Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 32

Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 Finnur Stephen sen — Minning’ Fæddur 2. apríl 1930 Dáinn 23. mars 1993 Hinn 23. mars sl. lést á heimili sínu Finnur Stephensen, skrifstofu- stjóri Samábyrgðar íslands á Fiski- skipum. Finnur Stephensen fæddist á Bröttugötu 6 í Gijótaþorpinu í Reykjavík 2. apríl 1930. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Stephen- sen, forstjóri Trolle og Rothe hf., og Gyða Finnsdóttir Thordarsen. Þau hjón eru mörgum minnis- stæð, sem þeim kynntust. Eiríkur var sannur aristókrat, höfðinglegur í framgöngu og hrókur alls fagnað- ar. Hann fæddist 10. mars 1897, sonur sr. Ólafs Stephensen, Magn- ússonar, prófasts frá Viðey og konu hans, Steinunnar Eiríksdóttur frá Karlsskála í Reyðarfirði. Eiríkur lést 10. ágúst 1970. Gyða var dótt- ir Finns Thordarsen kaupmanns og sænsks konsúls á ísafirði og konu hans, Steinunnar Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, sem náði 103 ára aldri. Gyða fæddist 4. október 1897 og lést 7. október 1991, væn kona og stillileg í framgöngu. Systkini Finns eru þau Áslaug, fædd 1932, var gift Jóni Haralds- syni arkitekt og tannlækni, sem lést 1989; Ólafur, fæddur 1934, bamalæknir, dáinn 1980, kvæntur Guðrúnu Th. Sigurðardóttur sál- fræðingi; og Steinunn Ragnheiður, fædd 1936, meinatæknir. Að Finni stóðu því sterkir stofn- ar. Sjálfur var hann ímynd hreysti og heilbrigði alla tíð og varð vart misdægurt fyrr en á síðasta sumri. í stað þess langlífis, sem ætt hans hefði átt að færa honum, fellur hann nú frá í blóma lífsins fyrir þeim mikla vágesti, sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið. Fæstir, utan hinna nánustu, gerðu sér grein fyrir því hversu hörð að- sókn meinsins var, því að Finnur Stephensen bar sig af þvílíkri reisn og hetjuskap, að hann hafði fóta- vist til hins þriðja síðasta dags. Finnur lauk burtfararprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1949. Hann hóf þá þegar störf hjá Sam- ábyrgðinni sem bókari og síðar að- albókari, en árið 1962 varð hann skrifstofustjóri og gegndi því starfi til æviloka. Finnur kvæntist 26. febrúar 1955 Guðmundu Sigríði Guðmunds- dóttur, Benediktssonar skipstjóra frá ísafirði og konu hans, Borghild- ar Magnúsdóttur veitingakonu. Þeim Finni og Mundu varð þriggja barna auðið. Elstur er Eirík- ur, skrifstofumaður í Reykjavík, fæddur 28. maí 1955; þá Borghild- ur, bókasafnsfræðingur við Lands- bókasafnið, fædd 4. júní 1963; og yngst er Gyða, fiðluleikari, sem er í framhaldsnámi í Hollandi, fædd 6. janúar 1969. Allt hið mesta myndarfólk eins og þau eiga kyn til. Heimili þeirra Finns og Mundu í Skeiðarvogi 95 er annálað fyrir glæsimennsku og hlýleika. Þangað var gott að koma og hveijum var fagnað sem í það minnsta höfðingi væri. En væri gesturinn Stefánung- ur eða af Karlsskálaætt, þá fannst gestinum hann helst vera þjóðhöfð- ingi, þegar Finnur breiddi faðm sinn á móti honum. Hin síðari ár dvöldust þau hjón mikið í sumarbústað sínum í Gríms- nesi, þar sem Finnur undi sér vel við gróðrarstörf. En hann hafði mikið yndi af útiveru og var göngu- maður góður. Á árum áður hafði hann yndi af ferðalögum um hálendið, sem hann stundaði löngum með frændum sín- um af Selfossi, sem hann hafði frá barnsaldri mikinn félagsskap við, og fleiri vinum. Þeir höfðu ferðafé- lag með sér, sem þeir kölluðu Áfanga. Það félag átti miklar kistur af mataráhöldum til fjallaferða, tjöld og prímusa stóra. Voru þessar ferðir vel skipulagðar og góðmennt- ar. Þetta ferðafélag fór vítt og breitt um hálendið með mikilli reisn og dugnaði áður en slíkar ferðir urðu almennar. Voru enda í hópnum bæði bifvélavirkjar, læknar og lög- fræðingar, og stöku verkfræðingar voru brúkaðir í uppvask. Höfðu Finnur og félagar ógleymanlega unun af þessum ferðalögum. Myndasöfnin frá þessum tímum lit- skyggnanna væru mikil af vöxtum, ef þau væru öll saman komin. Finnur var með afbrigðum ætt- rækinn maður og fylgdist grannt með öllu, sem í hinni stóru ætt hans gerðist. Hann var einnig ein- staklega frændrækinn og lagði sig fram um