Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
11
Leðurblakan á Akureyri
Ljósmynd/Páll Á. Pálsson
Ingibörg Marteinsdóttir (Rósalinda) og Jón Þorsteinsson (von Eis-
enstein) og fleiri í hlutverkum sínum.
Guðrún Jónsdóttir (Adele) ásamt Þuríði Baldursdóttur (Orlovsky)
og Bryndísi Bragadóttur (Ida).
________Tónlist
Ragnar Björnsson
í leikskrá leikfélags Akureyrar
segir um Leðurblökuna eftir Jó-
hann Strauss að þetta sé í fjórða
skipti sem óperettan sé sett upp á
íslandi, tvisvar áður í Þjóðleikhús-
inu, einu sinni í íslensku óperunni
og nú í fjórða sinn sé komið að
Leikfélagi Akureyrar „að fást við
þessa einstöku perlu tón- og leik-
listarinnar". Þetta mun rétt vera,
en hvernig voga þeir sér Akur-
eyringar að ráðast í þessa perlu,
hafandi ekki fullskipaða sinfóníu-
hljómsveit, hafandi engan starf-
andi dansflokk — ballett — ekki
möguleika á að skipta um sviðs-
mynd og setja síðan fímm af sex
aðalhlutverkunum í hendur fólks
sem hefur litla eða enga reynslu
af að syngja í óperum eða óperett-
um? En þetta er ekki aðeins söng-
ur heldur einnig leikur og óperett-
an krefst góðs leiks og minna en
gott í þeim geira verður gjarnan
ömurlegt. En vogun vinnur — eða
tapar og sveltur sitjandi. Leikféiag
Akureyrar veðjaði á áhættuna og
sigraði. Sýningin er lifandi og
skemmtileg, sumt er vel gert og
allt upp í frábært, veikir hlekkir
eru reyndar einnig fyrir hendi. I
sýningu sem þessari er þáttur ieik-
stjórans kannske stærstur. Hann
mótar heildina, hann mótar per-
sónusköpun einstaklingsins og, án
þess að hann alltaf átti sig á sjálf-
ur, mótar hann að miklu leyti söng
einsöngvarans á sviðinu. Þetta
hefur tekist mjög vel hjá leikstjór-
anum Kolbrúnu Kristjönu Hall-
dórsdóttur, þótt um frumraun hafi
verið að ræða. Sviðssetningin er
eðlileg og lítið leiksvið gamla leik-
hússins virkar aldrei of lítið. Mjög
vafasamt er þó að láta einsöngvar-
ana hringsnúast mikið í samsöng,
þrátt fyrir að sumir leikstjórar leyfí
sér hringdansa af þessu tagi og
er það ekki talin góð latína í betri
óperuhúsum, áhrifunum er hægt
að ná á annan hátt. I þessum hin-
um sömu húsum er forðast að láta
söngvarana syngja með bakið í
áheyrendur og það af mörgum
afar skiljanlegum ástæðum, t.d.
missir söngvarinn samband við
hljómsveitastjórann og söngröddin
berst þá fyrst og fremst til þeirra
sem standa bakatil á leiksviðinu
og þeirra sem standa á bak við
leiktjöldin, en ekki til þeirra sem
ætlast er til að músíkin nái fyrst
og fremst tökum á, þ.e. áheyrenda
í salnum. En þrátt fyrir þessa
ágalla náði Kolbrún miklu út úr
lítt reyndum efniviði og samvinna
hennar við leikmynda- og búninga-
hönnuð, Karl Aspelund, hlýtur að
hafa verið góð, því sama leikum-
gjörðin í gegn um alla þijá þættina
virkaði aldrei fátækleg eða leiði-
gjörn. Óperettan krefst leiks og
það góðs og stílíseraðs leiks. Eng-
inn skyldi reyna sig við þetta form
án þess að eiga þessa hæfileika í
farteskinu. Óperan er ekki eins,
né á sama hátt krefjandi á þessa
hæfni söngvarans, og að því leyt-
inu til hættuminna að byija á
óperu. Jón Þorsteinsson fær það
leiðinlega hlutverk að túlka Gabrí-
el von Eisenstein, tenór, sem
hvorki er illmenni né heldur al-
mennilegur flagari og þar að auki
heldur húmor-snauður. Jón er einn
þeirra fáu söngvara í sýningunni
sem hefur töluverða reynslu á leik-
sviðinu og því bjargaði hann sér
leiklega mjög vel frá hlutverkinu.
Raddlega hefur Jón aftur á móti
orðið fyrir áfalli og er ekki fyllilega
búinn að ná sér upp úr því ennþá.
Raddlega átti hann því í nokkrum
erfiðleikum með að ná yfír, sem
vonandi er bara tímabundið.
