Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Píanótónleikar í
Njarðvíkurkirkju
ÞÓRARINN Stefánsson píanó-
leikari mun halda tónleika í
Njarðvíkurkirkju fimmtudag-
inn 1. apríl klukkan 20.30.
Þórarinn er fæddur og uppalinn
á Akureyri og hlaut þar sína fyrstu
tónlistarmenntun. Að loknu námi
í Tónlistarskólanum og stúdents-
prófi frá MA hélt hann til Reykja-
víkur í Tónlistarskólann og lauk
þaðan einleikara- og kennaraprófi
vorið 1987, undir handleiðslu Hall-
BORGAREIGN
fasteignasala
Suðurlandsbraut 14
678221
fax: 678289
<6
Vegna góðrar sölu vantar
góðar eignir á skrá.
Erum með fjölda ákveð-
inna kaupenda.
3ja-5 herb.
Kríuhólar - 3ja
Góö 79 fm íb. á mjög góöum kjörum
m. góöum lánum. Verö 5,8 millj.
Klapparstígur - 4ra
Glæsil. 4ra herb. íb. tilb. u. trév. í nýju
blokkunum á Völundarlóðinni. íb. er
björt og rúmg. Óviðjafnanl. útsýni. Góö
greiðslukjör. Gott verð.
Kjarrhólmi - 3ja
Góö 3ja herb. 75 fm íb. Parket á gólf-
um. Sameign nýuppg. Verö 6,5 millj.
Asparfell - 5 herb.
Góð 130 fm tveggja hæða íb. Góö lán.
Verö: Tilboö.
Einbýlis- og raðhús
Vesturhús
Vel hannaö nýl. hús m. góöum innr.
Mjög rúmg. bílskúr, auk einstaklíb. Stór-
kostl. útsýni. Hagstæö lán.
Suðurhlíðar Kóp.
Nýtt glæsilegt parhús 181 fm ásamt
27 fm bílskúr. Hús og lóð aö fullu frág.
3-4 svefnherb. Skipti á ódýrari koma
til greina. Verö 14,5 millj. Einkasala.
Alhliða ráðgjöf
- ábyrg þjónusta
Guðmundur Sigþórsson sölustjóri,
Skúli H. Gíslason sölumaður,
Kjartan Ragnars hrl.
Eignahöllin
Suóurlandsbraut 20,3. hæð.
Simi 68 OO 57
VESTURBORGIN
112 fm íb. á 1. hæö. 2 stofur, 2 svefn-
herb. 30 fm bílskúr.
DALSEL - 4RA
107 fm endaíb. á 3. hæð verul.
mikið standsett, allt nýtt á baði
og innr. endurn. Stæði I bilskýli.
Áhv. veðd. 4,3 mlllj.
NYIMIÐBÆRIIMN-4RA
Ca 76 frrr íb. á 4. hæð. Parket og góð-
ar innr. Suöursv. Þvhús og geymsla
innan íb. Stæöi í bílskýli. Áhv. 4,8 millj.
Verö 8,9 millj.
FURUGRUND - 3JA
80 fm glæsil. íb. á 2. hæö. Viöargólf-
borö. Góöar innr. Stórar suöursv. Áhv.
3,5 millj. byggsj. Verö 6,6 millj.
VALLARÁS - 2JA
38 fm íb. á 4. hæö í góðu húsi.
Parket á holi, flisar á baði. Áhv.
2,1 millj. Verð 3,8 mlllj.
VIKURAS - 2JA
Ca 60 fm íb. á 2. hæö. Áhv. 1,8 millj.
veöd. Verö 5,2 millj.
HRAUNBÆR - 2JA
Ca 27 fm íb. á jarðhæö. Verulega end-
urn., flísar á gólfi. Áhv. 700 þús. veöd.
Verö 3,2 millj.
