Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 31 gerist yfirleitt á jörðu hér“ eða þar sem er meiri dul eins og í kvæðinu Á Básendum: Ef þú kemur einhvemtíma í vor í yfirgefíð naust gáðu hvort þú greinir okkar spor sem gengin voru í haust. Ef þú staldrar ofurlítið við þú að því hyggja mátt hvort þau liggja ennþá hlið við hlið eða hvor í sína átt. Við Svanfríður þökkum sam- fylgdina og geymum minningu Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur. Eig- inmanni, Ebba vini okkar, og öðrum aðstandendum biðjum við blessunar. Samúð okkar er með ykkur öllum. Óskar Þórðarson. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, vinkona mín og starfsfélagi í röska tvo áratugi, er látin. Kynni okkar eru því orðin löng og náin. Ragnheiður hóf störf vorið 1969 á lögfræðiskrifstofu sem ég stóð fyrir, ásamt Birni heitnum Sveinbjörnssyni síðar hæstaréttar- dómara, hálfbróður Ragnheiðar, Jóni Finnssyni hæstaréttarlögmanni og Sveini Hauki Valdimarssyni hæstaréttarlögmanni. Ráðningu hennar bar að með þeim hætti, að Björn óskaði eftir því að fenginn yrði starfsmaður til að færa bókhald og lét vita að syst- ir hans lægi á lausu. Ekkert leist mér á þann ráðahag, þvi ég taldi, að þau systkinin væru á líkum aldri, en Björn var afgamall i mínum huga, þá tæplega fimmtugur. Lét ég þó kyrrt liggja, þar sem Björn átti hlut að máli, en hann var leið- togi okkar félaga og ekki var við hæfi að óreyndur lögmaður hefði sérskoðanir. Er Ragnheiður kom til vinnu kom í ljós, að hér var um föngulegasta kvenkost að ræða hvar sem á var litið og ekki spillti það gleðinni, að hún var á besta aldri miðað við þáverandi skilning minn. Öllum efasemdum létti um þessa ráðningu er Ragnheiður lauk upp munni, þvi þá varð mér strax ljóst að hér var um óvenjulega konu að ræða. Þetta var á vordögum 1969. Það er tímakorn síðan. Frá fyrstu kynnum tókst með okkur einlæg vinátta, sem varað hefur æ síðan allt þar til æðri máttarvöld gripu í taumana. Ragnheiður var þannig gerð að hún náði strax góðu sam- bandi við menn, háa sem lága. Hún hafði þann hæfileika að geta sett sig í spor annarra og hafði mjög gott lag á fólki. Hefði hún orðið góður sálfræðingur og reyndar hefði hún náð langt á hverju því starfs- sviði, sem tengdist mannlegum sam- skiptum. Á skrifstofu okkar sinnti hún ekki aðeins bókhaldi, heldur nutum við þessa eiginleika hennar í því, að þeir sem þangað komu og erfitt áttu, stöldruðu gjarnan við hjá Ragnheiði, sem ávallt átti ein- hver hlý og notaleg orð fyrir hvern og einn og flestir kvöddu glaðari en þeir komu. Ragnheiður var einnig andlit skrifstofunnar út á við. Hún svaraði í síma, þegar hún þurfti ekki að sinna öðrum verkefnum og þar nut- um við enn þessa einstæða hæfileika hennar. Ósjaldan var spólvitlaus maður orðinn sem lamb, þegar Ragnheiður hafði átti við hann orð loks er hún gaf samband til ein- hvers okkar, þá var „elsku vinur“ í öðru hvetju orði. Það er margs að minnast eftir svo langt samstarf. Kærastar eru mér þó morgunstundirnar í kaffi- stofunni hin síðari ár, þar sem mál- in voru rædd og brotin til mergjar. Ragnheiður hafði fastmótaðar skoðanir á flestum málum sem studdar voru þekkingu og innsæi. Hún setti sig vel inn í flest mál, sem á hveijum tíma voru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu, en stjórnmálin voru henni ávallt ofarlega í sinni. Hún studdi Framsóknarflokkinn í blíðu og stríðu. Því varð hún oft að standa fyrir máli hans í morgunkaff- inu, enda persónugervingur hans í okkar litla heimi. Ekki var það allt- af létt verk, en það leysti hún með stakri prýði, og aldrei varð henni orðs vant svo mig reki minni til, hvorki í þessu efni sé öðru. Ragnheiður var fjölfróð kona og víðlesin. Hún tætti í sig tvær til þtjár bækur á dag, ef tími og