Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 B 7 Nigel Kennedy urvegari kom hann fram sem ein- leikari með Juilliard hljómsveitinni undir stjórn Jean Morel. Lipovetsky fer árlega í tónleika- ferðir víða um heim. Hann heldur einnig reglulega fyrirlestra í ýmsum menningarstofnunum og kennir píanóleik við tónlistardeild Háskól- ans í Flórída. Tónleikar Leonidas Lipovetsky verða í Hafnarborg mánudaginn 14. júní kl. 20:30. Kolbeinn Bjarnoson og Guðrún Óskarsdóttir Kolbeinn Bjamason tók lokapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979. Hann nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler, einnig í Sviss og Bandaríkjunum. Síðan stundaði hann barokkflautunám í Amster- dam. Kolbeinn hefur komið fram á mörgum tónleikum síðan 1982, m. a. á Myrkum músíkdögum, Listahá- tíð í Reykjavík, Sumartónleikum í Skálholtskirkju og víða erlendis. Hann hefur frumflutt ijölda tón- verka og tekið þátt í „barokkendur- væðingunni" á íslandi. Kolbeinn er einn stofnenda Caput-hópsins. Guðrún Óskarsdóttir semballeik- ari lauk píanókennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1986. Árið 1987 hóf hún sembalnám hjá Helgu Ingólfsdóttur og stundaði síðan sembalnám í Amsterdam hjá Anneke Uittenbosch. Síðastliðin tvö ár hefur hún numið kammertónlist í Basel og stundað sembalnám í París. Hún hefur spilað með Bach- sveitinni í Skálholti undanfarin ár. Kolbeinn og Guðrún hafa spilað mikið saman á tónleikum síðan 1989. Á efnisskrá þeirra nú eru m.a. verk eftir Leif Þórarinsson og Þuríði Jónsdóttur. Tónleikarnir verða í Hafnarborg þriðjudaginn 15. júní kl. 20:30. Ghena Dimitrova Ghena Dimitrova er rómuð sópr- ansöngkona frá Búlgaríu. Að loknu námi í heimalandinu söng hún við Óperuna í Sofíu. Hún vann fyrstu verðlaun í fjórðu alþjóðlegu keppni ungra einsöngvara í Sofiu 1970. Eftir það hefur hún við góðan orð- stír sungið mörg óperuhlutverk i fjölmörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Ghena Dimitrova syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Christo Stanischeff í íþrótta- húsinu í Kaplakrika föstudaginn 18. júní kl. 20:30. Sigurður Flosason og Norrsni jasskvintettinn Sigurður Flosason saxófónleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1983. Þá hélt hann til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og lék þar jöfnum höndum jass og sígilda tónlist. Eft- ir heimkomuna hefur Sigurður ver- ið í hópi virtustu jassleikara. Hann hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga á alþjóðavett- vangi, þar á meðal fyrstu verðlaun Hoagy Carmichael tónsmíðasam- Leonidas Lipovetsky keppninnar í Bandaríkjunum 1987. Ulf Adaker trompetleikari hefur verið áberandi í sænsku jasslífi undanfarin þrjátíu ár og síðustu tvo áratugina hefur hann verið at- kvæðamikill í jasshljómsveit sænska útvarpsins, bæði sem trompetleikari og tónskáld. Margar plötur hafa komið út með tónlist og leik Adakers. Hann er kennari við Tónlistarháskólann í Stokk- hólmi. Eyþór Gunnarsson píanóleikari er einn af stofnendum hljómsveitar- innar Mezzoforte og höfundur kunnasta lags hennar, Garden Party. Eyþór hefur leikið víða og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Hann hefur m.a. leikið með hinni þekktu bandarísku söngkonu, Randy Crawford. Lennard Ginnman kontrabassa- leikari er talinn einn fremsti bassa- leikari Dana af yngri kynslóðinni. Hann hefur vakið eftirtekt víða og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Ginn- man vakti fyrst athygli fyrir leik sinn með kvintettinum Page One sem vann til margra alþjóðlegra verðlauna og gaf út tvo hljómdiska. Ginnman hefur nýlega sent frá sér hljómdisk sem unninn er í samvinnu við bandaríska píanóleikarann