Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 3

Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 3
----------------- ------- SVERRIR OIAFSSON SÝNÍR SKÚLPTÚRA í GALLERÍ BORG HEILÖG SKYLDA Samfélagsrýni í litríkum táknum „VALDNÍÐSLA, misskipting og miðstýring," segir Sverrir Olafsson myndlistarmaður og fórnar höndum. „Um þetta hef ég verið að hugsa síðustu misseri. „Og um sáttir mann- fólksins við móður jörð, sem verða sífellt brýnni. Seinna gætu kostir og gallar geimferða vegið salt, en á öllum tím- um er það heilög skylda hvers listamanns að vera gagnrýn- inn á umhverfi sitt. Myndlistarmaður sem hefur ekkert að segja áhorfanda ætti að fá sér eitthvað annað að gera. Mér finnst fjarska gaman að vera listamaður á íslandi, hér er af svo mörgu að taka. Oskabörn þjóðarinnar éta hana út á gaddinn, forsætisráðherra reisir minnisvarða um vafa- söm afrek, lítið samfélag rembist við að líkja eftir milljóna- þjóðum, almenningur lætur nokkra hrokagikki og erfða- prinsa bjóða sér hvaðeina án þess að skræmta." Sverrir er stórvaxinn maður sem óneitanlega gustar af. Þýðum vindum þrátt fýrir allt. Enda kveðst hann viss um að hafa verið „suðrænn nagli“ í einhverri annarri tilvist. Hann liggur ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Sérstaklega ekki málefnum. Og gengur oft treg- lega að fela bros bak við ræktarlegt skegg og gleraugu. Hann býr í Hafnarfirði og hefur vinnustofu í listamiðstöðinni Straumi utan við bæinn, en starfar í Mexíkó hluta ársins og hefur gert síðan um miðjan síðasta áratug. „Það hentar vel hugmyndafræðinni sem ég vinn út frá,“ segir hann. „Mexíkóskt sam- félag er afar pólitískt og fólkið opið, þar blómstra alls kyns öfgar og gam- all tími liggur í sérkennilegum þráð- um um nútímann. Sá maður sem ekki verður fyrir áhrifum í Mexíkó er blindur, heyrnarlaus og vitlaus." Heimurinn heimkynni Eftir kennslu í Hafnarfirði og síð- ar nám í skúlptúrdeild Myndlistar- og handíðaskólans hefur Sverrir far- ið víða, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í tugum samsýninga. Hann er virkur í allslags félagsstörf- um myndlistarmanna, hefur farið ýmsar fyrirlestraferðir og hlotið margar viðurkenningar. Verk eftir hann eru víðs vegar um heiminn á opinberum söfnum og í einkaeign. Kannski er hann furðu lítið þekktur á íslandi. „Hér er gott að vera,“ segir hann, „en listamarkaðurinn ári þröngur. Mér finnst heimurinn vera heimkynni mitt eins og annarra manna, þótt ég sé þakklátur fýrir að vera borinn og barnfæddur í Stykkishólmi og eiga þaðan dýrmætar minningar. Mér hefur gengið mjög vel í Mexíkó og þar gefur að líta mest af mínum smíðisgripum. Ég á líka mörg verk í Svíþjóð og á Ítalíu. En þetta er úti um allar trissur." Sverrir var í vinnuferð í Svíþjóð 1986 með skúlptúrlistamönnum úr ýmsum áttum. Þar kynntist hann mexíkanska myndhöggvaranum Se- bastian, sem líklega er þekktasti listamaður heimalands síns í þessari grein. Þeim varð vel til vina og Sverr- ir býr jafnan í einni af íbúðum þessa myndlistarmanns þegar hann er suð- ur þar og vinnur á verkstæði hans með tuttugu smiðum sem þar starfa fyrir listamennina. „Mér finnst afskaplega þægilegt að vinna í Mexíkó,“ segir Sverrir. „Þar gefst færi á að skoða samfélag- ið hér heima úr góðri fjarlægð." Pólitískur vanþroski „Ég held við flækjum tilveruna á þessu frábæra landi. Aðalatriðið og raunar það eina sem ég get fundið að íslensku þjóðinni, er sá pólitíski vanþroski að láta bjóða sér hvaðeina án þess að rísa upp. Það er óttalegur sjúkleiki. Menn leyfa froðusnökkum að rífa niður félagslegt velferðarkerfi vegna stóriðju og svínarís. Flugleiðir og Eimskip, sem eitt sinn voru óskabörn þjóðarinnar, hlaða nú á hana skuld- um sem enginn botnar í hvernig verð- ur hægt að standa skil á. Bændur sem erft hafa skoðanir frá gengnum kynslóðum harma enn fráfall SÍS, þeirrar óhugnunanlegu mafíu. Gáðu að