rúm gafst. Þjóðlegur fróðleikur og ljóð stóðu huga hennar næst. Hún var hafsjór af vísum og kveðlingum og margar eru þær vísurnar sem hún hefur kennt mér gegnum tíðina. Ragnheiður var einnig góður hag- yrðingur, þótt hún héidi því ekki á loft. Hún var valin fulltrúi Hafnar- fjarðar í sjónvarpsþáttaröð, sem gekk fyrir nokkrum árum, þar sem sýslur og kaupstaðir landsins tefldu fram sínum bestu hagyrðingum. Mætti hún þar Flosa Ólafssyni, stór- hagyrðingi á landsvísu, sem þá skömmu áður hafði gert bögu um hinn „Hýra Hafnarfjörð". Trúi ég að flestum hafi þótt, að ekki færi Ragnheiður halloka frá þeirra við- ureign. Ragnheiður átti sér sinn sælureit. Hann var Þingnes í Bæjarsveit í Borgarfirði. Þar var hún fædd og uppalin, þar til hún hleypti heim- draganum um tvítugsaldurinn að loknu stúdentsprófi. Til Þingness leitaði ávallt hugur hennar. Þar eyddi hún öllum sumarleyfum sín- um, fýrst í gamla Þingnesbænum, sem hún var fædd og uppalin í, en frá árinu 1986 í sumarhúsi, sem hún reisti þar ásamt Eðvarði Vilmundar- syni manni sínum. Þangað fór hún síðustu árin flest- ar helgar jafnt sumar sem vetur og oftast voru barnabörn með í för. Barnabörnin voru Ragnheiði mjög kær og bundust þau henni óvenjusterkum böndum. Hún virtist alltaf hafa tíma fyrir þau og leitað- ist við að kenna þeim vísur og kvæði, sem nú er að mestu aflagt. í Þing- nesi var mikið kveðst á. Allir voru þá gegn Ragnheiði, sem þó hafði ávallt betur. Þingnes var griðstaður stórfjöl- skyldu Ragnheiðar. Þangað komu börn hennar, makar þeirra og barnabörn og dvöldust þar langdvöl- um í sumarleyfum. Þingnes var sameiningartákn Ijölskyldunnar og sá möndull, sem lífið snerist um. Samheldni var óvenjurík í fjölskyld- unni og veit ég, að Þingnes og Ragn- heiður hafa öllu um það ráðið. Nú er Þingnesið eitt eftir. Þó trúi ég því, að það veganesti sem fjöl- skyldan hefur fengið og þau góðu áhrif sem samvistir hennar við Ragnheiði hafa valdið, bindi hana þeim böndum, sem ekki bresta. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hljóta nokkur heimboð að Þing- nesi. Þangað var gott að koma. Veislumatur ávallt á borðum og spaug og gamanyrði á allra vörum og kveðlingum kastað. Margmennt var þar ávallt, matargestir fylltu oftast tuginn. Þar var Ragnheiður drottning í ríki sínu, ijóð og sæl. Ragnheiður var trúuð kona. Hennar guð var góður og umburð- arlyndur, ekki refisgjarn og smá- smugulegur. Hún var sannfærð um líf eftir þetta. Vona ég að henni verði að trú sinni. Hver veit nema við eigum eftir að njóta samvista síðar, en vart við rekstur lögfræði- stofu, nema við lendum bæði í neðra, því vafalaust falla til fá verkefni í hinum betri staðnum. En hvernig sem þau mál snúast, vonast ég til að leiðir okkar .muni liggja saman að nýju. Eg þakka Ragnheiði langa vin- áttu og ánægjulegt samstarf. Ég og fjölskylda mín vottum móður Ragnheiðar, eiginmanni, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð; þeirra missir er mikill. Skúli J. Pálmason. Hún átti alltaf svo auðvelt með að koma fyrir sig orði og það var skemmtilegt að hlusta á ræður hennar. Einnig kastaði hún oft fram vísum. Þetta er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar rifjuð eru upp kynni við Ragnheiði Svein- björnsdóttur, framsóknarkonu frá Þingnesi, sem lengst af bjó í Hafn- arfirði. Ragnheiður var ein af þeim fram- sýnu konum sem stofnuðu Lands- samband framsóknarkvenna haust- ið 1981 og átti hún sæti í fyrstu stjórn samtakanna sem þá var nefnd landsstjórn. Á fyrsta landsþingi LFK sem haldið var á Húsavík tveimur árum síðar var Ragnheiður ein af þeim konum sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd þings- ins. Það sem hún lagði til málanna á þinginu var mjög yfirvegað og skemmtilega fram sett og var greinilegt á öllu að