Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1993 HVERNIG VAR FLUGIÐ Með bömin frá St. Paul, Minnesota, til Keflavíkur ÞAÐ er oft erfitt fyrir smáfólk að vera á löngu ferðalagi og ekkí reynir síður á þolinmæð- ina hjá þeim stóru að hafa ofan af fyrír þeim. Fyrir stuttu stóð fyrir dyrum 15 stunda ferðalag með börnin 3ja og niu ára. Mestum hluta ferðar var eytt í tugum þús- unda feta hæð og það voru aðallega tvö flugfélög sem við ferðuðumst með, USAir og Flugleiðir. Ferðin hófst í SL Paul, Minne- sota í Bandaríkjunum og henni var heitið til Keflavíkur. Til að ná þeim áfanga millilentum við í Chariotte og síðan í Baitimore. USAir er eitt af stærstu flugfélög- unum vestra og flugflotinn því myndarlegur. Síml viA sætiA í háloftunum Bömunum þótti nokkuð til þess koma að sitja í sjö sæta röðum, hafa síma við sætið í háloftunum og stórt bíótjald. Þegar það kom hinsvegar á daginn að símann gátu þau ekki notað að vild, myndin á tjaldinu var fréttalegs eðlis og einungis hnetur og djús sem þeim stóð til boða hvarf ljóm- inn af þessu og reyndi á þolin- mæði foreldranna að biydda upp á einhveiju spennandi á 15 mln- útna fresti. Það er í sjálfu sér ekki nema eðlilegt að við sjáum um að hafa ofan af fyrir bömun- um okkar. En þegar kallað var út í vél Flugleiða á flugvellinum í Baltimore færðist ánægjusvipur yfír andlit krakkanna. Þó ekki væri nema vegna þess að áhöfnin talaði skiljanlegt mál að áliti 3ja ára dömunnar. Áhöfnin var sérstaklega vinsamleg íslenska vélin var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, þröngt á milli sæta, ekkert bíótjald um borð og hvert sæti skipað, a.m.k. aftur í. Viðbrigðin vom mikil að koma úr stóm hálftómu USAir- vélunum. Hinsvegar og það skipt- ir miklu meira máli var áhöfnin sérstaklega vingjamleg. Eftir að hafa verið í vélum þar sem mjög margt starfsfólk var til að sinna farþegum verður að segjast eins og er að fáliðað starfsfólk Flug- leiða bar höfuð og herðar yfír starfsfélaga sína hjá USAir og hafði ekki við alla leiðiná að sinna farþegum af alúð. Strax og komið var í loftið sveif á bömin flugfreyja og fann glaðn- ing sem féll í kramið, eitthvað körfuboltadót fyrir níu ára snáð- ann og Mjallhvíti og dvergana sjö fyrir þessa 3ja ára. Áður en langt um leið var ég spurð hvort mér fyndist kannski þægilegra að gefa bömunum strax að borða svo þau gætu hvílst. Maturinn var til að hrópa húrra fyrir fannst þeim, pylsur, kartöfluflögur, ávextir, rúsínur og fleira sem smáfólki fínnst toppurinn á tilverunni. Ekki stóð á áhöfninni að taka bakkann um leið og bömin vom búin og alla ferðina var þjónustan á þessa lund, fyrsta flokks. Líklega er þetta ein notalegasta áhöfn sem ég hef lengi flogið með. Tónlistarrás fyrir böm Það er þó eitt sem mér fínnst þess virði að benda á og það snert- ir tónlistarrásimar um bprð. Væri ekki tilvalið að bjóða bömum upp á eina rás, hafa sögustund og falleg íslensk bamalög. Ef það hentar ekki sökum bama sem ferðast með Flugleiðum og tala ekki íslensku væri þá ekki hægt að hafa þetta fallega sungin al- þjóðleg bamalög? Það hefði kór- ónað ferðina hjá þessu smáfólki. Á heildina var flugið notalegt fyrir bömin mín og það var ekki síst áhöfíi Fiugleiða að þakka sem flaug með farþega frá Baltimore til