Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
—------:---:---------------------------------
C 11
Farangursrými er ekki stórt
ef öll 10 sætin eru notuð. Það
eykst þó að mun ef aftasti bekk-
urinn er lagður fram og þá eru
samt eftir 7 sæti.
Sæti eru fyrir 10 manns í bíln-
um og hægt er að leggja niður
sætisbök og nota sem borð og
haga uppröðun á ýmsa vegu.
fímm metra langur, einum metra
lengri en margir algengir bílar af
millistærð og því ekki umtalsvert
erfíðari en þeir í athöfnum borga-
rumferðarinnar.
Fjölhæfur
Verð á Volkswagen Caravelle
með dísilvél og aldrifi er nærri 2,6
VW CARAVELLE
í HNOTSKURN
Vél: 2,4 lítra, 5 strokka og 78 hest-
afla dísilvél.
Sítengt aldrif með seigýutengsli.
Fimm gíra handskipting.
Hómorkshraii: 139 km.
Hröóun í 80 km úr kyrrstöðu:
14,8 sek.
Vökvastýri.
Samlæsing.
Útvarp.
Speglar stillanlegir innan frá.
Lengd: 5,05 m, breidd: 1,84 m,
hæð: 1,94 m.
Hjólahaf: 3,32 m.
Þyngd: 1.740 kg.
Burðargeta: 900 kg.
Dróttargeta: Tvö tonn.
Stærð eldsneytistonks: 80 lítrar.
Eyðsla í borgarakstri: 9,3 lítrar.
Staðgreiðsluverð: 2.615.000 kr.
Umboð: Hekla hf., Reykjavík.
milljónir króna. Sé bætt við út-
varpi, rafdrifnum rúðum að framan
og snúningsstólum hækkar verðið
um liðlega 100 þúsund krónur og
ef menn vilja lengja þennan lista
má nefna hátt þak kr. 130.000,
sóllúgu á kr. 55.000 og málmlit á
kr. 120.000. Verðið á Caravelle er
svipað og á t.d. Mitsubishi L-300
en segja má að Caravelle sé á marg-
an hátt fjölhæfari bíll og rúmbetri.
Sjálfsagt er að ráðleggja notkun á
dísilbíl ef menn aka mikið enda
eyðir bensínútgáfan 10 til 16 lítrum
eftir aðstæðum en hún kostar held-
ur meira eða um 2,7 milljónir. ■
Jóhannes Tómasson
Morgunblaðið/Júlíus
dugar einnig ágætlega vel í tor-
færu. Langt hjólahafið gerir það
þó að verkum að ekki þýðir að bjóða
bílnum hvað sem er, á hann verða
ekki lagðar sömu þrautir og venju-
legan jeppa. En duglegur er hann
engu að síður.
Caravelle hefur fímm gíra hand-
skiptingu og er hún mjög liðleg.
Stöngin mætti þó vera ögn hærri
eins og áður er nefnt. Er það sami
galli og á gamla „rúgbrauðinu" sem
leysa mátti með framlengingu á
stönginni. Viðbragð er eins og við
má búast af 78 hestafla dísilvél og
1,6 tonna þungum bíl, ekkert sér-
stakt en skiptingin býður þó uppá
að aflið sé vel nýtt og góðum snún-
ingi haldið ef á þarf að halda. Úti
á vegi er vinnslan með ágætum og
heldur bíllinn sæmilegu skriði þótt
vegur sé á fótinn. íjöðrunin er
mjúk og fer vel með bílinn á holótt-
um og ósléttum vegum og virðist
lítil hætta á skyndilegum og óvænt-
um hliðardansi þrátt fyrir slæma
vegi og beygjur. í bæjarakstri er
bíllinn merkilega lipur, auðvelt að
koma honum í stæði og athafna sig
enda hafa sendibílstjórar hælt hon-
um fyrir þessa lipurð. Bíllinn er
VOLKSWAGEN „rúgbrauð“ er löngu þekktur að dugnaði og endingu
hérlendis og hafa arftakar hans ekki síður staðið í stykkinu. Fjöl-
breytni sendi- og ferðabílanna frá Volkswagen fer líka sífellt vax-
andi og má segja að í þessum bíl geti menn fundið einhverja gerð
sem hæfir hvort sem er atvinnu sinni eða fjölskyldunni. í dag heita
þessar gerðir Transporter og Caravelle og hefur áður verið gerð
grein fyrir Transporter á bílasíðum Morgunblaðsins en í dag verður
Caravelle gerðin skoðuð. Um er að ræða 10 manna bíl með dísilvél
og aldrifi en annars eru þessir bílar framdrifnir. Bensínvél er einn-
ig fáanleg og kosta þessir bílar 2,5 til 2,7 milljónir króna, staðgreidd-
ir. Eindrifsgerðin kostar rétt rúmar tvær milljónir króna.