Finnbogi Kristjánsson, sölustjóri,
Símon Óiason, hdl., lögg. fastsali,
dórs Haraldssonar. Framhaldsnám
stundaði Þórarinn hjá Prof. Eriku
Haase í Hannover í Þýskalandi,
þar sem hann starfar nú sem
píanóleikari og kennari.
A tónleikunum í Njarðvíkur-
kirkju mun Þórarinn leika verk
eftir W.A. Mozart, Chopin og
Beethoven ásamt nýju verki eftir
Óliver Kentish, en hann er starf-
andi kennari í Tóniistarskólum,
m.a. í Njarðvík og Keflavík.
Óliver samdi verkið að beiðni
Þórarins fyrr á þessu ári og var
það frumflutt átónleikum á vegum
Evrópusambands píanókennara í
Norræna húsinu sl. mánudag. Öll-
um er heimill ókeypis aðgangur
að tónleikunum.
Krabbamein
og missir
NÝ DÖGUN, samtök um sorg
og sorgarviðbrögð í Reykjavík,
býður fimmtudaginn 1. apríl kl.
20.30 upp á fræðslufund um
efnið: Krabbamein og missir.
Fyrirlesari er Hrund Helgadótt-
ir, hjúkrunarfræðingur.
Hrund starfar hjá Heimaðstoð
sem er ný þjónusta í tengslum við
Krabbameinslækningadeild Land-
spítalans. Hún starfaði áður hjá
Heimahlynningu Krabbameinsfé-
lagsins.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Safnaðarheimili Grensáskirkju og
er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
dúkar
Námskeið verður
haldið á vegum
Tónlistarskólans
í Reykjavík, þar
sem kynnt verð-
ur tónsmíðafor-
ritið CALMUS,
sem Kjartan
Ólafsson hefur
hannað.
Námskeið í tölvutónlist
Tónsmíðaforritið CALMUS
NÁMSKEIÐ verður haldið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík 3.
og 4. apríl nk. Á námskeiðinu mun Kjartan Ólafsson fjalla um kosti
og galla við notkun tölvu í tónsmíðum og þá möguleika sem tölvan
býður upp á í nútímatónsköpun. Kynnt verður tónsmiðaforritið
CALMUS, en það hefur verið hannað af Kjartani við tónsmíðadeild
Sibelius Akatemia í Finnlandi. Forritið fæst við tónsmíðavandamál,
bæði lagræn og hljómræn, sem koma fyrir í tuttugustu aldar tónsmíð-
um og býður upp á aðgerðir til lausnar mörgum þeirra.
Á fyrra hluta námskeiðsins 3.
apríl verður farið yfir þætti í nútíma-
tónsmíðum sem snúa _að laglínugerð
með aðstoð forritsins. í seinni hlutan-
um verður fjallað um ýmis hljómræn
vandamál í tónlist og þá möguleika
sem CALMUS býður upp á.
Virkum þátttakendum verður gef-
inn kostur á að semja stutt tónverk
eða tóndæmi á námskeiðinu rrteð
aðstoð forritsins. Námskeiðið verður
haldið í salarkynnum Tal & tónvers
í húsi verkfræðideildar við Háskóla
íslands og er opið öllum. Námskeiðið
stendur frá klukkan 10-12 og 14-18,
báða dagana.
Innritun og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Tónlistarskólans í
Reykjavík, Skipholti 33, alla virka
daga frá klukkan 9-16.45.
Gospel-tón-
leikar í
Hafnarfirði
KÓR Flensborgarskóla stendur
fyrir tvennum Gospel-tónleikum í
Hafnarfirði í þessari viku. Fyrri
tónleikarnir verða í Víðistaða-
kirkju fimmtudaginn 1. apríl en
þeir síðari í menningarmiðstöð-
inni Hafnarborg föstudaginn 2.
apríl. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 20.
