Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐE) FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1993 B 3 1 vinnunni og skilgreindu fyrir þér hvaða þættir í fari þínu geta breytt hlutunum. Á þennan hátt bregstu við eigin þiýstingi. Lærðu meira. Farðu á námskeið. Lestu bækur. Því samkeppnisfærari sem þú ert, þeim mun meiri stjóm hefurðu á frama þínum úti á vinnu- markaðnum. Hafðu stjóm á eins mörgum hlið- um í lífi þínu og þú mögulega getur því ef allt gengur á afturfótunum í vinnunni, er gott að einblína á þá þætti í einkalífinu sem þér finnst þú hafa stjóm yfir. Forðastu fullkomleika. Reyndu bara að gera eins vel og þú getur. Að lokum, lærðu slökun til þess að draga úr stressi. ■ JI Kynntar voru ýmsar brennsluaðferðir á mismunandi tegundum kaffibauna. Morgunbiaðið/Einar Falur Kaffió sötrað með miklum tilþrifum og síðan spýtt aftur í bollann Launabil kynjanna snýst um völd, efnahag og viðhorf NÝTT sjónarhorn á kaffi- drykkju var kynnt á kaffinám- skeiði sem Aðalheiður Héðins- dóttir hjá kaffibrennslunni Kaf- fitár hétt nýlega á kaffihúsinu Tíu dropum við Laugarveg. í máli Aðalheiðar kom meðal annars fram að til eru tvær teg- undir af kaffibaunatijám, Arabica og Robusta. Kvað hún mikinn gæðamun á afurðum þessara tveggja tegunda og þau sýnishom sem hún hafði meðferðist staðfestu mál hennar. Arabica-baunimar sem hún sýndi vom allar heilar og fallegar, en Robusta-baunimar sumar ormétnar og illa leiknar. „Menn auglýsa ekki að þeir noti Robusta-baunir. Ef ekki stendur utan á kaffipakkanum að í honum séu 100% Arabica-baunir má fast- lega gera ráð fyrir að lélegum Robusta-baunum sé blandað sam- an við,“ sagði hún. Aðalheiður gaf einnig nokkur ráð varðandi uppáhellingu, en til að ná bestum árangri skiptir máli að brennsla og mölun bauna sé rétt. „Það er jafn mikilvægt að kunna að hella vel uppá eins og kunna að kaupa góðar baunir." Gamaldags: Kaffi sem hellt er uppá á gegnum kaffitrekt á hita- brúsa er piýðisaðferð að mati Að- alheiðar. „Vatnið er þá um 95 gráðu heitt, sem er kjörhitastig, þegar það kemst í snertingu við kaffið. Máli skiptir að vera fljótur að hella uppá, því annars getur kaffið orðið rammt. Sjálfvirkar könnur: eru jafn mis- jafnar og þær eru margar. Til em hitamælar sem mæla hita vatns- ins, en Neytendasamtökin gerðu góða úttekt á gæðum ýmissa teg- unda af kaffikönnum fyrir nokkr- um mánuðum. Úr góðum sjálfvirk- um könnum er hægt að fá gott kaffi. Pressukönnur: Kaffi úr þeim verður bragðmeira en þegar hellt er uppá með gamla laginu. Þar sem korgur er í könnunni, er kaffiolía þar einnig og hún veldur sterkara bragði. Í þessar könnur þarf gróf- malað kaffi og er sjóðandi vatni hellt ofan á. 4-5 mínútur tekur að úthúa kaffi á þennan hátt. Mokka-könnun Þær laga sterkt kaffi og eiga baunir að vera fin- malaðar. Könnumar era settar á heita eldavélarhellu og þegar hvín í vélinni er kaffið í þann mund að verða tilbúið. Aðalheiður Héðinsdóttir hafði frá ýmsu að segja varðandi kaffi- menningu viðsvegar í heiminum, auk þess sem hún kenndi mann- skapnum að smakka kaffi með tilheyrandi gauragangi. Expresso-könnur: hafa verið hannaðar til heimilisnota og fyrir kaffihús, en ódýrar gerðir em yfir- leitt lélegar. Til era góðar heimilis: vélar en þær eru yfirleitt dýrar. í þessar vélar þarf fínmalaðar kaffi- baunir og em yfirieitt notaðar mikið brenndar baunir. Expresso- kaffi er drukkið úr iitlum bollum. Oft er þeytari á vélunum fyrir mjólk út í cappucino, en nánast ógjömingur er að þeyta nýmjólk í ódýmm vélum og er þá hægt að notast við G-mjólk.“ Sötrafi og spýtt Það var gaman að fylgjast með Aðalheiði þegar kaffismökkunin sjálf hófst. Hellt var uppá nokkrar mismunandi tegundir af baunum, sem brenndar höfðu verið á mis- munandi hátt. Byijað var á að hræra upp í heitu kaffi með korgi og þefa af hverri tegundinni af annari. Aðalheiður benti á að lykt- arskyn okkar væri mun næmara en bragðskynið og því sniðugt að þefa af kaffinu áður en það væri drukkið. Með því möti yrði kaffi- neyslan fyllri. Þefafiogspýtt Þegar búið er að þefa, er froðu fleytt af, hafi hún myndast. Mat- skeið er fyllt af kaffi, sem síðan er sötrað af mikilli áfergju. Aðal- heiður lagði áherslu á að sötrið væri hávært og síðan væri smjatt- að á kaffinu áður en því væri spýtt í