Kirk Lightsey. Pétur Östlund trommuleikari er íslendingum að góðu kunnur frá því að hann lék með bítlahljómsveit- inni Hljómum snemma á sjöunda áratugnum. Hann fluttist til Sví- þjóðar fyrir aldaríjórðungi og skip- aði sér fljótlega í fremstu röð trommuleikara' þar í landL Pétur hefur liljóðritað með mörgum af fremstu jassleikurum heims og má í því sambandi nefna trompetleikar- ann Art Farmer, munnhörpuleikar- ann Toots Thilemans og klarínettu- leikarann Putte Wikman. Pétur hef- ur einnig leikið með stórstjörnunum Lee Konitz og Thad Jones. Pétur Östlund er virtur trommu- leikari í Svíþjóð og hann hefur ver- ið aðal trommukennari Tórtlistarhá- skólans í Stokkhólmi. Sigurður Flosason og Norræni jasskvintettinn leika i Hafnarborg laugardaginn 19. júní kl. 20:30. Ólafur Árni Bjarnason og Ólafur Vignir Alberfsson Ólafur Ámi Bjarnason stundaði söngnám hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sigurði Demetz Franzsyni og síðar hjá Klöru Barlow við Tónlist- arháskólann í Bloomington í Indí- ana. Eftir nám sitt þar var hann ráðinn fyrsti tenór við óperuna í Regensburg í Þýskalandi. Þar söng hann m.a. Don José í Carmen, Macduff í Makbeth, Erik í Hollend- ingnum fljúgandi, Hertogann í Ri- goletto og Rodolfo í La Bohéme. Ólafur hefur fengið mikið hrós og ágætis dóma í þýskum blöðum og virtum alþjóðlegum tímaritum. Hann vann til sérstakra verðlauna í alþjóðlegri samkeppni ungra söngvara 1991. Á síðastliðnu ári fór Ólafur með hlutverk Rodolfo í upp- færslu Óperusmiðjunnar á La Bo- héme og hlutverk hertogans í Rigo- letto hjá íslensku óperunni á Lista- hátíð Reykjavíkur. Ólafur hefur sungið aðal tenórhlutverkin í Don Giovanni og Sígaunabaróninum við óperuna í Gelsenkirchen þar sem hann er nú ráðinn til tveggja ára. Auk þess syngur hann sem gestur við önnur óperuhús í Þýskalandi. Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari lauk prófí frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1961 og stnndaði framhaldsnám, með samleik með söngvurum að sérgrein, við Royal Academy of Music í London 1963-65. Hann hefur kennt píanó- leik og er nú skólastjóri Tónlistar- skólans í Mosfellsbæ. Ólafur hefur unnið mikið með söngvurum á tón- leikum hér og í mörgum Evrópu- löndum. Ólafur Árni Bjarnason og Ólafur Vignir Albertsson koma fram á tón- leikum í Hafnarborg sunnudaginn 20. júní kl. 20:30. Musica Antiqua Musica Antiqua var stofnað 1981 af Camillu Söderberg, Ólöfu Sess- elju Óskarsdóttur og Snorra Erni Snorrasyni og stóð hópurinn að fjölda tónleika. Árið 1984 stofnuðu þau Cainilla, Ólöf Sesselja og Snorri Órn tríóið Musica Antiqua Island og hafa þau haldið tónleika hér heima, í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Austurríki. Eins og nafnið ber með sér sérhæfir hópurinn sig í flutningi gamallar tónlistar, nánar tiltekið í endurreisnar- og barokk- tónlist. Snorri Örn Snorrason stundaði nám í klassískum gítarleik hjá Karli Scheit við Tónlistarháskólann í Vín- arborg og lauk þaðan einleikara- prófí 1976. Hann stundaði fram- haldsnám í gítarleik í Basel og var að auki í tímum í lútuleik. Snorri hefur leikið á tónleikum víða og í útvarp og sjónvarp. Hann kennir gítarleik við Tónlistarskóla FÍH. og Tónlistarskólann í Reykjavík. Camilla Söderberg nam við Tón- listarháskólann í Vínarborg hjá René Clemencic og Hans Maria Kneihs og lauk einleikaraprófí það- an 1970. Hún var við framhaldsnám í Basel. Camilla hefur leikið á tón- leikum víða um heim og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í mörgum löndum. Hún hefur búið á íslandi frá 1980 og kennt á hljóðfæri sitt við Kennaraháskóla íslands og Tón- listarskólann í Reykjavík. