Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
KNATTSPYRNA
Stefna til Bandaríkjanna
Chris Woods, markvörður enska landsliðsins, og framheijinn Ian Wright verða í eldlínunni í Izmir í Tyrklandi í dag í
undanriðli heimsmeistarakeppninnar. Wright bendir hér á Bandaríkin á landakorti — en þangað stefna þeir félagarnir
næsta sumar, ásamt mörgum öðrum.
Grikkir á nálum
■ RYAN Giggs er helsta von
Wales, sem tekur á móti landsliði
Belgíu í 4. riðli HM í kvöld.
■ ENZO Scifo og samheijar virð-
ast öruggir í úrslitakeppnina eftir
sex sigra í sex leikjum, en Wales,
sem tapaði 2:0 í fyrri leik þjóð-
anna, berst við Rúmeníu og
Tékkóslóvakíu um annað sætið.
■ GIGGS, sem er 19 ára, hefur
fimm sinnum komið inná sem vara-
maður í landsleik, en aldrei verið í
byijunarliðinu.
■ TERRY Yorath, landsliðsþjálf-
ari* Wales, sagði að Wales yrði
helst að sigra til að komast- í loka-
keppnina: „En ég sé ekkert sem á
að koma í veg fyrir sigur okkar.
Við erum á heimavelli, erum með
nokkra góða leikmenn og unnum
Belga 3:1 á sama velli í síðustu
Evrópukeppni.“
■ KEVIN Ratcliffe, fyrrum fyr-
irliði Wales, verður hugsanlega í
miðvarðarstöðunni í staðinn fyrir
Kit Symons, sem datt útúr hópnum
vegna meiðsla. Ratcliffe, sem er
32 ára, hefur ekki leikið með lands-
liðinu í 18 mánuði.
■ MARGIR lykilmanna Englend-
inga eru meiddir og verða ekki með
gegn Tyrkjum í 2. riðli í Izmir í
kvöld.
■ ENGLAND er í þriðja sæti í
riðlinum tveimur stigum á eftir
Noregi og Hollandi, en á leik til
góða.
■ LES Ferdinand, framheiji frá
QPR, bættist á sjúkralista Eng-
lendinga á mánudag, en æfði þó
aftur í gær og verður í byijunarlið-
inu.
■ JOHN Barnes, leikmaður Liv-
erpool verður hins vegar á vara-
mannabekknum.
■ AÐEINS fimm leikmenn í
enska hópnum eiga meira en 20
landsleiki að baki, en Graham
Taylor, landsliðsþjálfari, segist
vera sannfærður um sigur enda
hafi liðið aðeins tapað tveimur úti-
leikjum s.l. tvö og hálft ár.
■ TAYLOR er ef til vill ekki eins
öruggur og sýnist — þegar hann
yfirgaf hótel liðsins og ætlaði út á
flugvöll í Luton fór hann áleiðis
heim til sín í Birmingham!
M TOMMY Wright, markvörður
'Norður-írlands, er meiddur á hné
og er tæpur fyrir leikinn gegn írum
í 3. riðli.
■ ALAN Fettis, varamarkvörður
Hull, er í viðbragðsstöðu, en hann
á aðeins einn landsleik að baki.
■ PORTÚGAL gerir ekki ráð fyr-
ir sigri gegn Sviss í Bern í fyrsta
riðli. „Kraftaverk þarf til að við
sigrum,“ sagði þjálfarinn Carlos
Queiros.
■ ROY Hodgson, þjálfari Sviss,
segist ætla að fá fimm stig úr
næstu þremur Ieikjum gegn Port-
úgal, Möltu og Ítalíu.
■ FLEMMING Povlsen, lands-
liðsmaður Dana, segir að til að
Vigra Spánveija í 3. riðli verði liðið
að sækja stíft. „Við verðum að sýna
að við getum stjómað leik. Það
gengur ekki að treysta á gagnsókn-
ir eins og við gerðum í Evrópu-
keppninni."
■ ÞJÓFAR komust inn í búnings-
herbergi enska landsliðsins leik-
manna 21 árs og yngri, meðan það
lék við lið Tyrklands í Izmir í gær
og stálu skartgripum, peningum og
úri frá þremur leikmanna. Þess má
geta að leikurinn var markalaus.
Grikkir eiga mikla möguleika á
að tryggja sér sæti í úrslita-
keppni HM í fyrsta sinn og með
stigi gegn Ungveijum í Búdapest í
kvöld verður staða þeirra mjög
vænleg í 5. riðli. Island og Lúxem-
borg eiga ekki möguleika á að kom-
ast áfram, en Rússar eru sigur-
stranglegastir í riðlinum.
