Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Stærstu hluthatar m Tölvusamskipta hf. § hlutafé 7/5 ’93 Þróunarfélag íslands 6.241.333 [ Silfurþing hf. 4.403.689 [ Björn Rúriksson 1.668.143 f fes.69% Ásgrimur Skarphéðinsson 1.505.000 I fe 5,14% Dröfn Hreiðarsdóttir 1.505.0001 fes.14% Gísli V. Einarsson John P. Toohey Reynir Guðjónsson Þorvaldur I. Jónsson Gunnar Már Antonsson Sverrir Kristinsson Elvar Guðjónsson 1.271.688 I 14.34% 851.369 02.90% 800.000 Q2>73% 715.000 Q2,44% 700.000 Q2,39% 663.431 02,26% 614.800 Q2,10% 21,29% ÁSGRÍMUR Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tölvusamskipta, stofnaði fyrirtækið árið 1987 ásamt eiginkonu sinni, Dröfn Heiðarsdóttur, en þau eiga nú samtals rúmlega 10% hlutafjár. Ári síðar var fyrirtækinu breytt í hlutafélag jafnhliða því að Þróunarfélagið gerðist stærsti hluthafinn. Hluthafar eru nú um 70 talsins en flestir starfsmenn Tölvusamskipta eiga einhvem hlut í fyrirtækinu. búnaður starfar í samvinnu við annan hugbúnað," sagði Ásgrímur. Það vakti mikla athygli þegar Microsoft bauð Tölvusamskiptum að taka þátt í sýningu Microsoft á Windows World. „Það boð er mjög mikilvægt fyrir markaðssetningu okkar og er ekki síst nú þegar við erum að hefja innreið okkar á Banda- ríkjamarkað. Þátttaka í sýningunni gerir okkur sýnilegri en við erum nú og persónulega tel ég að þetta sé eitt af okkar stærri skrefum í mark- aðssetningu fram að þessu," sagði Ásgrímur. Samið við Pepsi Á skrifborði Frosta liggur listi yfír yfir helstu alþjóðlegu viðskipta- vini Tölvusamskipta. Á listanum eru fyrirtækin British Telecom, City- bank, Dell Computers UK., Thom EMI, Shell og Pepsi Cola Intemationr al auk fjölda annarra þekktra fyrir- tækja. „Þessi listi’er að verða okkar mikilvægasta eign þar sem þessi þekktu fyrirtæki gefa okkur þá tiltrú sem þarf. Þegar við sýnum væntan- legum viðskiptavinum hvaða fyrir- tæki hafa valið okkar kerfí em þeir sannfærðari um að gera slíkt hið sama.“ Þeir Ásgrímur og Frosti segja þó að það sé ekki bara mikilvægt að fá nýja viðskiptavini heldur sé ekki síð- ur nauðsynlegt að tryggja að þeir sem velja Skjáfax frá Tölvusamskipt- um séu ánægðir. „Okkur þykir mjög vænt um að okkar viðskiptavinir í gegnum tíðina hafa haldið viðskipt- um við okkur áfram, það sýnir okkur að við erum að gera rétta hluti. { því sambandi má nefna að einn af fyrstu viðskiptavinum okkar í Evrópu var Pepsi Cola og nú nýlega gerðum við samning við Pepsi Cola í Banda- ríkjunum sem hefur keypt kerfið í fjórar skrifstofubyggingar sínar í New York. Þá höfum við fengið Pepsi til að taka þátt í okkar markaðssam- starfí og við höfum fengið heimild til að birta meðmæli þeirra í nýjasta bæklingi okkar.“ Áhersla á þýðingar Helstu samkeppnisaðilar Tölvu- samskipta eru 5-6 fyrirtæki sem flest eru staðsett í Bandaríkjunum. „Svo virðist sem þeirra þróunardeild- ir séu ekki stærri en okkar og að aðgangur þeirra að fjármagni sé ekki góður. Við erum því í mjög góðri samkeppnisaðstöðu gagnvart þeim.“ Að auki telja forsvarsmenn Tölvu- samskipta að áhersla fyrirtækisins á að þýða forrit sín hafí styrkt sam- keppnisstöðu þeirra. „Nú er verið að vinna að þýðingu forritsins á ýmis erlend tungumál, svo sem þýsku, spænsku og frönsku, en þetta er lið- ur í samkeppni okkar við hina banda- rísku aðila. Þeir leggja ekki mikla áherslu á þýðingar þar sem þeir keppa aðallega sín á milli á Banda- ríkjamarkaði. Einnig höfum við haft þá sérstöðu að við þekkjum vel inn á þau flóknu stafasett sem eru víða meðal Evrópuþjóða." Nógxi smáir Samkvæmt spám er búist við að eftirspum eftir faxlausnum fyrir staðamet aukist um 80% árlega. Gert er ráð fyrir því að markaðurinn fyrir fax fyrir staðarnet verði um 80 milljónir dollara á þessu ári í Bandaríkjunum og e.t.v. um 150 milljónir dollara í öllum heiminum. „Þetta