glas eða bolla. Þegar verið er að smakka kaffi á nefnilega ekki að drekka það fyrr en að smökkun lokinni. Hún greindi einnig frá mismun- andi gæðastöðlum á kaffibaunum eftir löndum. Þannig er SHB hæsti gæðaflokkur á baunum frá Costa Rica, AA hæsti flokkur á baunum fiá Kenya og Supremo í Kolumbíu. „Kaffibragð er afar mismunandi eftir því hvar það er ræktað," sagði hún. í Costa Rica sagði hún að varla væri hægt að fá kaffi sem drekkandi væri, en hins vegar væri kaffi þaðan talið mjög gott. „Ástæðan er einfaldlega sú að baunir í tveimur hæstu gæðaflokk- unum fara nánast allar í útflutn- ing, en sjálfir drekka Costa Rica- menn lélegt kaffi.“ Varðandi geymslu á kaffi, sagði hún geymsluþol oft ofmetið. „Kaffi á að geyma í frysti í lofttæmdum umbúðum. Baunir geymast mun lengur en malað kaffi, en þegar búið er að brenna kaffibaunir minnkar geymsluþolið vemlega og eftir langa geymslu við rangar aðstæður missir kaffið einkenni sín.“ Ekki var laust við að mannskap- urinn væri orðinn kaffiþyrstur eft- ir fyrirlesturinn og þegar smökkun hófst sötruðu sumir eftir kúnstar- innar reglum, hátt og snjallt, en aðrir laumuðust til að fa sér sopa. ■ Bryiija Tomer I ótal rannsóknum hefur launamunur kynjanna fengist staðfestur og í nýútkominni bók, „Kvinnelönnas mysterier“, sem Norræna jafn- launaverkefnið hefur gefíð út, er fjallað um það hvernig launamun- ur kynja verður til og hvernig honum er viðhaldið. Bókin afhjúpar ýmsar goðsagnir um kynbundinn launamun og kvennalaun og sýnir fram á að málið snýst einkum um völd, efnahag og viðhorf. Mennt- un og reynsla skýra aðeins lítinn hluta af þeim launamun, sem mælist milli kvenna og karla. Bókin er safn sjálf- stæðra greina eftir nor- ræna fræðimenn, full- trúa aðila vinnumarkað- arins á Norðurlöndum og fulltrúa í Norræna jafnlaunaverkefninu. Fjallað er um ýmsar staðreyndir og leitað er svara við spumingum er varða launamun kynja og launamyndun. í bókinni er að finna grein eftir Lilju Mósesdóttur hagfræðing sem hún nefiiir „Hvað vitum við og hvað vitum við ekki um laun kvenna og karla á íslandi". Þar kemur fram að vegna smæðar vinnumarkaðarins séu störf mjög mismunandi og því erfitt að koma með staðlaðar starfslýsingar, sem gætu auð- veldað launasa- manburð. „Upplýs- ingar um stöðu ís- lenskra karla og kvenna byggjast á könnunum en ekki rannsókn- um þar sem reynt er að gefa vís- indalegar útskýring- ar. Tíðar og miklar efnahags- sveiflur geta hæglega breytt þeirri mynd, sem kannanir hafa gefið af stöðu íslenskra kvenna.“ Ennfremur segir í samantekt: „Það einkennir gagnasöfnun um félagslega og efnahagslega stöðu íslenskra kvenna að enginn virðist bera ábyrgð á að slíkum upplýs- ingum sé haldið til haga og unnið sé úr þeim og leiðir þetta af sér að upplýsingar eru slitróttar og ósambærilegar á aílan hátL Hvort sem bomar era saman árstekjur, mánaðarlaun, vikulaun eða tíma- kaup, era konur ætíð með lægri laun en karlar. Launaskrið og einstaklings- samningar hafa færst í vöxt síðan 1980, en það er óljóst hvemig laun ákvarðast í slíkum samningum þar „Hvað vit um við og hvað vit- um við ekki um laun kvenna og karla á íslandi" er heiti greinar í bókinni eftir Lilju Móses- dóttur hag- fræðing. sem atvinnurekendum er mikið í mun að leynd hvíli yfir launaupp- lýsingum. Samningaviðræður hafa áhrif á samningsstöðu kvenna en það er ekki enn komið á daginn hversu óháðar þær era kynferði eða hvort þær dragi úr eða auki kynbundinn launamun. Þá er ekki vitað hvort aðgerðir stjómvalda í bókinni er m.a. leitað svara við því hvers vegna kon- ur fá lægri laun en karlar og hvort það sé eitthvað I sjálfri launamynduninni sem geti skýrt það. veikja stöðu kvenna markvisst eða af tilviljun. Á íslandi era efnahags- sveiflur algengar og hafa þær af- leiðin£ar fyrir launamun kynj- anna. Kynbundinn launamunur er hvað minnstur í fiskiðnaði en þar kemur bónus á móti lágu tíma- kaupi kvennanna. Launamunur er mestur meðal verslunarfólks á höfuðborgarsvæðinu eða allt að 27%. Um það bil 66% kvenna fá laun samkvæmt töxtum, en aðeins 39% karla," segir m.a. í grein Lálju Mósesdóttur í bók Norræna jafn- launaverkefiiisins. Bókin, sem er á dönsku, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.370 krónur. ■ JI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.