Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 12

Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 12
XJöfóar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 VZterkurog kX hagkvæmur auglýsingamiðill! Herrafataverslanir Alþjóðleg samtök herrafataverslana funda á Islandi HINN árlegi fundur International Menswear Group (IMG) sem eru alþjóðleg samtök herrafataversl- ana verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi þann 2.-6. júní næst- komandi. I samtökunum er aðeins einn meðlimur frá hverju landi. Frá Islandi er það verslun Sævars Karls og hún mun nú sjá um undir- búning þessa fundar. Á næsta ári eru liðin tuttugu ár síðan fyrir- tæki Sævars Karls var stofnað en fyrir fimm árum var honum boðið í samtökin. Sævar Karl er nú vara- forseti samtakanna en forsetinn, sem kosinn er til fjögurra ára, er Anders Bengtson frá Svíþjóð. IMG var stofnað árið 1958 af kaupmanni í Hollandi sem fannst skynsamlegt að fatakaupmenn kæmu saman árlega til að rökræða viðskipti, þannig að þeir gætu hagn- ast af þekkingu og reynslu hvers annars. Síðan hafa samtökin starfað . samfleytt og nú er árlega haldinn fundur með kaupmönnum frá 12 löndum. „Auk þess hittast innkaupa- menn frá þessum verslunum á alþjóð- legum sýningum. Þeir leita saman .að framleiðendum sem geta útvegað gæðafatnað á sem hagstæðustu verði og sameinast jafnvel um innkaup," segir Margrét Kristinsdóttir fram- kvæmdastjóri hjá Sævari Karli. Hár gæðastaðall Margrét segir að inn í samtökin séu eingöngu teknar verslanir með háan gæðastaðal í vöru og þjónustu. „Krafan er sú að fyrirtækin séu í eigu fjölskyldna eða í einkaeigu. Sum þeirra hafa verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar og á sama stað í yfir 100 ár. Verslun sem er boðin þátttaka þarf að vera með hæsta gæðastaðal í sínu landi og að vera álíka og hjá öðrum meðlimum klúbbsins. Það .er því heiður fyrir ísland að tilheyra þessum samtökum auk þess sem svona ráðstefnur eru góðar til að kynna land og þjóð.“ Á hinum árlegu fundum fara versl- animar yfir ársreikninga hverrar annarrar og einnig kynna þær ýmis- legt annað í starfseminni. Verslan- irnar eru bomar saman, þannig að hver getur séð sína veikleika. Einnig eru höfð starfsmannaskipti til að hver verslun geti lært af annarri. Verslunin sem heldur fundinn fær mesta athygli þar sem hópur sér- fræðinga leggur á ráðin um starfsemi hennar. Á ráðstefnurnar eru oft fengnir VERSLUIM — Á myndinni fulltrúar íslands í IMG, eigendur verslunarinnar Sævar Karl hjónin Sævar Karl Ólason og Erla Þórarins- dóttir ásamt framkvæmdastjóranum Margréti Kristinsdóttur. Auk þess eru í samtökunum verslanir frá Ástralíu, Danmörku, Frakklandi, Þýska- landi, Ítalíu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkjunum og íslandi í samtök- unum. Á innfelldu myndinni er tákn samtakanna IMG. utanaðkomandi gestafyrirlesarar um efni sem nýtast fyrirtækjunum. I ár er það einn meðlimanna úr samtök- unum Kr. Thomas Rusche sem fjallar um langtíma stefnumótun. Aðspurð um hvort fundirnir hefðu nýst verslun Sævars Karls vel sagði Margrét að þeir hefðu verið mjög lærdómsríkir. „Auk þess hefur Sæv- ar Karl getað miðlað reynslu sinni, ekki síst á sviði auglýsingamála þar sem öðrum félagsmönnum hefur þótt Sævar Karl frumlegur,“ sagði Már- grét. nrraET Nýíslensk bók ummarkaðsmál ÍSLENSKA markaðsþj ónustan hefur gefið út bókina „Sigur í samkeppni" eftir Boga Þór Sigur- oddsson. Bókin fjallar um mark- aðsmál með tilliti til íslenskra að- stæðna og tekur á helstu þáttum markaðsfræðinnar. Til skýringar á efninu eru fjölmargar dæmisög- ur um starf íslenskra fyrirtækja á sviði markaðsmála þ.