Volkswagen Caravelle
er ósköp snyrtilegur bíll
að utan og teljast' línur
hans fremur kantaðar en
ávalar. Stuðarar geta ver-
ið hvort sem er samlitir
eða svartir. Vélarhúsið er
mjög stutt, örlítið boga-
dregið, og rís framendinn
síðan upp frá vatnskassa-
hlífínni í hallandi línu upp
á þakbrún. Afturendinn
er hefðbundinn eins og á
hveijum öðrum sendibíl
eða jeppa og þegar litið
er á hlið bílsins eru stórar
rúðurnar og langt hjóla-
hafíð einkennandi en það
er 3,32 metrar á lengri
gerðinni sem hér er til
umræðu.
Álitlegur hið innra
Innri gerð bílsins er öll hin álit-
legasta. Sætin eru góð og öll með
beltum og höfuðpúða og lítil
geymsluhólf við enda bekkjanna.
Mælaborð er nokkuð kantað útlits
en skýrt og gott og auðvelt að seil-
ast í alla rofa. Gírstöngin mætti þó
vera örlítið hærri. Ökumaður situr
vel og sér vel til allra átta og það
er einn af skemmtilegum kostum
bíls sem þessa hversu hátt menn
sitja í honum. Sökum þess hve
framendinn er aflíðandi er erfitt að
átta sig nákvæmlega á stærð hans
en það kemur með dálítilli æfíngu.
Helsti gallinn við aðstöðu öku-
manns er að ekki skuli vera fáan-
legt veltistýri, það er eins og ein-
hvern herslumun vanti á að öku-
maður finni hina réttu sætastillingu
miðað við hvernig hann tekur best
á stýrinu.
Sætaskipan er þannig að aftast
er þriggja manna bekkur, síðan
tveggja manna og loks aftur þriggja
manna bekkur og tveir stólar
frammí en þá er farang-
ursrými lítið. Hægt er að
breyta þessari skipan á
ýmsa vegu, fella niður
aftasta bekkinn og
stækka farangursrýmið
og vera samt með 7
manna bíl, fella niður
sætin og nota sem borð
eða koma sætum þannig--
fyrir að sofa megi í bíln-
um. Einnig má fá snún-
ingsstóla í stað hefð-
bundinna framsæta. Með
öðrum orðum er skipanin
hið innra mjög ijölbreytt
og gerir ýmsa notkun
mögulega og er því Cara-
velle sannkallaður fjöl-
nota-bíll.
Caravelle bíllinn sem reyndur var
er með 2,4 lítra, fimm strokka og
78 hestafla dísilvél. Hún er með
hraðforhitun fyrir kaldræsingu.
Þetta er þýðgeng vél en verður
samt nokkuð hávaðasöm þegar ekið
hefur verið lengi, þá er eins og
menn taki allt í einu eftir henni.
Mætti eflaust bæta úr þessu með
meiri teppalögn milli vélarhúss og
farþegarýmis.
Aldrif meft seigjutengsli
En það sem Caravelle státar af
er aldrifið, synero, eins og það er
nefnt á erlendu máli. Þetta er með
öðrum orðum sítengt aldrif sem
skilar vélarorkunni jafnt til allra
hjóla. Byggist það á seigjutengslinu
sem stjómar orkuflutningi til aftur-
hjólanna. Þegar mismunur verður
á snúningshraða aftur- og fram-
hjóla, jafnvel óverulegur, er hann
strax leiðréttur í seigjutengslinu og
gerist það mjúklega og rykkjalaust,
án þess að þess verði nokkuð vart.
