Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Það er leikur einn að græða á ferðalani EFTIR 10 mínútur um borð kölluðu menn hann annað hvort Gunna eða kaftein. Gunnar Leifur Stefánsson, sem tekur viðvaninga með sér út á Faxaflóa I sjóstangaveiði, býður uppá að menn kalli hann eitthvað annað en Gunnar Leif. Hann er einn af fáum mönnum sem ég hef hitt í ferða- þjónustu á íslandi, sem virðast hafa meðfædda hæfileika til að starfa í þeim erfiða geira. Hann veit til dæmis hvernig á að bjóða menn velkomna og byrjar á að bjóða öllum hressingu við hæfí. Stærstur hluti „áhafnarinnar" ásamt matreiðslumeisturum á Langasandi. Kafteinn- inn er annar frá hægri á myndinni. Þessi máltíð leiddi í Ijós að' þorskur getur verið algert lostæti. og kátu fólki. Þeir skoðuðu aflann gaumgæfilega og völdu úr það sem þeim leist best á. Ekki var laust við að montinn glampi geislaði úr augum sumra, þegar þeir þóttust þekkja „fiskinn sinn“ í hópi hinna útvöldu. Meðan þeir undirbjuggu málsverðinn var farin skoðunarferð um þennan vinalega bæ. Veður þennan dag var sérlega gott og því var hádegisverður snæddur á suðursvöl- um veitingahússins, en þaðan er útsýni yfir Faxaflóa og til Reykjavíkur. Tekið var á móti okkur með fordiykk og einstaklega ljúffengum forréttum, sem matreiddir voru úr fískinum okkar. Það er verulega gaman að borða eigin veiði og líklega bragðast enginn matur betur. Á eftir fylgdi dýrindis sjávarréttarsúpa með þorskbitum og í aðal- rétt voru ljúffeng þorskflök með tilheyr- andi meðlæti. Ábætir, kaffi, koníak og heimagert konfekt setti punktinn yfir i-ið. Máltíð eins og þessi, auk ávaxtafrauðs milli rétta kostar 2.290 kr. fyrir þá sem koma með eigin hráefni. Verðið er eðlilega hærra fyrir þá sem koma inn af götunni. Matreiðslumeistarar á Langasandi komu í fullum skrúða að sækja hluta aflans sem þeir matreiddu síðan á veitingastaðnum. Einnig er hægt að fá tvíréttaða máltíð, kaffí og koníak fyrir 1.120 kr. og þrírétt- aða máltíð, fordrykk, kaffí og koníak fyrir 1.890. Að gerast sjómaður í einn dag og áhafnarmeðlimur hjá kafteini Gunna er lífsreynsla sem við ættum ekki að leyfa !?* erlendum ferðamönnum að einoka. ■ Brynja Tomer ■«" „Það fara allir frá borði með gróða,“ 2! sagði kafteinninn Sþegar menn byijuðu að renna fyrir fiski skammt frá Akra- nesi. Túrinn kostar 4.000 krónur og tekur þijár klukku- stundir. Satt að segja átti ég erfítt með að ímynda mér að ég gæti veitt þorsk fyrir meira en 4.000 kr. á þessum tíma. Veiði í silungs- vötnum fram að þessu hafði alla vega ekki gefíð tilefni til að ætla að ég gæti nokkum tíma grætt á því að veiða. Fjör í kaupbætl fram. Með honum um borð eru tveir ungir aðstoða- menn, sem í þessum leið- angri höfðu sannarlega nóg að gera. Við flæktum línumar og þegar ógjöm- ingur var að draga upp og við orguðum hástöfum að hvalur hefði biti á, bentu þeir okkur kurteisis- lega á að líklega hefði öngull festst í botnin- um. Þremenningamir sjá um að halda bátn- um svo snyrtilegum að ekkert mál er að fara með þeim á sjó í sínu ágætasta pússi og ítölskum mokkasíum. Þeir losa fískana af önglum og koma þeim ofan í lest, svo áhöfnin“ getur einbeitt sér að veiðinni. Við vorum 10 um borð og veiddum um 200 kíló, aðallega þorsk, en aðrar tegundir sem ég kann varla að nefna, komu einnig upp. Eftir nokkra stund misstu menn tölu á hversu marga físka þeir hefðu dregið, svo aflanum var bróðurlega skipt milli „áhafnarmeðlima." Kílóið af þorski kostaði því um 200 kr. og allt fjörið var í kaupbæti. Gunnar Leifur er eigandi bátarins Andreu II og gerir dags daglega út á króka- leyfí frá Akranesi. Báturinn tekur 22 far- þega, en 12 stangir eru um borð. Þess má geta að 10% afsláttur er veittur ef 10 manns eða fleiri fara saman í hóp. „Afslátt- urinn fellur hins vegar niður ef ég sæki hópinn til Reykjavíkur. Ég legg af stað skömmu eftir að Akraborgin kemur, svo fólk komið beint út veiða ef það kemur með henni,“ segir kafteinninn, en nauðsynlegt er að panta ferðina fyrir- Andrea II, þar sem menn gerast sjómenn í einn dag Algert lostætl í þessari ferð var ákveðið að láta reyna á boð veitingahússins Langasands á Akra- nesi. Matreiðslumeistarar staðarins bjóðast til að elda úr því sem komið er með að landi gegn gjaldi sem verður að teljast sanngjarnt. Þeir mættu í fullum skrúða á höfnina á Akranesi þegar Andrea II sigldi að dekkhlaðin