Heimamenn þurftu að yfirgefa
æfíngabúðir sínar fyrir utan Búda-
SKÍÐAMÓT ísfands verður sett
formlega annað kvöld kl. 20 í
Akureyrarkirkju en mótið
stendur fram á sunnudag.
Mótið hefst með keppni skíða-
göngu kl. 13.00 á morgun. Um
80 keppendur eru skráðir til
leiks, 60 í alpagreinum og 20 í
norrænum greinum, göngu og
stökki.
röstur Guðjónsson, formaður
Skíðaráðs Akureyrar, sagði
að undirbúningur hefði gengið vel
pest á mánudag vegna veðurs, en
Grikkir undirbjuggu sig í höfuð-
borginni. Gestirnir kom atil með að
leggja áherslu á vörnina til að
tryggja stigið, en Alketas Panago-
ulias, þjálfari, sagði að takmarkið
væri að sigra með farseðilinn til
Bandaríkjanna í huga.
„Það eru engin vandamál hjá
okkur og andinn í hópnum er mjög
góður. Hins vegar eru Ungveijar
og nægur og góður snjór væri í
Hlíðarfjalli. „Þetta er alltaf spurn-
ing um veður og ef það verður okk-
ur hagstætt gæti mótið orðið mjög
skemmtilegt. Það er búist við jafnri
keppni í öllum greinum,“ sagði for-
maðurinn.
Eins og áður segir hefst keppni
í lengri göngugreinunum á morgun
kl. 13.00. Á föstudag verður keppt
í stórsvigi karla kl. 10 og svigi
kvenna kl. 11. Einnig verður keppt
í skíðastökki og göngu í norrænni
tvíkeppni. Á laugardag hefst keppni
kl. 10.00 með stórsvigi kvenna og
síðan svigi karla kl. 11. Ganga -
styttri vegalengdir verða kl. 13. Á
með sterkt lið og við verðum að
gæta okkur sérstaklega á miðheij-
unum, sem eru snöggir," sagði
þjálfarinn.
Liðin gerðu markalaust jafntefli
í Salonika í nóvember og þá voru
Grikkir óheppnir að ná ekki að
sigra. Ungveijar eru með þijú stig
eftir þijá leiki og verða að sigra til
að eiga möguleika. „Ef við skorum
snemma göngum við frá þeim,“
sagði Jenei þjálfari.
sunnudag lýkur mótinu með keppni
í samhliðasvigi karla og kvenna og
boðgöngu.
Keppni í norrænni tvíkeppni,
stökki og göngu, er nú tekin upp
aftur en síðast var keppt í nor-
rænni tvíkeppni á landsmóti 1988.
Búist er við spennandi keppni í
alpagreinum, sérstaklega vegna
þess að Kristinn Björnsson frá Ól-
afsfirði og Ásta Halldórsdóttir frá
ísafirði eru ekki á meðal keppenda,
en þau hafa verið í nokkrum sér-
flokki síðustu tvö árin. Daníel Jak-
obsson frá ísafirði verður að teljast
sigurstranglegastur í göngugrein-
unum.
Knattspyrnufélagið Valur
Unglingaráð
Knattspyr nuþj álfar i
Óskum að ráða þjálfara fyrir einn af kvennaflokkum
félagsins sem fyrst.
Upplýsingar gefur Helgi Kristjánsson í síma 623730 á
skrifstofu knattspyrnudeildar Vals að Hlíðarenda.
Unglingaráð knattspyrnudeildar Vals.
Ingvi færði KSÍ allar
handbækurnar að gjöf
Ingvi Guðmundssonj fyrrum starfsmaður
Knattspyrnusambands Islands færði samband-
inu að gjöf á dögunum allar handbækur KSI
frá 1971, þegar fyrsta bókin kom út, til 1991,
en eftir það var brot bókanna stækkað. Ingvi
hafði látið binda allar bækurnar inn í skinn-
band. Ingvi sagði við þetta tækifæri að meðan
hann starfaði hjá KSÍ fyrir nokkrum árum
hefði hann komist að því að sambandið hefði
ekki átt allar þessar bækur og því hefði hann
tekið þetta til bragðs. Á myndinni þakkar Egg-
ert Magnússon, formaður Knattspymusam-
bandsins, Ingva fyrir gjöfina.
