Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 5
1- MORGUNBIAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍr FTMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 B 5 Tölvur Það er erfitt að sækja markaðs- hlutdeild enn frekar hér innanlands og því er markmiðið til lengri tíma að hyggja á útflutning. Ætlunin er að fara mjög hægt í þau mál. Við teljum styrkleika okkar í útflutningi ráðast af markaðsaðstæðum hér heima. Hér erum við vanir því að þurfa að einbeita okkur að litlum sérpöntunum og afgreiða þær með stuttum fyrirvara. Við erum einnig vanir háum gæðakröfum og þetta nýtist okkur allt vel í útflutningi." „Ef við skilgreinum styrkleika okkar rétt og leitum á sérhæfð mið teljum við okkur smátt og smátt geta byggt upp útflutning. Við áætl- un að árið 1996 geti hann orðið 7-10% af veltunni," sagði Eysteinn. „Við stefnum líka að því að auka virðisauka framleiðslunnar með auk- inni litprentun og fleiri sérverkefn- um. Þar erum við fyllilega sam- keppnishæfir gagnvart innflutningi hvað varðar gæði, þjónustu og af- greiðsluöryggi auk verðs.“ 630 milljóna velta Velta Plastprents á síðasta ári nam 630 milljónum króna og er áætluð velta þessa árs um 700 millj- ónir. „Margt getur þó breyst, enda eru mikilvægustu markaðir Plasts- prents hér innanlands mjög háðir efnahagssveiflum,“ sagði Eysteinn. „Erfiðleikar í sjávarútvegi hafa t.d. bein áhrif á okkur og eins það hvort íslenskur iðnaður er í sókn eða á við samdrátt að stríða. Miðað við veltu síðasta árs var skiptingin milli ein- staka atvinnugreina þannig að fram- leiðsla til sjávarútvegs nam 30% af veltu, framleiðsla til almenns iðnaðar var 23% af veltu, matvöruverslun, þar með talin plastpokaframleiðsla, var 22% og framleiðsla til matvæla- iðnaðar 16%.“ Plastprent hefur undanfarna mánuði unnið að því að að fá alþjóð- lega gæðavottun samkvæmt ISO 9002 staðli og að sögn Eysteins er stefnt að því að gangast Hndir lo- kaúttekt síðari hluta ársins. Vott- unaraðilinn verður Danska staðla- ráðið í samvinnu við Vottun hf. hér heima. „Svona gæðavottun tryggir viðskiptavinum okkar öruggari gæði auk þess að hafa jákvæð áhrif á allan rekstur fyrirtækisins. Plast- prent vinnur töluvert sem undirverk- taki og í náinni framtíð sjáum við fram á að það verði hreinlega krafa meðal fyrirtækja með gæðavottun að undirverktakar þeirri hafi slíka vottun líka. Það er ekki síst vegna útflutningsmöguleika sem við leggj- um áherslu á þessi mál,“ sagði Ey- steinn. Umhverfisvænt plast Aðspurður hvort aukin áhersla á umhverfisvernd hefði áhrif á starf-' semi Plastprents sagði Eysteinn að fyrirtækið væri að vinna að því að fræða fólk um eiginleika plasts. í því skyni hefði m.a. verið bent á ýmsan misskilning varðandi um- hverfismál þar sem plastið væri talið einn helsti óvinurinn. „Við höfum haldið því fram að plast sé mjög heppilegt hráefni fyrir umbúðafram- leiðslu. Fyrir því liggja margvísleg rök og ekki síst umhverfisleg." Plastprent dreifði nýlega fyrsta tölublaði Plastkomsins, en það er plastpoki sem hefur að geyma ýmis fróðleikskorn um umhverfismál. Þar segir m.a. að í raun sé mjög ákjósan- legt að endurvinna plast því það krefist lítillar orku. Plastumbúðum sé við lágan hita breyjt aftur í plast- kornin sem eru hráefni plastiðnaðar- fyrirtækja. Hér á landi em endur- unnin plastkom einkum notuð til framleiðslu á mslapokum. Ennfrem- ur segir í Plastkorninu að samkvæmt athugunum hér á landi séu plastum- búðir aðeins 5% af sorpi heimila. Þá hafi þýskar athuganir leitt í ljós að ef hefðbundnar umbúðir kæmu nú í stað plastumbúða ykist rúmmál umbúða í heiminum um 150% og þyngd þeirra myndi þrefaldast. Þetta myndi auka orku sem færi í fram- leiðslu umbúðanna, mengun og framleiðslukostnað. hkF Þjóðhagsspá