Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 C 9' Ævintýraferðir fyrir krakka í Edinborg FJÖLSKYLDUFÓLK sem er á ferðalagi og kemur við í Edinborg getur nú keypt sérstakar ævin- týraferðir fyrir börn sem eru frá fimm ára. Meðan börnin eru í ferðinni geta foreldrarnir því haft fijálsari hendur. í boði er hálfs eða heilsdagsferð. Er m.a. farið með börnin í brúðuleikhús og þau fá að gægjast bak við tjöld- in. Þeim er sýnt fiðrildasafn og rústir af skoskum kastala. Fóstrur eru með í förinni og þess- ar ferðir kosta frá 12-22 pund. Er þá innifalið hádegissnarl fyrir krakk- ana. Farið er frá Waverleybrú í mið- borginni. ■ NORSKA leiguflugfélagið Braathen hefur tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að fá börn á aldrinum fimm til ellefu ára gömul til að skreyta flugvélar þess sem fljúga með farþega til sólarlanda í sumar. Vélin hefur verið nefnd Sumarvélin og eins og sjá má af myndinni hefur ímyndunarafl og sköpunargleði fengið hressilega útrás á vélinni. ■ Olíufurstar heita Líbönum íé RAFIQ al Hariri forsætisráðherra Líban- ons er nýkominn aftur til Beirút eftir ferð um Flóaríkin þar sem hann óskaði fjárhagsaðstoðar við Libanon til að hægt sé að hleypa krafti í uppbyggingarstarf- ið í Beirút en mikill hluti hennar eru enn rústir einar síðan í borgarastyijöld sem stóð með skömmum hléum í fimmtán ár. Hariri fékk alls staðar konunglegar móttökur og svo virðist sem allir þeir þjóðhöfðingjar sem hann ræddi við í Kúveit, Bahrein, Qatar og Óman hafi tekið fúslega í að reiða fram milljónir til aðstoðar. Hariri sem er sjálfur milljarðamæringur hefur einnig lagt fram gríðarlegar fjárhæð- ir úr eigin vasa, m.a. til að unnt sé að rífa og jafna við jörðu gömlu miðborgina, þar sem ekkert hús sést heilt nema þinghúsið. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Líban- ir muni ekki komast yfir stríðsharm sinn fyrr en gamla borgin sem áður var hjarta hennar sé horfin og menn þurfi ekki dag- lega að hafa viðurstyggð eyðileggingarinnar fyrir augum. ■ Hariri á tali við Qaboos soldán Ómans. Frá gömlu miðborg- inni í Beir- út. Morgunblaðið/JK Mifibæjarstemmning vii Kaffi-Krfis á Selfossi „ÞESSU hefur verið tekið nyög vel af heimafólki og öðrum gest- um,“ sagði Anna S. Árnadóttir eigandi Kaffi-Krúsar kaffihúss í miðbæ Selfoss í Núpi, einu elsta húsi bæjarins en það var byggt 1931. Rekstur hófst 16. okt. sl. og er nýjung í veitingarekstri í bæn- um. „Ég rek þetta með dyggri aðstoð fjölskyldunnar, mamma bakar og amma er í eldhúsinu,“ segir Anna. „Það hefur aldrei verið hægt að fá sérlagað kaffi áður á Selfossi og fólk kemur mikið til að prófa alls konar tegundir sem það hefur ekki bragðað áður,“ segir Anna. í Kaffi- Krús bjóðast 10 tegundir af kaffi og aðrar tíu af áfengu. Þá er boðið upp á áfenga og óáfenga drykki, heimabakaðar kökur og grænmetisrétti, súpur og salöt sem fólki líkar vel. Á palli fyrir utan húsið er hægt að sitja í góðu veðri og njóta veitinganna. Þar er fyrirhugað að vera með uppákomur í sumar. Tónlistarfólk mun leika, málari málar gesti og leik- listarfólk verður með skemmtiatriði. Þá má í góðu veðri búast við að sjá listmálara mála kaffihúsa- myndir á útveggi hússins til skreytinga þegar gott er veður. Innan dyra eru alla daga málverkasýning- ar myndlistarmanna sem jafnframt eru sölusýning- ar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Anna S. Árnadóttir ásamt gestum á pall- inum framan við Kaffi-Krús. Fólk vill rólegheit „Það jákvæðasta við þetta er að fólk vill fá miðbæjarstemmningu hér á staðnum, bæði heimafólk og aðrir, maður finnur það vel á gest- unum. Það er mjög algengt að sum- arbústaðafólk í nágrenninu komi á föstudögum og sunnudögum þegar það er að koma og fara úr bústöðun- um. Fólkið situr og spjallar, hér er enginn hávaði. Það er greinilegt