Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
C 7
Afi, amma og
barnabörnin á
feríl um heiminn
„FERÐIR með afa og
ömmu“ er fyrirtæki sem
hefur starfað í Bandaríkjun-
um við vaxandi gengi og eins
og nafnið gefur til kynna
er því ætlað að setja upp
ferðir fyrir afa og ömmur
sem vilja taka barnabörnin
með í ferðalög.
Enginn skyldi þó halda að
S þetta væru einhveijar róleg-
í heita sunnudagaskólareisur,
j þvert á móti, fyrirtækið hefur
Ui sent afa og ömmu með barna-
Sbörnin á safari í Afríku,
hvalaskoðunarferð við Nor-
egsstrendur, ferðir út á Stóra
kóralrif í Ástralíu og rann-
Z sóknarferðir um draugakast-
S ala Skotlands. Lagt er til að
bömin séu ekki yngri en 7
ára og fyrir ferðina eru nám-
skeið fyrir kynslóðimar þar
sem fræðsla er veitt um staðina á
aðgengilegan en fýsilegan hátt.
Hversu stór eru
Land lÓltdín * Ferkflómetrar
Kína 9.590.961
Súdan 2.505.813
Alsír 2.381.741
Indónesía 2.042.012
Líbýa 1.755.500
Angóla 1.246.700
Egyptaland 997.739
Búrma 670.552
Ekvador 283.561
Ghana 238.537
Senegal 190.192
Súrinam 163.000
Tógó 156.785
Kúba 114.524
Honduras 112.088
Panama 77.082
Djibuti 23.200
Belize 22.965
Swaziland 17.363
Bahamaeyjar 13.395
Guadeloupe 1.779
Bahrein 622
Singapúr 581
f j Egyptaland
/^PvAisír jjbýa cv-J J
iið:
o
Angóla \t
T o Swazlland
Ferðlr í Flatey á Breiðafirði
Breiðafjarðaferjan Baldur fer frá
Stykkishólmi til Flateyjar kl. 10
á hverjum morgni. Tryggvi Gunn-
arsson sem sér um útsýnisferðir
frá Flatey bendir ferðalöngum á
að skoða í rólegheitum náttúru-
paradísina Flatey sem áður var
miðstöð verslunar, samgangna og
kölluð forðabúr Breiðafjarðar á
fyrri tímum.
í Flatey er vert að benda á kirkj-
una sem er verið að endurbyggja
og einstök listaverk Baltasars í
kirkjunni, gömlu húsin eiga fáa sína
líka og mörg hafa verið gerð upp á
sérstaklega smekklegan hátt og
reynt að halda í það besta úr göml-
um stíl þeirra. Ekki má gleyma fjöl-
skrúðugu fuglalífí._______________
í Flatey er veit-
ingastofan Vogur
og þar er einnig
selt svefnpoka-
pláss. Þá má fara
í sérstaka útsýnis-
siglingu á farþega-
báti Tryggva sem
fer frá bryggjunni
13.15 ogtekur hún
frá 45 mínútum og
upp í klukkutíma. Gefst þá færi á
að skoða náttúru og dýralíf með
leiðsögn um sögu eyjanna.
Vilji menn hafa lengri viðdvöl á
Nesinu áður
en farið er í
Flatey má
benda á að
gisting á
Hótel Stykk-
ishólmi í 2
nætur með
morgunverði
og sigling
með ferjunni
til Flateyjar kostar 8.900 á mann
og sé útsýnisferð um Vestureyjar
bætt við kostar það 9.900 kr. ■
Útskrifaðir nemendur af hótelbraut.
Fyrstu nemendnr hotelbrantar útskrifast
FERÐASKÓLI Flugleiða útskrif-
aði 14. maí í fyrsta sinn nemendur
af hótelbraut. Þeir eru 13 nemend-
urnir sem nú útskrifast og að sögn
Unu Eyþórsdóttur skólastjóra allir
með ágætis einkunnir.
Þetta er í annað sinn frá stofnun
að Ferðaskóli Flugleiða útskrifar
nemendur. Fyrri hópurinn útskrifað-
ist af ferðabraut í marsmánuði sl.
Nemendur hótelbrautar hafa stundað
þar nám síðan um áramót, alls 437
kennslustundir. Námið felst að mestu
í þjálfun til starfa í gestamóttöku en
snertir jafnframt aðra þætti hótel-
þjónustu. Ferðaskóli Flugleiða er eini
skólinn á íslandi sem býður uppá
hagnýta þjálfun í gestamóttökustörf-
um. ■
A seglskútusafni og horft
á samleik vatns og Ijöss
FLUGLEIÐIR hafa nú ferðir til Ham-
borgar tvisvar á dag og af því tilefni
skipulagði ferðamálaráð borgarinnar
tveggja daga skoðunarferð um borgina
fyrir hóp af íslenskum blaðamönnum
til að gefa innsýn í það sem borgin
hefur upp á að bjóða. Gist var á Rena-
issance-hótelinu, fimm stjörnu hóteli í
miðbæ Hamborgar, við Grosse Bleic-
hen. Hótel þetta hefur stærstu hótels-
vítu í borginni, 180 fm íbúð með öllu,
og upplýst var að síðasti gesturinn í
svítunni hefði verið Steffi Graf, hin
kunna tenniskona. Nóttin þarna kostar
um 80.000 krónur.