af þroski Verðlækkun á Hónuslunni skilar sér vel „VIÐ GRÍPUM alla sem koma og bjóðum þeim góðan valkost í gist- ingu ef við á annað borð höfum eitthvað Iaust,“ sagði Heiðar Ragnarsson hótelstjóri á Hótel Selfossi, en bókanir þar eru meiri og traustari í ár en var í fyrra. %f% Heiðar sagðist hafa boðið held- Vfc ur lægra verð í ár en í fyrra O °g virtist það skila sér vel. iiw „Það er ekkert eins dýrt og H tómt hús,“ sagði Heiðar. Hann sagði að hótelið hefði fengið ágæta kynningu undanfarin ■i misseri þar sem lögð hefði ver- ið áhersla á að frá Selfossi Jjj" væri stutt til allra helstu ferða- '2 mannastaða á Suðurlandi og 3B gott úrval þjónustu á staðnum. Greinilegt væri að ferðafólk kynni að meta þetta. . 20 herbergi eru á hótelinu, sem stendur við Tiyggvatorg. Stórir matsalir eru á annarri hæð og mat- stofa, Betri stofan, á jarðhæð. Flest- ir hópar munu dvelja á hótelinu frá þremur dögum í senn upp í sex daga. Hótelið rekur einnig Hótel Þóristún á sumrin og er það boðið sem ódýr- ari valkostur, oftast fyrir íslendinga, an mest er um útlendinga á hótelinu wm Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heiðar Ragnarsson hótelstjóri á Selfossi. sjálfu. Á Hótel Þóristúni, sem er steinsnar frá Hótel Selfossi, eru 17 herbergi, 1-3 manna. Heiðar segir það færast stöðugt í vöxt að fólk stansi á Selfossi til að snæða góðan mat. Hægt er að taka á móti 350 matargestum í einu í hótelinu auk um 50 manns í Betri stofunni. „Það er oft mjög gott renn- irí héma á sumrin og mér sýnist þetta ár geta orðið betra en síðasta ár og er auðvitað ánægður með þá þróun," sagði Heiðar Ragnarsson hótelstjóri. ■ Sig. Jónsson, Selfossi imu UM HELGINfl UTIVIST Laugardag 12. júní kl. 13 Korp- úlfsstaðir-Blikastaðakró. Þát- takendur mæti við Árbæjarsafn. Gengið verður síðan niður í Gor- vík og með fjörunni í Blikastaða- kró. Ekkert þátttökugjald. Sunnudag 13.júní kl. 10.30 Móskarðshnúkar-Trana og er það 4. áfangi fjallasyrpunnar. Gengið frá Skarðsá upp í Mó- skörð og á Móskarðshnúka. Á hinum hæsta er farið yfír á Trönu og til baka um Svínaskarð. Gang- an tekur 5-6 klst. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Fólki er bent á að vera vel útbúið. Helgarferð er í Botnssúlur- Þingvelli og er gengið úr Botnsdal að Hvalvatni og gist þar í tjaldi. Á laugardag er gengið á Miðsúlu og gist í Bratta. Farar- stjóri er Óli Þ. Hilmarsson. Brott- för kl. 18.30. Einnig Básar við Þórsmörk og farið í fjölbreyttar gönguferðir með fararstjóra. Brottför er hvem föstudag kl. 20. Fí Laugardag 12. júní er hin árlega ferð um Njáluslóðir. Farið kl 9 frá BSÍ og Mörkinni 6. Farar- stjóri verður Jón Böðvarsson. Á sunnudag verður borgar- gangan 6. áfangi — tvær ferðir, kl. 10.30 og 13. I fyrri ferð verð- ur gengið frá Kaldárseli I Grindaskörð að Bollum og síð- an að Þríhnúkum og kl. 13 er styttri ganga á sama svæði eða frá Kristjánsdölum að Þríhnúk- um. Þáttakendur athugi að FÍ frestar 7. áfanga raðgöngunnar til að halda samhangandi göngu- leið borgargöngu. Miðvikudag 16. júní kl. 20 er síðasta skógræktarferðin í Heiðmörk á sumrinu. Ekkert gjald er í þá ferð. ■ Afrískar stúlkur flykkjast til starfa í „Rauða hverfinu“ AFRÍSK blöð skrifa töluvert um það í áhyggjutóni að stúlkur úr ýmsum löndum Afríku fari nú í stórum hópum til Amsterdam þar sem þær vinna í Rauða hverf- inu og selja blíðu sína. Flestar munu hafa farið frá Nígeríu, Ghana og Líberíu Stúlkurnar segja sjálfar að þetta sé ákaflega traust og heppileg vinna og öryggi þeirra sé langtum meira en heima fyrir vegna þess reglubundna lækniseftirlits sem hefur verið lög- bundið að gert sé á gleðikonum í Hol- landi. Hollenskur lögreglumaður sem afríska blaðið African Business vitn- ar í segir að um 40% þeirra sem komi í Rauða hverfíð vilji frekar svartar konur en hvítar og því gangi afrísku stúlkunum vel. Ekki hafa þó ailar stúlkumar fagrar sögur að segja og staðhæfa að þær hafi verið blekktar með gylli- boðum sem fái ekki staðist, meiri peningar séu dregnir af þeim af hálfu „atvinnurekendanna" en þeim var sagt í upphafí og að samdráttur sé í greininni svo þær hafa orðið að lækka verðið. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Daglegt líf-Ferðalög-Bílar (11.06.1993)
https://timarit.is/issue/125611

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Daglegt líf-Ferðalög-Bílar (11.06.1993)

Aðgerðir: