Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1993 FORD MONDEO - af Imikill og þýdgengur Ford Mondeo sem tekur við af Ford Sierra var frum- sýndur hérlendis um síð- ustu helgi og heimsóttu yfir tvö þúsund manns Ford-umboðið, Globus og kynntu sér þennan áhuga- verða bíl. Mondeo var fyrst kynntur á bílasýningunni í (Jenf í mars og lögðu stjórnendur Ford mikla áherslu á að kynna hann sem nýjan bíl frá grunni, sem hann vissulega er, og telja sig geta með honum sótt af hörku inn á markað meðalstórra bíla. Mondeo er fyrsti Ford bUlinn sem kynntur er eins í öllum löndum og segja talsmenn Ford að bíllinn sameini það besta frá Evrópu og Amer- íku og þeir ætla honum m.a. stórt hlutverk á Jap- ansmarkaði. Stærstu breytingarnar frá Sierra eru þær að nú er hann framdrifinn og síðan er hann búinn nýjum og öflugum vélum en segja má að útlitsbreytingarnar séu með minnsta móti. Hér- lendis verða tvær megin- gerðir í boði, GLX og Ghia og kosta þær á bilinu 1.739 þús. kr. og uppí 1.947 þús- und krónur. Hér á eftir verður fjallað um GLX gerðina. q* Ford Mondeo ber áfram talsverðan svip af Ford Si- erra enda má segja að Si- erra hafí verið snemma á ferðinni með nokkuð ávalar línur og bogadregnar en lið- inn er um áratugur frá því Sierra kom á markað. Mondeo hefur einnig boga- dregnar og mjúkar línur, allar luktir eru sporösku- | dregnar, um eiginlega vatnskassahlíf er ekki að ræða frekar en í Sierra en stuð- arar eru nokkuð voldugir, kannski jafnvel um of. En heild- arlínan er góð og svipurinn áferðarfallegur og taka má strax fram að auðvelt og gott er að þvo bílinn, svona sléttan og felld- an. Rúmgóður að innan Mælaborðslínan er einnig bogadregin og allt vel afmarkað fyrir ökumann. Hola eða dæld er á hillunni framan við framsæt- isfarþegann og gefur það nokkuð óvenjulegan svip. Ágætt er að setjast inn og stíga út, sætin til fyrirmyndar og góðar stillingar á ökumannssæti, þar með talin hæðarstilling og er hún rafstillt. Bíllinn er allur rúmgóður að inn- an og virðist ekki þrengt að far- þegum í aftursæti þótt framsæti séu höfð fremur aftarlega. Á dýrari útgáfunni, Ghia, eru allar stillingar ökumannssætis rafst- illtar. Gott er einnig að taka á handföngum og umgangast Morgunblaðið/Einar Falur Ford Mondeo hefur tekið við af Sierra. Með haustinu verður einnig til langbakur. Útlitið er ekki gjörbreytt frá Sierra og má segja að megindrættir útlinanna séu þeir sömu. Of lin bensíngjöf Hóvær þurrku- mótor hurðirnar. Ekki eru hefðbundnir tittir fyrir læsingar heldur má læsa með því að ýta hurðahand- fanginu inn en annars er bíllinn búinn fjarðstýrðri samlæsingu með þjófavörn. Farangursrými tekur 480 lítra, er jiokkuð langt en fremur grunnt. Hægt er að fella niður aftursætisbak (40:60). Ökumaður á ekki í vandræðum með að láta fara vel um sig undir stýri í Mondeo. Hann getur aðlagað sæti og stýri að vild og er fljótur að átta sig á rofum og mælum. Gott grip er á stýrinu og gírstöngin liggur mjög þægilega við og sömuleiðis rofar við stýri fyrir stefnuljós og þurrkur, þeir eru mjög stuttir og þægilegir viðureignar. Heml- ar eru góðir og næmir en galli er hversu bensíngjöfín er lin og vantar þar meiri stuðning. Hætta er á að menn þreytist við ákveðn- ar aðstæður. Þá er útsýni gott en hliðarspeglar mættu gefa