Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
VÍTAMÍN
Tískubylgja eða árangursrík leið?
REYKINGAR á undanhaldi, líkamsræktarstöðvar á hverju götuhorni, gul-
rót I stað sælgætis, heilsufæði í hvert mál og vítamín og bætiefni í misstór-
um skömmtum. Þetta virðist vera þróunin víða í hinum vestræna heimi.
Trúlega tryggir ekkert betri heilsu en heilsusamlegt líferni þótt misjafnar
skoðanir séu á gagni, gagnleysi eða jafnvel skaðsemi vítamíntaflna. „Tísku-
bylgja,“ segja sumir þegar vítamín ber á góma og telja að heilbrigt fólk
þurfi ekki á meira vítamíni að halda en því sem fæst úr fæðunni og heils-
an fáist ekki keypt í pilluglasi.
Mikið er fjallað um vítamín um þessar mundir og sums staðar er gengið
svo langt að tala um vítamínbyltingu. Tilefnið er niðurstöður nýlegra rann-
sókna, sem benda til að stórir skammtar af sumum vítamínum og bætiefn-
um komi í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Verið er að rannsaka hvort D vítam-
ín hindri beingisnun og krabbamein í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli,
hvort stærri skammtur en hingað til hefur verið ráðlagður af fólinsýru komi
I veg fyrir fósturskaða og saman með B 12 vítamíni minnki líkur á lungna-
krabbameini hjá reykingamönnum. Mesta athygli hafa vakið niðurstöður
tveggja viðamikilla bandarískra rannsókna á vegum Harvard háskóla á því
hvernig líkur á hjartasjúkdómum minnka til muna ef E vítamíns er neytt
í mjög stórum skömmtum.
Þrátt fyrir athyglisverðar niðurstöður eru rannsóknarmenn og sérfræðing-
ar varkárir. Þeir hvetja almenning ekki til að auka vítamínneyslu sína að
sinni. Ekki sé vitað nægilega mikið um langtímaáhrif og fylgikvilla séu
stórir skammtar innbyrtir daglega í mörg ár.
Enn virðist langt í land. Ef til vill eiga niðurstöðurnar eftir að kveða þá
sem aðhyllast tískubylgjukenninguna í kútinn eða valda straumhvörfum á
sviði læknavísindanna.
Frumuhimna
Þanni
vinna
andoxunarefnin
Talið er að E-vítamín og
önnur andoxunarefni
minnki líkur á ýmsum
algengum sjúkdómum
með því að hemja skað-
legar stakeindir, öðru
nafní fría radíkala
Frír radikal
/-Stök rafeind
Kjarni
Skemmd
3Þessi keðju-
verkun skemmir |
frumuhimnuna
og frumuna. Líklegt
er að krabbamein og
aðrirsjúkdómarfylgi
í kjölfarið
Rafeindapar
cto.-’
Þegar frír radíkal tekur
eina rafeind frá sameind i frumuvegg
myndast aftur frír radikal og setur af stað keðjuverkun
°o■
Venjuleg súrefnissameind er
með fjögur pör af rafeindum.
Efnaskipti likamans geta rænt
einni rafeind af súrefninu. Þá myndast
frír radikal, sem reynir að bæta sér tapið
með því að ráðast inn í aðrar sameindir
Andoxunarefni
GVegna efnafræðilegrar
byggingar andoxunar-
efnanna geta þau
gefið frá sér rafeind án þess 9
að verða skaðleg á eftir og
stöðvað þar með keðjuverkunina
himnu og erfðaeiginleika frumunn-
ar. Ýmsir sjúkdómar s.s. krabba-
mein og hjartasjúkdómar eru líkleg-
ir til að fylgja í kjölfarið.
Líkaminn kann mörg ráð til að
bregðast við þessum vágestum, en
öldrun og ýmsir áhættuþættir t.d.
streita og reykingar geta flýtt fyrir
oxunaráhrifum. Iþeim tilfellum eru
miklar vonir bundnar við andoxun-
arvítamínin. Lífefnafræðingar telja
að þau vinni á móti (andoxi) fríu
radíkölunum með því að binda hinar
stöku rafeindir saman.
Rannsókn, sem gerð var á sjötta
áratugnum var sú fyrsta sem benti
til að andoxunarvítamín kæmu í veg
fyrir krabbamein. Niðurstaðan var
byggð á því að í löndum þar sem
fólk neytti mest af grænmeti og
ávöxtum var tíðni krabbameins
lægst.
Hlutl af E vítamíninu safnast
fyrir í f ituvefjum
Sumir segja að engu máli skipti
hversu mikið vítamín sé innbyrt því
umframmagnið fari út úr líkaman-
um með svita og þvagi. Hjörleifur
E-VÍTAMÍN
í stórum skömmtum talið
minnka líkur á hjartasjúkdómum
„Lífselexir" framtföarinnar?
