Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 29
MORGÖNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
29
Baldvin Stefán
Jónsson — Minning
Hann Baldi mágur minn er dá-
inn. Hann kvaddi þetta jarðlíf á
einhveijum fallegasta degi vetrar-
ins 23. mars sl. Himinninn heiður,
sólin farin að hækka á lofti og snjór-
inn lá yfir öllu eins og hvít mjúk
sæng. Þegar sorgarfréttir berast á
slíkum degi hættir manni til að
gleyma sólskininu og birtunni og
gefa sig sorginni á vald. En ef til
vill er tilgangur með þessu öllu, ef-
til vill var þetta það allra besta
fyrir hann Balda mág minn að fá
að deyja svo snögglega og deyja
með reisn. Þurfa ekki að þjást og
verða öðrum til byrði. Eigi að síður
kom andlát hans okkur öllum í opna
skjöldu, aðeins fáeinir dagar frá því
að hann greindist með krabbamein.
Þorsteinn bróðir hans heimsótti
hann kvöldið áður en hann lést og
áttu þeir saman mjög góða stund.
Engan óraði fyrir að það yrði síð-
asta heimsóknin. En ekki dugir að
æðrast, lífið heldur áfram og eitt
er víst að þetta er leiðin okkar allra.
Það hefði heldur ekki verið í anda
hans mágs míns að við létum sorg-
ina taka völdin. En þrátt fyrir það
getum við ekki að því gert að okk-
ur setur hljóð við þetta ótímabæra
dauðsfall.
Hann hét fullu nafni Baldvin
Stefán Jónsson, f. 29 júlí 1932,
sonur hjónanna Kristjönu Þor-
steinsdóttur og Jóns Baldvinssonar.
Hann var yngstur fjögurra systkina
og ólst upp í föðurhúsum í Neskaup-
stað. Systkini eru auk hans Þor-
steinn Jóhannes, Ólafur Helgi og
Steinunn.
Ungur að árum hleypti hann
heimdraganum, fluttist suður og
lærði bifvélavirkjun. Vann hann við
það árum saman, en síðustu árin
vann hann hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Árið 1932 kvæntist
hann Álfhildi Ingimarsdóttur, eða
Sísí eins og hún er kölluð. Börn
þeirra eru Jón Ingi, f. 1952, kvænt-
ur Guðrúnu Egilsdóttur, Ásta Fríða,
f. 1957, gift Þorsteini Elíssyni,
Baldvin Ragnar, f. 1959, kvæntur
Hafdísi Hilmarsdóttur, og Ásdís
Fanney, f. 1967, gift Siguijóni Sig-
urðssyni. Barnabörnin eru 12 og
eitt barnabarnabarn.
Árum saman bjó fjölskyldan á
Langholtsvegi 34, en fyrir átta
árum fluttust þau að Efstahjalla
19 í Kópavogi.
Sú sem þetta skrifar kynntist
Balda fyrir tæpum hálfum þriðja
áratug. Mér féll strax vel við þenn-
an stóra glettna mann. Ég sé hann
fyrir mér með stórar þykkar hendur
sem bókstaflega flugu um nótna-
borðið á píanóinu eða harmónikk-
unni. Aldrei neinar nótur, en næm-
ið fyrir tónum og hljómum var ein-
stakt. Hann naut þess að spila og
hlusta á tónlist og mig grunar að
einhvers staðar í hugskoti hans
hafí bærst sá strengur að geta helg-
að sig tónlistinni. En gera verður
fleira en gott þykir. Það hefði efa-
laust þótt saga til næsta bæjar á
árum áður ef ungur maður hafði
farið í tónlistarnám í stað þess að
læra eitthvað nýtilegt.
Baldi var hár, grannur og glæsi-
legur að velli. Hann hafði ríka
kímnigáfu, en skynjaði vel alvöru
lífsins.
Það voru góð heim að sækja
Baldi og Sísí. Ég segi þau, því að
vart er hægt að nefna nafn annars
án þess að nafn hins fylgi með, svo
nátengd eru þau í huga mínum.
Við sem eftir stöndum megum
ekki gleyma sólskininu og birtunni
sem hann færði okkur í lifenda lífi.
Með það að leiðarljósi kveð ég
elskulegan mág og þakka fyrir sam-
fylgdina.
Elsku Sísí og bömin öll, guð veri
með ykkur.
