Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
Owada, konan
sem ætlaði að hafna
krónprinsi Japans en lét slag standa
AF FRÉTTUM ór austri má
ætla að einhvers konar Díönu-
æði hafi gripið um sig í Japan
vegna brúðkaups Naruhitos
krónprins og Owada Masako,
sem verður 9. júnl næstkom-
andi. Kaupmenn og aðrir hug-
myndaríkir menn vilja græða
og framleiða dúkkur, myndir,
slæður og annað sem á einn eða
annan hátt má tengja hinni til-
vonandi keisaraynju eða brúð-
kaupinu. Gert er ráð fyrir að
þjóðartekjur Japans muni auk-
ast þó nokkuð í sumar vegna
brúðkaupsins.
Owada virðist vera fyrirtaks
ímynd fyrir japanskar stúlkur, en
mikla athygli hefur vakið að hún,
sem hlaut menritun í virtum skól-
um á Vesturlöndum og var á hraðri
leið upp torfæran metorðastiga
japanska utanríkisráðuneytisins,
skyldi að lokum taka margítrekuðu
bónorði krónprinsins. Hjónabandið
mun kollvarpa .fyrri áformum
hennar, því japanska keisarafjöl-
skyldan virðir fornar hefðir, sem
eru afar ólíkar nútímalegum lifn-
aðarháttum ungrar konu á uppleið,
eins og Owada var þar til hún trú-
lofaðist Naruhito.
Að hafna krónprinsi
Líklega eru þær ekki margar
stúlkumar sem hafa synjað bón-
orði jafn hátt setts manns — og
það oftar en einu sinni. Þau Owada
og Narahito hittust fyrst í boði sem
haldið var til heiðurs Spánardrottn-
ingu er hún var í Tókýó haustið
Midiiko keisaraynja er af borg-
aralegum ættum. Pegar Akihito
Japanskeisari gekk að eiga hana
var brugðið út af aldagamalli
hefð. Þegar þau hjónin gáfu
næstyngsta syni sínum, Akishino,
leyfi til að kvænast á undan elsta
bróðurnum, var aftur brugðið
út af aldagamalli hefð.
1986. Hann gekk í háskóla í Eng-
landi eins og Owada.
Talið er að Owada muni flytja
með sér ferskan blæ í keisarahöll-
ina, en af frásögnum fjölmiðla virð-
ist hún vera varkár og vönd að
virðingu sinni. Hún hefur búið víða
um heim og er altalandi á mörgum
tungumálum, en faðir hennar er
hátt settur í japanska utanríkis-
ráðuneytinu. Hæfni hennar sem
verðandi keisaraynja er ekki dreg-
in í efa, en hins vegar bendir tíma-
ritið Asiaweek á þær breytingar
sem hjónabandið mun hafa á líf
hennar. Nú geti hún t.d. ekki leng-
ur farið frá Japan nema í opinber-
um erindagjörðum. Hún gangi ekki
lengur í kasmírdrögtum, dæmi-
gerðum klæðaburði vestrænna
kvenna á framabraut, heldur í
Owada Hisashi tilvonandi keis-
araynja Japans er talin munu
bera ferskan blæ í keisarahöl-
lina.
hefðbundnum japönskum silkifatn-
aði. Engin ljósmynd má birtast af
henni, nema þær sem skrifstofa
keisarahallarinnar samþykkir og
ekkert má hafa eftir henni á prenti
nema það sem sama skrifstofa
hefur lagt blessun sína yfir.
Alls starfa rúmlega 1.100
manns við keisarahirðina og um
þessar mundir vinnur Owada að
því að tileinka sér siði keisarafjöl-
skyldunnar. Hún leggur m.a. rækt
við japanska ritlist, kynnir sér
stjórnarskrána og sögu japanska
keisaraveldisins, sem fyrir margra
hluta sakir er sérstakt.
Brúðguminn: afkomandi
sólargyðju
Samkvæmt goðsögum Japana
er Japanskeisari afkomandi sólar-
gyðjunnar Amaterasu og era þrír
heilagir munir varðveittir í stærsta
hofi Japana, Ise-hofinu, sem
barnabarn gyðjunnar, Ninigi, er
sagt hafa komið með til jarðar.
Sonarsonur Ninigi er síðan sagður
hafa stofnað Yamato-ríki.
Samkvæmt goðsögum er Jap-
anskeisari því ekki mennskur held-
ur hálfguð og hafínn yfír valdabar-
áttu manna. Hann er sameiningar-
tákn þjóðarinnar og í trúarlegu
hlutverki gagnvart þjóð sinni.
Keisarafjölskyldan aðhyllist
shinto-trú og einnig Owada, en
álíka margir Japanir aðhyllast
shinto og búddisma. Til er keisara-
legt shinto, sem einskorðast við
trúariðkanir Japanskeisara. Trú-
arathöfn hans er ekki opin almenn-
ingi.
Táknrænar gjafir
Trúlofunarathöfn Narahitos og
Owada var samkvæmt japönskum
hefðum aðalsins. Sérlegur sendi-
boði Narahitos færði hinni tilvon-
andi brúði og fjölskyldu hennar
þrjár gjafir, sem fyrst og fremst
eru táknrænar. Fimm silkistranga
sem metnir eru á tæpar tvær millj-
ónir íslenskra króna. Móðir Naru-
hitos, Michiko keisaraynja, hafði
valið silkið af kostgæfni, en tákn-
ræn mynstur, t.d. fyrir mannkynið
og gæfu, eru ofin í það. Einnig
færði sendiboðinn fjölskyldunni
flöskur af sake-hrísgrjónavíni, sem
er táknrænt fyrir hátíðahöld, og
tvo físka, annan kvenkyns og hinn
karlkyns, en saman tákna þeir
hamingju. Sendiboðinn útskýrði
táknmál hverrar gjafar fyrir sig
og samkvæmt hefð hneigði Owada
sig og þakkaði fyrir. Að svo búnu
bar sendiboðinn prinsinum þau tíð-
indi að Owada hefði þegið gjafirn-
ar og þar með var trúlofun þeirra
staðfest. ■
Hjqrta okkar og
imyndunqrafl er
eitt.
