Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
OSKARSVERÐLAUNIN
Hátíðleg afhending Óskarsverðlaunanna eftirsóttu í Los Angeles
Besla myndin
„Unforgiven"
Besti leikarinn
Al Pacino i
„Scent of a Woman"
Besta leikkonan
Emma Thompson
í „Howards End"
Besti leikari i aukahlutverki
Gene Hackman i
„Unforgiven"
Besta leikkona i aukahlutv.
MarisaTomei f
„My Cousin Vinny*
Besti leikstjóri
Clint Eastwood
fyrir „Unforgiven*
Besta erlenda myndin
„Indochine"
(Frakkland)
Reuter
Sætur sigur
CLINT Eastwood með Oskarana
tvo, sem hann hlaut fyrir bestu
leiksljórn og bestu myndina,
„Hina vægðarlausu“. Þau Jack
Nicholson og Barbara Streisand
afhentu honum verðlaunin.
Áróður og yfirlýsingar
Pólitískar yfírlýsingar eða áróður
fyrir ákveðnum málefnum þótti setja
sinn svip á Óskarsverðlaunahátíðina
að þessu sinni. Leikarinn Richard
Gere, sem er búddatrúar og baráttu-
maður fyrir sjálfstæðu Tíbet, réðst
harkalega á Deng Xiaoping, leiðtoga
Kína, og ástand mannréttindamála
þar í landi og Elizabeth Taylor bað
um betri umönnun þeirra, sem þjást
af alnæmi. Thompson sagði, að síð-
asta ár hefði verið eitthvert hið versta
fyrir konur í sögu kvikmyndanna,
og Susan Sarandon talaði máli alnæ-
missjúkra flóttamanna frá Haiti. Þá
var einnig hvatt til aukinna mann-
réttinda í Panama.
TIL átaka kom í gær við læknastöð í London sem
sinnir fóstureyðingum. Laust þar saman fylgjend-
um og andstæðingum fóstureyðinga og voru þeir
síðarnefndu einkum frá Bandaríkjunum. Veldur
það breskri lögreglu áhyggjum en hún óttast að
þeir beiti harðari aðferðum en þeim sem breskir
mótmælendur láta sér duga. Handtók enska lög-
reglan 19 manns á mótmælafundinum í gær.
Tekist á um fóstureyðingar
Reuter
Steypuþantanir:
Sími 68 58 33
Aðalskrifstofa:
Bíldshöfða 7
Pósthólf 12440
132 Reykjavík
Sími 680 600
Fax 68 93 66
Kt. 530669-0179
Vsk. nr. 11798
t/
S teinaverksmiðja:
Breiðhöfða 3
Pantanasími 68 50 06
Skrifstofurnar fluttar
í nýtt húsnæði!
Aðalskrifstofa B.M. Vallá er flutt
að Bíldshöföa 7.
Aðalskrifstofa B.M. Vallá er flutt í nýtt húsnæði að
Bíldshöfða 7. Öll starfsemi fyrirtækisins er því nú á
einum stað. Athugið að síma- og faxnúmer eru
óbreytt en póstáritun hefur breyst.
Steinsteypa er spennandi
byggingarefni
í nýju skrifstofubyggingunni er að finna mörg dæmi
um nýjar og spennandi vörur úr steinsteypu
sem B.M. Vallá hefur þróað.
B.M.VALLÁi
Veriö velkomin
Fórnarlamb
HILLARY Clinton og maður
hennar hafa þegar orðið fyr-
ir barðinu á slúðursögum.
Kastaði
Hillary
Biblíu í
Clinton?
Washington. Daily Telegraph.
SÖGUR um stirða sambúð
bandarísku forsetahjón-
anna, Bills Clintons og Hill-
ary, eiginkonu hans, hafa
að undanförnu birst í slúð-
urdálkum fjölmiðlanna og
meðal annars hefur því ver-
ið haldið fram, að forset-
afrúin hafi í bræðiskasti
grýtt öskubakka og jafnvel
heilagri ritningu í bónda
sinn. Talsmaður Hvíta húss-
ins segir um þennan sögu-
burð, að hann sé ekki aðeins
fáránlegur, heldur hlægi-
legur.
Allt frá því þau hjónin settust
að í Hvíta húsinu hafa verið
sagðar sögur um ósætti þeirra
í millum og bæði eru þau sögð
amast við starfsmönnum leyni-
þjónustunnar, sem gæta öryggis
þeirra. Er því haldið fram, að
þau gruni leyniþjónustumennina
um að hafa komið kviksögunum
á kreik.
Otrúlegar sögur
Margar sögurnar eru heldur
ótrúlegar, til dæmis, að Hillary
hafi hrellt mann sinn með því
að kveikja sér í sígarettu og
blása á hann reyknum. Clinton
þolir ekki tóbaksreyk, hefur
raunar ofnæmi fyrir honum, og
Hillary sjálf hefur bannað reyk-
ingar í Hvíta húsinu.