hún hafði reynslu af pólitísku starfi, sem við margar hveijar höfðum ekki. Á þessu þingi lágu leiðir okkar Ragnheiðar saman þar sem ég kom inn í þessa stjórn sem fékk þá heitið framkvæmda- stjórn LFK. Frá þessum tíma til ársins 1987 störfuðum við saman innan LFK, en þá lét hún af störfum í framkvæmdastjórninni. Eitt aðalverkefnið okkar á þess- um árum var að halda námskeið fyrir konur á öllum aldri og var farið í flest byggðarlög á landinu. Þetta voru ýmis helgarnámskeið eða kvöldnámskeið sem tóku fimm kvöld. Þarna kenndum við allt það nauðsynlegasta í félagsstarfi, fund- arstörfum og framkomu í útvarpi pg sjónvarpi. Um átta hundruð manns sóttu þessi námskeið og við vorum einar tólf konur sem tókum að okkur kennsluna. Ragnheiður var ein þeirra sem kenndu og tók hún sérstaklega fyrir það efni sem fjall- aði um fundarstjórn, fundarritun og tillöguflutning. Hún var alger snill- ingur í þessum málum. Eitt sinn kenndi ég næsta kvöld á eftir Ragn- heiði og þá heyrði ég á nemendum að þeir voru alltaf að tala um Mál- vík og það sem þar hafði gerst. Þegar ég fór að forvitnast um þetta frekar kom í ljós að Ragnheiður hafði búið til nýtt sveitarfélag sem Málvík hét og þar höfðu konur byggt upp óskasveitarfélag þar sem lögð var áhersla á þau atriði sem þeim fannst skipta mestu máli. Þarna er Ragnheiði rétt lýst. Með reynslu af sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði og með þá staðreynd í huga að oftast voru það karlmenn sem stjórnuðu sveitarfélögum á þeim tíma með sínum áhersluatrið- um lét hún konurnar takast á við þetta stórkostlega verkefni. Málvík varð fræg á námskeiðum um allt land og haldnar voru sérstakar Málvíkurhátíðir með hópum kvenna sem höfðu sótt þessi námskeið. Ragnheiður starfaði af miklum dugnaði fyrir Landssamband fram- sóknarkvenna og eftir að hún hætti í stjórn samtakanna sat hún í nefnd- um fyrir LFK, nú síðast í stjórn- málanefnd. Við framsóknarkonur erum þakklátar fyrir það mikla starf sem Ragnheiður lagði fram af óeig- ingirni. Eiginmaður hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Konan mín, LAUFEY EIRÍKSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 30. mars. Jón Þorvarðsson. t Sonur minn og bróðir okkar, STEFÁN SIGURJÓN JÓNSSON, Strandgötu 69, Hafnarfirði, lést í sjúkrahúsi í New York 29. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Hailgrímsdóttir. t Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORKELL SIGURÐSSON málari, Auðbrekku 38, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. apríl kl. 13.30. Sigurður Þorkelsson, Matthildur Gísladóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Hlöðversson, Víðir Sigurðsson, Rakel Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÓA ÞORGILSDÓTTIR, Unufelli 31, lést í Landspítalanum 29. mars sl. Garðar Guðmundsson, Vilberg Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ingigerður Guðmundsdóttir Kristfn Magnúsdóttir, María Erla Guðmundsdóttir, Elín Oddný Kjartansdóttir, Helgi Kristjánsson, Ingólfur Örn Arnarsson, og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS B. ÞÓRÐARDÓTTIR, Hringbraut 52, Hafnarfriði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði fimmtudaginn 1. aprfl kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Minningarsjóð Guðrúnar Einarsdóttur og Guðjóns Magnússonar njóta þess (Blómabúðin Burkni). Þórður Valdimarsson, Svanhildur Isleifsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Ragna Valdimarsdóttir, Eðvald Karl Eðvalds, barnabörn og barnabarnabörn. ISUZU SPORTS CAB 4X4 Rúmgóður fjögurra manna pallbíll ISUZU SPORTS CAJB 4X4 bensín og diesel, af árgerð ’92 á hagstæðu verdi. BÍLHEIMAR Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 v

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.