Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 15 Jóhanna Sigurðardóttir „Ég get fullvissað Agn- esi Bragadóttur um það, að ég mun áfram með kjafti og klóm, oddi og egg, eins og hún sjálf orðar það, leggja mitt af mörkum til þess að flaustursleg- ar og lítt hugsaðar full- yrðingar hennar og annarra, sem reyna að grafa undan húsbréfa- kerfinu, valdi ekki skaða.“ að markaður óverðtryggðra skammtímabréfa eins og ríkisvíxla og ríkisbréf annars vegar og mark- aður verðtryggðra langtímabréfa hins vegar séu aðskildir og hafi lít- il áhrif hvor á annan. Eg tel að þetta sé röng fullyrðing. Raunvext- ir skammtímabréfa eins og ríkis- víxla, ríkisbréfa og bankavíxla hafa undanfarin 2-3 ár verið mjög háir og mun hærri en á sambærilegum bréfum í nágrannalöndum okkar. Raunávöxtun á þessum skamm- tímaformum hefur þannig lengst af verið á bilinu 7-10%. Þetta hef- ur m.a. leitt til þess að fjárfestar hafa í miklum mæli leitað í skamm- tíma verðbréf í stað langtíma verð- bréfa eins og húsbréfa því að oft hefur verið mun hagstæðara að velta þeim áfram í stað þess að fjár- festa í lengritíma bréfum. Nefna má að í útboðum ríkissjóðs og verð- bréfaþingi hefur mátt ná góðri ávöxtun undanfarna mánuði. Nefna „Þeir sem starfa við þessi mál þekkja þau vandamál sem sumar fjölskyldur eiga við að etja vegna margskonar sjúkdóma, sem sumir eru langvarandi og jafnvel ólæknandi. Við höfum líka komist í kynni við fólk sem á ekki fyrir útför ástvin- ar! Hjálp sjúkrasjóðsins er ómetanleg þessu fólki og þessa hjálp þarf að auka og efla en ekki leggja niður! Síst af öllu þegar kreppir að og dregið er úr al- mennri heilbrigðisþjón- ustu hins opinbera.“ og lungnastöðinni (HL-stöðinni). Ekki er hægt að fullyrða fyrirfram hversu mikil útgjöld þetta leiðir af sér, reynslan verður að segja til um það. Fylgst með högum eldri félaga VR hefur á undanförnum árum má einnig að ríkissjóður hefur til skamms tíma verið að taka tilboðum í ríkisvíxla, sem hafa verið hærri en bankarnir hafa boðið á sínum bankavíxlum. Háir skammtíma- vextir hafa því haft veruleg áhrif á almennt vaxtastig í landinu bæði á húsbréf sem og önnur langtíma- bréf. í þessu sambandi má geta þess að frá janúar til september ’92, eða á 8 mánaða tímabili, hafði útgáfa ríkisvíxla aukist um 8 millj- arða, sem er mum meira en á sama tíma fór út á markaðinn í húsbréf- um. Af ofansögðu má sjá að það stenst aldeilis ekki að halda því fram að hægt sé að ná fram veru- legri vaxtalækkun með því að lækka lán til fólks í gegnum hús- bréfakerfið. Einu áhrif þess væru auknar skuldir heimilanna sem þyrftu að fjármagna sín íbúðakaup í meira mæli með dýrum skamm- tímalánum í bönkum. Húsbréfakerfið er fyrir fólkið, ekki byggingarverktaka Agnes ber nýbyggingar mjög fyrir bijósti í grein sinni og telur að stórlækka eigi lán vegna við- skipta með eldri íbúðir en að ný- byggingarlánin eigi að vera óbreytt. Varla yrði það til hagsbóta fyrir unga fólkið eða fyrstu íbúðakaup- endur, sem fæstir fjárfesta í ný- byggingu í sinni fyrstu íbúð. Auk þess er því haldið fram að húsbréfa- kerfið hafi haft þau áhrif að draga Úr nýbyggingum. Eina ferðina enn sést Agnes ekki fyrir í fullyrðingum sínum. Strax árið 1987, 3 árum áður en húsbréfakerfið kom til, fækkaði nýbyggingum úr 1.200 í liðlega 800. Hver er