ÍRSKUR MÁLSHÁTTUR
íslandsgrein birt í
Travel Trade Gazette
í breska ferðamálaritinu Travel Tra.de Gazette birtist nýlega einkar
fróðleg og lofsamleg grein um ísland þar sem ekki var hvað síst bent
á það hve athugandi væri að vilja Islands utan hefðbundins ferð-
mannatíma.
Greinin var fjórar blaðsíður eftir
Peter Ellegard og Graham Lowing.
Þeir ræddu m.a. við Birgi Þorgils-
Námskeid
um akstur
í útlöndum
FERÐAMÁLASKÓLI íslands
heldur námskeið l.og 6. júní
fyrir þá sem hyggjast aka í út-
löndum. Það er haldið á Höfða-
bakka 9 og er frá kl. 18.15-22
bæði kvöldin. Þátttökugjald er
5 þúsund kr.
Leiðbeinendur eru Pétur Björns-
son og Guðmundur Þorsteinsson
og sagði sá síðarnefndi að fólk á
öllum aldri, konur og karlar sæktu
námskeið þeirra en skólinn hélt
annað slíkt námskeið nýlega og
hefur gert á vorin s.l. ár.
Meðal þess sem farið er í saum-
ana á eru undirbúningur ferðar,
skipulagning áfanga og gististaða,
notkun korta og ýms sérákvæði í
umferð erlendis, akstur á hrað-
brautum og tryggingar og
greiðslukort.
Námskeið eru haldin í samvinnu
skólans, FÍB, FÍF, Flugleiða og
Sjóvá/Almennra. Vert er að geta
að Flugleiðir veita þátttakendum 5
þúsund kr. afslátt í flug og bfl til
Evrópu og Ameríku í ágústmánuði.
son, ferðmálastjóra, þar sem rætt
er um komur breskra ferðamanna
til íslands, og hugmyndir íslendinga
um hvernig lengja megi ferðatím-
ann. Þá er sagt frá Reykjavík,
minnt á að hún hafi fyrir alvöru
komist á kortið þegar Reagan og
Gorbasjov héldu hér fund sinn 1986,
bent á að í borginni sé sælkera-
staði að finna en einnig er hvatt
til að menn fari út fyrir borgar-
mörkin á vit ævintýra og sagt frá
snjósleðaferðum ofl.
Travel Tráde Gazette er útbreitt
í Bretlandi og verður að teljast hið
hagstæðasta að fá umfjöllun í blað-
Ferðafélag íslands
Fimm helgarferðir verða um
hvítasunnu. Farið verður á
Snæfellsnes og Snæfellsjökul,
gist í svefnpokaplássi. 12-14
klst. ganga verður__á Hvanna-
dalshnúk í ferð á Oræfajökul
og í Skaftafell. Gist verður að
hofi og gengið í þjóðgarðinum.
Þá verður ferð í Skaftafell,
Öræfasveit og Jökulsárlón,
Þórsmörk og að Skógum, en
þaðan verður gengið yfir til
Þórsmerkur.
Nánari upplýsingar um þess-
ar ferðir eru veittar á skrifstofu
FÍ.
Á sunnudag verður ferð í
Selvog og að Strandakirkju og
lagt af stað kl. 13. Á mánudags-
morgun kl. 10. 30 verður farið
að Fossá, gengið á Þrándar-
staðafjall og komið niður í
Brynjudal. Kl. 13 sama dag
verður gengið upp frá Hálsa-
nesti niður Kirkjustíg.
Utlvist
Morgunblaðið/Árni Helgason
Siglt um eyjasund
FERÐAÞJÓNUSTAN er komin á fullt á Snæfellsnesi, sem laðar
marga ferðamenn að. Eyjaferðir sigla með ferðamenn um eyja-
sund og er boðið upp á sjávarrétti milli þess sem togað er. Mynd-
in var tekin um síðustu helgi þegar Eyjaferðir komu að höfninni
með ánægða farþega.
Kl. 10.30 á hvítasunnudag
verður farinn 3. áfangi fjalla-
syrpunnar og farið á Vífilsfell.
Gangan tekur 3-4 klst. Þátttak-
endur fá fjallabók með stimpli
sem staðfestir þátttöku.
Mánudagsmorgun kl. 10.30
verðir gengið um Svínaskarð
eftir gamalli þjóðleið og má
reikna með 4-5 klst. göngu.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu,
og miðar seldir við rútuna.
Tveir hópar fara í helgarferð-
ir í Skaftafell. Annars vegar
verður stefnan tekin á Hvanna-
dalshnúk, hæsta tind íslands,
en hinn hópurinn fer í göngur
um Skaftafell og nágrenni, m.a.
í Bæjarstaðaskóg og á Kristín-
artinda. Ferðin á Hvannadals-
hnúk tekur um 12-14 klst. og
aðeins ætluð þeim sem eru í
^óðri þjálfun. Báðir hóparnir
*ista í bændagistingu.
Farið verður í Bása í Þórs-
mörk og gist í skála Útivistar.
Brottför kl. 20 í kvöld, föstu-
dag, og áætluð heimkoma 2. í
hvítasunnu kl. 19. ■
Brynja Tomer