Auk kórsins koma fram sex hljóð-
færaleikarar og dansarar frá Kram-
húsinu í Reykjavík. Að sögn kórstjór-
ans Margrétar Pálmadóttur, eru
þetta afar einstakir tónleikar, þar
sem sungið og dansað er við tónlist
með Afró-ívafi. Undanfarnar vikur
hefur kórinn æft af kappi undir stjóm
danskennarans Orwell Pennant, en
hann er ættaður frá Karabísku-eyj-
unum og alinn upp við Gospel-söngva
og dans.
Kór Flensborgarskóla hefur starf-
að samfellt í tólf ár. Stjórnendur
hafa verið þær Margrét Pálmadóttir
og Hrafnhildur Blomsterberg. Kór-
inn hefur sungið víða, bæði hér heima
og farið í þtjár utanlandsferðir og
auk þess gefið út hljómdisk. Söngá-
hugi í Flensborgarskóla er sívaxandi
og eru meðlimir kórsins nú fimmtíu
og hefur hann aldrei verið fjölmenn-
ari. Kórnum stendur til boða tón-
leikaferð til Suður-Þýskalands í sum-
ar, þar sem sungið verður í borgum
við Dóná, allt frá Regensburg til
Vínarborgar. Ferðin mun hefjast
þann 13. ágúst í sumar.
(Fréttatilkynning)
Skáld hversdagsheímsins
I
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Óskar Árnl Óskarsson: Norður-
leið. Mál og menning 1993.
Óskar Ámi Óskarsson er eitt
þeirra skálda sem hefur hrifíst af
japönskum skáldskap og þar með
japönskum Ijóðformum, einkum
hækunni. Bandarísk skáld fengu á
sínum tíma áhuga á zen-búddisma
og hafa enn. Sum þeirra, eins og til
dæmis Gary Snyder, bjuggu um ára-
bil í Japan.
Óskar Árni lýsir efni dæmigerðrar
hæku með þessum orðum: „Hækan
er oftast augnabliksmynd, dregin
fáum og einföldum dráttum eins og
japönsk blekteikning. Hún er fyrst
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Sérhæð á Högunum - tilboð óskast
Neðri hæð i þríbýlishúsi á vinsælum á Högunum, 5 herb. um 130 fm.
Gott skipulag. Forstofuherb. með snyrtingu. Góð sameign. Glæsileg
lóð með háum trjám. Bílskúrsréttur. Tilboð óskast í eignina.
Glæsilegt einbýlishús - útsýni
Nýtt einbýlishús við Þingás með 6 herb. rúmg. íbúð á tveimur hæð-
um. Ennfremur bílskúr með vinnuplássi, samtals um 230 fm nettó.
(búðarhæft, ekki fullgert. Mikil og góð lán fylgja. Laust fljótlega.
„Gamla“ húsnæðislánið kr. 5,0 millj.
Ný og glæsileg 3ja herb. íb. 82,3 fm á 2. hæð á vinsælum stað í Graf-
arvogi. Þvottakrókur á baöi. Fullgerð sameign. Laus fljótlega.
Ný úrvalsíbúð við Reykás
Stór 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð 118 fm. Rúmgóð herb. m. innb. skáp-
um. Sérþvottahús. Tæki og innréttingar af bestu gerð. „Gamla" hús-
næðislániö kr. 2,5 millj.
Hveragerði - eignaskipti - tilb. óskast
Vel byggt og vel með farið einnar hæðar timburhús um 120 fm auk
bílskúrs á vinsælum stað. Ræktuð lóð. Laust fljótl. Skipti möguleg á
litilli íb. í borginni eða nágr. Tilboð óskast
í Suðurhlíðum Kópavogs
á móti suðri og sól. Húseign með 5 herb. ib. á tveimur hæðum og
2ja herb. íbúð í kj. Stór og góður bílsk. Mikið útsýni. Ýmiskonar eigna-
skipti. Tilboð óskast
Fyrir smið eða laghentan
Rúmgóð 3ja herb. íbúð i reisulegu steinhúsi i gamla bænum. Þarfnast
nokkurra endurbóta. Teikning á skristofunni, Tilboð óskast._
• • •
Tvíbhúsóskast íborginni.