að kynnast hveijum einum sem allra best. Það vissu allir í ættinni, að Finnur var stórfrændi þeirra og hlýleiki hans var slíkur, að allir löðuðust að honum og vildu í hans návist vera. Það er brestur í hverri fjölskyldu þegar slíkur maður og tengliður kveður. Á þessari öld hraða og streitu gleyma menn gjaman því dýrmæt- asta í lífinu, þar til framar ei frest- ur gefst. Finnur Stephensen gaf sér tíma til að hafa samband við vini sína og frændfólk, hringja óvænt og- spjalla svolítið. Of seint skilur maður hversu mikils virði þetta er." Þess vegna ættum við öll að reyna að bæta okkur og fylgja þannig fordæmi Finns. Fyrir utan frændgarðinn var Finnur Stephensen vel látinn maður og vinsæll. Hann var vinur vina sinna og um pólitíska sannfæringu hans þurfti enginn að fara í grafgöt- ur. Hann var heiðblár sjálfstæðis- maður og átti sæti í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík um árabil. Hann var unnandi íslensks máls og mælti sjálfur oft með kjarnyrtu tungutaki, þar sem tilvitnanir í ís- lendingasögur lágu á lausu. Hann var söngvinn og hafði yndi af fag- urri tónlist. Finnur var með afbrigðum glæsi- legur maður, léttur á sér og léttur í lund. Hann var fríður sýnum, gild- ur meðalmaður á hæð og spengileg- ur á vöxt og bar sig hermannlega. Hárið var þétt og liðað og varð silf- ursprengt með árunum. Röddin þýð og hláturinn dillandi. Hann stamaði nokkuð, einkum þegar honum var mikið niðri fyrir. En það gaf honum bara meiri sjarma og gerði hann sérstæðari en ella. Það varð sjaldan neitt dúnalogn þegar við frændfótkið hittumst. Hlátursrokurnar heyrðust þá ekki skemmra en út á hlað. Og ekki lækkaði hvinurinn þegar örlítið glitti í glasinu, enda vandfundinn nokkur gúttemplari í frændgarðin- um. En Finnur Stephensen kunni manna best með vín að fara, sem gleðigjafa á góðum stundum. Því að vín skulu menn hafa til þess að hlæja af og syngja á góðum stund- Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðhorð fallegir salirogmjög g(k1 þjónusta. Ipjilýsingai' ísíma22322 - 0 FLUGLEIDIR lÍTiL LIFTLEIHI + Bróðir okkar og föðurbróðir, HELGIÞORKELSSON húsasmfðameistari, Bólstaðarhlfð 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkjuföstudaginn 2. apríl kl. 13.30. Ingvar Þorkelsson, Guðmundur Þorkelsson, Þorkell Þorkelsson, Helgi Gunnar Þorkelsson, Jóhann Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Sigrfður Helga Þorsteinsdóttir. Móðir okkar, ANNA MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR, Bjarnarstíg 12, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Þ. Agnarsson, Friðbjörn Agnarsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, er hafa sýnt okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföð- ur, afa, bróður og mágs, GUNNARS HJARTARSONAR, Grundargötu 2, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Pétursdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Kolbrún Bjarnadóttir, Pétur Þór Gunnarsson, Ólafur Hjartarson, Helgi Hjartarson, Guðný Einarsdóttir. um. Og góðir menn glata af því engu í reisn sinni né fágun. Allir þessir kostir prýddu Finn í ríkum mæii og smituðu út frá sér. Þannig var hann alls staðar aufúsugestur, eftirsóttur félagi og hjartkær þeim sem þekktu hann best. Fágaður séntilmaður eins og þeir gerast bestir. Núna að leiðarlokum skynjum við hversu stutt og stopult vort jarðlíf er. Hversu auðveldlega við gleym- um að rækja kynni og vini. Núna vildum við að stundirnar hefðu ver- ið fleiri og að við hefðum vakað lengur með Finni á sumarsins tíð. Svo veri okkar kæri frændi kvaddur hinstu kveðju. Minningin um öðlinginn Finn Stephensen verð- ur með okkur til enda daganna og hlátrasköllin munu bergmála í sál- um okkar. Þar fór góður maður um garð. Eftirlifandi ástvinum hans send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Steinunn Helga og Halldór Jónsson. Fyrir allmörgum árum kynnti lítil stúlka, Gyða Stephensen að nafni, okkur hjónin fyrir foreldrum sínum og systkinum. Sjálf hafði hún stundum, frá barnsaldri, litið inn til okkar og glatt okkur með fallegu viðmóti og skemmtilegum frásögn- um af lífinu eins