Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 C 5 um eða því sem hann er að gera heim í stofu, oft að viku liðinni ef biðlistinn er ekki langur. Einar segir erfitt að keppa við marga erlenda framleiðendur því stundum eru húsgögnin ódýrari komin hingað til lands en efnis- kaupin hér heima. Einar hefur því einkum verið að smíða dýr og vönd- uð húsgögn og hann ber sig vel, segir að sér hafi hingað til tekist að keppa við erlenda markaðinn. — Hvernig húsgögn vill fólk núna? „Það er visst afturhvarf til fortíð- ar, línurnar að verða aðeins meira gamaldags og mér fínnst bera æ meira á því að gamlir munir slæð- ist með sem fólk vill láta gera upp til að blanda með þessu nýja. Fram að þessu hefur leður verið áberandi, það lítur út fyrir að fólk mikli fyrir sér að velja áklæði. Því fínnst erfitt að finna áklæði sem hentar og fellur að því sem fyrir er.“ — Hvert er meðalverð á þriggja sæta leðursófa hjá þér? „Það er mjög misjafnt og fer eftir vinnu og efni. Líklega er ekki óalgengt að verðið sé í kringum 110-115.000 kr. fýrir leðursófa. Þetta er líka mismunandi eftir þvf hvort keypt er beint frá mér eða í gegnum Heimilisprýði, sem hefur selt töluvert fýrir mig.“ — Hefurðu nóg að fást við? „Minn vinnudagur er langur og oftast er ég að um helgar líka. Þetta spyrst út og bara hér í göt- unni sem ég bý hef ég smíðað hús- gögn fyrir nokkur heimili. Vinir og kunningjar hafa látið smíða fýrir sig og þetta hefur undið upp á sig smám saman.“ Þegar Einar er spurður hvort hann hafi smíðað allt í húsið sitt kemur á daginn að hann hefur gert þó nokkuð af því, en á mikið eftir. „Þetta er allt spuming um forgang. Reikningar hafa hingað til setið fyrir og á meðan það er svo verður mitt hús að bíða. En við hjónin erum búin að plana sitthvað sem kemur með tímanum." Þegar Einar er spurður hversu langan tíma það taki hann að smíða góðan leðursófa segir hann það mismunandi. „Það eru engar staðl- aðar stærðir sem ég er með og ef ég er að gera sófa sem ég á ekki málin að og er óvenjulegur getur vinnan tekið allt að hálfum mánuði en líka skemur." Hann segist leggja mikið upp úr því að vanda vinnubrögðin, forðast spónaplötur og halda sig við kross- við í grindurnar. í stað þess að nota heftibyssu skrúfar hann og neglir að gömlum sið og tvísaumar þegar kemur að áklæðinu. — Hefur fólk leitað til þín með óframkvæmanlegar hugmyndir? „Það hefur komið fyrir tvisvar síðan ég byrjaði og önnur óskin var sófi sem ég treysti mér til að smíða í dag. Maður er alltaf að læra og verða sjóaðri í þessu.“ ■ grg ina. Ör tækniþróun hefur orðið til þess að börn eru ekki lengur sér- lega eftirsóttir starfskraftar, og vélar hafa að miklu leyti tekið við af mannshöndinni. Kynin í ólíkum störfum Samkvæmt heimildum Daglegs lífs er algengast að unglingar, 12-16 ára, fari í sveitavinnu, fari þau í sveit á annað borð. Svo virð- ist sem algengast sé að stúlkur passi böm og drengir aðstoði í fjósi, fjárhúsi og vinni jafnvel á dráttar- vélum. Matvinnungur er það kall- að, þegar ungmennin vinna fyrir fæði og húsnæði og algengara mun vera að stúlkur séu í sveit á þeim kjörum. Strákar virð- ast oftar ráða sig uppá kaup, 20-30 þúsund krónur á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Sumir sem búa í sveit, hafa tekið þann kost að skipuleggja námskeið af ýmsu tagi fyrir ungviðið. Er þar fýrst og fremst lögð áhersla á félagslegan þroska, útiveru og íþróttir, en minni áhersla eða engin lögð á að kynna hefðbundin sveita- störf. Hrönn Hafsteins- dóttir annast skrán- ingu þeirra sem fara á sumardvalarheimili í Biskupstungum, en það er dæmi um heimili sem hefur leyfi mennta- málaráðuneytis til starfseminnar. Er þetta 9. starfsár heimilisins og að sögn Hrannar er skipulögð dag- skrá þar fyrir börnin frá morgni til kvölds. Áhersla er lögð á reið- mennsku og íþróttir og kennsla í hvoru tveggja á hveijum degi. Á liverju kvöldi eru síðan kvöldvökur. 