Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 5

Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 5
MORG.BNBLAdffi^LAU G ARBAfiOfFa&vAPRÍL 1993 B 5 að ræða. Minnir á að Japanir munu hafa byggt nákvæma eftirlíkingu af Tivoli í Kaupmannahöfn í sínu landi, en vafalítið er andrúmsloftið ennþá á gamla staðnum! Er ekki laust við að margur hafi fyllst Þórðargleði yfir því að aðsóknin á „Euro Disney" hef- ur orðið mun minni en menn bjugg- ust við og fyrirtækið hefur tapað ómældum fúlgum. Margur óttast að Parísarborg verði að ómerkilegum túrhestastað líkt og sólarstrendur eru orðnar, en það á þó langt í land. Þetta skeður á sama tíma og þjóðerniskenndinni hefur vaxið ásmegin svo og andúðin á út- lendingum, auk þess sem svindlið á þeim hefur færst í vöxt. Þannig héldu þau Símon og Silja í átt til Notre Dame á heitum og sólbjörtum haust- degi full eftirvæntingar útbúin skot- silfri frá mér. Eðlilega þyrsti þau á miðri leið og fengu sér litla kók á útiveitingastað, en þær veitingar hjuggu svo á skotsilfrið að afgangur- inn dugði ekki fyrir innganginum í kirkjuna! Þá er ósvífnin svo mikil, að er maður biður um expresso kaffi við skenkinn, er manni bent á borð úti, þó nóg sé rýmið og fólk þar að drekka kaffi, bjór eða vín. Hængurinn er sá, að ef maður sest úti verður allt kannski margfalt dýrara því erfitt er fyrir ókunna að verjast svindlinu og þjónarnir fljótir aðfinna vænleg fórn- ardýr. Hins vegar er yfirleitt alltaf fast verð inni við skenkinn. Komst ég að því að þau höfðu verið látin borga því sem svaraði þreföldu verði og trúlega var það lífgjöf þjónsins að ég var hvergi nærri. Móttakan á hótelinu sem áður var lítil og þröng hefur verið færð til hlið- ar og er nú mun rúmbetri auk þess að komin er ný og sallafín iyfta og herbergi hafa verið gerð upp. Hótelið er um leið orðið dýrara, en eitt hefur þó gleymst og það er að bæta morg- unverðinn, sem hefur alltaf verið frámunalega lélegur og næringarlítill. Auðvitað er það gott og blessað að hótel batni, en latínuhverfið hefur nú einu sinni alltaf verið svo sér- stakt, að margur leitar uppi þessi fomu og frumstæðu hótel og þau ættu auðveldlega að geta haldið ein- kennum sínum þó ýmsu sé breytt til betri vegar. Og þegar allt þetta er horfið, þá hverfur hluti Parísarborgar um leið, og það líf er eðlilega og ósjálfrátt þróaðist þar verður aldrei hægt að endurvekja. Margur hefur haft þann háttinn að fiýja hinar stóru tækniborgir heimsins og loka að sér á litlum hótel- um í hinum ýmsu hverfum Parísar- borgar, og mynnast um leið við púls mannlífsins. Þar innan um voru stein- ríkir peningamógúlar og heimsfrægir listamenn. Þar höfðu námsmenn og listspírur frá öllu heimshornum að- stöðu á árum áður, er ein eða fleiri hæðir voru jafnvel skyndibitastaðir holdlegra nautna! Ég hafði fáa daga til umráða í París svo að menningarneyslu minni mátti líkja við kappát eða skyndibita. Anægja mín var mikil er ég uppgötv- aði að sýningin mikla „manifest" á listaverkaeign Pompidou- menning- armiðstöðvarinnar í öllu húsinu stóð ennþá yfir og skundaði ég fljótlega þangað. Nær öllu var tjaldað af nú- tímalist, sem til er í hirslum safnsins, en að sjálfsögðu varð að takmarka framlag einstakra til að ná heildstæðu yfirliti. Sýningin og jafnframt inn- kaup safnsins höfðu hlotið töluverða gagnrýni og þá helst í fjölmiðlum Parísarborgar. Þetta var mikil sýning á öllum hæðum og mjög gloppótt að mínu mati, t.d. þótti mér hlutur abskt- rakt málara fimmta, sjötta og sjöunda áratugarins rýr. Einungis ein mynd var þannig eftir hinn