meginskýring þess að fólk hefur frekar fest kaup á notuðum íbúðum en nýbygging- um? Einfaldlega vegna þess að það er hagstæðara. Ef fólk fær góða þriggja herbergja íbúð á verði tveggja herbergja íbúðar í nýbygg- ingu velur það einfaldlega fyrri kostinn. Ég spyr: Hvers vegna á að þvinga fólk með breytingum á húsbréfakerfinu til þess að kaupa dýrari íbúðir en það óskar eftir? Staðreyndin er sú að byggingar- verktakar hafa ekki byggt í sam- ræmi við markaðsaðstæður enda er áætlað að nú séu óseldar um 4-500 nýbyggingar í landinu. Er það því skynsamlegt að stórlækka lán til notaðra íbúða en auka það til nýbygginga? Húsnæðiskerfið er fyrir fólkið en ekki fyrir byggingar- verktaka. Það á ekki að vera hlut- verk ríkisvaldsins að þrýsta fólki í að kaupa sér nýjar íbúðir þegar notaðar íbúðir eru ódýrari. Miklu fremur hlýtur það að vera bygging- arverktaka að líta í eigin barm og spytja sjálfa sig af hvetju nýbygg- ingarnar eru ekki samkeppnisfærar við notaðar og hvaða aðgerðum lagt sérstaka áherslu á að fylgjast með högum eldri félaga sinna í því skyni að stuðla að því að skapa þeim sem mest öryggi og vellíðan þegar aldurinn færist yfir. í VR eru nú nærri 600 félagsmenn 70 ára og eldri og þeim fjölgar um 9% á ári. Sjúkrasjóður VR hefur ráðið sérhæft fólk til að heimsækja þessa eldri félaga og eiga persónuleg viðtöl við þá um hagi þeirra. Hafa þeir verið VR mjög þakklátir fyrir þetta og finnst að félagið hafi veitt þeim visst öryggi með þessu framtaki. Byggittg 60 þjónustuíbúða fyrir aldraða Þær upplýsingar og þekking, sem með þessum heimsóknum fengust, urðu m.a. til þess að VR ákvað að byggja 60 þjónustuíbúðir í samvinnu við Reykjavíkurborg í Hvassaleiti 56-58 fyrir eldri félaga sína, sem teknar voru í notkun árið 1986. Sjúkrasjóður VR lánaði fram- kvæmdafé yfir byggingartímann, svo að kaupendur íbúðanna þyrftu ekki að selja sínar íbúðir fyrr en þeir fluttu inn í nýju þjónustuíbúðirn- ar. Sjúkrasjóður VR réð úrslitum um að VR gat ráðist í þessa fram- kvæmd, en með henni var félagið að stuðla að því að fólk gæti búið sem lengst í eigin húsnæði, þar sem viss þjónusta væri í tengslum við íbúðirnar og Reykjavíkurborg ann- ast. I viðtölum við eldri félaga VR lögðu þeir einmitt áherslu á þetta atriði. megi beita til þess að ná niður verði á nýbyggingum. Því má bæta við að þegar húsbréfalánin voru lækkuð úr 9 milljónum í 5 vegna notaðra íbúða var ákveðið að veita hærra lán til nýbygginga, eða 6 milljónir, og það hefur engin áhrif haft á kaup á nýbyggingum. Að auki má benda á að tillaga Agnesar um að stórlækka lán vegna notaðra íbúða og beina húsbréfum þess í stað til nýbygginga eykur á afföll húsbréfa. Þvert á viðskipti með notaðar íbúð- ir eru öll húsbréf sem verða til vegna nýbygginga seld á markaði og geta þannig aukin afföllin af húsbréfum. Hvernig étur fólk steinsteypu? Hvað svo með fullyrðingu Agnes- ar um að „stór hluti þessa fjár- magns sem að ausið er í húsbréfa- kerfið fari beint í ýmiss konar einkaneyslu“? Enn einu sinni skal bent á að af um 33 milljörðum sem farið hafa í húsbréfakerfið á þrem- ur árum hafa einungis 17 milljarðar farið út á markaðinn. Með öðrum orðum; hinir 16 milljarðarnir hafa gengið í innri fjármögnun í fast- eignaviðskiptum. Að auki skal á það bent að húseignir, sem lánað er til