Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 1
MAN NAÞEFUR í HELLI Sýningar og uppákomur í Perlunni ISLEIUSKAR IUÆTUR í Perlunni 27. JÚNl - 5. SEPT. alla sunnudaga frá kl. 17 - 19 JELANÐIC 'ODELS Fjölmðrg Islensk lyrirtæki og itofnanir kynna fram- leiAslu lýna og vArur Jafn- framt verAur ýmiilegt til sölu er tengiit lilenikum iAnaAi. þjAAhætti og iíö- FjAlbreytilegar uppikom- ur, íslenik tAnlilt. tilku- sýning fr* ftlenskum nuNSxui X rsvw heimilisiAnaAi (lcclandit Models lýna). ÍSLENSKAR nætur verða á hverjum sunnudegi í Perl- unni í sumar frá kI.17-19 og í fyrsta skipti nk sunnudag. Þá sýna ýmis fyrirtæki þar vörur sínar og varning, svo sem minjagripi, matvæli og sælgæti og gestum er boðið að smakka á laxi, súkkulaði o.fl. Á sunnudaginn um kl. 18 verður einnig tískusýning á lopafatnaði fyrir fólk á öllum aldri, þjóðdansar verða sýndir og ýmsar aðrar uppákomur. Kolbrún Aðalsteinsdóttir sem er framkvæmdastjóri þessa sagði í samtali við Daglegt líf að dagskráin yrði breytileg frá einum sunnudegi til annars og reynt yrði að hafa hana fjöl- breytta og við hæfi sem flestra, hvort sem væru erlendir ferða- menn eða íslendingar. ■ Sæðis- frumur í útrýmingarhættu FOSTUDAGUR 2.JÚLÍ 1993 SUIuskrifstofui Flugleiða erlendis annast trintlansa kymingu á tslandi SAMNINGUR milli Flugleiða og Ferðamálaráðs íslands þess efn- is að söluskrifstofur Flugleiða í 8 Evrópuborgum annist upplýs- ingamiðlun og dreifingu á bæklingum Ferðamálaráðs, var undir- ritaður nýlega. Fró árinu 1985 heffur samstarf af þessu tagi veriö við lýði, en ekki í jafn miklum msli og nú 17-20 ára valda um 20% óhappa FIMMTUNGUR allra umferðaróhappa og tjónst- ilvika er af völdum ökumanna 17-20 ára. Muna- tjón (skemmdir á bílum, ljósastaurum, götuvitum o.fl.) þessa aldurshóps nam á síðasta ári um 400 millj. kr. og slysatjónið u.þ.b. 600 millj. kr. Sigmar Armannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingafélaga, sagði að kaflaskil yrðu hjá ökumönnum um 25 ára aidur og tjónum hjá þeim aldurshópi fækkaði mjög. Ungir ökumenn greiða hærri iðgjöld en eldri en Sigmar sagði að óvíst væri hvort iðgjöld þeirra stæðu undir tjóns- kostnaði þeirra. Frá 20. febrúar til júníloka hafa 7.500 ökutæki skemmst í umferðaróhöppum, þar af um 1.000 öku- tæki fyrstu 20 daga júnímánaðar. Meðalskemmd á hveiju ökutæki er 120-150 þúsund kr. Munatjónið á þessu tímabili er ríflega 800 milljónir kr. og áætla má að slysatjón nemi um 1.200 milljónum kr. Þar af ber aldurshópurinn ábyrgð á um 400 milljónum kr. Frá árinu 1985 hefur samstarf af þessu tagi verið við lýðij en 'ekki í jafn miklum mæli og nú og ekki með jafn formlegum hætti. Við- komandi skrifstofur Flugleiða eru upplýsingamiðstöðvar Ferðamála- ráðs skv. samningnum. Hagsmunaárekstrar hugsanlegir? Hlutverk Ferðamálaráðs er fyrst og fremst að annast kynningu á ferðamögu- leikum og ferðaþjónustu á íslandi og gæta þar fyllsta hlutleysis. Að sögn Kjartans Lárusson- ar formanns Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa var fyrra samkomulagi Flugleiða og Ferðamála- ráðs rift um síðustu ára- mót. „Ástæðan var all- nokkur óánægja tals- manna ferðaskrifstofa hér og í Evrópu með hlut- dfægni Flugleiðamanna." Meðal dótturfyrirtækja Flug- leiða eru 2 hótel í Reykjavík, ferða- skrifstofa og bílaleiga. Kjartan segir: „Flugleiðir eiga í harðri sam- keppni í ferðaskrifstofurekstri, en eru einu ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa yfir að ráða markaðs-og söluneti í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þessi samningur veitir mögu- leika á að koma landkynningarboð- skap okkar á framfæri erlendis, sem annars væri ekki hægt því Ferðamálráð hefur ekki úr miklum peningum að moða og gæti ekki haldið úti skrifstofum á öllum þess- um stöðum. Til lengri tíma litið ætti Ferðamálaráð þó að stýra upplýsingaskrifstofum sínum sjálft eins og nú er gert í Frankfurt. Við væntum góðs samstarfs við Flug- leiðir og vonumst til að það verði byggt á heilindum," sagði Kjartan Lárusson. Undir eftirlltl Ferðamálaráðs Að sögn Birgirs Þorgilssonar ferðamálastjóra verða viðkomandi söluskrifstofur Flugleiða í beinu sambandi við skrifstofu Ferða- málaráðs í Frankfurt, sem mun jafnframt fylgjast með að fyllsta hlutleysis verði gætt. „Ég á ekki von á öðru, enda kveðið á um það í samningnum," sagði Birgir. Hildur Jónsdóttir yfírmaður inn- anlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar sagðist hlynnt þessu samstarfsverkefni. „Hins vegar veit ég að ekki er unnið hlutlaust á öllum skrifstofunum. Undanfarið höfum við rætt þetta mál af hrein- skilni við Flugleiðamenn, bæði hér og á viðkomandi skrifstofum. Ef samstarf af þessu tagi á að ganga upp verður kynningarstarfið að vera hlutlaust. Þetta er fyrst og fremst spurning um vilja yfir- stjórnar Flugleiða og yfirmanna á hverri söluskrifstofu. Eg sé engan betri kost en þennan í stöðunni og gagnrýni því ekki samninginn. Hins vegar ítreka ég mikilvægi þess að allir sem að samningnum standa vinni að kynningarmálum íslands af heilindum. Það er okkur öllum fyrir bestu.“ ■ ) > í / REYNDU ÍSLENDINGINN Í ÞÉR r / Njóttu Islands - ferðalands Islendinga Olíufélagiðhf - ávallt f alfaraleið Feröamálaráð íslands Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi feróir, gistingu, veitingar og afþreyingu á hverjum staó. -o- 0= C3 o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.