því, að mér finnst líka óskaplega vænt um þetta fallega land og það góða fólk sem það bygg- ir. Náttúran er enn óspillt og fólkið með svo gráan og skemmtilegan húrnor." Hugmyndafræðirugl og miðstýring Táknfræði er, að sögn Sverris, verkfæri sem hann notar til að koma hugmyndum sínum til skila. „Það er Sverrir Ólafsson myndlistarmaður. svo mikið af hugmyndafræðirugli í myndlist núna,“ segir hann, „form- úluvinnu sem hefur ekkert með um- hverfi listamannsins að gera. Ger- samlega tilgangslausri sóun á tíma hans og áhorfandans. Mér ofbýður sú miðstýring sem á sér stað í listum hér og raunar víða um heiminn. Hvemig pótintátar og fræðingar í stofnunum úti um bæ taka völdin af listagyðjunni og leggja línur sem menn verða að fylgja til að fá inni á söfnum og lafa í náð- inni. Sjálfur þarf ég svo sem ekki að kvarta, ég á verk á mörgum góð- um stöðum og fylgi eigin sannfær- ingu óhræddur. En ef ég væri kom- inn uppá náð og miskunn nokkurra meningarlegra siðapostula í Reykja- vík væri ég í vondum málum.“ Myndir af lífsskoðun Ég vil segja eitthvað með því sem ég geri. Þess vegna eru verkin mín pólitísk, ekki flokkspólitísk - biddu fyrir þér, ■ heldur gagnrýnin á um- hverfið. Það breytist og við verðum að taka þátt í breytingunum. Ég byggi á lífsskoðun um að enginn maður sé öðrum meiri, um þá erki- heimsku gróðapunga að taka sér vald til að troða á öðru fólki eða sjálfri náttúrunni.“ Morgunblaðið/Kristinn Sverrir mótar myndir úr málmi eða einhverju öðru, eftir inntaki þeirra hverju sinni. Hann segir að efni og aðferð listamanns skipti ekki máli, heldur útkoman eða niðurstað- an. Miklu skipti fyrir hann að til- gangur verksins sé skýr og táknin ekki flóknari en svo að áhorfandinn fái ráðið skilaboðin. „Mig langar ekkert að útlista í smáatriðum hugsunina bak við hvert verk, sá sem skoðar það þarf að hafa svigrúm fýrir eigin pælingar. En mér er engin launung á að ákveð- in tákn koma aftur og aftur fram í því sem ég geri. Merkingin finnst mér jafn mikilvæg og fagurfræðin, hún skiptir vitanlega máli líka, form og litir í réttu samhengi höfða bæði til auga og hugsunar." Alþekkt form úr byggingarlist sjást oft í verkum Sverris. Og hvunn- dagsleg húsgögn öðlast nýja merk- ingu. Háfættur stóll stendur ofan á pýramída, til merkis um einmana- leika þess sem þar hreykir sér, þar til honum er feykt um koll. Á hárri súlu eða Kleópötrunál eru tré til að minna afkomendur þeirra sem þetta lesa á gróður jarðar. Skrautlegur og íturvaxinn stóll með hálfopnum skúffum táknar skrifræði, völd og hégóma. $ js Hégómi og mont „Ég velti því töluvert fyrir mér núna, hvernig menn reisa sér enda- laust minnisvarða," segir Sverrir. „Ausa peningum í mont af vafasöm- um verkum og vonast.til að dugleys- ið falli í skuggann. í Reykjavík hafa glerhýsi verið byggð uppi á hæð og við Tjömina ofan í bæ. Þessi árátta blasir næstum hvarvetna við á byggðu bóli. Pýramídinn er súperdæmi um svona upphafningu eigin dýrðar. Ég nota hann gjarna í því sem ég geri þessa dagana, súlur og turna sömu- leiðis. Þetta eru fílabeinsturnar valdamanna sem meta sig meira en náungann, svo ekki sé minnst á þann sem stritaði við að reisa báknið. Húsgögn og hirslur af ýmsu tagi hafa ákveðna merkingu í mínum huga; stólar tákna vald, skúffur og skápar skrifræði - hirslur sem mann- legum gildum er fleygt í til að rýma til fyrir peningahyggjunni.“ Litir og mynstur eru ekki einungis skraut á myndum Sverris, heldur oft til marks um hégóma, hlýju, drunga eða líf. Hann notar stundum lauf eða fræ eða tré til að minna á náttúruna og talar um þá fásinnu að stofna henni í hættu fyrir stundarhags- muni. „Mannfólkið er hálfgerð óværa á þessari plánetu," segir hann. „En jörðin aflúsar sig á nokkrum milljón- um ára og losnar við okkur að óbreyttu. Við verðum að spyija, hvað erum við að gera hýbýlum okkar, fyrir hveija. Sannleikurinn er sá að þeir sem hirða gróðann af alls konar eyðileggingu náttúrunnar eru örlítill hluti jarðarbúa. Hinir verða að leggja niður vopn og semja um frið.