Rósalinda von Eisenstein og
Adele, herbergisþerna hennar, eru
þær dömur tvær sem halda spilinu
í sýningunni uppi, og ef þær
finnast ekki góðar „nokk“, er eins
gott að leggja Leðublökuna á hill-
una aftur og reyna ekki að fá
hana til að fljúga. Ingibjörg Mar-
teinsdóttir syngur Rósalindu, létt-
úðuga, glæsilega konu Eisen-
steins, sem með sinni kvenlegu
slægð stýrir spilinu í lokin. Vitað
var að Ingibjörg hefur óvenju góða
náttúrurödd, og hefur röddin skól-
ast mikið og „stabílíserast" og er
vel jöfn á öllu raddsviðinu, en radd-
svið hefur Ingibjörg mjög breitt.
Gerði hún og margt gæsilega og
þarf nú aðeins að fá fleiri tæki-
færi á leiksviðinu. Meira kom á
óvart að henni tókst vel að sýna
slóttugheit og tilfinningasveiflur
Rósalindu sem öllu snýr eftir sínu
höfði í lok sýningarinnar. Mest
viðbrögð frumsýningargesta vakti
þó líklega Guðrún Jónsdóttir, sem
var eins og steypt inn í hlutverk
Adele, herbergisþernu Rósalindu.
Engin deili vissi ég áður á Guð-
rúnu og kom hún mér fyrir eins
og Aþena forðum úr höfði Seifs.
Adele þarf ekki að leika á margar
nótur í túlkun sinni á herbergis-
þernunni, en hún verður að styðja
rétt á þær og það tókst henni sann-
arlega. Raddágæti Guðrúnar kom
ekki áberandi í ljós í þessu hlut-
verki, en hæðin er stundum sár
og það þarf hún að lagfæra. Ekki
kom Aðalsteinn Bergdal neitt á
óvart í hlutverki ítalska tenórsins
Alfredo og ekki þýðir að ásaka
Aðalstein fýrir að á sínum tíma
var ómögulegt að telja hann á að
verða ítalskur tenór, þrátt fyrir
ágæta söngrödd. Dr. Falke, sem
kemur öllu spilinu af stað, var ieik-
inn af Steinþóri Þráinssyni, hvers
gervi gat fyrst og fremst passað
í þennan spilagosa, en söngröddin
virðist lítið skólagengin. Michael
Clarke leikur fangelsisstjórann
Frank án þess að gera hann sér-
staklega minnisstæðan. Eitt er það
hlutverk sem leikstjórinn leggur á
annan veg en venjulega er gert
og mér finnst skakkt. Orlovsky
prins er algjör andstaða við veislu-
gesti annars þáttar. Hann er orð-
inn náttúrulaus prins, sem nennir
lítið að hreyfa sig og ánægja hans,
ef einhver er, og fullnæging er að
horfa á gesti sína sleppa fram af
sér því beisli sem hann nennir
ekki að gera sjálfur. Þuríður Bald-
ursdóttir hefði verið vís til að skila
hlutverkinu þannig, hefði henni
verið stýrt í þá átt, það er vandi,
en þannig verður hlutverkið skilj-
anlegt. Þráinn Karlsson lék fanga-
vörðinn Frosch. Þetta vel skrifaða
gamanhlutverk lék Þráinn listilega
skemmtilega og verður áreiðan-
lega í minnum haft. Málafærslu-
manninn Blind lék Már Magnús-
son, Idu, systur Adele, lék Bryndís
Bragadóttir og Rajiv, þjón Orlov-
skys, lék Sigurþór Heimisson.
Dansmeyjar voru þijár í sýning-
unni kórinn 14 manns og var eðli-
lega nokkuð þunnskipaður og
hljómvana.
Þótt hljómsveitin að þessu sinni
hafí verið þunnskipaðri en sú á
frumsýningunni í Theater en der
Wien þá hljómaði niðurskurður
Roars Kvam á hijómsveitinni, nið-
ur í 10 hljóðfæraleikara, ekki óeðli-
lega, en miklu hefði þó munað í
hljóm, ef kostur hefði verið á að
bæta við 2-3 fiðlum, auk þess að
sólístískt skipuð hljómsveit á erfítt
með að spila alveg hreint, nema
um úrvals hljóðfæraleikara sé að
ræða. Líklega hefur stjórnandinn,
Roar Kvam, fyrst og fremst verið
með í huga að halda öllu saman í
tónlistinni, en kannske bitnaði það
á einhveiju öðru, því stjórn hans
var nokkuð litlaus, hraðaval
(tempi) oft spennulaust. Taktslag-
ið var heldur ekki alltaf samkvæmt
„tradition", sem eðlilega kom niður
á músíkinni, t.d. var Sardasinn
hálfpartinn sleginn af sem Csárdás
af þessum ástæðum. Þýðing Böð-
vars Guðmundssonar kom þægi-
lega fyrir, við fyrstu heyrn a.m.k.