SKIÐAMOT ISLANDS
Keppni hefst á morgun
„Búist við jafnri keppni íöllum greinum," segirformaðurSRA
KORFUKNATTLEIKUR
Ekkert óvænt í háskólakeppninni
Undanúrslitaleikirnir í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum verða á laug-
ardaginn. Þar leika annars vegar lið Kentucky og Michigan og hins vegar
Norður Karolínu og Kansas. Þetta eru fjögur af fimm bestu liðunum og því
í fyrsta sinn í nokkur ár þar sem ekkert lið kemur á óvart og kemst í undanúrslit.
RÚV sunnudag:
Leikur Arsen-
al og Spurs
sýndur beint
ÆT
Akveðið hefur verið að fella
niður fyrirhugaða útsend-'
ingu í ríkissjónvarpinu frá leik
Oldham og Wimbledon í úrvals-
deild ensku knattspyrnunnar á
laugardaginn, 3. apríl, og sýna
þess í stað viðureign Arsenal og
Tottenham í undanúrslitum bik-
arkeppninnar kl. 11.15 daginn
eftir, sunnudaginn 4. apríl. Sá
leikur fer fram á Wembley-leik-
vanginum í London.
Miklar
sektir f rá
UEFA
Knattspyrnusamband Evrópu
(UEFA) sektaði marga ein-
staklinga og félög um helgina.
Hæstu sektina fékk Olympiakos í
Grikklandi, 5,8 milljónir króna.
Sektir þessar eru til komnar
vegna óláta áhorfenda og leik-
manna liðanna. Olympiakos var
sektað um 5,8 milljónir króna og
Atletico Madrid frá Spáni um 3,2
milljónir króna en áhorfendur og
leikmenn lentu í ólátum á leik lið-
anna í Aþenu þann 4. mars.
Fyodor Cherenkov úr Spartak
Moskvu var dæmdur í fjögurra
leikja bann en honum var vikið af
leikvelli í Moskvu 18. mars þegar
Spartak lék við Feyenoord. Cher-
enkov sparkaði viljandi í mótheija
og hann mun fyrir bragðið missa
af undanúrslitaleik Spartak og
Antwerpen og úrslitaleiknum einn-
ig, komist liðið svo langt.
Ionel Fulga frá Steua Buchares
fékk þriggja leikja bann vegna
hásklegs leiks gegn Antwerpen og
Rudy Taeymans hjá hollenska liðinu
fékk eins leiks bann. Nokkrir leik-
menn fengu tvo leiki í bann, þar á
meðal Alain Roche (PSG), Walter
Bonacina (AS Roma) og Mark
Hateley (Glasgow Rangers).
PSG, Real Madrid , Rangers,
Benfica, Porto og Sparta Prague
fengu öll sektir fyrir óspektir, frá
650 þúsundum og upp i rúmar tvær
milljónir króna. Benfica fékk til
dæmis 850 þúsnd króna sekt vegna
þess að áhorfendur hentu flöskum
í annan línuvörðinn.
FELAGSLIF
Firmakeppni Gróttu
Firma- og félagakeppni Gróttu í
innanhússknattspyrnu er um helgina
í stóra sal íþróttahússins á Seltjarnar-
nesi. Þátttökugj. er 8.500 kr. á lið.
„Pollamót" Þórs
Þór á Akureyri gengst fyrir „Polla-
móti öldunga" í knattspyrnu fyrstu
helgina í júlí eins og undanfarin ár.
Nú verður fítjað upp á þeirri ný-
breýtni að halda sérstaka keppni fyrir
þá sem fæddir eru 1953 og fyrr, svo-
kallaða lávarðadeildarkeppni, en lið
geta tekið þátt bæði í henni og hinni
hefðbundnu keppni Pollamótsins.
Þátttaka tilkynnist fyrir 20. apríl.
Upplýsingar: Benedikt (96-21210 og
96-23918) og Anton (96-12080).
Esso-mót KA
Eins og undanfarin ár mun knatt-
spyrnudeild KA standa fyrir knatt-
spyrnumóti hjá 5. flokki a, b, c og
d-Iiða. Mótið verður sett miðvikudag
30. júní og keppni hefst daginn eftir.
Úrslitaleikur verða síðdegis laugardag
3. júlí og mótsslit um kvöldið.
Þátttökugjald er óbreytt frá síðasta
ári, kr. 15.000 fyrir hvert lið og greið-
ist inn á ávísanareikning nr. 1987 í
Búnaðarbankanum Akureyri, fyrir 20.
apríl. Þátttaka tilkynnist Gunnari Ní-
elssyni í síma 96-22287 eða 96-23482.