Oxun og andoxun
Þótt nýjar kenningar bendi til að
E vítamín komi ekki í veg fyrir
hjartasjúkdóma nema í mjög stór-
um skömmtum hafa eiginleikar
þess sem besta andoxunarefnis
náttúrunni lengi verið ljósir. Andox-
unarefni eru nokkurs konar þráa-
vamarefni. Önnur andoxunarefni
eru C vítamín og beta karótín, sem
líkaminn breytir í A vítamín.
Efnaskipti líkamans valda oxun
þ.e. þegar súrefni kemst í tæri við
íjölómettaðar fitusýrur þá oxast
þær og mynda skaðlegar stakeindir
eða svokallaða fría radíkala (sjá
skýringarmynd).
Ólíkt venjulegri sameind þar sem
hver frumeind er umlukin nokkmm
pömm af rafeindum em fríu radík-
alarnir stakar rafeindir, sem reyna
að ráðast inn í sameindimar og
sundra rafeindapari. Með því að
ræna einni rafeind setja þeir af stað
keðjuverkandi röskun á frumustarf-
seminni; þeir eyðileggja fmmu-
Guðmundur Þorgeirsson lyf- og
hjartalæknir segir að ekkert hafi
komið fram sem geri E vítamín
tortryggilegt í hæfílegum skömmt-
um, þótt hlutverk þess sé að mörgu
leyti óljóst. Sér finnist aftur á móti
mjög varhugavert að ráðleggja fólki
að taka það í margfallt stærri
skömmtum en hingað til hafa verið
taldir ráðlegir. Þá sé ekki um eigin-
legt vítamín að ræða heldur lyf og
lyíjagjafir þurfi alltaf að vera í
höndum lækna. Meðan ranr.sóknir
séu ekki lengra á veg komnar og
ítarlegri gögn ekki komið fram sé
lítið vitað um hliðarverkanir, ekkert
um langtímaáhrif og bakreikning-
urinn kunni að verða dýrkeyptur.
„Niðurstöður þessara rannsókna
eru samt athyglisverðar og eiga
e.t.v. eftir að marka tímamót í
NIÐURSTÖÐUR tveggja bandarískra rannsókna, sem nýverið birt-
ust í New England Journal of Medicine, vekja vonir um að E vítam-
ín geti, tekið í stórum skömmtum, minnkað líkur á hjartasjúkdóm-
um. Rannsóknirnar þykja marktækar vegna umfangs þeirra, en þær
stóðu í 4—8 ár og tóku til rúmlega 120 þúsund manns á aldrinum
40-75 ára. í ljós kom að hjá þeim sem tóku daglega 10 sinnum stærri
en ráðlagða skammta af E vítamíni í pilluformi minnkuðu líkur á
hjartasjúkdómum um 40% miðað við þá sem neyttu vítamínsins í
hóflegri skömmtum.
Þátttakendur þurftu að gefa
nákvæma skýrslu um heilsu-
“ö far og neysluvenjur, en E vít-
III amín þurftu þeir ekki að að
5 innbyrða frekar en þeir vildu.
Niðurstöður sýndu að þeir sem
tóku meira vítamín en aðrir stund-
uðu fremur líkamsrækt og lifðu að
jafnaði heilsusamlegra lífi. Þótt
slíkt misræmi væri leiðrétt kom í
ljós að þeir sem tóku 100 einingar
daglega í tvö ár stóðu mun betur
að vígi gagnvart hjartasjúkdómum
en þeir sem tóku ráðlagðan 10 ein-
inga dagsskammt, en sá skammtur
fæst yfirleitt í daglegri fæðu. Hins
vegar virtist enginn akkur í að taka
vítamínið umfram 100 einingar.
Þessar niðurstöður þykja hald-
bestu rök, sem fram hafa komið,
um að neysla stórra skammta af
vítamínum kunni að vera annað og
meira en dýrkeypt tískudella.
meðferð hjartasjúkdóma. Læknar
hafa lengi verið meðvitaðir um að
ýmislegt bendi til að E vítamín
hafí áhrif á hjartað vegna andoxun-
areiginleika þess. Ég held samt að
E vítamín eigi ekki eftir að hasla
sér völl sem einhver „lífselexír" í
framtíðinni. Ef áframhaldandi
rannsóknir leiða óyggjandi í ljós að
stórir skammtar séu með öllu skað-
lausir væri hugsanlegt áð mæla
með þeim við fólk með of hátt kól-
esteról í blóði, of háan blóðþrýsting,
þar sem hjartasjúkdómar eru í fjöl-
skyldunni og þá sem ekki geta tek-
ið þá sjálfsögðu afstöðu að hætta
að reykja."