í gegnum húsbréfakerfið, eru að meðalverði um 7-8 milljónir en verð á fasteignum er á bilinu 5-25 milljónir. Þannig hafa 40% af því sem lánað hefur vérið í gegnum húsbréfakerfið farið til fyrstu íbúðakaupenda og stærstihluti af því sem eftir stendur hefur farið til þeirra sem eru að selja litlar íbúðir og stækka aðeins við sig. Skyldi þetta vera sá hópur sem er aflögu- fær til að nota eitthvað af húsbréf- unum í einkaneyslu? Agnes talar um að eignir hafi verið leystar í stórum stíl í gegnum húsbréfakerf- ið, væntanlega þá til þess' „að losa um fjármagn og éta steinsteypu sína“ eins og Agnes orðar það. En er sá möguleiki fyrir hendi? Sá sem á stóra skuldlausa eign og ætlar að minnka við sig til þess að losa um fjármagn í aðra eyðslu, sólar- landaferðir eða endurnýjun á gamla bílskijóðnum, eins og Agnes full- yrðir að húsbréfakerfið sé notað til, fær ekki húsbréf. Þeir sem eiga íbúð fyrir fá einungis mismun á kaupverði og eignarhluta í fyrri íbúð. Á það skal bent að það var auðveldara að misnota ’86-kerfið, í því gætu menn fengið lán sem nam milljónum þótt þeir keyptu sé ódýr- ari fasteign en þeir seldu. E.t.v. eru ekki allir búnir að gleyma því sem þá tíðkaðist og var sala á lánsloforð- um. Hægt og sígandi Agnes heldur því fram að hús- bréfakerfinu hafi verið hleypt af stað eins og hún orðar það með Þátttaka í hjúkrunarheim- ilunum Skjóli og Eir Sjúkrasjóður VR lagði fé í bygg- ingu Hjúkrunarheimilisins Skjóls og árið 1990 ákvað VR að eiga aðild að byggingu Hjúkrunar- og umönn- unarheimilisins Eirar í Grafarvogi ásamt Reykjavíkurborg og fleiri aðil- um. Þessir aðilar bundust samtökum um byggingu og rekstur heimilis fyrir þá sem hvað minnst mega sín; fyrir sjúka og ellimóða, þá sem beij- ast við alzheimer-sjúkdóminn og fyr- ir blinda og sjónskerta. VR leggur fram um 10% af byggingarkostnaði sem gera má ráð fyrir að verði um 900 milljónir króna. Með því tryggir VR ákveðinn forgang félagsmanna til dvalar á hjúkrunarheimilinu. Fyrsti áfangi þess var tekinn í notk- un 2. mars sl. 430 á biðlista eftir hjúkrunarrými Mikill skortur er á hjúkrunarrými fyrir aldraða. Sl. haust voru um 430 manns á biðlista, þar af um 200 í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunar- rými. Það er því Ijósfc að mikið verk er enn óunnið á þessum vettvangi og það er mín skoðun að skorturinn á hjúkrunarrými fyrir aldraða sé einn svartasti bletturinn á íslensku þjóðfélagi. Við höfum miklar skyldur við eldri félaga okkar, sem skilað hafa sínu ævistarfi og þarfnast nú umönnunar og hjúkrunar svo þeir geti lifað síðasta skeiðið með reisn og búið við öryggi. Það er hlutverk gassagangi og flumbruskap og markaðurinn hafi hreinlega ekki tekið við því. Hveijar eru staðreynd- ir málsins? Kerfinu var komið af stað í áföngum - hægt og sígandi. I fyrsta áfanga fengu þeir einungis aðgang að kerfinu sem voru í langri biðröð vegna ’86-kerfisins eftir íbúðarlánum. í öðrum áfanga var síðan opnað fyrir notaðar íbúðir og í þriðja áfanga vegna nýbygginga. Fullyrt er í grein Agnesar að sér- stök greiðsluerfiðleikalán hafi verið sett af stað til þess að koma þeim hópi til aðstoðar sem hafi reist sér hurðarás um öxl með húsbréfakerf- inu. Staðreyndin er hinsvegar sú, eins og hélt að flestir vissu, að greiðsluerfiðleikalán gegnum hús- bréfakerfið