Ekki sagt fyrir um óorðna hluti ÞJÓÐHAGSSPÁR eru ekki spár í þeim skilningi að menn telji sig sjá fyrir um óorðna hluti. Þær eru gerðar til að lýsa lík- legri efnahagsþróun á grund- velli. ríkjandi aðstæðna og horfs í þjóðarbúskapnum," segir Þórður Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar. „Spáin er þannig framreikningur sem byggir á skilgreindum forsend- um og meira og minna þekktu samhengi helstu hagstærða. Það skiptir siðan miklu að menn bregði við hverju sinni ef ástæða er til að breyta áætlunum." Þórður segir mikilvægt að menn reyni að gera sér hugmynd um lík- lega efnahagsþróun á grundvelli bestu upplýsinga hveiju sinni til að það séu teknar eins réttar ákvarðanir og hægt er á hveijum tíma. „Það er hins vegar rétt að vekja athygli á því að svona spár eru vinnutæki en ekki eitt- hvað sem á að vera óumbreyt- anlegt. Það á síðan að nota þær til að átta sig á aðstæðum og leita að skynsamlegum leiðum til að ná betri árangri en spárnar fela í sér.“ Þórður sagði að oftar en ekki hefði Þjóðhags- stofnun verið sökuð um að draga upp dekkri mynd en ástæða hefur verið til í spám sínum. „Þegar síð- an niðurstaðan verður lakari en reiknað var með er það gagnrýnt líka. Aðstæður í þjóðarbúskapnum eru síbreytilegar og menn þurfa að reyna að ná utan um horfurnar hveiju sinni og vera reiðubúnir að breyta eftir þeim.“ — segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Þórður Friðjóns- son. Tölvurisinn Compaq velur Aco BANDARÍSKI tölvurisinn Compaq hefur viðurkennt Aco hf. sem sölu- og þjónustuaðila sinn á Islandi. Compaq er nú í hópi þriggja stærstu framleið- enda einmenningstölva í heim- inum eftir því sem segir í frétta- tilkynningu frá Aco. Fyrirtækið þykir hafa náð mjög góðum árangri á tölvumarkaðnum á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun þess. Compaq og Microsoft undirrit- uðu nýlega samning um nána sam: vinnu á sviði tölvuþróunar. í fréttatilkynningunni segir að það sé heiður fyrir Aco hf. að hafa orðið fyrir valinu sem sölu- og þjónustuaðili Compaq á íslandi, enda hafi fyrirtækið vakið athygli fyrir áreiðanleika og öryggi og hlotið margvíslegar viðurkenning- ar. Allar Compaq tölvur eru fram- leiddar samkvæmt hinum alþjóð- lega ISO 9002 gæðastaðli sem gerir að verkum að fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum 3ja ára ábyrgð á tölvunum. Compaq tölvurnar voru fyrst settar á mark- að í Evrópu árið 1984. Árið 1987 kom Compaq Portable III á markaðinn og var valin tölva árs- ins. Ársveltan nam 40,6 milljörð- um króna á árinu, en árið eftir Raunávöxtun sl. 3. mánuði var hún orðin 78 milljarðar. í fréttatilkynningunni kemur fram að ekkert fyrirtæki hafi áður náð slíkum árangri á aðeins fímm árum. Umsvifin hafa farið enn vaxandi á síðustu árum. KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringluntti 5, stmi 689080 írigu Búnabarbanka íslands ogsparisjóðanna SKAMMTÍMABRÉF Microsoft Nú bjóðum við skrifstofupakkan frá Microsoft - OFFICE - á sérlega ,hagstæðu verði. I honum eru forritin: PowerPoint, sem er kynningarforrit, til að setja fram fagmannlega kynningar, myndir, gröf o.m.fl. Excel, sem er einn öflugasti töflu- reiknir sem til er, Word , eitt alvinsælasta ritvinnsluforrit í heinii og Mail , sem er tölvupóstur á milli nettengdra tölva. Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllin'n, ísafirði Microsoft Office kostar aðeins 58.300,- kr. Verð á forritunum stökum er: MS Excel 4.0: 38.900,- kr. MS Word 5.1: 33.800,-kr. MS PowerPoint: 33.800,- kr. Einnig fæst MS Works 3.0, en það er fjölvinnsluforrit með ritvinnslu, gagnagrunni, töflureikni og samskiptaforriti og kostar aðeins 14.900,- kr. Apple-umboðið Skipholti 21, sími: C9D 624800 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.