Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 9

Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 9 FERMI NGARGjÖFIN FÆST í LISTHÚSINU 1 j 1|' LISTHÚS ^í LAUGARDAL ’ Engjateigi 17-19 lORIO 10:00-18:00. LAUGARDAGA 1 0:QO-l6;0.ol Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. 'sla n ^ Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 7% ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Fleiri krónur í grein í Vísbendingu segir Bjöm G. Ólafsson m.a.: „Að visu fá útflytj- endur fleiri íslenskar krónur fyrir afurðir sín- ar eftir gengisfellingu og geta þá aukið hagnað sinn eða markaðshlut- deild ef innlendur fram- leiðslukostnaður hækkar ekki strax á eftir. Reynsl- an er hins vegar sú að innlendur kostnaður hef- ur sterka tilhneigingu til þess að hækka fljótlega eftir gengisfellingu, bæði vegna kjanisamninga og hækkunnar á verði að- fanga. Þeir sem selja sjávarútvegi vömr eða þjónustu geta hækkað verð ef þeir telja greiðslugetu sjávarút- vegsins hafa aukist. Auk þess er illmögulegt að auka framleiðslu sjávar- afurða vegna takmark- ana á aflamagni." Minni útflutn- ingstekjur „Fleiri erlendir ferða- menn gætu lagt leið sína hingað eftir gengisfell- ingu og ýmis fyrirtæki í iðnaði og þjónustu gætu aukið útflutning sinn. Það tekur hins vegar langan tíma að auka út- flutning á þessum svið- um. A móti þessu kemur að við gengisfellingu tap- ast strax verulegar upp- hæðir í erlendum gjald- eyri vegna launa- greiðslna vamarliðsins og álfélagsins. Því bendir flest til þess að gengis- felling auki ekki útflutn- ingstekjur nema síður sé Tvíeggjað hagstjórnar- tæki Breyting á gengi krónunnar til að mæta skammtímasveiflum í aflamagni eða fis- kverði er tvíeggjað hagstjórnartæki segir í grein í Vísbendingu. Þar fjallar Björn G. Ólafsson hjá Byggðastofnun um kröf- ur um gengisfellingu. Hann heldur m.a. fram, að hún leysi ekki efnahagsvandann heldur auki hann. ef til skamms tíma er lit- ið. Innflutningsverð hækkar í islenskum krónum eftir gengisfell- ingu og gert er ráð fyrir að innflutningur miirnki (þó má hugsa sér að er- lendir framleiðendur mæti gengisfellingu með verðlækkun, í því tilfelli batna aðeins viðskipta- kjörin). Kaupmáttur al- mennings minnkar. Minni ríkis- tekjur Gengisfelling er ein- föld leið til að lækka kaup í Iandinu, að minnsta kosti í stuttan tíma. En jafnframt minnka tekjur ríkisins af aðflutningsgjöldum og virðisaukaskatti. Aukist ekki útflutningur getur gengisfelling þýtt meira atvinnuleysi. Loks leiðir gengisfelling til þess að skuldir mældar í innlend- um verðmætum hækka og eiginfjárhlutfall fyrir- tækja lækkar (erlendir veðhafar „eignast" stærri hluta af húsum og skipum landsmanna eftir gengisfellingu). Fjár- hagsstaða skuldugra fyr- irtækja í sjávarútvegi versnar þvi með gengis- fellingu. Frá stjórnmálalegum sjónarhóli er gengisfell- ing afar óheppilegt stjórntæki. Traust fólks á gjaldmiðli er nátengt trausti á öðrum þáttum hagstjórnar. Nýfengið frelsi í fjármagnsflutn- ingum á milli landa leiðir fUótt til glötunar ef menn hafa ekki trú á innlenda gjaldmiðlinum. Mestu máli skiptir þó að gengis- felling núna þýddi nánast stríð við launþegahreyf- inguna. Kaupmáttur launa og almennur inn- flutningur hafa minnkað undanfarin ár og innlend verðbólga hefur stundum verið minni en erlendis. Raungengi er lægra en oft áður. Frekari launa- lækkun verður örugg- lega ekki knúin fram með gengisfellingu nema að kjar.asamningar verði lögbundnir og slíkt gerir engin rikisstjórn sem vill gera sér einhveijar vonir um endurkjör. Aðrar leiðir Aðrar leiðir en gengis- felling eru mögulegar til að mæta minnkandi út- flutningstekjum. Þar er helst um að ræða hvers konar spamaðarráðstaf- anir eða lækkun kostnað- ar. Enginn vafi er á því að hægt er að lækka ýmsan kostnað í sjávarút- vegi með aukinni hag- ræðingu, það er að segja fækkun og í sumum til- vikum stækkun fram- leiðslueininga. Enn þá er hægt að spara verulegar fjárhæðir í opinberri stjómsýslu og landbún- aði. Lækkun vaxta með markaðsaðgerðum kæmi þó sennilega að mestum notum í atvinnulífinu." ■ FEGURÐARSAMKEPPNI Islands og Austurbakki, Campi- on-umboðið, gerðu nýlega með sér samning. Felst hann í því að stúlkurnar nota eingöngu Campi- on-fatnað við líkamsrækt fyrir keppnina. Einnig gefur Austur- bakki fegurðardrottningu íslands veglega úttekt í Frísport, Nike- búðinni, Laugavegi 6. Þetta mun vera fyrsti samningurinn sem Feg- urðarsamkeppni íslands gerir við íþróttavörufyrirtæki. Björn L. Þórisson, starfsmaður Austurbakka, og Esther Finnbogadótt- ir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands, undirrita sainning. Fjármálanámskeið VÍB EINFÖLD UPPSKRIFT AÐ UPPBYGGINGU EIGNA Fjármálanámskeiði VIB er einkum ætlað að leiðbeina þátttakandanum við að nýta tekjur sínar sem best og byggja upp sparifé og eignir. Reynt hefur verið að gera námskeiðið þannig úr garði að þátttakandinn geti sjálfur raðið fram úr fjármálum sínum og skipulagt þau til að ná sem bestum árangri. A námskeiðinu er m.a. lögð áhersla á markmið í fjármálum til langs og skamms tíma, þar sem reynt er að samræma drauma og veruleikann. Á námskeiðinu er íjallað um flesta mikilvæga þætti í fjármálum fjölskyld- unnar, svo sem um skattamál, lífeyrismál, húsnæðismál, tryggingar, námslán, erfðamál, skuldir heimilisins o.fl. Innifalið í námskeiðinu er Fjármálahandbók VÍB. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Fjármálanámskeið VIB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Hringdu í síma 91-68 15 30 til að fá upplýsingar um Fjármálanámskeið VIB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.