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir hefur leikið á viola da gamba frá árinu 1981, með Camillu Söderberg og Snorra Erni Snorrasyni og öðrum sem fást við túlkun barokktónlistar á gömui hljóðfæri. Hún hefur leikið með tríóinu Musica Antiqua Island á ferðum þess um Norðurlönd og Austurríki. Hún hefur notið leið- sagnar Laurence Dreyfus og Wie- land Knijken á námskeiðum í túlkun gamallar tónlistar. Ólöf Sesselja starfar sem sellóleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Sverrir Guðjónsson hóf kornung- ur söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni. Fyrsti kennari Sverris sem kontratenórssöngvara var Rut Magnússon. Framhaldsnám stund- aði Sverrir í London um þriggja ára skeið hjá David Mason, Sigriði Ellu Magnúsdóttur og hinum þekkta kontratenórsöngvara Michael Chance. Sverrir hefur komið fram í stórum hlutverkum á vegum Þjóð- ieikhússins og tekið þátt í flutningi margra helstu verka barokktímans. Auk þess að starfa með Musica Antiqua syngur Sverrir með ís- lenska tónlistarhópnum Vocis Thul- is og þýska endurreisnarhópnum Capella Media. Tónleikar Musica Antiqua verða í Straumi mánudaginn 21. júní kl. 20:30. Ghena Dimitrova í Aidu eftir Verdi Tregasveitin Tregasveitin var stofnuð 1989 af Pétri Tyrfingssyni og átti ekki að verða opinber hljómsveit. Raunin varð þó önnur. Geisladiskur hljóm- sveitarinnar sem kom út fyrir jólin í fyrra mæltist vel fyrir og hljóm- sveitin hefur verið að sækja í sig veðrið að undanfömu. Tregasveitin er blúshljómsveit og lagavalið fjöl- breytilegt. í kynningu stendur að Tregasveitin spili blúsana „í sínum stíl með sínum sérstaka hljómi“. Auk Péturs Tyrfingssonar sem syngur og spilar á gítar eru í hljóm- sveitinni Sigurður Sigurðsson, Guð- mundur Pétursson, Stefán Ingólfs- son og Jóhann Hjörleifsson. Tregasveitin og gestir er með tónleika í Straumi föstudaginn 25. júní kl. 21:30. New Czech Trio New Czech Trio frá Tékkóslóv- akíu er talið hafa náð mjög góðum ^ árangri í tónlistarflutningi sínum heima og erlendis. Þeir sem skipa tríóið eru ungir tónlistarmenn sem hlotið hafa margar viðurkenningar fyrir list sína. Þeir eru Jaromír Klepác píanóleikari, Petr Macecek fiðluleikari og Margit Klepácová sellóleikari. Tónleikar New Czech Trio eru í Hafnarborg sunnudaginn 27. júní kl. 20:30. Antidogma Musica Antidogma Musica er ítölsk kammersveit sem hóf feril sinn á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Tor- ino 1977. Antidogma Musica er lík- lega þekktust fyrir flutning nýrrar tónlistar, en þáttur gamallar tónlist- ar er veigamikill á efnisskrá henn- ar. Antidogma Musica hefur fengið sérstaka viðurkenningu fyrir óvenjulegt og fjölbreytilegt verk- efnaval og metnaðarfullan tónlist- arflutning. Antidogma Musica leikur í Hafn- arborg þriðjudaginn 29. júní kl. 20:30. Nigel Kennedy Nigel Kennedy er talinn í hópi færustu fíðluleikara sem fram hafa komið fyrr og síðar. Hann var nem- andi Yehudi Menuhins frá því hann var sjö ára til sextán ára aldurs og nam síðar í Juillard tónlistarskólan- um í New York. Hann hætti þar eftir tveggja ára nám til að taka fjölmörgum tilboðum um tónleika- hald-. Nigel Kennedy hefur valdið óróa i hinum klassíska tónlistarheimi Bretlands, ekki síst með klæðaburði sínum og framkomu. Sjálfur segir hann að það sé öllum hollt sé hann að bijóta niður múra milli klassískrar tónlistar og rokks. Það hefur hann hugsað sér að gera hér því að á ef-nisskrá eru Beethoven, Jimi Hendrix og jass. Listahátíð í Hafnarfirði lofar einum „stærsta tónlistarviðburði á íslandi fyrr og síðar“. Tónleikar Nigels Kennedy verða í íþróttahúsinu í Kaplakrika mið- vikudaginn 30. júní kl. 20:30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.