nafnkennda meistara Alberto Magnelli, sem svo mikið bar á og margur íslendingurinn leitaði í smiðju til. Á allri sýningunni hreifst ég mest af arkitektúrdeildinni fyrir frábæra uppsetningu og mikla hugkvæmni húsameistaranna. Má segja, að Bauhaus- stefnan hafi beðið algert skipbrot er svo er komið, þótt hún hafi verið mjög merkileg á sínum tíma, en hún hentar einfaldlega ekki fyrir þjóðfélagsmynstur nútímans sakir kulda og ómannúðleika. Nú leita menn meira til lífrænni forma og þá er fyrirmyndin barrokk og rókókó í mikilli einföldun. Það er nefnilega komið á daginn að Bauhaus var eng- in endanleg lausn eins og margur vildi meina með skelfilegum afleiðing- um. Lífið-þarnast fjölbreytni og marg- víslegra hugmynda í byggingarlist ekki síður en t.d. menntakerfið, sem var komið út ógöngur af skyldri ástæðu. Á sömu hæð var sýning hinna markverðari fulltrúa núlista Parísar- skólans og átti Erró þar eina stóra mynd, sem ég hef alltaf álitið lykil- verk á ferli hans „The background of Pollock" (250x200) frá 1967. Menn á sjötugsaldri teljast þannig vel að merkja enn meðal framúrstefnulista- manna í heimsborginni og list þeirra ekki úrelt, og vakti þessi mynd góða athygli fólks meðan ég stóð við í saln- um. Þá skoðaði ég með mikilli at- hygli sýningu nútímahönnuða á De- kóratíva safninu og þar held ég að eini Norðurlandabúinn hafi verið Alev Siesbye, en hún hefur einnig verk- stæði í París. Eftirminnilegust verður mér þó Antíkkaupstefnan í Stóru höllinni, Grand Palais. Mig minnir að þar hafi verið 120 básar, eða réttara sagt deildir, því að sumar voru í nokkrum herbergjum og jafnvel á tveim hæðum. Þetta var ótrúlega viðamikil sýning á húsgögnum, tepp- um, skarti og jafnvel málverkum, en þar var líka hægt að kaupa frum- myndir eftir bióma Breughel, aðra eldri meistara og ýmsa af höfuðsnill- ingum aldarinnar. Hér voru kynning- arsýningar frá öllum helstu antík-fyr- irtækjum heimsins og hvilík smíði í húsgögnum og skartgripum! Risastór og hnausaþykk teppi ofin af austur- lenzkum meisturum hafa ábyggilega kostað andvirði eins eða fleiri einbýlis- húsa í Reykjavík og sömuleiðis ýmsir skartgripir að ekki sé talað um .mál- verk blóma Breughels. Mun minna ber á kreppunni á upp- boðum antíkmuna og þannig fór 200 ára þýskt skatthol á fimmföldu mats- virði nú nýlega, þótt brestur væri eftir annarri hliðinni endilangri. Ekki hafði ég hugsað mér að heim- sækja Erró að þessu sinni vegna þess hve tímanaumur ég var, en á sunnu- dagsmorgni er ég var eins og farald- ur í neðanjarðarlestum þurfti ég að skipta yfir á La Motte Piquet, aðeins einni stöð frá Emile Zola, sem er í nágrenni vinnustofu hans. Fannst mér ég verða að banka upp á hjá honum, þótt ég byggist frekar við að hann væri ekki heima, en þá taldist ég allavega hafa komið á stað- inn. En Erró opnaði nær umsvifalaust og átti ég með honum góða klukku- stund. Hann mun hafa verið nálægt dyrunum, því hjá honum var kona að ræsta vinnustofuna eins og alltaf á sunnudagsmorgnum, tjáði hann mér. Hann sýndi mér mörg risastór málverk eftir að hún var farin, og svo er tími var kominn til að kveðja upp- lýsti hann mig um, að klukkunni hafði verið seinkað á miðnætti svo í raun hefði ég engum tíma glatað hjá hon- um, ekki einni einustu mínútu. Var þetta líkast hámenningarleg- um skyndibita núsins. hylling bernskudaga og uppruna, þykir minna á Robert Frost, en gagnrýnendur, eins og til dæmis Peter Scupham, telja Frost form- fastari og hnitmiðaðri í framsetn- ingu. Scupham sem leggur áherslu á veitulan anda skáldsins finnur að því að