voru sett af stað vegna þess fólks sem var að sligast undan skammtímalánum sem það þurfti að taka áður en húsbréfakerfið kom til sögunnar, þ.e. á tímum ’86-kerf- isins. Minni ríkisframlög Agnes fullyrðir einnig að á verð- lagi ársins 1991 hafi fjárframlag hins opinbera til húsnæðislána lið- lega þrefaldast í árslok 1992. Hér er ekki um að ræða neitt fjárfram- lag frá ríkinu inn í húsbréfakerfið. Þvert á móti voru áhrif húsbréfa- kerfisins þau að á skömmum tíma minnkuðu ríkisframiög tii bygging- arsjóðanna beggja úr 3,6 milljörð- um í tæpan 1 milljarð, en ekkert ríkisframlag fer nú í Byggingarsjóð ríkisins. Lánsfjárþörf hins opinbera húsnæðiskerfis lækkaði líka úr 25 í 18 milljarða milli áranna ’91-’92, eftir lokun ’86-kerfísins. Einu ríkis- framlögin sem ganga til hins al- menna húsnæðiskerfis eru í formi vaxtabóta sem komu í staðinn fyrir miklar niðurgreiðslur af vöxtum í ’86-kerfinu, greiðslur í gegnum skattakerfíð í formi vaxtaafsláttar og húsnæðisbóta. Staðreyndin er því sú að ríkisframlög til hins al- menna húsnæðiskerfis hafa dregist stórlega saman með tilkomu hús- bréfakerfísins. Afleiðingar afnáms ríkisábyrgðar Agnes gerir mikið úr ríkisábyrgð á húsbréfum og segir að sé hús- bréfakerfið á annað borð það vaxta- skrímsli sem svo margir virðast telja, þá muni skýringin ekki síst liggja í því að ríkisábyrgð er á fjár- mögnun þess. Staðreyndin er að ríkisábyrgð hefur alltaf verið á íbúðalánum, einnig í ’86-kerfinu, sem voru lánveitingar Byggingar- sjóðs ríkisins, sem ríkissjóður bar ábyrgð á. Það er áætlað að útlána- töp séu nú 0,25-0,30% af heildar- stokknum. Og undir. þessum áætl- uðum útlánatöpum standa lántöku- gjöld. En hver yrðu svo áhrifín ef sjúkrasjóðs VR að stuðla að því, en til þess þarf rnikla peninga. Áf því sem hér hefur verið getið um, ætti að vera ljóst að sjúkrasjóð- ur VR hefur víða komið við á þeim fáu árum sem hann hefur starfað og stutt við bakið á sjúkum og öldn- um félagsmönnum VR. Sjóðurinn hefur hægt og sígandi verið að auka tryggingavernd félagsmanna. Ljóst er að með aukinni tryggingavernd, sem þegar hefur verið ákveðin, munu bótagreiðslur sjóðsins vaxa verulega frá því sem verið hefur og að undanförnu hafa farið fram um- ræður um að auka hana enn frekar. Sjóðurinn er nú orðinn sterkur, en það er nauðsynlegt til að hann geti staðið undir miklum bótakröfum sem ekki er alltaf hægt að sjá fyrir. Ég tel að það hafí verið skynsamlegt að fara með gætni af stað með greiðslur úr sjóðnum og auka svo tryggingaverndina í takt við fengna reynslu af greiðsluþoli sjóðsins. Á að leggja lífeyr- issjóðina niður? í Morgunblaðinu er rætt um að leggja eigi sjúkrasjóðina, sem eru samtryggingarsjóðir, niður og láta peningana renna beint til launþega nú þegar erfiðleikar steðja að þjóð- inni. Það má alveg eins spyija hvort ekki sé rétt að láta framlagið til líf- eyrissjóðanna, sem er 10% af laun- um, renna beint til launþega nú í þrengingunum? Launþega myndi muna um það! Lífeyrissjóðirnir, sem farið yrði að tillögu Agnesar og húsbréfakerfið einkavætt og ríkis- ábyrgð afnumin? Væntanlega færi þá húsbréfakerfíð alfarið inn í bankakerfið. Áhrifin yrðu þau að vextir húsbréfa myndu hækka, meiri krafa yrði gerð til veðhæfni eigna sem gerði það að verkum að lánshlutfall myndi lækka og