Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 2

Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 2
( 2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 ÓHÁD LISTAHÁTÍD ÓHÁÐ listahátíð er nú haldin í annað skipti, en skammt er að minnast velheppnaðrar hátíðar í fyrrasumar sem kallað- ist Loftárás á Seyðisfjörð. Sem oft fyrrum virðist stríð hafa vikið fyrir frjósemi því henni hefur að þessu sinni verið valið nafnið Ólétt ’93. Aðgangnr að hátíðinni er opinn og lýðræðislegur, en auglýst er með góðum fyrirvara að hátíðin sé í burðarliðnum og fólki boðið að leggja fram krafta sína. Þannig skráðu sig nær 100 myndlistarmenn, um 85 hljómsveitir sem spila rokk og spuna, milli 10 og 15 hópar er leika sígilda tónlist o.s.frv. eða allt í allt um 700 listamenn af ýmsum stærðum og gerðum, nema hvað flestir eiga sameiginlegt að tilheyra yngri kynslóðum þjóð- arinnar. Enn fleiri hafa eflaust gælt við hugmyndina um þátttöku, því forráðamenn hátíðarinn- ar segja að reynslan frá fyrra ári sýni að fjöldi þeirra sem mæti til þátttöku í upphafi grisjist af sjálf- dáðum. Eftir standi aðeins þeir sem búa yfir metnaði og vinnuþreki til að starfa ótrauðir til loka. Hátíðin var að stofni til andsvar við efnis- vali Listahátíðar í Reykjavík og áherslu hennar á erlenda listámenn, auk þess að minna á menningar- hlutverk Iðnós, en segja má að andófið hafi vikið fyrir iðandi skemmtan yfir því að gera æsku- fjöruga, íslenska listahátíð sem best úr garði. En hátíð sem þessi er ekki aðeins fjölmenn, heldur einnig háð ýmsum ytri skilyrðum og því getur umfjöll- un um hana aldrei orðið tæmandi. BÓKMENNTIR OG LEIKLIST Dagskrárliðir sem innihalda upp- lestur eða leikræna tjáningu af ein- hveijum toga á Óháðu listahátíðinni eru allmargir: Hanastél nefnist dagskrá sem er nokkurs konar hræringur af tónlist, leiklist, gjörningum og upplestri. Dagskráin verður flutt tvisvar, fyrst 14. júní og síðan 22. júní, og breyt- ist innihaldið nokkuð á milli þessara tveggja daga. Meðal flytjenda þessi kvöld má nefna Vigdísi Grímsdótt- ur, Kristínu Ómarsdóttur, Elisabet Þorgeirsdóttur, Þórarinn Eldjárn Jóhönnu Jónasar, Vilhjálm Hjálm- arsson og stóran hluta þess hóps sem kemur fram í Tjarnarsal Ráð- hússins en þar verða tónleikar og Ijóðakvöld fimmtudaginn 24. júní. Einnig munu Arna Krístín Einars- dóttir, flautuleikari, og Asdís Arn- arsdóttir, sellóleikari, flytja 1. kafla úr „The Jet Whistíe" eftir H.V. Lobos. í Tjarnarsal 24. júní lesa m.a. Sigurður Pálsson og Bragi Ólafsson ásamt þremur nýgræðing- um, þeim Bertu Ósk, Höskuldi Schram og Margréti Gústavsdóttir. Arna Kristín Einarsdóttir, flautleik- ari, óg Arndís Björt Ásgeirsdóttir, píanóleikari, flytja „Fantasie" eftir George Húe og Arngeir Heiðar Hauksson, Jón Guðmundsson og Kolbeinn Einarsson, gítarleikarar, flytja „Vitae in Carnefassus“ eða Líf í kjötfarsi eftir Jón Guðmunds- son, og enn fremur mun Benóný Ægisson leika söngleikjalög á píanó. Líf í kjötfarsi verður flutt stakt í Tjarnarsal 20. júní næstkom- andi. Þijár næstu helgar fer hópur þáttakanda á kaffihúsaráp og rekur inn nefið á Café List, 22, Café Splitt, Café París og Ráðhúskaffi seinni part dags undir yfírskriftinni- „Eirðarleysi". Reynt verður að halda þessum dagskrárlið lifandi og má nefna að þar koma fram upplesarar, trúbadorar og fólk með gjörning í farteskinu. Búið er að safna yngri og óþekkt- ari skáldum hátíðarinnar saman í kver sem selt verður samhliða henni, nefnist það Kviður og vísar titillinn væntanlega til áhuga hátíð- armanna á fóstrum og fylgjum. Fjölleikur nefnist umfangsmikil og fjölskrúðug dagskrá sem flutt verður tvívegis í Faxaskála og sam- anstendur af sex stuttum leikþátt- um er renna í eina heild. Meðal annars verður frumflutt nýtt frum- samið verk fyrir leikara og hljóm- sveit eftir Benóný Ægisson, en meðal höfunda annarra brota eru N. Richard Nash, Sigurður Pálsson og Anton Cheka. Fjöllistahópurinn Inferno 5 stendur einnig fyrir uppá- komu. