Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 12
12 0 íam táoMúNMÁ&ið f^flfðflÍ[3ii?AcÍkííþgðs1 fi-/'];); 111 Offita hættulegra fyrirbærí en akstur? DANSKIR bílstjórar telja að offita eða gönguferð um bæinn séu hættulegri fyrirbæri en akstur. Þetta kemur fram í rannsókn sem danska Umferðarrannsóknaráðið gekkst fyrir. 600 Danir látast ár- lega í bílslysum og yfir 10 þúsund manns slasast. Rannsóknin er hluti af samevr- ópsku verkefni sem hlotið hefur nafnið Sartre. Umferðarsérfræðing- ar í fímmtán evrópskum löndum taka þátt í verkefninu sem m.a. er ætlað að varpa ljósi á þann mikla mun á ij'ölda umferðarslysa eftir löndum og að vera grunnur að samræmingu ólíkra umferðarreglna sem í löndun- um gilda. Aðrir ökjpmenn ökufantar I rannsókninni lýstu 1.269 danskir ökumenn viðhorfum sínum til um- ferðar og umferðaröryggis og svör- uðu þeir 66 spurningum, m.a. um áfengisneyslu, notkun bílbelta og hraðakstur. Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós að ökumenn hafa ekki miklar áhyggjur af áhættunni sem er samfara akstri. Margir aka of hratt og án bílbelta en vega það samt og meta hvar og hvenær þeir gera það. Samkvæmt rannsókninni aka 40% ökumannanna hraðar en leyfilegt er úti á þjóðvegum, en aðeins 3% þeirra viðurkenna hraðakstur í íbúðahverf- um. Hins vegar eru 93% ökumann- anna á þeirri skoðun að aðrir öku- menn en þeir sjálfír aki oftast eða ávallt hraðar en leyfilegt er. Strangarl reglur Þriðjungur aðspurðra kvaðst aldr- ei aka bíl eftir neyslu áfengis. 4% viðurkenna að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis síðastliðinn mánuð. Helmingur aðspurðra var sáttur við núverandi reglugerðir um leyfílegt magn áfengis í blóði ökumanna, en 25% þeirra töldu að herða ætti regl- urnar. ■ Hærri álögur á gamla bíla sem menga meira SAMTOK danskra ökutækjaeigenda, FDM, lét nýlega gera viða- mikla könnun um magn mengandi lofttegunda í útblæstri bíla og komst að þeirri niðurstöðu að bílar sem hvorki eru búnir hvarfa- kút né rafstýrðri bensíninnsprautun eru mestu mengunarvaldarn- ir. 10% bílaflotans, elstu bílarnir, eiga sök á 40% mengunarinnar segir í niðurstöðum FDM. Samtökin leggja til að eigendur eldri bíla greiði hærri álögur en eigendur nýrra bíla. NYTT SKOÐUNAR- KERFIHJÁ TOYOTA Morgunblaðið/Kristinn LOFTUR Ásgeirsson blaðafulltrúi P. Samúelssonar hf. (t.v.) og Jó- hannes Jóhannesson þjónustustjóri fyrirtækisins. Útblástur í 3.330 bílum var mældur og . staðhæfír FDM að þriðjungur bílanna standist ekki kröfur um mengunarvarnir sem nú gilda í Danmörku. „Bílar með hvarfakúta eiga sök á hverfandi litlum hluta meng- unarinnar, en eldri bílar, sjö til átta ára gamlir, eru mestu meng- unarvaldarnir," segir aðstoðarfor- stjóri FDM, Mogens Balling. 200 milljarðar í álögur Þar sem ekki er hægt að setja hvarfakúta í gamla bíla án mikils tilkostnaðar, og einkabílar í Dan- mörku eru að meðaltali níu ára gamlir, hefur FDM tekið höndum saman við Samtök bílasala í Dan- mörku, um að finna leiðir til að gera það fjárhagslega eftirsóknar- vert fyrir bíleigendur að kaupa nýrri og umhverfisvænni bíla. Samtökin hafa sætt sig við opin- berar álögur á eldsneyti sem renna til umhverfismála og segir Balling að þær séu óhjákvæmilegar. Samtökin útlista ekki nánar hvernig þetta verði útfært, en til- lagan sýnir þá umræðu og viðhorf sem uppi er í Evrópu um um- hverfismál. I Danmörku eru tæpar 1,6 millj- ón einkabíla og um 200 þúsund atvinnubifreiðar. 187.500 einka- bílar eru 15-19 ára gamlir. Á hveiju ári eru 80-90 þúsund bílar afskráðir sem er um það bil svipað magn og flutt er inn af nýjum bílum árlega. ■ P. SAMÚELSSON hf. hefur gert breytingar á svokölluðum tuga- skoðunum ábyrgðatryggðra bíla. I stað þess að hafa tvær mismun- andi skoðanir fyrir bíla með þri&gja ára ábyrgð var skoðun- unum breytt í A, B, C og D-skoð- anir. Eftirlits- og viðhaldsþáttum var breytt eða þeir færðir til milli skoðana. Með þessu móti getur Toyota boðið upp á ódýrari skoð- anir en áður var. Sem dæmi má nefna að 10.000 km skoðun Toy- ota Corolla kostaði áður 13.235 kr., en kostar nú 8.800 kr. P. Samúelsson hf. selur alla bíla með ábyrgð til þriggja ára eða upp að 100.000 km aksturs. Til að halda bílnum í ábyrgð þarf eigandi hans að færa hann til skoðunar á 10.000 km fresti á viðurkennt Toyota-verk- stæði. Jóhannes Jóhannesson þjón- ustustjóri hjá P. Samúelssyni sagði að bílar væru mun betri nú en áður og auk þess með færri hreyfihluti sem kalli á minna eftirlit og viðhald en áður var. Þá hafi vegir landsins batnað verulega og 80% af akstri landsmanna fari fram á bundnu slit- lagi. Af þessum sökum hafi Toyota ákveðið að endurskoða eftirlits- og viðhaldsskoðanir, svokallaðar tug- skoðanir. Reglubundfð viðhald Jóhannes sagði að allmikil vinna væri lögð í að skoða hvert og eitt einstakt atriði sem framkvæmt er við hverja einstaka skoðun, niður- stöður hafi síðan verið metnar með tilliti til fyrirmæla framleiðanda og út frá faglegu sjónarmiði miðað við íslenskar aðstæður. Reglubundið viðhald og eftirlit skal framkvæmt á 10.000 km fresti. Sé bíl ekið meira en 2.000 km fram yfir hveija viðhaldsskoðun (viðhalds- skoðun fer fram á 20.000 km fresti) án þess að hann sé færður til reglu- bundins viðhalds hjá viðurkenndu Toyota verkstæði fellur ábyrgð b.íls- ins niður. A-skoðun er svokölluð eftirlits- skoðun sem er fljótleg en mikilvæg. B, C og D-skoðanir eru svokallaðar viðhaldsskoðanir, sem eru mikilvæg- ar til að viðhalda ábyrgð bílsins. Skipt er um slithluti í þessum skoð- unum. Til þess að viðhalda ábyrgð bílsins verður eigandi hans að láta skipta um olíu og oliusíu á 5.000 km fresti, en aldrei mega meira en 6 mánuðir líða á milli olíuskipta. Smurþjónusta er innifalin í eftirlits- og viðhalds- skoðunum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.