á.m. um Marel, Miðlun, Eimskip, íslands- banka, Prentsmiðjuna Odda, Húsasmiðjuna og SS. Bogi Þór er rekstrarhagfræðingur að mennt og lauk hann MBA-prófi frá Rutgers, Graduate School of Management í New Jersey í Banda- ríkjunum árið 1987. Síðan hann lauk námi hefur hann unnið að verkefnum Bogi Þór Siguroddsson á sviði markaðsmála. Fyrst starfaði hann í markaðsdeild Eimskips en frá árinu 1988 hefur hann fengist við verkefni fyrir Iðntæknistofnun og fleiri jafnhliða kennslu og leiðbein- endastörfum við viðskiptasvið Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, Stjórnun- arfélag Islands og Iðntæknistofnun. Bogi sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa fengið hugmyndina að bókinni í Bandaríkjunum þar sem feikilegur fjöldi af bókum um mark- aðsmál væri gefinn út. „Þegar ég byijaði að kenna markaðsmál á nám- skeiðum og í framhaldsskólum sá ég strax að ekkert var til á íslensku um þessi mál. Ég sá einnig að það var þörf á markaðnum fyrir svona bók fyrir fólk í viðskiptalífinu sem ekki hefur haft aðstöðu til að kynna sér markaðsfræði. Ég samdi lítið kennsluhefti fyrir framhaldsskóla um markaðsmál árið 1989 en frá þeim tíma hefur blundað í mér að semja bókina og í vetur ákvað ég að ráðast í það,“ sagði Bogi. Fólk Ráðinn til Auk hf. ■ PÓRARINN Stefánsson, mark- aðsfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa á Auk hf. frá 1. júní nk. Hann starfaði hjá Stöð 2 og síðar Islenska útvarps- félaginu hf. á ár- unum 1986-1992 við auglýsinga- og kynningarmál. Á þeim tíma kynnti hann sér sérstak- lega notkun birt- ingarforrita. Und- anfarið ár hefur hann gegnt stöðu markaðsstjóra hjá IM Gallup. Þórarinn lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og námi í mark- aðs- og hagfræði, Magna Cum Laude, frá Assumtion College í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1991. Eiginkona Þórarins er Sigrún Sveinbjörnsdóttir, hjúkr- unarfræðinemi. Markaðsstjóri hjá Háskólabíó ' ■ ÖRN Guðnason hefur verið ráð- inn til Háskólabíós sem markaðs- stjóri. Hann er 34 ára gamall og lauk viðskipta- fræðiprófi frá Há- skóla Islands, markaðssviði, árið 1992. Örn er einn- ig lærður auglýs- ingateiknari með próf frá Mynd- lista- og handiða- skólanum árið 1985 og fram- haldsnám í E.P.I.A.R. í Nice í Frakklandi 1986. Hann starfaði sem auglýs- ingahönnuður samhliða námi og eftir nám hjá eftirtöldum auglýs- ingastofum: Argus 1983, OSA 1984-1986, Gott fólk 1986-1989 og Hér og nú 1991. Síðastliðið sumar og í byijun þessa árs vann hann að könnun' á hugbúnaðariðn- aði á vegum Rannsóknarþjónustu Háskólans. T o r g i ð Ár hinna glötuðu tækifæra Á UNDANFÖRNUM árum hafa Is- lendingar náð að byggja ■ upp nokkra framleiðslu í öðrum grein- um en sjávarútvegi þar sem rann- sóknar- og þróunarvinna hefur borið ávöxt. Við nánari athugun sést þó að afraksturinn er harla lítill miðað við fjármagnið sem lagt hefur verið í uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskips, flutti athyglisvert erindi á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands íslands, um sókn í at- vinnumálum, þar sem hann vék m.a. að því hvað hefur farið úr- skeiðis í nýsköpun á undanförnum árum. Þorkell benti á að hlutafélögin Þróunarfélag íslands og Tækniþró- un hefðu verið stofnuð um miðjan síðasta áratug og síðar hefðu kom- ið fleiri aðilar til, sem tekið hafa þátt í fjárfestingum á áhættusam- ari hluta markaðarins. Þar nefndi hann Draupnissjóðinn, ýmsa lífeyr- issjóði og aðrar stofnanafjárfesta. Þá hófu ný fyrirtæki starfsemi svo sem DNG á Akureyri og Sæplast á Dalvík og á svipuðum tíma efld- ust fyrirtæki sem tengdust