“ Við höfum ekki efni á þessu Fallvaltleiki valdsins er eitt af uppáhalds viðfangsefnum Sverris. Á sýningunni í Galleríi Borg er til dæm- is frummynd verks sem byggt verður stærra í Ameríku, doppóttir stólar í háum stafla sem virðist geta hrunið í hverri andrá. „Ég hef verið með annan fótinn í Bandaríkjunum í tuttugu ár og yrði ekki hissa á að fylgjast með falli kapítalismans þar, eins snöggu og kommúnismans í austri. Annars er það líka kapítalismi, hann gengur ekki upp, það hefur komið á daginn. Það skiptir ekki nokkru máli hvort hann á höfuðvígi í Kreml, Valhöll eða Pentagon. Við höfum einfaldlega ekki efni á níðast svona hvert á öðru og heim- kynnum okkar. Ég sé jörðina fyrir mér sem eina heild, án landamæra og spennu milli þjóða eða samtaka þeirra. Kannski ná menn ekki slíkum þroska ótil- neyddir, hann kann að koma af nauð- syn. Lítum til dæmis á New York- borg, þar sem fólki hvaðanæva að ægir saman og helmingur íbúa talar spænsku. Ég trúi því að mönnum lærist með einhveijum hætti að lifa í réttlæti og sátt. Eftir svosem þúsund ár.“ Þ.Þ. SVAVA BJÖRNSDÓTTIR MEP PAPPÍRSSKÚIPTURA Á KJARVALSSTÖÐUM ÚTÚR VEGG AUGAÐ nemur áferð, lit og form. Ef til vill gefur hugsunin þessu merk- ingu og fyllir ákveðnu innihaldi. Þá er verkið ekki lengur framandi og áhorfandanum óviðkomandi, hann hefur stofnað til sambands, þegið og gefið. I dag opnar sýning á óvenjulegum verkum eftir Svövu Björns- dóttur myndlistarkonu. Undanfarin ár hefur hún gert skissur, skorið plast og gert gifsmót, hrært pappamassa, litað hann og steypt. Hluta afrakst- urs alls þessa gefur að líta á langvegg í austursal Kjarvalsstaða næstu þrjár vikurnar. Sex ferningar úr pappír virðast svífa á veggnum, hver og einn býr yfir eigin galdri, ólíkum hinum. Ur efni sem allir þekkja segjast þeir vera eitthvað annað. Saman mynda þeir heild. Skúlptúrar Svövu eru í ætt við mynd- verk módernista, form og litir óháð hugmyndafræði og án skilaboða. Þetta eru athuganir á hvað unnt sé að sameina form og innihald, verk og rými. Svava tekur pappír fram yfir hefðbundn- ari efnivið vegna þess að hann á sér enga sögu eða hefð, ólíkt marmara og gijóti og málmum. Laus við að vera upphafinn og eins konar kamelljón, með spurningu frekar en fullyrðingu. Þótt listakonan segist engar formúlur Morgunblaðið/Krisiinn Svava Björnsdóttir sýnir nú skúlptúra úr pappír á Kjarvalsstöðum. hafa um myndirnar, neitar hún því ekki að í þeim búi fimamargt. Hvort tveggja sé að aðdragandi verks geti verið langur, mánuðir og ár, og ýmislegt fari um hug- ann meðan það er unnið. Hún kemst ekki að niðurstöðu fyrr en alveg í lokin, litur getur breyst í vinnslunni, lögun og áferð komið á óvart. Vinna við pappírsskúiptúrana er erfið og seinleg. Svava hefur þróað aðferð í mörgum skrefum og þótt hún sé farin að vinna hratt tekur hvert þeirra sinn tíma. Hún fær sellulósaarkir frá Þýskalandi, bleytir þær upp og hrærir í massa sem hún hellir í gifsmót og litar. Þegar hann er þornaður og laus úr mótinu bætir hún stundum við litadufti og á einni myndanna þynnum úr skíra gulli. Form Svövu virðast sprottin úr fornum tíma og nýjum, sígildri byggingarlist, sam- tímatækni, jafnvel minnir eitt verkið á íburðarmikla sessu og annað á ávalar lín- ur kvenlíkama. Litir og áferð skýra betur hugmyndir áhorfandans um verkin, hjálpa honum að finna hlutlægum formum stað í eigin hug- arheimi. Þau koma honum við vegna reynslu hans, leyfi hann þeim að skjóta þar rótum. Þá fær áhorfandinn hlutdeild í sköpun listakonunnar. I anda viðhorfa hennar verður að leyfa hveijum og einum að leggja sína merk- ingu í myndirnar, aðeins þannig eignast gestur á sýningunni sinn eigin og ómetan- lega hlut í þeim. Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.