Blessuð sé minning Baldvins
Stefáns Jónssonar.
Áshildur Emilsdóttir.
í dag kveð ég Balda í hinsta sinn.
Á slíkri stundu þjóta ótal minningar
gegnum hugann. Minningar sem
hlýja mér um hjartarætur. Hugur-
inn leitar aftur til þeirrar stundar
er ég var kynnt fyrir tilvonandi
tengdafjölskyldu minni í fyrsta sinn.
Ég var full kvíða um hvernig mér
yrði tekið. Sá kvíði reyndist svo
sannarlega óþarfur, j>ví um leið og
dyrnar opnuðust mætti ég brosandi
hlýlegum andlitum þeirra yndisleg-
ustu hjóna sem ég hef kynnst.
Heimili Balda og Sísíar var alveg
sérstakt. Maður laðaðist að þeim
eins og bífluga að hunangi enda
var þar alltaf fullt hús. Þær voru
ófáar bæjarferðirnar þar sem ætl-
unin var að fara í heimsókn til
kunningja en alltaf enduðum við
hjá Balda og Sísí.
Baldi var einstakur maður, alltaf
svo brosmildur, léttur og hlýr. Hann
sýndi svo vel.sinn innri mann í því
hvernig hann tók dóttur minni Söru
strax sem sínu eigin bamabarni og
er hann alltaf í hugum barnanna
heimsins besti afi. Það voru ófá
skiptin sem afi tók yngstu dóttur
okkar og gekk með hana um gólf
eða spilaði fyrir hana á píanóið
þegar henni leið illa.
Söknuðurinn er mikill og ég á
erfítt með að trúa því að Baldi eigi
ekki eftir að koma brosandi á móti
okkur þegar við förum í heimsókn
í Efstahjallann. En eftir sitja yndis-
legar minningar um dýrmætar sam-
verustundir seiti þó voru enganveg-
inn nógu margar. Ég þakka Drottni
fyrir að hafa kynnst þessum yndis-
lega manni og ég vildi óska þess
að ég hefði alltaf slíkan mann ná-
lægt mér. Bless Baldi minn, og takk
fyrir allt það sem þú hefur verið
okkur. Þú munt ávallt lifa í hugum
okkar allra.
Elsku Sísí, Jón Ingi, Ásta, Balli
og Ásdís, missir ykkar er mikill,
Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar.
Hafdís.
Elsku afi okkar. Það verður þú
alltaf þótt þú sért farinn. Við mun-
um sakna þín.
Kveðja frá barnabörnum.
Hverfur margt,
huganum förlast sýn,
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt,
allt er á vísum stað,
enp gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Feijunesi.)
Með þessu ljóði langar okkur að
minnast Balda afa okkar.
Það var mikið áfall fyrir okkur
að frétta hversu alvarlega veikur
hann var og erfitt að sætta sig við
andlát hans. í hinu árlega fjöl-
skylduboði síðustu jól var hann
hrókur alls fagnaðar. Við minnumst
hans sitjandi við píanóið spilandi
af fingrum fram, því hann kom
varla inn í hús þar sem var píanó
án þess að spila nokkur lög.
Einnig minnumst við sumarbú-
staðaferðanna þar sem oft hittist
svo á að hal'dið var upp á afmælið
hans í júlí.
Það verður skrýtið að heimsækja
ömmu í Kópavoginn og hafa afa
ekki lengur þar. En við erum þakk-
látar fyrir að hafa þekkt hann og
notið samveru hans og munum við
varðveita minningarnar.
Elsku amma, guð gefí þér styrk
á þessum erfiðu stundum.
Magnea og Erna Margrét.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja vin minn og okkar hjóna,
Baldvin Jónsson, Balda eins og
hann var ávallt kallaður. Honum
kynntist ég fyrir rúmum fjórum
áratugum þegar hann trúlofaðist
vinkonu minni Sísí.
Það er sjaldgæft að kynnast
manni eins og Balda. Hann var í
orðsins fyllstu merkingu gull að
manni. Rétt um tvítugsaldur giftist
hann Sísí vinkonu minni og flyst
þá á Langholtsveginn í sama hús
og tengdaforeldrar hans, sem var
öðlingsfólk, en þó ekki allra. Vinur
minn Baldvin varð strax sem þeirra
sonur. Fjölskyldan á Langholtsveg-
inum er síðasta stórfjölskyldan, sem
ég hef þekkt.
