Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVIWNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 + Iðnaður Sótt á erlenda, markaði með íslenskar plastumbúðir „Viljum nýta fjárfestingar okkar betur en teljum erfitt að sækja frekari markaðshlutdeild innanlands,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents PLASTPRENT hf. leggur nú drög að undirbúningi á útflutn- ingi plastumbúða með höfuð- herslu á Bretland. Að sögn Ey- steins Helgasonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur útflutningurinn verið í undirbúningi undanfarin tvö ár, en í upphafi var ákveðið að fara hægt í sakirnar og gera allar áætlanir með langtímasjónarmið í huga. „Við viljum nýta betur þær fjárfestingar sem fyrirtækið hefur ráðist í varðandi vélakost og húsnæði en teljum erfitt að sækja frekari markaðshlutdeild innanlands,“ sagði Eysteinn í viðtali við Morgunblaðið. Sam- kvæmt útreikningum Plasts- prents er fyrirtækið með rúm- lega 60% markaðshlutdeild hér á landi. Plastfilmur eru unnar úr sérstök- um plastkornum úr svokölluðu pólý- etelýni sem er kolvetnisamband unn- ið úr olíu. Hér á landi eru frekar ófullkomnar upplýsingar um plast- markaðinn, en heildarnotkun pólý- etelýns á síðasta ári var um 5.000 tonn. Þar af notaði Plastprent 2.700 tonn til plastfilmugerðar. Hverfi- prent notaði tæp 500 tonn, en Plast- prent keypti vélar og lager fýrirtæk- isins síðastliðið haust og hefur því samkvæmt þessum tölum rúmlega 60% markaðshlutdeild. Önnur ís- lensk fyrirtæki í þessari grein eru Plastos og Akoplast. Þar sem íslensk plastiðnaðarfyrir- tæki eru yfírleitt í annars konar við- skiptum samhliða plastframleiðsl- unni er óvarlegt að áætla markaðs- hlutdeild út frá veltutölum. Það get- ur hins vegar ýmislegt ruglað mynd- ina þegar magntölur eru notaðar. Þannig flutti t.d. Hverfiprent áður inn talsvert af tilbúnum filmum og breytti þeim í poka og umbúðir. Þá hefur Plastos nýverið gert viðskipta og samvinnusamning við Reykjalund um kaup á öllu hráefni í kjölfar tæknilegrar endurskipulagningar Reykjalunds. Þar hafa reyndar í nokkurn tíma verið framleiddar plastfilmur úr pólýetelýni sem m.a. Hverfipreht keypti í einhveiju magni og Plastos einnig. Fjórði íslenski plastframleiðandinn er Akoplast á Akureyri sem kaupir m.a. plastfilmu af Plastprenti. Allir þessir aðilar flytja síðan inn ákveðnar sérhæfðar gerðir af plastfilmu til landsins. Leiðin liggur upp á við Plastprent hf. flutti í nýtt sérhæft 6.500 fm húsnæði að Fosshálsi árið 1987. Að sögn Eysteins voru fyrstu árin eftir flutningana erfíð og var þá ráðist í miklar aðhaldsaðgerðir. Starfsfólki var fækkað á þessum árum á sama tíma og framleiðslan jókst lítilsháttar þannig að um tölu- verða framleiðniaukningu var að ræða. Síðustu tvö til þijú árin hefur leiðin aftur legið upp á við. Um 18 milljón króna hagnaður varð af starfsemi Plastprents tvö ár í röð, þ.e. 1990 og 1991. Eysteinn sagði menn vera tiltölulega sátta við rekstur síðasta árs, en þó væri ljóst að gengisfellingin undir lok ársins hefði sett strik í reikninginn. Eigið fé er enn of lítið þrátt fyrir að fyrir- tækið hafi rétt úr kútnum. Síðastlið- ið haust var hlutafjáraukning í Plast- prenti vegna kaupa á vélum og lag- er Hverfiprents. Hlutafjáraukningin var fyrsta skrefið í þá átt að setja hlutafélagið á almennan markað. Aukin nýting fjárfestinga „Eftir að við fluttum í verksmiðju sem var sérhönnuð í kringum starf- semi Plastprents hefur aðalmarkmið okkar verið að auka nýtingu fjárfest- ingarinnar og markviss stefnumótun í þá átt hófst fýrir um tveimur árum. Þá vorum við búnir að dreifa kröftum okkar nokkuð í innflutning á vélum og tækjum svo eitthvað sé nefnt, en eftir talsverða skoðun var niðurstað- an sú að við ættum að einbeita okk- ur að því sem við gerum best, þ.e. að framleiða og litprenta plastfilmur. Hagfræðispár Vegvísar eða vangaveltur? Reynslan sýnir að varhugavert er að ofmeta þjóðhagsspár ^ 2,7%2’8%' Brugðust hagfræðingarnir? Spá hagfræðinga Economist um hagvöxt í sjö helstu iðnríkjum heims 1992 og spá Þjóðhagsstofnunar fyrir ísland -3,6% .3)7% Hagfræðingar og aðrir sérfræð- ingar um efnahagsmál leggja mikla vinnu í að spá fyrir um helstu þjóðhagsstærðir. Öft hætt- ir leikmönnum til að líta svo á að þarna sé verið að spá fyrir um óorðna hluti, en eins og Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar bendir á í samtali við Morgunblaðið er hér um að ræða framreikning sem