og hún sá það. Þetta var fjölskyldan í Skeiðar- vogi 95 hér í bæ, Finnur Stephen- sen skrifstofustjóri Samábyrgðar, frú Guðmunda Stephensen og böm þeirra, Eiríkur elztur, þá Borghildur og Gyða yngst. Með okkur tókst vinátta, sem við höfum öll rækt síð- an, og samskipti af því tagi, sem manni er gjarnt að finnast óum- breytanleg. En nú fyrir fáeinum dögum lézt heimilisfaðirinn í Skeiðarvogi 95, tæplega sextíu og þriggja ára gam- all. Hann hafði kennt sér sjúkdóms f sumar sem leið og gengizt undir uppskurð. Lengi vel benti flest til þess að hann myndi ná sér. Hann stundaði vinnu sína og bar jafn- framt erfiða sjúkdómsmeðferð af frábæru þreki og bjartsýni. Enginn gat fundið að hann kveinkaði sér eða skipti skapi. En svo hrakaði honum allt í einu. Hann fékk hægt andlát heima, í faðmi fjölskyldu sinnar. Mikill harmur er kveðinn að Qöl- skyldu hans, sem hann bar svo ein- staka umhyggju fyrir. Og margir munu sakna hans. Finnur Stephen- Munið minningarsjóð Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 91-687333 sen var einhver bezti drengur, sem ég hefi kynnzt. Hann var jafnlyndur maður en gamansamur, hreinskipt- inn og trygglyndur. Sú ljúfmennska og góðvilji, sem vinir hans þekktu í fari hans, kom engu síður fram í starfi hans, eins og ég veit eftir góðum heimildum. Gegnum starf sitt átti hann skipti við fjölda manna víðsvegar og var ákaflega kunnug- ur lífi fólks og lifnaðarháttum á þessu landi. Og hann var mikill ættjarðarvinur. Bæði að eðlisfari og vafalaust líka af reynslu sinni var hann skarpskyggn og mildur í senn. Við spjölluðum margt. Og þó að ég hefði ekki vit á tryggingum og slíku, þá kom það til dæmis á móti, að við höfðum báðir áhuga á skáld- skap og fleiri listum. Ef til vill var tónlistin honum hugstæðust. Þetta er sumt af því, sem kemur í hugann, þegar ég minnist Finns Stephensen. Við Elísabet hugsum af innilegri samúð til ykkar, kæru vinir, Guðmunda, Eiríkur, Borghild- ur og Gyða. Kristján Karlsson. „Howdy Anna,“ svona heilsaði Finnur mér alltaf þegar ég kom í heimsókn og ég trúi því ekki ennþá að næst þegar ég kem, þá taki hann ekki á móti mér með þessum orðum. Finnur var traustur og góð- ur vinur sem alltaf var hægt að leita til og ég sakna mikið. Ég hef verið heimagangur hjá Finni og Guðmundu frá því ég birtist þar fyrst, sex ára, með Gyðu dóttur þeirra. Við Gyða höfum verið sem systur upp frá því og brallað margt saman. Meðal minna fyrstu minn- inga frá heimili þeirra er þegar Gyða og ég skottuðumst á eftir Finni niður í geymslu og hann gaf okkur appelsín. Oft bauð.hann okk- ur hákarlsbita með, sem honum þótti algert lostæti, en við afþökk- uðum kurteislega. Finnur hafði oft lúmskt gaman af uppátækjum okk- ar. Við stelpumar sömdum nokkur leikrit og einu sinni gerðumst við svo stórhuga að fara út í blaðaút- gáfu. Þá var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur, hvort sem var við að „prófarkalesa" leikritin eða ljós- rita blöðin. Ég hitti Finn síðast í afmælinu hennar Gyðu og ekki kom mér til hugar að þetta væri síðasta sam- verustund okkar. Það streyma svo ótalmargar minningar um hugann eins og ferðalögin á Peugeotnum, samverustundirnar í sumarbústaðn- um, öll áramótin og þrettándakvöld- in. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Anna Rún Atladóttir. Mætur maður er fallinn í valinn langt um aldur fram. Hugljúfi hvers manns er honum kynntist. Fámenn sveit virtra vátryggingamanna er að mun fátækari að honum gengn- um. Ungur að árum gekk hann til liðs við þá sveit og dugði ævilangt. Með ótímabæru burtkalli er honum þó hlíft við þvi umróti sem framund- an var á starfsvettvangi hans, en því kveið hann. Finnur átti trúnað við sjálfan sig, vini sína og samstarfsmenn alla, því hlaut hann óskorað traust og virðingu allra þeirra er deildu með honum lífshlaupinu. Hann var glæsimenni að vallarsýn. Góður meðalmaður á hæð, teinréttur með dökkjarpt hár, sviphreinn og með tindrandi augu, sem vöktu árvökul á öllu umhverfi hans. Það var fátt, Séiiræðingar í hlóiuaslircyliiigTiin vió öll lirkilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.