Morgunblaðið - 22.05.1993, Side 8

Morgunblaðið - 22.05.1993, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 — tt-WÍ.-H—-■ >■.‘■■■i'. I., -- RUREK JASSHATIÐIN 1993 Eini trompetleika sem ég hef kysst EFTIR GUÐJÓN GUÐMUNDSSON KOMA Freddie Hubbards á Rúrek-hátíðina er stórtíð- indi fyrir jassáhugamenn. Hubbard er goðsögn allra trompetleikara, tæknilegur og með sterkan tón hvort sem hann leikur ómengað bíbopp eða bræðingstónlist. Limelight gaf á síðasta ári út disk með Hubbard og kvintett hans sem tekinn var upp á tónleikum á Fat Tu- esday klúbbnum í New York. A honum blæs Hub- bard guðdómlega, en tenór- , saxafónleikari með honum á disknum er Javon Jaekson sem leikur með kvintett Freddie Hubbards í klúbb- stemningu í Súlnasal Hótel Sögu næstkomandi þriðju- dag. Auk þessa verða um tuttugu tónleikar á hátíðinni íslenskra tónlistarmanna, bandarískra, skandinaví- skra og japanskra. V'ðburður eins og Hubbard er í sjálfu sér engu minni en þegar Dizzy Gillespie spilaði í Háskólabíó um árið, því Hubbard hefur verið ókrýndur konungur trompet- leikaranna síðustu áratugina og fór snemma sínar eigin Ieiðir á sólóskíf- um. Hubbard hefur sagt að hans mesti áhrifavaldur í tónlistinni hafi verið Gillespie og þótt vart sé hægt að ímynda sér ólíkari trompetleik eru áhrifin samt augljós. Tónvefnaðurinn er jafnríkulegur og báðir voru þeir fremstir í notkun hálf-takka tækni. Freddie Hubbard. Hiroshi Minami. Sven Asmussen. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík. Vó, þetta er öðruvísi Hubbard minnist iæriföðurins í Down Beat sem var helgað minningu meistarans: „Ég var staddur í Bó- hema Café á horni 69.unda strætis og Broadway. Hann Iæddist aftan að mér, klappaði mér á öxl og þegar ég sneri mér við, faðmaði hann mig og kyssti mig á munninn. Mín fyrsta hugsun var: „Vá, þetta er öðruvísi. Er þetta virkilega Dizzy að kyssa mig á munninn?" Hann er eini tromp- etleikarinn sem ég hef kysst... sem hefur kysst mig.“ Við sama tækifæri sagði Hubbard: „Núna finn ég mig knúinn til að fylgja fordæmi hans [Gillespiesj. Ungu strákarnir eru ennþá í sínum pælingum, en ég er kominn á þennan ' aldur. Ég hef gert nokkrar góðar plötur og hef vermt efsta sætið yfir bestu trompetleikarana. Því finnst mér ég þurfa að taka upp þráðinn þar sem hann skildi við hann. Það er alveg eðlilegt að fólk vænti þess að ég leggi það mikla natni við tón- list mína að hún verði lögð að jöfnu við tónlist Miles Davis eða Dizzys. Og það ætla ég að gera. Því undan- farin ár hef ég verið í afslöppun í Kalifomíu, og lifað hinu Ijúfa lífi.“ Eins og svo margir jassistar af kyn- slóð Hubbard, sem er fæddur 1938, hefur hann ekki farið varhluta af skynvíkkunarefnum og ku vera mik- ið fyrir nösina gefínn. Annar trompetleikari í fremstu röð, Brasilíumaðurinn Claudio Rod- iti, sem hefur leikið undanfarin ár með Kúbveijanum Paquito D’Riviera, segir að Hubbard hafi verið sinn mesti áhrifavaldur. „Þegar ég var í Brasilíu æfði ég sóló af plötum Freddie Hubbard. Ég gerði meira af því en að spila nóturnar mínar. Ég á Freddie svo mikið að þakka og ef það er eitthvert vit í því sem ég er að gera þá er það því að þakka að ég skrifaði niður sólóin hans. Freddie var sá sem ég féll fyrir. Hljómurinn og öryggi hans á lúðurinn. Hljóð- myndunin. Ég dáist einnig að hug- myndaflæði hans. Ég vildi hins vegar óska þess að hann hætti að hafa áhyggjur af háu nótunum, því hann þarf ekki á þeim að halda,“ segir Claudio Roditi. Louis Hayes Með Hubbard í Súlnasal leika gömlu refirnir píanistinn Ronnie. Matthews og trommarinn Louis Hay- es. Matthews hefur áður leikið í sveit með Hubbard, árin 1964-1966, en hann hefur líka leikið með trommu- leikurunum Max Roach og Art Blakey. Margir kannast við Matt- hews af spilamennsku hans á Homecoming, tvöföldu albúmi Dext- ers Gordons. Frábær píanisti sem á það til að fara ótroðnar slóðir í tón- tegundum, en kann flestum öðrum píanistum betur á sveifluna. Louis Hayes er einn þekktasti jass- trommari heims. Hann er fæddur í Detroit en fluttist til New York 1956 þar sem hann tók sæti Art Taylors í Horace Silver kvintettnum. 