er of lítill markaður til að stórfyrirtæki líkt og Microsoft hafí áhuga á að sinna þróunarstarfí á þessu sviði. Þeir telja hagkvæmara að smærri aðilar, sem þeir síðar geri við samninga, sinni þróunarstarfínu. Markaðurinn er hins vegar mátuleg- ur fyrir Tölvusamskipti hf. og jafn- vel þó að við næðum aldrei nema litlu broti af þessum markaði fyrir staðar- net getum við verið sáttir." Ýmislegt er nú á döfínni hjá Tölvu- samskiptum og m.a. eru í gangi við- ræður við stórfyrirtækið Dell í Bret- landi um að sinna dreifíngu á skjá- faxi Tölvusamskipta, en Dell hefur útibú víða um heim. Frosti segir að í daglegum rekstri verði hann var við breytta stöðu fyr- irtækisins á aþjóðavettvangi. Áður hafí starfsmenn Tölvusamskipta lagt mikla vinnu í að fá viðtöl við forsvars- menn helstu fyrirtækja á þessu sviði en nú séu alþjóðleg fyrirtæki farin að leita að fyrra bragði til Tölvusam- skipta. Hann nefnir sem dæmi að í síðustu viku bárust fyrirtækinu fyrir- spurnir frá netframleiðandanum No- vell um hvert Tölvusamskipti stefna með sinni nýjustu framleiðslu þar sem Novell sé að leita að faxhugbún- aði til að mæla með við viðskiptavini sína. En Novell framleiðir um 60% netkerfa í heiminum. Illa búið að hugbúnaði Aðspurðir um framtíð íslenskra Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Húsbréf 1. flokkur 1993 Kr. 4.000.000.000,- - krónur fjórir milljarðar °°/ioo Útgefandi: Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Útgáfudagur: 15. apríl 1993 Vextir: 6% Lokagjalddagi: 15. apríl 2018 Einingar bréfa: kr.10.000,100.000,1.000.000, 5.000.000 Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf. Skráning á Verðbréfaþing íslands hefst 14. maí 1993 LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavfk, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt veröbrétafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands. hugbúnaðarfyrirtækja sögðu þeir að það þyrfti að eiga sér verulegt upp- byggingarstarf í greininni í heild. „Hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi fá ekki lán hjá lánasjóðum vegna þess að þau flokkast ekki sem iðnfyrir- tæki. Auk þess vilja lánastofnanir fá veð fyrir sínum lánum og það er mun auðveldara að fá veð í þungavinnu- vélum en í þróunarvinnu hjá hugbún- aðarfyrirtæki. Það gerir slíkum fyrir- tækjum einnig erfítt fyrir. Þar fyrir utan þurfa hugbúnaðar- fyrirtæki að greiða 6% tryggingar- gjald líkt og hvert annað verslunar- og þjónustufyrirtæki. Tryggingar- gjaldið hækkar vöruverðið og gerir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki síður samkeppnishæf á erlendum mörkuð- um.“ Ásgrímur segir að ef umsvif Tölv- usamskipta aukist til muna þá verði slæm skilyrði ef til vil til þess að fyrirtækinu verði ekki unnt að starfa á íslandi. „Ef ekkert breytist hefur fyrirtækið ef til vill ekki uppbygging- armöguleika hér á landi og neyðist til að flytja starfsemina." Fangar auðlindanna „Það virðist vera að í löndum líkt og íslandi verðum við fangar auðlind- anna. Miklar fjárfestingar streyma í uppbyggingu í kringum auðlindirnar, hvort sem það eru fískveiðar, land- búnaður eða orka. Fólkið og mennt- unin er orðin ein mikilvægasta auð- lindin og henni þurfum við að gefa aukinn gaum. Þannig fjárfestum við í framtíðinni og stuðlum að því að menntun fólksins nýtist hér á landi. Það er misskilningur að við séum eingöngu fæddir bændur og físki- menn. íslendingar eiga sér langa sögu á sviði sagnaritunar, skáklistar og annarra huglægra efna. Að sama skapi hljóta hugbúnaður, hugvit og hátækni að vera okkur í blóð borin," sögðu þeir Ásgrímur Skarphéðinsson og Frosti Bergsson í viðtali við Morg- unblaðið. j SUMARTÍMI: 17. maí til 31. ágúst kl. 800 - 1600 Lýsing hf. SUÐURLANDSBRAUT22 SÍMI 689050 • FAX 812929 Höfdar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.