Baldi var hógvær maður, heill
og hreinskiptinn og vinur vinsa^
sinna, það reyndi ég. Aldrei hallaði
hann orði á aðra. Baldi var músík-
alskur, spilaði bæði á píanó og
harmonikku og gladdist á góðum
stundum.
Uppeldi hans og ætt þekkti ég
ekki, utan að ég veit að hann var
fæddur og uppalinn á Norðfirði.
Lærði bifvélavirkjun hér í borg, og
var þekktur af vandvirkni og heið-
arleik.
Baldi var góður heimilisfaðir og
eiginmaður. Hjónaband hans og
Sísíar var traust og fallegt. Góður
maður er genginn of fljótt. Sísí
mín, Jón Ingi, Asta, Balli og Ásdís,
þið hafi misst það besta sem þið
áttuð. Minningar eigið þið góðar.
Við Ingólfur og börn okkar sendum
ykkur samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur.
Vilhelmína Böðvars.
BOSCH
TILBOÐ, SEM ÞÚ
GETUR EKKI HAFNAÐ!
BOSCH
ÍSSKÁPAR Tilboðsverð
M. FRYSTI stgr.
KGV 2601 54.012
150 cm.
KGV 3101 56.794
170 cm.
KGV 3601 59.576
185 cm.
Síðast seldist allt saman upp!
Hvað gerist nú?
p m Jóhann Ólafsson & Co
SIINDABOKIi U • 104 KKYKJAVfK • SfMI 0KH SK8
Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18.
Lokað á laugardögum.
MA BJOÐA ÞER AÐ PROFA
þennan ódýra, góða og heimilislega mat?
Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt árið um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu
sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljódegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu.
1 lifur, um 450 g
3 msk hveiti
salt ogpipar
2 laukar, í sneíbum
smjörlíki eba olía
4 dl vatn
Brúnið laukinn létt í smjörlíki
eða olíu á pönnu. Setjið hann
í pott.
Hreinsið lifrina og skerið
hana í þunnar sneiðar. Bætið
feiti á pönnuna. Veltið lifrar-
sneiðunum létt upp úr hveid
með sald og pipar saman við,
og snöggsteikið þær báðum
megin. Snúið sneiðunum við
þegar safinn kemur fram á
hliðinni sem upp snýr. Takið
lifrina af pönnunni. Sjóðið
vatnið á pönnunni og síið
það síðan í potdnn. Hrærið
það sem efdr var af hveidnu
saman við kalt vam og þykkið
soðið hæfilega. Látíð sósuna
sjóða í 5 mín. og bætíð við
saltí og pipar ef með þarf.
Setjið lifrina út í sósuna og
látíð hana sjóða með stutta
stund. Athugið að sjóða hana
ekki lengur en nauðsynlegt er
svo að hún haldist mjúk og
safarík. Berið lifrina fram
með soðnum kartöflum eða
kartöflustöppu, soðnu græn-
metí og sultu.
K A R R I K R Y D D U Ð L A M B A L I F U R M E Ð T O M A T S O S U
1 lambalifur, um 450 g 1-2 msk olía salt ogpipar 1-2 tsk madras-karrí (eda venju- legt) 1 laukur, saxaður 1 dós tómatar Hreinsið lifrina, skerið hana í þunnar litlar sneiðar og þerrið þær. Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið sneið- arnar. Kryddið með salti, pip- ar og karríi. Hreyfið lifrina tíl á pönnunni og látið hana steikjast með karríinu stund- arkorn við vægan hita. At- hugið að fullur skammtur af madras-karríi gerir réttinn nokkuð sterkan. Takið lifrina mýkið í henni lauk og hvít- lauk. Setjið soð og tómata út í og látíð sjóða við vægan hita í 5-10 mín. Setjið þá lifrina út í og látið hana sjóða með stutta stund. Athugið að lifr- in má ekki soðna um of held- ur á hún að vera mjúk og gjarnan ljósrauð innst. Berið réttínn fram með hrís- grjónum eða góðu brauði.
1-2 hvitlauksrif söxuð smátt 1 dl grœnmetissoð (af teningi) síðan af pönnunni. Bætíð olíu á pönnuna og SAMSTARFSHÓPUR U M SÖLU LAMBAKJÖTS