1959- 1965 lék hann með kvintett Cannon- ball Adderleys, en leysti þá Ed Thig- pen af hólmi í tríói Oscar Petersons. Frá 1967 hefur hann leikið með Hubbard, Joe Henderson, Kenny Barron og fleirum. Hann stofnaði eigin sextett 1972 og kvintett ásamt Woody Shaw 1975. Javon Jackson tenórsaxófónleikari leikur með Hubbard á upptökunni frá Fat Tuesday. Hann er af yngri kynslóð bandarískra jassista og er algjört villidýr á saxófóninn. Hann er einnig á disk Harper-bræðranna frá 1991. Á bassa með kvintettnum leikur Jeff Chambers. Fiölarinn fró Danmörku Svend Asmussen, fiðlarinn danski, leikur sveiflu í Súlnasalnum föstu- dagínn 28. maí. Að sögn kunnugra hefur Asmussen sjaldan hljómað bet- ur enda þótt hann sé kominn fast að áttræðu. Með honum leika Jacob Fisher á gítar, Aage Tandgaard á trommur og Jesper Lundgaard, sem er einn eftirsóttasti bassaleikari Dana um þessar mundir. Asmussen rinn hóf að leika á fiðlu sjö ára gamall en lagði síðar stund á nám í högg- myndalist í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Fráfall föður hans batt þó skjótan enda á feril hans á sviði höggmyndalistar og hann var nauðbeygður til að fara að vinna fyrir sér. 1933 stofnaði hann eigin hljómsveit, en 1937 og ’38 lék hann með Mills-bræðrum og Fats Waller þegar þeir voru í Kaupmannahöfn. 1943 hætti hann í tónlistinni og ætl- aði að helga sig gamanleik, en byij- aði að spila aftur að síðari heims- styijöld lokinni. Benny Goodman gerði ítrekaðar tilraunir til að fá hljómsveit Asmussen til Bandaríkj- anna en ströngum kerfiskörlum varð ekki haggað vegna innflytjendalög- gjafarinnar bandarísku. Fjölmargar hljómplötur liggja eftir Asmussen. Ísland-Japan Matthías Hemstock trommuleikari fékk styrk frá stjóm Rúrek til að fá hingað til lands tvo skólafélaga sína frá Berklee, þá Hiroshi Minami pían- ista og Masa Kamaguchi bassaleik- ara. Tríóið kemur fram á tvennum tónleikum, á Sóloni íslandusi 26. maí og. á lokakvöldinu í Súlnasal 29. maí. Fyrr um daginn verður í Ráð- húsinu norræn dagskrá, þar sem Dag Arnesen-Olav Dale kvintettinn kem- ur fram. Þá er ógetið tónleika bandarísk- danska gítaristans Doug Raneys, sem leikur á Sóloni íslandusi 23. og 24. maí með Jazzkvartetti Reykjavík- ur, en hann skipa Sigurður Flosason altósaxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einarsson bassi og Einar Valur Scheving trommur. Ran- ey er fæddur 1957 og lék fyrst inn á plötu með föður sínum, gítaristan- um Jimmy Raney 1977. Eftir hann liggja a.m.k. níu plötur gefnar út af danska jassrisanum Steeplechase. Á The Doug Raney Quintet sem gefin var út 1988 leikur hann m.a. með Jesper Lundgaard. Á Nardis, sem faðir hans er skrifaður fyrir, leika þeir feðgarnir dúet. Platan hefur hlotið mikið lof, með öllu laus við kall-og-svar klisjumar sem gjaman einkenna dúetta. Raney hefur búið í Kaupmannahöfn frá 1980. íslenska framlagið Auk alls þessa verður fjöldinn all- ur af tónleikum íslenskra flytjenda á Rúrek hátíðinni. Stórsveit Tónlistar- skóla FÍH leikur undir stjórn Ed- wards Fredriksen við setningarat- höfnina í Hátíðarsal FÍH, Hljómsveit Gunnars Hrafnssonar ásamt Andreu Gylfadóttur leikur á Sóloni 23. maí. Hljómsveit Péturs Grétarssonar leik- ur á tónleikum á Litla sviði Borgar- leikhússins 27. maí. Þá verður börn- um gert hátt undir höfði með sérstök- um bamajassi í Ráðhúsinu. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur leik- ur sem og Bossa Nóva band Tónlist- arskólans á Seltjamarnesi. Þá verður Stefán S. Stefánsson með Bai^najass- smiðju. Lokakvöldið Á lokatónleikum hátíðarinnar í Súlnasal 29. maí koma fram fjórar hljómsyeitir og ber þar fyrstan að telja Ámís kórinn frá Egilsstöðum undir stjórn Árna Isleifssonar, en undirleikarar með kórnum eru vel- þekktir djammarar frá Hornafirði. Kvartett Tómasar R. Einarssonar kemur fram ásamt KK og þá treður tríó Japanans Hiroshi Minami upp. Hátíðinni lýkur með leik Kuran Swing ásamt Agli Ólafssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.