að fólk vill fínna fyrir rólegheitunum og ég hef það á tilfinningunni að því finnist það vera í heimsókn hjá gamalli frænku sinni. Hér myndast ótrúlega^ skemmtileg stemmning í kringum' húsið þegar gott er veður og fólk getur sest niður. Þá fáum við þessa miðbæjarstemmningu sem fólk sækist eftir,“ sagði Anna S. Árna- dóttir veitingakona í Kaffí-Krús á Selfossi. ■ Sig. Jöns. Selfossi Morgunblaðið/Kári Jónsson Bjarki Hilmarsson Nýr greiðaskáli opnar hjá Geysi NÝENDURBYGGÐUR söluskáli var tekinn í notkun á Geysi í Haukadal í vor. Skálinn hefur verið stækkaður í 360 fm og inn- réttaður upp á nýtt á nyög smekk- legan hátt. Salemisaðstaða er stórbætt auk minjagripasölu sem fengið hefur af- markað pláss í skálanum. Erlendur F. Magnússon hannaði og smíðaði allar innréttingar sem skomar eru út í tré, óreglulegar að lögun. Taka þær form sitt af hveramóðunni sem einkennir Geysisvæðið. Á Geysi er einnig rekið hótel af sömu aðilum og reka söluskálann. Lögð er áhersla á að þjóna ferða- manninum á sem breiðustu sviði því hefur nýr metnaðarfullur meistara- kokkur verið ráðinn að Hótel Geysi. Það er Bjarki Hilmarsson frá Sel- fossi sem sérhæfír sig í fiskréttum ýmiskonar þó einkum réttum úr laxi. Ráðning Bjarka hefur þegar farið að laða ýmsa hópa til veisluhalda að jGeysi en þar er borðpláss fyrir 450 manns og gistirými fyrir þijátiu. ■ Kárí Jónsson. Lauerarvatni Gisting Mennlngarmlðstöðin Laugarland, Holtum Tjaldstæði, svefnpokapláss, sundlaug, heitur pottur, gufubað, íþróttahús, veit- ingar. Góð aðstaða fyrir ættarmót og stóra hópa. Sími 98-76533. Ævintýraslglingar Náttúru- og fuglaskoðun, skelveiði og smökkun. Lifandi leiðsögn. Gestir Hótels Eyjaferða og Egilshúss fá afslátt í siglingar. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sfmi 93-81450. Viðlegu- búnaður Samkomutjöld 20-300 fm til leigu. Kjörin fyrir ættarmót, fyrirtækja- skemmtanir og aðra mannfagnaði. Skátafélagið Hraunbúar, simi 650900. émmmmmmmmmmmmmmmmm—i Veiði Velðmenn - örfó veiðileyfi óseld Til sölu veiðileyfi í Staðarhólsá og Hvolsá í Dalasýslu. Mjög gott veiöihús. Bæði lax- og silungsveiði. Verðið er mjög hagstætt. Um er að ræða 2ja og 3ja daga holl, leyfðar eru 4 stangir á dag. Upplýsingar og bókun í síma 93-41544 og fax 41543. Veiðifélagið Laxinn. Hestamenn athugiðl Enn eru 6 pláss laus í 8 daga sérferð Eldhesta hf. með íslendinga í Amarfell hið mikla fimmtudaginn 12. ágúst. Upplýsingar hjá Eldhestum í SÍmum 98-34884/98-65560. Hestaleigan Reykjakoti ofan vlð Hveragerði. Leigjum hesta í 1-4 klst. og dagsferðir í faUegu umhverfi. Einnig grillferðir upp að Hengli. Opið aUa daga, aUt árið. Upplýsingar i símum 98-34462 og 98-34911. HÓPFERÐIR VEGNA ÆTTARMÓTA ; HÖFUM GÆDA HÓI’BIFREIÐAR | FRA 12 TIL 65 FARÞEGA lí LEITIÐ UPPLÝSINGA Bíldshöfða 2a, simi 685055, Fax 674969 HðPFERÐAMIÐSTÖÐIH ODYRARIGISTING Gisting og golf Gisting, morgunverður innifalinn, aðgangur að níu holu golf- velli, sauna sem staðsett er í hótelinu og sundlaug staðarins. Gestir geta lagt bílum sínum á bílastæði hótelsins og þurfa ekki að hreyfa hann fyrr en þeir fara. Verð kr. 3.600 á mann í tveggja manna herb. Gisting og Flateyjarferð Gisting með morgunverði, sigling með ferjunni Baldritil Flateyj- ar. Verð kr. 5.300 á mann í tveggja manna herb. Flateyjarferó og útsýnisferð um Vestureyjar Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með ferjunni Baldri til Flateyjar og útsýnisferð frá Flatey um Vestureyjar. Verð kr. 6.300 á mann í tveggja manna herb. Gisting og eyjaferðir Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með Eyjaferðum um Suðureyjar, ca. tvær klst. Verð kr. 5.660 á mann í tveggja manna herb. Hádegisverður frá kr. 795. Kvöldverður frá kr. 1.195. fMtaggmiliIfifrtfr Meira en þú gelurímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.