Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
27
Sálræktar-
námskeið
að hefjast
SKRÁNING á sálræktarnámske-
ið hjá Sálfræðiþjónustu Gunnars
Gunnarssonar Laugavegi 43 í
Reykjavík stendur nú yfir, en
nýtt námskeið hefst á næstunni.
Markmið námskeiðsins er að
auka sjálfsöryggi þátttakenda,
efla þor og þol til að takast á við
erfiðleika, og auka hæfni þeirra
til að skynja umhverfið og njóta
tilverunnar.
Jafnvægi, jarðsamband, athygli
og einbeiting, upplifun og losun eru
nokkur þeirra atriða setn farið verð-
ur I á námskeiðinu. Haft verður að
leiðarljósi að auka tilfinningaþol og
næmni þátttakenda og gera þeim
kleift að tjá sig á ábyrgan og hættu-
lausan hátt. Leiðbeinandi á nám-
skeiðinu verður Gunnar Gunnars-
son sálfræðingur, en hann hefur
langa reynslu af að fást við líkam-
leg vandamál jafnt sem sálræn
vandamál einstaklinga.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Þorkell
I Barnavöruverslunin Barna-
heimur, Síðumúla 22, afhenti 11.
mars . síðastliðinn Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna dúkkur
að gjöf í söfnun þess, með von um
að þær geti orðið einhverjum gleði-
gjafi. Eigandi verslunarinnar
Barnaheims, Guðmundur Ásgeir
Geirsson, afhendir hér Bi-yndísi
Torfadóttur gjöfína fyrir hönd
samtakanna.
Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur verður haidin á
Andrea Róbertsdóttir,
18 ára, Garðabæ.
Ásdís Jónsdóttir,
21 árs, Reykjavík.
Astrós Hjálmtýsdóttir,
19 ára, Reykjavík.
Brynja Vífilsdóttir,
19 ára, Kópavogi.
Guðríður Jónsdóttir,
19 ára, Reykjavík.
Guðrún Rut Hreiðarsdótt-
ir, 18 ára, Seltjarnarnesi.
Sextán stúlkur
taka þátt
í keppninni
FEGURÐARDROTTNING Reykjavíkur verður krýnd við
hátíðlega athöfn á Hótel íslandi föstudaginn 2. apríl nk.
Alls taka 16 stúlkur þátt í keppninni og koma þær víðsveg-
ar að af Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Undirbúningur stúlknanna fyr-
ir keppnina hefur staðið í rúman
mánuð, þær hafa verið í líkams-
rækt hjá Katrínu Hafsteinsdóttur
í World Class, í gönguþjálfun hjá
Esther Finnbogadóttur og í ljósum
hjá Gæðasól. Helena Jónsdóttir
dansari hefur undanfarið æft
sviðsframkomu þeirra sem verður
nú með nokkuð nýju sniði. Þátt-
takendur munu koma fram í Belc-
or-sundfatnaði og í samkvæmis-
klæðnaði. Auk Fegurðardrottn-
ingar Reykjavíkur verður ljós-
myndafyrirsæta höfuðborgarinn-
ar valin og þátttakendur velja
sjálfir vinsælustu stúlkuna úr sín-
um hópi.
Dómnefnd er þannig skipuð:
Sigtryggur Sigtryggsson frétta-
stjóri, formaður; Kristjana Geirs-
dóttir veitingamaður; Bryndís Ól-
Thelma Guðmundsdóttir,
18 ára, Reykjavík.
Þórhildur Þóroddsdóttir,
21 árs, Reykjavík.
föstudag
Guðrún Hallgrímsdóttir,
18 ára, Reykjavík.
Ólöf Kristín Kristjánsdótt-
ir, 18 ára, Reykjavík.
afsdóttur fyrirsæta;
Þórarinn Jón Magn-
ússon ritstjóri; og
Hafdís Jónsdóttir
danskennari og lík-
amsræktarþj álfari.
Matseðill kvöldsins
verður þannig að í
forrétt verður laxap-
até með hvítvínssósu,
heilstektur lamba-
hryggsvöðvi Bordel-
aise í aðalrétt og í
eftirrétt er Pera Bella
Helena. Ýmislegt.
verður gestum til
skemmtunar; Eyjólf-
ur Kristjánsson syng-
ur nokkur lög, börn
úr Listdansskóla ís-
lands sýna dansa og
Módel 79 gefa gest-
um forsmekk af vor-
og sumartískunni frá
nokkrum verslunum í
Reykjavík. Þá verður
dansað til kl. 3. Húsið
verður opnað kl. 19
og tekið verður á
móti gestum með for-
drykk. Borðapantanir
eru hafnar.
► ► ►
Nýjasta topptækið frá
TOSHIBA
Við bjóðum nú takmarkað magn af nýjasta TOSHIBA litsjónvarpstækinu á
einstöku tilboðsverði! TOSHIBA 2505D er með 25" SUPER C-3 BLACKSTRIPE
myndlampanum, sem gefur frábær myndgæði og skýrari og bjartari mynd en
eldri gerðir. Skil milli lita eru skarpari og sérstaklega hannað yfirborð lampans
hindrar stöðurafmögnun og hvimleiða glampatruflun.
• Víðóma hljómur (NICAM STEREO).
• Fullkomin fjarstýring.
• Allar skipanir birtast á skjá.
• Sama fjarstýring fyrir sjónvarpið og
TOSHIBA myndbandstæki.
• íslenskt textavarp, 4ra síðna minni.
• 2 x 30 w magnari, 4 hátalar.
• Slekkur á sér sjálft eftir að útsendingu lýkur.
• 2 x 21 pinna SCART tengi.
• Super VHS tengi.
• 120 rása móttakari.
• Úttak fyrir aukahátalara og fl. og fl.
Fullt verð kr. 1 25.900 Tilboðsverð nú kr. 89.820 stgr.
Hafið hraðar hendur og tryggið ykkur þetta úrvalstæki meðan birgðir endast!
///-
Borgartúni 28 ‘B* 622901 og 622900
Umboðsmenn á landsbyggðinni:
Keflavík: Stapafell hf.
Borgarnes: Kf. Borgfirðinga.
ísafjörður: Straumur hf.
Blönduós: Kf. Húnvetninga.
Sauðárkrókur: Verslunin Hegri.
Siglufjörður: Torgið. Seyðisfjörður: Kf. Héraðsbúa.
Akureyri: Kf. Eyfirðinga. Neskaupstaður: Bakkabúð.
Húsavík: Kf. Þingeyinga. Höfn: Kf. A-Skaftfellinga.
Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa. Selfoss: Kf. Árnesinga.