Margt kemur til greina.
Opiðá laugardaginn.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
og fremst náttúruljóð og sækir yrkis-
efni sitt í daglegt líf og hverfulleika
manns og náttúru."
Hækur Óskars Árna eru margar
hverjar ferðahækur. Þær lýsa því
sem fyrir augu ber á leið norður í
land eða í Kaupmannahöfn eða heima
fyrir og í nágrenninu. Það gildir að
segja sem mest í fáum orðum. Hæk-
an á að geta staðið ein sér, en nýtur
sín yfirleitt betur í flokkum hjá ðsk-
ari Árna:
eyðibýlið -
tuskudúkka starir út
um kvistglugga
Úr Norðurleið
vetrarkvöld -
skugga af snjókornum
ber yfir götuna
Úr Hækum
sumarleyfi -
samferða sniglunum
á skógarstígnum
Úr Ferðahækum
I tilvitnuðum flokkum eru hækur
sem lítið hafa að segja, eru full hvers-
dagslegar, en eins og fyrr segir þarf
að lesa þá í heild og taka mið af
samhenginu. Dæmi um veigalitlar
hækur eru ekki mörg, en eitt getur
litið út svona:
ekki séð sólarglætu
í heila.viku
fyrr en nú í Hrútafirðinum
Úr Norðurleið
Þegar gengið er frá hækum til
prentunar er brýnt að grisja og fella
niður miskunnarlaust. Það býst ég
líka við að Óskar Árni hafí gert.
Prósaljóð Óskars Áma úr Reykja-
víkurlífinu, yfirleitt sótt í bernsku
skáldsins, hafa mér löngum þótt at-
hyglisverð. í Norðurleið eru prósa-
ljóðin stundum full prósaísk, nálgast
að vera smáprósi, til dæmis Spansk-
græna og Gul sól. Þau eru ágætlega
skrifuð, vandaður prósi, en skortir
það ljóðræna líf, skírskotun út fyrir
frásögnina, sem finna má í Flugi og
að nokkru í Pappírsfiðrildi.
Prýðileg þykja mér ljóðin í Glömp-
um. Meðal þeirra Aðeins þessi augu
og Gott kvöld máni sem ekki fást
við að draga upp hversdagsmyndir
Óskar Árni Óskarsson
með jafn augljósum hætti og hin.
Frásögn, lýsing, þarf ekki að spilla
ljóði, en má ekki vera of áberandi.
Þá verður hún full einráð, tekur völd-
in af þeim eigindum sem eru kostir
ljóðs.
Aðeins þessi augu mætti líta á sem
stefnuyfírlýsingu og þau svara
kannski gagnrýni í garð þessa skálds
hversdagsheimsins:
Ég hef aðeins þessi augu
þennan munn
þessar hendur
ég get lokað augunum
haldið að mér höndum
þagað
en biddu mig ekki
um önnúr augu
annan munn
aðrar hendur
Þýddu ljóðin eftir þá meistarana
Basho, Issa og Santoka, Gary Snyd-
er og fleiri bandarísk skáld sýna að
Óskar Árni er ekki ósnortinn af
skáldskap þeirra (ekki einn um það).
Þetta eru vel unnar þýðingar og það
vekur aðdáun mína hve málfar er
eðlilegt og orðaröð laus við hvimleið
þýðingarmerki, uppskrúfun sem
jafnvel bestu þýðendur gera sig seka
um.
Þótt aldir skilji að skáldin í Norð-
urleið eru þau furðu lík, enda er oft-
ast verið að yrkja um það sama,
manninn og stöðu hans í tilverunni
(náttúrunni). Breytt sjónarhorn eru
aftur á móti nauðsyn fyrir líf ljóðsins.