Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF DAGBÓK Decus ráðstefna ■ DECUS, samtök Digital tölvunotenda á íslandi, halda sína árlegu ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 14-15. maí nk. Að þessu sinni eru samhliða fyrir- lestrar í þremur fundarsölum. Fyrirlestrum er þannig skipt upp í þrjár brautir fyrir notend- ur, tæknimenn og stjórnendur. Fyrirlesarar eru bæði innlendir og erlendir. M.a. verður fjallað um tölvupóst, skjáfax, Windows NT, mismunandi gag- nagrunna, ýmsar nýjungar bæði í vél- og hugbúnaði og Alpha AXP frá Digital verður í brennidepli. Einnig verður fjallað um arðsemi í tölvufjár- festingum, upplýsingatækni og ný viðhorf til stjórnunar fyrir- tækja, brunavarnir í tölvusöl- um, höfundarréttarmál o.fl. Skráning fer fram í s:687220. Tæknival 10 ára ■ TÆKNIVAL heldur nú upp á 10 ára veru sína á mark- aði tölvusölu. Sérstök afmæli- svika stendur nú yfir og lýkur henni laugardaginn 16.maí. í frétt frá Tæknivali segir að alla vikuna verði boðið upp á spenn- andi afmælistilboð á tölvum, jaðartækjum og hugbúnaði. Rádstefna um ÚTVÍRRUN Á VINNUMARRAÐI VERRFRÆÐINGA OG ÚTFLUTNING Á TÆRNIÞERRINGU fóstudaginn 14. maí 1993 í Ársal, Hótel Sögu. Fundarstjóri: Guðbrandur Guðmundsson. Dagskrá: Kl. 13.30 Ráðstefnan sett: Halldór Ingólfsson, fráfarandi formaður SV. Kl. 13.40 Ávarp ráðherra. Kl. 13.50 Ráðgjafarverkfræðingar í sjávarútveginum: Gunnar Ingi Gunnarsson, Rafteikning hf. Kl. 14.10 Sala á verkfræðiráðgjöf erlendis: Svavar Jónatansson, Virki-Orkint. Kl. 14.30 Markaðssetning og sala tækninýjunga erlendis: Lárus Ásgeirsson, Marel hf. Kl. 14.50 Kaffihlé. Kl. 15.20 Hlutverk stjórnmálamanna við öflun verkefna erlendis: Steingrímur Hermannsson, alþingism. og verkfr. Kl. 15.40 Útflutningur verkfræðivinnu vegna verktöku: Gunnar Birgisson, framkvæmdastjóri. Kl. 16.00 Útflutningur verkfræðilegs hugbúnaðar: Snorri Páll Kjaran, verkfræðist. Vatnaskil. Kl. 16.20 Samantekt: Árni Björn Jónasson, Línuhönnun hf. Kl. 16.30 Pallborðsumræður undir stjóýn Guðmundar G. Þórarinssonar, formanns VFÍ. STÉnARFÉlAG VERKFRÆEHNGA FÉLAG RAÐGJAFAH- VERKFRÆDINGA Fjárfestingar Paradísarmissir breskra dvalarréttarfjárfestenda Um 1,5% breskra fjölskyldna hafa fjárfest í dvalarrétti á suðrænum sólarströndum en óánægjuefnin eru mörg Svokallaðir dvalarréttarsamn- ingar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu en hér er um að ræða tiltölulega nýtt fyrirbrigði í ferðaþjónustuiðnaðinum. Felst það í því, að gegn ákveðnu gjaldi eða fjárfestingarframlagi getur fólk tryggt sér dvalarrétt á til- teknum sumarleyfisstöðum á sama tíma ár hvert. í Evrópu velti þessi iðnaður nærri 100 milljörðum kr. á síðasta ári, þar af voru 40% veltunnar í Bret- landi og írlandi. Það, sem er þó einkennandi fyrir þessi við- skipti, að minnsta kosti hingað til, er mikil óánægja viðskipta- vinanna og ósjaldan ásakanir um beina sviksemi. Mörg fyrirtækjanna, sem selja dvalarrétt af þessu tagi, eru ekk- ert að skera utan af því í auglýs- ingunum. Væntanlegum viðskipta- vinum er lofuð eins konar paradís- arvist á sólgylltum ströndum, kögruðum pálmatijám og ekki gert lítið úr hugsanlegum hagnaði af fjárfestingunni. Fyrir þessu hafa margir fallið, meðal annars Alan Klein, formaður Concerned Own- ers Group, COG, í Bretlandi. í sam- tökunum eru nú eitthvað á annað þúsund manns og fjölgar stöðugt en félagsmenn eiga það sameigin- legt að hafa verið viðskiptamenn Club Riviera, eins af mörgum fyrir- tækjum, sem selja dvalarrétt. COG var stofnað til að reka réttar fýrr- verandi viðskiptavina fýrirtækisins og nú er talið líklegt, að bresk stofnun, sem á að tryggja eðlilega viðskiptahætti, The Office of Fair