveðið stjómleysi þar á ferðinni og getur það tengst mat, vinnu, trú, spilum, veikindum, kynlífí, kúg- un o.s.frv. Talað er um skertar fjöl- skyldur eða skert heimili hvað þessu viðvíkur en persónulega tel ég betra að nota hugtakið fjölskyldur í ójafn- vægi, því meðferðarúrræði miða að því að ákveðnu jafnvægi í fjöl- skyldulífi eða fyrir einstaklingana sé náð. Ég veit ekki til þess að líf fjöl- skyldna í ójafnvægi hafi verið rann- sakað sérstaklega hér á landi, enda sjálfsagt erfitt að gera vísindalega úttekt á stjórnleysi almennt. Hins vegar má lauslega áætla þörfina fyrir „meðferð" af ýmsu tagi með því að skoða aðsókn og þátttöku í þeim meðferðarúrræðum sem fyrir hendi eru, t.d. hjá SÁÁ, Landspítal- rúst, þar á meðal Skálholtsstaður. Hugmyndir virðast hafa komið fram, að sögn Hannesar biskups Finnssonar og Magnúsar Stephen- sens, um brottflutning íslendinga til Jótlandsheiða, sem ekki varð þó af sem betur fer. Á seinustu áratugum 19. aldar fluttu síðan á milli 10 og 15 þúsund íslendingar til Ameríku vegna þeirrar tíðar efnahagslægðar. Það var mikil blóðtaka þjóð sem þá taldi aðeins rúmlega 70 þúsund manns. XXX A Islendingar eru betur í stakk bún- ir í dag en nokkru sinni fyrr til að takast á við erfíðleika hvers konar. Menntun þeirra, þekking, tækni og tengsl við umheiminn eru með þeim hætti, að þeir hafa aldrei verið jafn vel vopnum búnir í lífs- baráttunni. Þeir hafa að vísu komið sér í hið mesta „góðærisklandur", sem þrengir nú að þeim, með og ásamt utanaðkomandi áföllum. Það eru að dómi Víkveija nokkr- ir vegvísar, sem varða veginn upp úr efnahagslægðinni. Sá fyrsti var fyrir margt löngu settur fram í þessum orðum: Litla þjóð, sem átt í vök að veijast, vertu ei við sjálfa þig að beijast. Annar vegvísir: Áður en verð- mætum er eytt, þurfa þau að hafa orðið til í þjóðarbúskapnum! anum, Kvennaathvarfi, Stígamót- um og hjá sálfræðilegum geðlækn- um og félagsráðgjöfum landsins. I fjölskyldum þar sem stjómleysi af einhveiju tagi ríkír og „alkóhóliskt“ andrúmsloft má gera ráð fyrir að bömin tileinki sér viðhorf og hugs- unarhátt íjölskyldunnar og hefur það skaðvænleg áhrif á sjálfsmynd og tilfinningaþroska barnanna. Þau stækka og eldast og ef ástandið breytist ekki til batnaðar, geta bömin staðið frammi fyrir veruleg- um samskiptavandamálum á full- orðinsámnum; reiður strákur verð- ur reiður ungur maður og bæld stúlka verður bæld ung kona. Og hvað gerist ef þau verða par og stofna fjölskyldu? Hafi barn þróað með sér nei- kvæðan hugsunarhátt og viðhorf til sjálfs sín og annarra í uppvextin- um, heima og í skólanum, er líklegt að þau viðhorf fylgi því fram á full- orðinsárin. Bældar tilfinningar, minnimáttarkennd, hræðsla við að tjá sig um skoðanir sínar, óljós sjálfsmynd og óöryggi í samskipt- um við aðra. Óvissa um eigin per- sónulega rétt — allt getur það haml- að vellíðan og lífsánægju einstakl- ingsins þannig að hann fái ekki notið sín eða hann fái neikvæða útrás sem getur t.d. birst í fíkn- kenndu hegðunarmunstri. Það er t.d. mjög líklegt að barn sem þekk- ir varla annað en alkóhólískt hegð- unarmunstur og viðhorf I fjöl- skyldulífinu tileinki sér það og beri með sér út í lífið, jáfnvel þó það sé ekki haldið áfengissýki. En hvað um „meðferðarúrræði" fyrir böm sem koma frá fjölskyldum í ójafnvægi? T.d. börn alkóhólista? Þegar ég spurðist fyrir um þetta á sínum tíma var svarið stutt og lagg- ott: Börnin „afruglast“ með foreldr- unum. Þ.e.a.s. ef foreldramir gera eitthvað til að snúa við óheillavæn- legri þróun fjölskyldulífsins. Þetta svar leiðir af sér aðra spurningu: Þriðji vegvísirinn bendir á skuldafjallið, sem þjóðin hefur reist sér utanlands, hjá erlendum spa- rendum, og tekur til sín í afborgan- ir og vexti langleiðina í þriðju hveiju krónu af útflutningstekjum okkar. Þær krónur koma ekki til skiptanna á þjóðarskútunni. Það verður að vinda ofan af þessu sjálfskaparvíti: Sama máli gegnir um hallarekst- urinn og skuldasöfnunina í ríkisbú- skapnum, meginorsök hárra vaxta í landinu, sem skekkt hafa sam- keppnisstöðu íslenzks atvinnulífs og em þann veg meðorsök í vaxandi atvinnuleysi. Fimmti vegvísirinn: Það verður að færa veiðisókn flotans að veiði- þoli nytjafískanna. Fiskvinnslan þarf og að sníða vinnslugetu sína að tiltæku hráefni. Með öðrum orð- um það þarf að sækja þann afla, sem fiskifræðileg rök standa til að taka úr stofnunum, með sem minnstum tilkostnaði og vinna í sem verðmætasta vöm. Hliðstæð endurhæfíng þarf að verða í landbúnaði. Skattborgarinn getur ekki til frambúðar verið_ aðal- mjólkurkýr landbúnaðarins. Á tím- um vaxandi samkeppni (a.m.k. í orði) þarf að taka meira tillit en gert hefur verið til neytendasjón- armiða, að dómi Víkveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.