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Dagskráin verður frumsýnd sunnudaginn 20. júní og endurflutt næsta dag. Líf úr kviði nefnist leikþáttur sem fluttur verður alls fjórum sinnum á meðan hátíðinni stendur af leik- hópnum Brennidepli, annars vegar á kaffihúsunum Café París og 22 en hins vegar á útitaflinu við Lækj- argötu. Agnar Jón Egilsson annast leikstjórn auk smíði texta og þýð- inga. Vérkið íjallar um fóstur sem örlögin og eðlið leiða inn í heim samkynhneigðar. Uppákoma af ætt dansins birtist í Faxaskála laugardaginn 26. júní en auk þess lesa Sveinn Óskar, Berta Ósk, Höskuldur Schram, Brynja Þorgeirsdóttir og Sigurrós Jóhannsdóttir úr verkum sínum. Þar munu Lilja ívarsdóttir og Guð- björg Árnadóttir flytja verk Lilju sem nefnist Fugl, Anna Ríkarðs- dóttir dansar Höfuðverk, Ástrós Gunnarsdóttir flytur Óð til eldsins, Ása Lind flytur dansverk við ljóð Jónasar Þorbjarnarsonar, Maurico Marques flytur dansverk við ljóð Þórunnar Valdimarsdóttur og Ingó Björn Sigurðsson flytur ónefnt dansverk. MYNDLIST Sú leið var farin í myndlist hátíð- arinnar að útvega eins stórt vegg- pláss og mögulegt var og fá sem flesta myndlistarmenn til samstarfs og sýna þannig breidd þá sem gæt- ir meðal myndlistarmanna, og verða sýningar settar upp í tíu galleríum, kaffihúsum og veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur, auk Faxa- skála. Allnokkrar samsýningar verða: í Sneglu þar sem u.þ.b. 15 listamenn sýna, í Listmunahúsinu þar sem u.þ.b. 13 listamenn sýna, m.a. Dröfn Guðmundsdóttir, Krist- Ólétturokk með tilbrigðum ÓHÁÐ Listahátíð hófst í annað sinn síðastliðinn miðvikudag með mikl- um slagverksspuna við útitaflið í Bakarabrekkunni. Áberandi á lista- hátíðinni, sem kallast Ólétt ’93, eru rokk- og sveimsveitir, en alls kem- ur á níunda tug hljómsveita fram á hátíðinni sem leika allar hugsanleg- ar gerðir tónlistar. Bílskúrshljómsveitum hefur ekki verið gert hátt undir höfði á hérlendum listahátiðum, enda hall- ast margur að þvi að slíkri lágmenn- ingu ætti ekki að hampa úr hófi og einnig hefur stefnan verið velja siglda og sjóaða listamenn í stað þess að nota tækifærið og kynna ferskt og óreynt Iistafólk. Aðstand- endur Oháðrar listahátíðar tóku snemma þá ákvörðun að gera ekki upp á milli listgreina og þetta ár vex rokk- og sveimi enn fiskur um hrygg, því hljómsveitir eru allmiklu fleiri en áður, aukinheldur sem tvennir blústónleikar verða á hátíð- inni. FJÖLBREYTNI Halldór Auðarson, framkvæmda- stjóri Óléttrar ’93, segir að ekki hafi annað komið til greina hjá aðstandendum að leyfa öllum sem á annað borð hafa nennu og vilja til þess að vera jjleð án nokkurs gæða- eða getumats. Annað væri í andstöðu við hugmyndafræði hátíð- arinnar; að velja og hafna hljóm- sveitum eftir persónulegum skoðun- um eða mati. „Hljómsveitaval Óléttrar ’93 sýnir vel ótrúlega mikla grósku í íslensku rokki. Hljómsveit- imar eru vitanlega misjafnar og þeirra á meðal margar sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviði, en þær hljómsveitir koma einmitt til með að græða mest á því að taka þátt í hátíðinni." Inn á milli eru svo hljómsveitir sem áberandi hafa ver- ið í íslenskum poppheimi síðustu ár og tekið þátt í sumar- og jóla- slag, en Halldór segir það einmitt í anda óháðrar listahátíðar að hljómsveitir mega spila ef þær vilja, enda fær engin greitt fyrir. SLAGVERKSVEISLA Upphaf Óléttrar ’93 var mikil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.