1.600 - 2.000 krónur á dag Þegar illa viðrar eiga börnin þess kost að leika sér inni í leiksal sem útbúinn hefur verið úr gam- alli hlöðu. Sumardvalarheimilið er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára og sagði Hrönn að yfirleitt dveldu þau þar í 7-10 daga. Alls er pláss fyrir um 30 börn og er miðað við að hver starfsmaður annist aldrei fleiri en fimm börn. Verð fyrir sólarhringsdvöl á heimilinu er 2.000 krónur í júní og júlí, en ívíð ódýrara í ágúst, eða 1.600 krónur. Þar kynnast börnin sveitastörfum ekki að öðru leyti en því að þau skreppa í heimsókn á sveitabæ þar sem er blandaður búskapur. Hefur milligöngu um sveltadvöl „Nær 200 aðilar sem hafa áhuga á að fá böm í sveit til sín, hafa sótt námskeið og fengið leyfi til þess,“ sagði Halldóra Ólafsdóttir ritari Stéttarsambands bænda, sem skipuleggur námskeið ásamt landssamtökum vistforeldra í sveit. Á námskeiðunum fjalla félagsráð- gjafar um ýmislegt sem tengist vistun barna, næringarfræðingur fjallar um mataræði, kennd er hjálp í viðlögum og skýrt frá trygg- ingarmálum svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta námskeiðið var haldið 1989 og hafa 10 verið haldin síðan. Stéttasamband bænda er einn þeirra sem hefur milligöngu um sveitadvöl barna. Þar eru á skrá börn sem óska eftir að komast í sveit og einnig þeir sem búa í sveit og vilja fá börn til sín. Að sögn Hall- dóru hafði sambandið milligöngu um sveita- dvöl um 40 barna. „Gengið er út frá því að barnið verði eins og einn af fjölskyld- unni meðan það dvel- ur í sveitinni og meðal þess sem krafist er áður en fólk fær leyfi til að taka börn í sveit, eru með- mæli frá barnaverndarnefnd auk heilbrigðisvottorðs. “ Viðhorf barna til sveitar eru sjálfsagt jafn misjöfn og viðhorf þeirra sem búa í sveit til borgar- barnanna. Ein húsmóðir í sveit sem við ræddum við sagðist löngu vera hætt að fá til sín borgarbörn. í mörg ár hafði hún kaupamenn, meðan unglingar nenntu að vinna, eins og hún segir. Nú væri annað uppi á teninngnum og krakkar virt- ust aðeins vilja horfa á sjónvarp og spila tölvuleiki. Önnur húsmóð- ir í sveit, sem tekur tæpar 1.500 kr. á dag fyrir að hafa börn hjá sér sagðist hafa hina mestu ánægju af börnunum. „Hér hafa alltaf verið börn á sumrin og mér finnst tilheyra sumarkomunni að fá þau hingað í sveitina." ■ Brynja Tomer Matvinnungur er það kallaö, þegarung- mennin vinna fyrir f æði og húsnæði og algengara mun vera að stúlkur séu í sveit ú þeim kjörum Leiðsögn í mannlegum samskiptum „Hinn eiginlegi ég geri svo vel að gefa sig fram!“ er heiti bókar, sem Samhjálp hefur gefið út í þýðingu Gunnbjargar Óladóttur. Höfundarnir John Powell og Loretta Brady, hafa tekið saman 25 grundvallaratriði, sem varða tjáskipti manna í milli. Vakin er athygli á þeim hættum og öngstígum, sem géta auðveld- lega leitt okkur af leið í viðleitni okkar við að deila lífi með öðrum. Á kápu segir að takist lesanda að öðlast skilning á og tileinka sér eitthvað af þeirri visku, sem felst í þessum 25 atriðum, leiðir það án nokkurs vafa til aukinnar persónu- legrar hamingju og þroska. Bókinni er skipt í fjóra megin- kafla: Væntingar