Leikfélagi Akureyrar skal óskað
til hamingju með mjög skemmti-
legan sýningu á Leðurblökunni,
sem vafalaust á eftir að svífa oft
yfir Pollinn á Akureyri.
Stjórnunarfélag íslands
TIME MANAGER TMI
HUGMYNDAFRÆÐI,
SKIPULAGNING 0G
STJÓRNUN FYRIR
ALLA.
Námskeið þar sem farið er yfir
hvernig þú getur náð betri árangri
heima og f vlnnunni með því að:
Skapa heildarmynd, raða verkefnum f
forgangsröð, setja þér markmið,
tengja markmiðið við raunveruleikann
þ.e. hrinda hugmyndum f
framkvæmd, beita tfmastjórnun, nýta
leiðir til samskipta, stuðla að eigin
vexti ogannarra.
Tími: 15.-16.
apríl kl. 8-18.
Leiðbeinandi:
Haukur
Haraldsson
Stjórnunarfélag Islands
MARKVISS
FUNDARÞÁTTTAKA
Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir
við skipulagningu og stjórnun funda og
nefndarstarfa hjá opinberum
stofnunum og einkafyrirtækjum. Rætt
er um nefndar- og fundarstörf og
helstu gryfjur sem menn falla í.
Hvernig verða fundir markvissir?
Niðurstaða fundar og/eða útkoma
fundar.
Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri SFÍ,
fær til sfn gestina Þórð Sverrisson hjá
Eimskipafélagi islands, Hildi Petersen
hjá Hans Petersen og Jón Ásbergsson
hjá Hagkaup.
Tími: 6.-7. apríl
kl. 13-17.
Leiðbeinandi:
Árni Sigfússon
Stjórnunarfélag íslands Stjórnunarfélag Islands
,,PH0ENIX“, LEIÐIN
TIL ÁRANGURS
Brian Tracy leiðir námskeiðið á
myndbandi þar sem hann kynnir
hvernig ná megi persónulegum
árangri.
Námskelðið er upplifgandi og
spennandi, eykur jákvæðni og
sjálfsöryggi og stuðlar að breyttum og
betri lífsstíl. Kenndar eru aðferðir og
hugmyndir sem eru hvergi annars
staðar kenndar. Aðferðir sem gera
bæði karla og konur meðvitaðri um
það hvernig hver og einn getur náð
framúrskarandi árangri i starfi,
áhugamálum og einkalífi og ekki síst
árangri i samskiptum við aðra.
Myndböndin eru á ensku.
i
Tíml: 14.-16 apríl, 5.-7
maíkl. 16-22.
Brian Tracy á myntfbandi.
Leiðbeinandi: Fanný
Jónmundsdóttir.
„THE PEAK
PERFORMANCE
W0MAN“
Námskeiðið með Brian Tracy á
myndbandi. Brian hefur séð um
ráðningu og þjálfun hundraða kvenna til
stjómunarstarfa.
Námskeiðið er ætlað konum sem vilja
ná árangri i einkarekstri sem og fyrir
metnaðarfullar konur sem vilja ná meiri
árangri í 'starfi og einkalífi. „Peak
Performance Woman“ er byggt á
viðamiklum rannsóknum á þröfum og
væntingum nútímakvenna.
Meðal efnis:
Hvernig ná má auknum árangri með
bættri framkomu og framsögn?
Hvernig á að setja sér markmið og ná
þeim?
Hvernig á að leita að starfi sem leiðir til
aukins frama?
Tfmi: 20.-21. apríl kl.
8.30-13.
Brían Tracy á myndbandi.
Leiðbeinandi Fanný
Jónmundsdóttir.
1
Stjórnunarfélag Islands
SIMSVÖRUN OG
ÞJÓNUSTA í SÍMA
-1
Það að svara í sima er tækni sem er
ekki öllum jafn eðlislæg. Þvl er mikið
atriði að það sé gert af kunnáttu og á
fágaðan hátt.
Símanámskeið eru einnig mikið tekin
fyrir fyrirtæki í heild og er þá unnið
með þau atriði sem varða fyrirtækið
sem heild og reynt að skapa heilsteypt
viðmót gagnvart viðskiptavinum með
„Gæða-sfmaþjónustu“.
Markmið:
Að stuðla að auknum skilningi á gæða
simsvörun.
Að ná fram því besta í fari þess sem
er hinum megin á linunni.
Að veita skjót og góð svör.
Að jákvætt viðhorf sé haft að
leiðartjósi.
Tími: 28.-29.
apríl kl. 8.30-13.
Leiðbeinandi:
Fanný
Jónmundsdóttir
Stjórnunorfélog Islands Anonoustum 75, sími 621066 - INNRITUN HAFIN