QQ Ferðin hófst um borð í seglskútunni
mmt Rickmer Rickmers er þjónar nú sem
o safn í Hamborgarhöfn en um borð
Q£ er einnig þekkt veitingahús. Skútan
kom til hafnarinnar 1983 og var þá
Q0 í mjög slæmu ástandi. Það tók fjögur
ár að gera hana upp og kostaði end-
i urbyggingin nokkrar milljónir
marka. Það er vel þess virði að byija
skoðunarferð um höfnina með „iétt-
J um“ hádegisverði um borð.
2 Höfnin í Hamborg er sú stærsta
í Evrópu og um hana fara um 50
milljónir tonna af vörum árlega.
Boðið er upp á stöðugar skoðunar-
ferðir um höfnina allan daginn en meðal
þess sem hægt er að sjá í þessum ferðum
má nefna stærstu veggmynd í Evrópu,
um 3.500 fm að stærð, sem máluð er á
vegg risastórrar þurrkvíar í höfninni.
Myndin sýnir sögu borgarinnar í gegnum
aldirnar.
Hamborg skoðuð á hálftíma
Hægt er að skoða alla borgina á hálf-
tíma með því að snæða í veitingahúsinu
Femsehturm sem er efst upp á gríðarlega
háum sjónvarpsturni borgar-
innar. Lyftan á veitinga-
staðinn þýtur upp 132
metra á örfáum sekúnd-
um en veitingahúsið sjálft
snýst og tekur hringferðin
hálftíma. Mjög gott útsýni
er yfir borgina alla á þess-
ari hringferð. Veitingahús-
ið býður upp á sérstakan
tertumatseðil á daginn og
geta þá gestir borðað ýmsar
tegundir af tertum eins og
þeir fá torgað fyrir 18 mörk
eða rúmlega 700 krónur.
Metið í tertuáti á japanskur
karlmaður sem hesthúsaði
36 sneiðar meðan á hring-
ferðinni stóð. Sá sem slegið
getur það met fær ókeypis
þríréttaðan kvöldverð á veit-
ingahúsinu í verðlaun. Vand-
inn er að hann verður að taka
verðlaunin út samdægurs.
Skammt frá þessu turni er almennings-
garður, Planten und Blumen, þar sem
borgaryfirvöld bjóða gestum og gangandi
upp á magnaða vatns-, ljósa- og tónlistar-
sýningu á hveiju kvöldi yfír sumarmánuð-
ina. Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er
að gera með samspili gosbrunna og ljósa
og vel þess virði að eyða hluta úr kvöld-
stund við að fylgjast með sýningunni.
Hluti af stærstu veggmynd Evrópu sem máluð er á hlið
risastórrar þurrkvíar í höfninni og sýnir sögu borgarinnar.
Harry Rosenberg,
eigandi hafnarbas-
arsins, er þekkt
persóna í Ham-
borg og honum
hefur verið lýst
sem blöndu af
snillingi og brjá-
læðingi. Myndin
til vinstri er
svipmynd frá
höfninni í Ham-
borg en boðið
er upp á skoð-
unarferðir um
höfnina á
mönnum í gegnum árin.
í anddyri basarsins urrar úfínn og illúð-
legur hundur á gesti og lyktin í þröngum
vistarverunum er ólýsanleg en þarna má
gera mörg kjarakaupin því hægt er að
prútta við Harry ef hann er í góðu skapi
þann daginn.
Dauft yflr Reeperbahn
Hægt er að
skoöa alla
borgina ó
hólftíma
með því að
snæða í veit-
ingahúsinu
Fernsehturm
sem er ef st
upp ó gríðar-
lega hóum
sjónvarpst-
urni borgar-
innar.
Hafnarbasar Harrys
Sé maður á höttunum eftir ,einhveiju
mjög óvenjulegu í Hamborg má benda á
hafnarbasar Harrys eða Harrys Hamburg-
er Hafenbazar við Bernhard Nocht Strasse
á St. Pauli skammt frá höfninni. Harry
sjálfum hefur verið lýst sem blöndu af
snillingi og bijálæðingi og vissulega lítur
karlinn þannig út. Að koma inn í vistarver-
ur hans er eins og að hverfa inn í annan
heim en í endalausum þröngum rangölum
basarsins ægir saman styttum og gripum
frá öllum heimshornum, afrísk fijósemis-
goð og dauðagrímur, indverskir fílar, indó-
nesískir guðir, uppstoppuð dýr af öllum
tegundum, allt frá pokarottum upp í lítinn
gíraffa og allt er til sölu. Harry hefur
rekið basar þennan áratugum saman en
gripina í hann hefur hann keypt af sjó-
Ekki er hægt að skilja svo við Ham-
borg án þess að geta þeirra stræta sem
borgin er hvað þekktust fyrir, Reeperbahn
og Herbertstrasse. Þau eru bæði til ennþá
en vart nema svipur hjá sjón miðað við
það sem áður var, að sögn kunnugra.
Hluti af skýringunni er sá að með gáma-
væðingu hafnarinnar hefur viðkomutími
skipana þar minnkað úr nokkrum dögum
niður í nokkrar klukkustundir þannig að
viðskiptavinum vændiskvennana hefur
fækkað að mun. Hinn hluti skýringarinnar
er sá að borgaryfirvöld hafa gert átak í
að „hreinsa til“ í þessum hverfum svo að
mesti „sollurinn" er horfinn á braut. Eftir
stendur sambland af klámbúllum og
skemmtistöðum sem gera aðallega út á
ferðamenn. ■
Friðrik Indriðason