vinnslu- fyrirtækjum og hugbúnaðariðnaði svo sem Pólstækni og Marel. Ice- con var stofnað til verkefnaútflutn- ings á þekkingu og tæknibúnaði í sjávarútvegi. Þá hófst fiskeldis- ævintýrið sem átti eftir að kosta þjóðina mikla fjármuni. Hugbúnað- ariðnaður varð atvinnugrein. Tæknigarður var reistur á lóð Há- skólans árið 1988, en bygging hans var samstarfsverkefni Há- skólans, Reykjavíkurborgar, Iðn- tæknistofnunar, Þróunarfélags ís- lands og nokkurra fyrirtækja. Á þessum tíma hófu Iðntæknistofn- un, Útflutningsráð, Rannsóknaráð ríkisins, Vísindasjóður og ýmsir atvinnulífssjóðir að styðja við rann- sóknir og þróunarstarf í þjóðfélag- inu og fjármögnuðu margvísleg verkefni. Fálmkennd stefnumörkun Það var ekki glæsileg mynd sem Þorkell dró upp af árangri þessarar viðleitni á fundi VSÍ. „Sumir telja eflaust að mikið hafi verið gert og margir komið að þessum málum. Reynsla mín er aftur á móti sú að mörg þessara fyrirtækja og verk- efna sem hafa orðið til á þessum tíma hafa verið afar veik fjárhags- lega og stjórnunarlega og rekstar- einingar litlar. Sum þeirra hafa lið- ið fyrir það að vera rekin af of miklum frumkvöðlum eða hugvits- mönnum. Því miður höfum við van- rækt að sinna og styðja við þessi fyrirtæki og verkefni og nýttum síðasta áratug illa í að byggja upp ný fyrirtæki og nýja atvinnustarf- semi á þessu sviði. Þess vegna erum við ekki komin lengra í dag en raun ber vitni. Það hefur vantað samstarf og samræmingu milli stofnana og stefnumörkun verið mjög fálm- kennd. Þeir aðilar sem starfað hafa að nýsköpun, stjórnun og margvíslegum stuðningi við ný- sköpunarverkefni hér á landi hafa ekki borið gæfu til að vinna saman og tryggja markvisst rannsóknar- og þróunarstarf skili þeim árangri sem nauðsynlegt er fyrir okkar atvinnulíf." Þorkell vék m.a. að mótun at- vinnustefnu undir lok ræðu sinnar og nauðsyn þess að forystumenn í þjóðfélaginu, stjórnvöld, allir stjórnmálaflokkar og aðilar vinnu- markaðarins kæmu sér saman um stefnu og markmið og síðan sókn í atvinnumálum. „Erlendir ráðgjaf- ar eru hlutlausari, þeir hafa víð- sýni, eru ekki háðir hagsmunasam- tökum, stjórnmálaöflum og þeim þrýstingi sem kjósendur veita. Ráðgjafar þurfa ekki að kaupa sér atkvæði. Þeir geta veitt okkur það aðhald sem þarf, halda okkur við efnið að klára þetta verkefni á tólf til átján mánuðum. Við höfum fjöl- mörg dæmi um að stórfyrirtæki erlendis, borgir og heil þjóðríki hafa unnið með þessum hætti með góðum árangri. Hvers vegna ekki Island? Við erum lítið og tiltölulega einfalt þjóðfélag sem stendur á tímamótum." Og síðar í ræðu sinni sagði hann: „Við þurfum að koma um- ræðunni upp úr skammtímafar- vegi, farvegi vegagerðar, viðhalds húsa og einstakra verkefna. Við öflum engra nýrra tekna með því að byggja vegi, brýr og jarðgöng. Það eru ráðstafanir sem búa til vinnu en eru að öðru leyti deyfilyf eins og við notuðum um tíma í baráttu okkar við verðbólguna. Við tryggjum ekki viðunandi lífskjör hér á landi með því að leggja eingöngu áherslu á spamað og aðhald. Við þurfum að læra að vaxa. Við verð- um að átta okkur á því, að ef við höldum áfram eins og nú er í þrjú til fimm ár í viðbót þá verður hér mjög alvarlegt ástand um alda- mót..." Það er ástæða til að taka undir þessi sjónarmið Þorkels Sigur- laugssonar. Sú stefna sem verið hefur við lýði hér á landi hefur rétti- lega verið ómarkviss og lítill árang- ur undanfarinna ára af nýsköpun staðfestir þetta. Ný atvinnustefna með víðtæku samstarfi fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og fleiri aðila hlýtur að þurfa að koma til. KB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.