Rétt mun vera, að þeim hjón-
um líki illa við yfirgang öryggi-
svarðanna og sagt er, að Hillary
hafi orðið æf þegar hún upp-
götvaði, að þeir töldu sér heim-
ilt að valsa um íbúðina þeirra
að vild. Hún bannaði það og
sagði þeim að halda sig fjarri
svefnherbergi þeirra hjóna.
Þjóðaratkvæði
í Danmörku
18. maí
DANSKA þingið samþykkti í
gær að 18. maí yrði efnt á ný
til þjóðaratkvæðis um aðild
Danmerkur að Maastricht-
samningnum. Þingið samþykkti
einnig sjálfan samninginn með
fyrirvara um þjóðaratkvæðið.
Noir sakaður
um spillingu
MICHEL Noir, borgarstjóri
Lyon, var á mánudag formlega
skýrt frá því að verið væri að
rannsaka hvort hann ætti aðild
að miklu spillingarmáli. Hann
var endurkjörinn á franska
þingið á sunnudag.
Semja við
EFTA
UNGVERJAR og Búlgarir hafa
undirritað fríverslunarsamning
við Fríverslunarbandalag Evr-
ópu, EFTA. Samningurinn nær
m.a. til iðnaðarvarnings, unn-
inna landbúnaðarafurða og
sjávarafurða.
Belgar semja
um fjárlög
BELGÍSKU stjórnarflokkarnir
náðu í gær samkomulagi um
fjárlög. Mun samsteypustjórn
Jean-Luc Dehaene, er fyrir viku
sagði af sér, því sitja áfram.
Kolanámum
lokað
STJÓRN Johns Majors, forsæt-
isráðherra Bretlands, bar í
fyrradag sigur úr býtum í at-
kvæðagreiðslu í breska þinginu
um lokun kolanáma þrátt fyrir
að nokkrir þingmenn íhalds-
flokksins greiddu atkvæði gegn
stjóminni. Talið er að tugþús-
undir námamanna muni missa
atvinnuna.
Clint Eastwood
hrósaði loks sigri
Los Angeles. Reuter.
CLINT Eastwood og fleiri sjálfstæðir kvikmyndagerðar-
menn voru sigurvegarar Óskarsverðlaunahátíðarinnar í
Los Angeles í fyrrakvöld. Mörg eftirsóttustu verðlaunin,
sem áður voru næstum því frátekin fyrir stóru kvikmynda-
félögin, féllu nú þeim í skaut og eftir 39 mögur ár gat
Eastwood fagnað tvöföldum sigri. Var mynd hans, vestrinn
„Hinir vægðarlausu“, valin besta myndin og hann sjálfur
besti leikstjórinn. Þá lauk einnig 20 ára eyðimerkurgöngu
A1 Pacinos með því að hann var valinn besti leikarinn fyr-
ir hlutverk sitt í myndinni „Konuilmi“.
„Hinir vægðarlausu" sópaði til sín
verðlaununum, besta myndin, besti
leikstjórinn (Eastwood), besti ieikari
í aukahlutverki (Gene Hackman) og
besta klippingin, og Eastwood
klökknaði þegar hann kom upp í
annað sinn til að taka við þeim.
Hann hafði beðið lengi eftir þessari
stund og viðstaddir fögnuðu honum
vel og innilega.
„Þið hafið rofíð álögin," sagði Ai
Pacino þegar hann tók við sínum
verðlaunum en hann var orðinn held-
ur vonlítill um að hreppa þau eftir
að hafa verið útnefndur til þeirra sex
sinnum og í sjöunda sinn nú. Besta
leikkonan var kjörin Emma Thomp-
son fyrir hlutverk sitt í myndinni
„Howards End“ og var þetta í fyrsta
sinn, sem hún er tilnefnd. Aðeins frá
jólum hefur hún fengið sex önnur
verðlaun fyrir leik sinn í myndinni
og er talin ein skærasta stjarnan á
kvikmyndahimninum um þessar
mundir.
Önnur verðlaun Hackmans
Marisa Tomei fékk verðlaunin sem
besta Ieikkona í aukahlutverki í
myndinni „My Cousin Vinny“ og kom
það mjög á óvart. Höfðu flestir veðj-
að á ýmsar aðrar leikkonur, til dæm-
is Joan Plowright, Vanessu
Redgrave, Miröndu Richardson og
Judy Davis. Besti leikari í aukahlut-
verki var kjörinn Gene Hackman,
sem leikur spilltan lögreglustjóra í
„Hinum vægðarlausu", en hann fékk
Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik
árið 1971 og þá fyrir hlutverk í
myndinni „Franska sambandið".
Besta erlenda myndin var valin
„Indochine“, frönsk mynd um hrun
franska nýlenduveldisins í Indókína.