og viðhorf nauð- synleg góðum tjáskiptum; Að læra að miðla sjálfum sér á árangursrík- an hátt; Áð læra að taka á móti því sem aðrir vilja deila með okkur á árangursríkan hátt; Almennar æfingar sem stuðla að gagnkvæm- um nánum tjáskiptum. John Powell hefur háskólagráðu í fombókmenntum, ensku, sálar- fræði og guðfræði og er kennari, fyrirlesari og höfundur fjölmargra bóka. Hann er háskólaprófessor í Chieago. Loretta Brady er sálfræð- ingur og fjölskylduráðgjafi. „Bókin er einfaldlega leiðsögn í mannlegum samskiptum/1 segir þýðandinn Gunnbjörg Óladóttir. Hún segir að bækur Johns Powells hafi rekið á fjörur sínar fyrir nokkrum árum af einskærri tilvilj- un „Bækur hans hafa haft áhrif á einkalíf mitt en þær hafa líka ver- ið mér stoð í starfí sem ráðgjafi á meðferðarheimili Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti ,sem er fýrir alkó- hólista og fíkniefnaneytendur. Bókin hefur þegar verið notuð í meðferðardagskrá þar og er liður í uppbyggingu þeirra sem glíma við alkóhólisma, en hún á líka er- indi við þá sem eitthvað vilja bæta líf sitt í hvaða mynd sem er. Varp- að er fram spumingum sem leita á alla og skýra atriði sem við fyrstu sýn virðast afar hversdagsleg og þýðingarlítil en era þó oft og tíðum áhrifavaldur í hamingju okkar eða óhamingju," segir þýðandinn. ■ J1 Liðagigt- arsjúklingar völdu garðyrkju Samtök liðagigtarsjúklinga í Bandaríkjunum gengust nýlega fyrir könnun þar sem sjúklingar voru spurðir hvernig þeir kysu að veija tómstundum sínum. Um það bil 62% aðspurðra sögðust hafa áhuga á garðyrkju, ekki einungis vegna lík- amlegrar áreynslu og andlegrar vel- líðunar heldur fannst þeim þeir ráða við að vinna við garðyrkjustörf. Þetta á eflaust líka við um einhveija aðra gigtarsjúklinga en kann þó að krefjast breyttra vinnuaðferða. I nýjasta hefti Prevention gefur Teresa Brady sem er læknaráðgjafi liðagigtarsamtakanna eftirfarandi ráðleggingar: Þegar verið er að planta er al- gengt að áreynslan sé á fingur og úlnliði. Brady ráðleggur sjúklingum sínum að endurnýja sköft á garð- áhöldum og nota endilega löng sköft og breið svo þeir þurfí ekki að beygja sig mikið og gripið verði mýkra. Liðagigtarsjúklingar sem eru slæmir af liðagigt í höndum ættu að nota báðar hendur og reyna að láta líkam- ann allan vinna við gróðursetning- una. Þá er betra fyrir þá að liggja ekki á hnjánum heldur nota stól og hentugast væri að hafa hann á hjól- um og spyrna sér áfram. Þá er ráðlagt að gróðursetja eftir mikla rigningu eða vökva vel áður en hafist er handa í garðinum því ef moldin er blaut lætur hún betur að stjórn. ■ y) í lok síðasta árs var fjárfest í nýjum og LiíiQ afkastamiklum framleiðsluvélum. p) í byrjun þessa árs hófst uppbygging gæða- dJQ stýrikerfis með þátttöku í verkefninu „Frumkvæði og framkvæmd". skilaði 12% VERÐLÆKKUN á Plastos heimilis- plastpokum 1. mars sl, þrátt fyrir kreppuna. ■■.■'■"DaDgstogs Sími 67 1900 Haltuþér hraustum með Multi Vit MULTI VIT NÁTTÚRULF.GT fifl töflur frumskógi vítamína og bætiefna getur verið erfitt að velja rétta glasið. Glösin með gula miðanum tryggja að þú fáir vönduð, náttúruleg bætiefni, sem sett eru saman með tiUiti til íslenskra aðstæðna og samþykkt af lyfjanefhd. Þegar þú tekur MULTIVIT færðu 22 valin bætiefni í kroppinn, 12 vítamín og 11 steinefni. Með því að taka MULTIVIT daglega, byggir þú líkamann upp og stuðlar að heilsu og hreysti. Guli miðinn try'ggir gæðm. Fœst i apótekum og heilsuhillum matvtíruverslana. dlsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.