yrði sennilega mismunandi eftir verðlagi fasteigna um landið. Ekki er ólík- legt að nýbyggingar legðust- af á landsbyggðinni. Minna yrði lánað úti á landsbyggðinni en á þéttbýlis- stöðum, greiðsluerfiðleikar fólks myndu aukast, færri myndu geta keypt sér íbúð og þrýstingurinn á félagslega kerfið myndi vaxa. Auk þessa myndi útborgunarhlutfall við íbúðakaup væntanlega hækka á nýjan leik en með tilkomu húsbréfa- kerfisins lækkaði það úr 75% niður í 50%. Stóri bróðir Agnes, blaðamaður Morgun- blaðsins í gervi Stóra bóður, flytur lesendum Morgunblaðsins þau skilaboð að einstaklingum sé ekki treystandi til að kunna fótum sínum forráð. Þeir ganga á eignir sínar með' húsbréfakerfinu og drekki sér að lokum í skuldafeni eyðslugleð- innar. Þess vegna skal Stóri bróðir, ríkisvaldið, koma til skjalanna og hafa vit fyrir fólkinu. Stóri bróðir veit að það er betra fyrir fólkið að kaupa nýjar íbúðir þó þær séu miklu dýrari en eldri og þess vegna skulu þeir fá betri fyrirgreiðslu sem því hlýða. Stóri bróðir ákveður há- markslán til íbúðakaupa svo fólkið fari sér ekki að voða. Stóri bróðir snýr því markaðskerfinu upp í skömmtunar- og haftakerfí. Og Stóri bróðir veit hvað skynsamlegt er að gefa út mikið af húsbréfum og býr því ti skömmtunarkerfi svo fólkið þurfi að fara í rússneska bið- röð til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Og við þökkum pent fyrir meðan Stóri bróðir ákveður ekki fyrir okkur hvort við málum íbúð- irnar gular eða grænar, rauðar eða bláar. Með kjafti og klóm Agnes ýjar að því að með eða án Jóhönnu verði húsbréfakerfinu breytt. Ég get fullvissað Agnesi Bragadóttur um það, að ég mun áfram með kjafti og klóm, oddi og egg, eins og hún sjálf orðar þar, leggja jnitt af mörkum til þess að flausturslegar og lítt hugsaðar full- yrðingar hennar og annarra, sem reyna að grafa undan húsbréfakerf- inu, valdi ekki skaða. Sá boðskapur er hvorki til þess fallinn að minnka skuldasúpu heimilanna, né halda niðri raunvöxtum í landinu. Höfundur er félagsmálaráðherra. einnig eru samtryggingarsjóðir, eru langsamlega stærstu sjóðamyndanir launþega! Þessar raddir hafa heyrst af og til og eflaust höfða þær til einhverra, ekki síst þegar þrengir að eins og nú, og það vita þeir sem þannig tala. En slíkt tal ber vott um vanþekkingu og skammsýni. Það er skammsýni að sjá það eina úrræði til að bæta hag launþega, að skera niður þá sjóði sem launþegar hafa lagt til hliðar til að styðja við sjúka og aldna félaga sína. Það eiga ekki allir fyrir útför ástvina Þeir sem starfa við þessi mál þekkja þau vandamál sem sumar fjölskyldur eiga við að etja vegna margskonar sjúkdóma, sem sumir eru langvarandi og jafnvel ólækn- andi. Við höfum líka komist í kynni við fólk sem á ekki fyrir útför ástvin- ar! Hjálp sjúkrasjóðsins er ómetanleg þessu fólki og þessa hjálp þarf að auka og efla en ekki leggja niður! Síst af öllu þegar kreppir að og dreg- ið er úr almennri heilbrigðisþjónustu hins opinbera. Ekki bætir atvinnu- leysið ástandið, sem síst dregur úr veikindum fólks. Við þessar aðstæð- ur er enn meiri þörf á að eiga sam- eiginlegan og sterkan sjóð til að styðja og hjálpa þeim sem sjúkir eru eða þurfa sérstakrar umönnunar við þegar aldurinn færist yfir. Höfundur er formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.