Trading, OFT, muni láta þessi mál verulega til sín taka í sumar. Club Riviera varð raunar gjald- þrota fyrir þremur mánuðum en fyrirtæki, sem voru í nánum tengslum við það, eru enn í fullum rekstri. Mörg þeirra hafa hins veg- ar flutt aðsetur sitt til Manar. Áhersla á glansmyndina Að undanförnu hafa kunn fyrir- tæki í ferðaskrifstofurekstri verið að færa sig inn á þetta svið og hefur því verið fagnað enda hefur greinin hingað til fengið meira en sinn skammt af „vafasömum papp- írum“. Algengasta fyrirkomulagið er, að fólk íjárfesti í sumarleyfis- staðnum gegn dvalarrétti á sama tíma ár hvert. Gefa sum fyrirtæki íjárfestendum kost á að skipta um dvalarstað en yfirleitt er áherslan alltaf á kostina, glansmyndimar í kynningarbæklingunum, en ekki á neikvæðu hliðamar. Það er ekki minnst á, að fjárfestingin sem slík er oft í meira lagi hæpin og það er steinþagað um stjórnunarkostn- aðinn, sem gerir að engu þá full- yrðingu, að fólk sé að „öðlast ókeypis sumarleyfi um alla fram- tíð“. Ósvífin sölumennska Club Riviera var frægt fyrir ósvífna sölumennsku og það tók upp þá aðferð að fá fólk til að færa sig ofar í „lúxusstiganum" með því að lofa að annast sölu á fyrri ijárfestingunni. Það var þó undir hælinn lagt hvort við það var staðið en fyrirtækið hótaði fólki umsvifalaust lögsókn stæði það ekki í skilum með nýja staðinn. Vegna mikilla kvartana svipti OFT sex dótturfyrirtæki Club Rivi- era rekstrarleyfi í júlí í fyrra en forstöðumenn Club Riviera kváð: ust sjálfir ekkert hafa að fela. í framhaldi af þessu voru sett sér- stök lög um dvalarréttarsamninga í Bretlandi en í þeim er kveðið á um hálfs mánaðar umþóttunar- tíma. Það þýðir, að snúist fólki hugur getur það sagt samningun- um upp innan þess tíma án nokk- urra eftirmála. Lögin taka þó ekki til samninga, sem gerðir voru er- lendis en það á við um meira en helming þeirra 220.000 dvalarrétt- arsamninga, sem Bretar gerðu á síðasta ári. I nóvember sl. gerðu tveir þing- menn Verkamannaflokksins þessi mál og sérstaklega Club Riviera að umtalsefni á þingi og daginn eftir ákváðu eigendur fyrirtækisins að hætta starfseminni í Bretlandi. í febrúar var það svo tekið til gjald- þrotaskipta. Þá eru nú blikur á lofti með Club Tenerife, eitt af dótturfyrirtækjum Club Riviera, og bendir flest til, að það fari sömu leið og móðurfyrirtækið. 1,5% fjölskyldna með dvalarrétt Samstarfsráð dvalarréttarsala, sem eru hagsmunasamtök í þess- ari grein, áætla, að um 134.000 breskir borgarar hafi fjárfest í sumarleyfisstöðum aðeins á Spáni og Kanaríeyjum. Allt í allt telur ráðið, að 1,5% breskra fjölskyldna hafi þennan hátt á með sumarleyfí sitt á móti 18%, æm nota sér pak- kaferðir. Ráðið hefur einnig fagnað afskiptum OFT af þessum málum og bendir á, að Club Riviera hafi ávallt verið neitað um aðild að því. Samkvæmt samantekt OFT er miklu meira um kvartanir um við- skiptahætti dvalarréttarsala en gerist og gengur í öðrum viðskipt- um, hvort sem er í ferðaiðnaðinum eða öðrum. Sem dæmi um það má nefna, að um 10 milljónir Breta fóru í pakkaferðir á síðasta ári en á þriggja mánaða tímabili, frá júlí til september, voru lagðar fram 3.700 formlegar kvartanir vegna þeirra. Kvartanir vegna dvalarrétt- arsamninga, sem eru ekki nema örlítið brot miðað við pakkaferðirn- ar, voru hins vegar 2.800. ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO V// ACO • ACO • ACO • ACO • ACO - ACO • ACO • ACO • ACO COmPACL & Einfaldlega BIIIRI Leiðandi í hönnun og nýjungum á PC tölvum. Framleiddar samkvæmt ISO 9002 gæðastaðlinum. Þriggja ára ábyrgð. V/L SÍMI 91-62 73 33 * FAX91-62 86 22 SKIPHOLTI 17 « 105 REYKJAVÍK Traust og örugg þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.