Með þessum búnaði er bíllinn
mjög stöðugur og rásfastur jafnt á
malarvegi sem ís og snjó og hann
Rúmgóiur
Fjölhæfur
Viðbragö
Vélarhljóð
Fjölhæfur Volkswagen
Caravelle með aldrifi
Með Islandsmeistar-
anum í Metro-inum
ÞAÐ er ekkert grín fyrir óvanan mann að setjast upp í einn kraftmesta
rallbíl landsins, Rover Metro 6R4 hans Ásgeirs Sigurðsson og Braga Guð-
mundssonogeigaþaðfyrirhöndumaðverafarþegiáfleygiferðáhandónýt-
um malarvegi uppi á Geithálsi. En það ótrúlega er að eftir fyrstu ferðina,
sem sneri öllu innvortis við og minnti helst á fy rstu salí bununa í rússíbanan-
umíKaupmannahöfn,fylltistundirritaðuröryggiskenndogvildihelsthalda
þessu áfram sem lengst.
Það er ekki hlaupið að því að kom-
ast inn í bílinn fyrir það fyrsta. Þetta
er sérsmíðaður rallbíll sem íslands-
meistararnir í ralli, Ásgeir og Bragi,
keyptu frá Dubai fyrir fjórum árum.
Framleiddir voru 200 slíkir bílar, en
aðeins sjö með stýrið vinstra megin,
og er bíll þeirra félaga einn þeirra.
Eldskírnln
Þegar bíllinn hafði verið skoðaður
hjá Bifreiðaskoðuninni var ætlunin
að blaðamaður upplifði raunveruleg-
an rallakstur á sérleið. Það var Is-
landsmeistarinn sem ætlaði að veita
mér eldskírnina. Sætin í rallbílum
eru þröng og menn skorðast af í
þeim. Ökumaður og félagi hans eru
njöivaðir niður í sætið með beltum
sem líkjast helst fallhlífartygjum.
Bíllinn er hrár að innan, bara stálið
og sætin og þar sem aftursæti eru
í venjulegum bílum er í Metro-inum
öskrandi 275 hestafla rokkur og
leggur frá honum sterka bens-
ínstybbu. Báðir eru í eldtraustum
samfestingum og með hjálm á höfði,
og til að geta haft tjáskipti í þessum
vélarheimi hafa þeir talkerfi í hjál-
munum.
Þegar komið var að lokaða malar-
veginum á Geithálsi gaf Ásgeir
hraustlega í og við þeyttumst eftir
bugðóttum veginum á undrahraða
og var ekki laust við að ég bölvaði
sjálfum mér í hljóði fyrir uppátækið.
En þegar á leið og mér varð ljóst
að Ásgeir var meira en ágætlega að
sér í stjórn ökutækisins fylltist ég
öryggiskennd og varð hlutlaus þátt-
takandi í akstrinum, hætti að vera
farþegi.
Ásgeir Sigurðsson við stjórntækill. Morgunblaðið/GunnlaugurRögnvaldsson
Metro-inn á fleygiferð á Geithálsi.
Aftstoftarökumaðurinn
Hlutverk þess sem í farþegasætinu
situr í rallkeppni er að vera augu og
hugur ökumannsins. Fyrir hverja
keppni skrifa aðstoðarökumenn niður
leiðarlýsingu á þeim keppnisleiðum
sem eknar eru. Þegar í keppni er
komið les aðstoðarökumaðurinn upp
leiðarlýsinguna og segir ökumannin-
um að framundan sé kröpp beygja
og ökumaðurinn fer í beygjuna án
þess að slá af. Fullkomið traust verð-
ur að ríkja á milli félaganna og engu
má skeika í mati á aðstæðum. Bíllinn
tuskast til í beygjum samkvæmt
miðflóttaaflinu en ökumaðurinn snýr
á það með stýrinu. Aðstoðarökumað-
urinn er einnig tímavörður á sérleið-
um og hefur skikk á öllu sem viðkem-
ur keppninni.
Enginn fjölskyldubíll
Metro-inn þeirra félaga er ekki
sérlega sniðugur fjölskyldubíll en
sem rallbíll í flokki breyttra bíla, með
vélarafl af þessu tagi og drif á öllum
hjólum, er hann foringi. Lancia bíll
Ævar Sigdórssonar og Ægis
Ármannssonar, sem keyptur var á
þessu ári, á þó möguleika á
verðlaunasæti, en það tekur tíma að
læra á nýjan bíl og Ásgeir og Bragi
eru líka þannig gerðir að þeim er
illa við að vera ekki fyrstir í mark.
Texti: Guðjón Guðmundsson.