form hans sé stundum þunglamalegt og líkir byggingu ljóðanna við óstöðugan smíðapall. Óneitanlega verður mælska skáldsins yfirþyrmandi á köflum, rímið jafnvel aulalegt, orðlistin líkt og eini tilgangurinn. Þeir sem halda því fram að ljóð eigi að vera ein- föld og meitluð hitta ekki fyrir uppáhaldsskáld sitt í Les Murray. I fyrrnefndu útvarpsviðtali eru skáldin minnt á þá tilhneigingu þeirra að yrkja helst rímað þótt ekki hafi þau alveg snúið baki við óbundnu ljóðformi. Les Murray sem þetta á helst við skýrir ástæðuna með þeirri löngun sinni að læra tökin á sem flestum strengjum hljóðfærisins, en einnig því að vilja koma til móts við lesendur sem aldrei sættu sig fyllilega við rím- leysið. Derek Walcott segir í þessu sam- bandi að hann telji ekki ástæðu til Philip Larkin, borgarbóka vöróur i Hull, orti um vanda mióoldra karlmanna. að taka upp rím á ný, en flest eru skáldin sammála um að það sé skemmtilegt að ríma. Vinsælt skáld sem rímaði Philip Larkin (1922-1985) rímaði flest sín ljóð og var opinskár og gamansamur. Hann naut mikilla vinsælda, en var ekki afkastamikið skáld. Bestu lesendur hans voru Les Murray, ástralskt skáld sem hefur gaman af aó rima. sagðir hlédrægir menn og einrænir. (Þeir eru fjölmennir á Englandi.) Eftir hann komu aðeins fjórar ljóðabækur með löngu millibili. Sú síðasta var High Windows (1974). Tvær stuttar skáldsögur eftir hann þóttu ekki vel heppnaðar. Larkin tjáir viðhorf fremur lífsþreytts borgara, en gerir það á lifandi og kraftmikinn hátt. Hann er kaldhæðinn og háðskur í eigin garð og velur sér stundúm yrkisefni sem í senn eru hversdagsleg og í anda tímanna. Baksviðið er tíðum ensk sveit. Orðalag er djarflegt. Hefðbundið ljóðform, en nýjungar í vali yrkisefna einkenna Larkin. Hann hafnaði torræðum og lærðum ljóðstíl T. S. Eliots og mælskri upphafningu Dylans Thomas eins og bókmenntasögur gleyma yfírleitt ekki að geta. Þetta var í anda The Movement hreyfmgarinnar á sjötta áratugnum, en þá kom út The Less Deceived (1955) eftir Larkin, ljóðabók sem tryggði frama hans meðal enskra skálda. Gagnrýnandinn William Scammell telur The Less Deceived aðra af tveimur mikilvægustu bókum Larkins, hina The Whitsun Weddings (1964). „Það er ekkert sem situr eftir í The North Ship (1945) og burtséð frá nokkrum gamankvæðum í High Windows, er ekkert þar að finna sem skáldið hefur ekki gert betur,“ segir Scammell. Hann bendir á að Larkin hafi áttað sig á þessu, enda sjálfur harðasti gagnrýnandi eigin ljóða. Þarna dæmir Scammell of hart því að High Windows er ein forvitnilegasta bók Larkins þótt ekki væri nema fyrir ljóðið Livings sem er afar skarpskyggn mynd af háttum miðaldra Englendings. Scammell fetar í fótspor margra þegar hann rifjar upp setningu Larkins: „Missir er mér sama og páskaliljur voru fyrir Wordsworth." Þetta speglast ekki síst í Ijóðum Larkins um ást/kynlíf/hjónaband. Fallvaltleikatilfinning er rík í skáldskap Larkins, einna mest í The Whitsun Weddings. Meðal algengra orða hjá Larkin eru „ekkert" og „hvergi". Það má líta á hann sem fulltrúa gamla breska heimsins í þeim skilningi að ljóð hans ijalla um fjötra vanans, kyrrstöðu og seigar hefðir. En list ljóðmálsins er eldurinn sem leynist í öskunni I ljóðum Les Murray er innileiki, allt að þvi bamslegur á köflum. Hann er líka einlægur í tali. Um það að útiloka önnur skáld, mynda lokaðan hring úrvaisskálda, segir hann að það geri fyrsta flokks fólk ekki og varla annars flokks fólk heldur: „Það er sú iðja sem skíthælar stunda."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.