byggir á skilgreindum forsendum og meira og minna þekktu samhengi helstu hagstærða. Menn þurfa hins vegar að taka mið af því að aðstæður í þjóðarbúskapnum eru síbreytilegar. I nýlegu hefti tíma- ritsins Economist er fjallað um þessi mál og þar segir að leynd- ardómur árangursríkrar efna- hagsspár Iiggi í því að gefa að- eins upp tölur eða dagsetningar - aldrei hvorutveggja í senn! I Economist segir að spá hag- fræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geri ráð fyrir efnahagsbata hjá öll- um helstu iðnríkjum heims fyrir árslok 1993. Það þýði þó ekki að menn eigi að ijúka upp til handa og fóta þar sem spár undanfarinna ára hafi ekki verið í nægilega miklu samræmi við endanlega niðurstöðu. Á meðfylgjandi töflu má sjá með- alspá nokkurra hagfræðinga sem Economist leitaði til um vöxt vergr- ar landsframleiðslu sjö helstu iðn- ríkja heims árið 1992 og raunveru- lega útkomu. Inn í töfluna er bætt hagvexti á íslandi á síðasta ári sam- anborið við spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt Economist er Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn aðeins einn margra aðila sem farið hafa flatt á spám um efnahagsframvindu í helstu iðnaðarríkjum heims. Seinni hluta árs 1991 birti sjóðurinn spá um að meðalhagvöxtur iðnríkja heims yrði 2,8% á árinu 1992. Stað- reyndin varð sú að hagvöxtur varð 1,5%. Reyndar varð niðurstaðan í samræmi við spár í Bandaríkjunum, en í Jápan og á meginlandi Evrópu varð meiri samdráttur í efnahagslíf- inu en sérfræðingamir höfðu gert ráð fyrir. Hvað með 1993? Hagfræðingar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eru svartsýnni á efnahags- horfurnar í ár og spá því að hag- vöxturinn meðal helstu iðnríkja heims verði 1,7%. Þessi spá birtist í nýjasta hefti tímarits þeirra World Economic Outlook og er töluvert hógværari en sú sem birtist í októ- ber á síðasta ári. Þar töluðu hag- fræðingarnir um 2,9% hagvöxt árið 1993. Helstu umskiptin urðu á væntingum þeirra um hagvöxt í vesturhluta Þýskalands. í október var þar spáð 2,0% hagvexti, en samkvæmt tímaritinu er nú búist við að breyting á vergum þjóðar- tekjum milli ára verði neikvæð um SPÁM EIMNSKA — Mönnum hættir til að túlka þjóð- hagsspár þannig að verið sé að spá fyrir um óorðna hluti. 2,0%. Þá er ekki gert ráð fyrir umtalsverðum hagvexti hjá öðrum þjóðum á meginlandi Evrópu á ár- inu. Útlitið er heldur ekki gott í Jap- an. Þar eiga hagfræðingar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins aðeins von á 1,3% hagvexti á þessu ári, en þeir voru bjartsýnir fyrir árið 1992 og spáðu 3,8% hagvexti. í reynd varð hag- vöxtur 1,3% í Japan á síðasta ári. Aðeins mikil þensla í Bandaríkj- unum getur komið í veg fyrir frek- ari samdrátt hjá iðnríkjunum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hagræðingarnir eru bjartsýnir á framgang mála fyrir vestan. Þeir gera í umræddu tímariti ráð fýrir að vergar þjóðartekjur Bandaríkj- anna muni aukast um 3,2% á þessu ári og því næsta og halda því fram að engin þörf sé á skammtíma að- gerðum til að örva efnahagslífið. Þremur dögum eftir að tímaritið kom út sýndu nýjar upplýsingar um efnahagsástandið í B'andaríkjunum að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi 1993 hafði dregist saman í 1,8% á ársgrundvelli frá 4,7% á síðasta ársfjórðungi árið 1992. Ljós í myrkri Góðu fréttimar eru þær að verð- bólga í mörgum helstu iðnríkjunum nálgast að vera sú lægsta sem mælst hefur síðastliðin 30 ár. Þetta telja hagfræðingar til marks um að verðstöðugleiki sé innan seiling- ar. Ef raunveruleikinn verður í sam- ræmi við spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins mun verðbólga í 14 af 21 iðnríkjum vera í kringum 3,0% eða þaðan af minna á næsta ári. Spurn- ingin vérður þá sú hvort og hvernig stjórnvöld eigi að festa þessa lágu verðbólgu í sessi og viðhalda verð- stöðugleika. Tiltölulega einfalt er að finna leiðir út úr efnahagslægð miðað við að ákveða hvenær eigi að stíga á bremsumar til að koma í veg fyrir að hagkerfið verði yfit;- keyrt. Þetta virðast kannski óþarfa vangaveltur á tímum almenns sam- dráttar í efnahagslífinu, en fortíðin sýnir okkur að það kemur hagkerf- inu í koll síðar þegar stjómvöld standa of lengi á bensíngjöfinni. Þarna þarf að sigla milli skers og bám og galdurinn er að fylgjast vel með öllum leiðandi hagvísum. Þar leika þjóðhagsspár stórt hlut- verk. HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.