ör- lítið stærra sjónarhorn. Annars er nokkuð auðvelt að meðhöndla Mondeo við þröngar aðstæður og fljótlegt að átta sig á stærð- inni. Gott viðbragð Mondeo er búinn tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 136 hestafla vél með beinni innsprautun og verður ekki önn- ur vélarstærð fáanleg hérlendis. Þetta er feikn öflug og skemmti- leg vél, gefur gott viðbragð og á ekki í neinum vandræðum með að halda 1.233 kg þungum bíln- um á góðri ferð þótt á brattann sé að sækja. Hún er hljóðlát og fímm gíra handskipting vinnur vel með þessari vél þótt hún mætti kannski vera liprari. Annar staðalbúnaður í Mondeo GLX er helstur vökva- og veltistýri, samlæsingar, þjófa- vörn, upphituð framrúða sem hlýtur að teljast mikill kostur og sjást vírarnir ekki nema vel sé að gáð, útvarp og segulband. loftpúði eða líknarbelgur í stýri og fleira. í Ghia gerðinni er held- ur meiri búnaður, m.a. heml- alæsivörn, spólvörn og sóllúga. Eins og áður er greint er aflið kappnóg, viðbragðið er gott og vinnslan einnig á mjög víðu snúningssviði. Bíllinn er þýður á MacPherson- og fjölliða gorma- fjöðruninni og flýtur hann vel yfír holur og ójafnan veg og er rásfastur. Vökvastýrið er ná- Kroftur Mýkt Rými Mælaborð er vel úr garði gerð og innri svipur er með fallegra móti. FORD MONDEO GLX í HNOTSKURN Vél: 2,0 I, fjórir strokkar, 16 ventlar, bein innsprautun, 136 hestöfl. Vökva- og veltistýri. Fimm gíra handskipting. Upphitaðar fram- og afturrúð- ur. Þjófavörn. Samlæsingar með fjarstýr- ingu. Rafstillanlegir hliðarspeglar. Rafdrifnar rúðuvindur að framan. Öryggispúði í stýri. Rafdrifin hæðarstilling á öku- mannssæti. Bensín- og skottlok opnanleg innan frá. Útvarp og segulband. Lengd: 4,48 m, breidd: 1,92 m (með speglum), hæð: 1,37 m. Hjólhof: 2,70 m. Beygjuhringur: 10,91 m. Þyngd: 1.233 kg. Bensíntankur tekur 61,5 lítra. Hámarkshraði: 204 km/klst. Viðbragó 0-100 km: 9,6 sek. Bensíneyésla: 10,6 I í blönd- uðum akstri, 5,9 á jöfnum 90 km hraða. Staégreiösluveré: 1.739 þús. kr. Umboé: Globus hf., Reykjavík. kvæmt og hæfílega létt. Malar- vegur sem ekið var um var þó nýlega heflaður á kafla og þar gat örlað á skriki en það reynd- ist smávægilegt. Það ætti því ekkert að koma ökumanni á óvart í hreyfíngum og hegðan bílsins jafnvel á ósléttum og leið- inlegum vegum. Á malbiki var hegðanin óaðfínnanleg og greini- lega hægt að leyfa sér hrað- brautarhraða enda bíllinn nokk- uð stór og þægilegur til lang- ferða. Hvorki heyrist mikið vél- ar- né vegahljóð en á litlum hraða og í rigningu er hávaði frá þurrkumótor næsta truflandi. Verðlé Verðið á Ford Mondeo er kannski það sem stendur í mönn- um en það er þó síst hærra en verð á öðrum bílum í sama stærð- arflokki og minna má á að tals- vert mikið fæst fyrir þetta verð. Ódýrasti bíllinn kostar 1.739 þúsund krónur og sé hann tekinn fimm dyra (hlaðbaksútgáfa) bætast við tæpar 30 þúsund krónur. Skutbíllinn kemur til með að kosta 1.873 þús. kr. Ghia stallbakurinn kostar 1.877 og skutbíllinn verður á 1.947 þús. kr. Vilji menn sjálfskiptingu kostar hún 96 þús. kr. og leður- sæti kosta 150 þús. kr. í heildina er Mondeo traustvekjandi bíll með góða aksturseiginleika og rúmgóður og þar að auki vel búinn. ■ Jóhannes Tómasson )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.