íslands að morgni 10. júní síð- astliðins. ■ Guðbjörg R. Gaðmundsdóttir Hið nýja Hótel Varmahlið. Morgunblaðið/B.B. Ásbjörg opnar nýtt hötel í Vaimahlíö ÁSBJÖRG Jóhannsdóttir sem hefur staðið fyrír beina í Hótel Varma- hllð og áunnið staðnum vinsældir fyrír þjónustu og viðurgjöming hef- ur opnað nýtt hótel þar, eins og getið var lítillega um í Ferðablaði fyrir nokkm. Hefur ný bygging verið tekin í notkun og þar hefur Ásbjörg tekið við stjóminni. í hótelinu eru 12 tveggja manna herbergi, rúmgóð og vistleg, með sjónvarpi og síma. Áformað er að bæta við 7 herb. á næsta ári. Bók- anir fyrir sumarið eru nokkuð góðar, að sögn Árdísar Bjömsdóttur sem er starfandi hótelstjóri í bili vegna veikinda Ásbjargar. Þá er matsalur sem rúmar 110 gesti og inn af honum vistlegur bar opinn öll kvöld. Þegar hótelið nýja var opnað voru um 300 gestir við- staddir og flutti sr. Bolli Gústafsson hugvekju og bað staðnum blessunar og því starfí sem þar væri unnið. Einnig bárust blóm og gjafir, þ. á m. fánastangir sem hafa verið settar upp á bflastæði hótelsins. Ásbjörg rak sumarhótel í Varma- hlíðarskóla í 20 ár. Kaffihlaðborð á sunnudögum hafa þótt sérlega gimi- leg og margir Sauðkrækingar fara þangað í fasta sunnudagsbfltúra. Arkitekt hússins er Birgir Ágústs- son á Akureyri, en teikningar gerði Mikael Jóhannesson. Smiðill hf. í Mývatnssveit byggði hótelið og meistari var Kristján Ingvarsson. ■ Bjöm Bjömsson, Sauðárkróki. Tjaldstæði nálægt Akuieyri TJALDSTÆÐUM fyrir 130 tjöld var nýverið komið upp í nágrenni Akureyrar, nánar til- tekið á Húsbrekku sem er í um 6 km fjarlægð frá Akureyri. Þar er þjónustumiðstöð og stæði fyrir sex húsbfla. Auk þess era möguleikar á bátaleigu frá Halllandsnesi. Eigendur tjald- stæðanna eru Haraldur Guð- mundsson og Sigurbjörg Þor- steinsdóttir. h Þama eru stæði fyrir 130 tjöld og 6 húsbíla. BiskupstHigmiiar eru sælureitur teríamannsins UMSVIF ferðaþjónustu í Biskupstungum fara ört vaxandi. Þar er nú talið að 35 ársverk séu í greininni fyrir utan fjölda annarra þjónustuaðila sem tengjast greininni með einum eða öðrum hættí. Til samanburðar er talið að 60-70 ársverk séu í garðyrkju og 80 í hefðbundnum landbúnaði. JÞetta er vaxandi hhitfall hér í sveit- inni. Vöxtur hefur að undanförau verið í garðyrkju en núna er það ferðaþjónustan," sagði Sveinn Sæland, formaður ferðamála- nefndar sveitarinnar. Segja má að Biskupstungur séu sælureitur ferðamannsins. Eflár því sem umfang þjónustunnar vex eykst fjölbreytnin í alþreyingu og gistímöguleikum. Á hveiju ári er talið að 120 þúsund ferðamenn fari um Biskupstungnasvæðið. Þá era ríflega 400 sumarbústaðir á svæð- inu og æ fleiri hafa atvinnu af þjón- ustu við þá. . „Við höfum ekki þurft að augiýsa svæðið upp heldur að skapa og fá fram möguleika á afþreyingu," seg- ir Sveinn Sæland, en ferðamála- nefnd og sveitarstjóm hafa hvatt aðila á svæðinu til þess að koma upp afþreyingu. Einn liður í því er samstarfsverkefni hreppsins og Skógræktar ríkisins um að skapa fólkvang í Haukadal sumar og vet- ur. Komið var upp merktum og troðnum skíðagönguleiðum sl. vetur og áformað að merkja sumargöngu- leiðir og taka saman aðgengilegar upplýsingar um náttúm staðarins. Veruleg uppbygging hefur átt sér stað á Geysi. Þar er glæsilegt hótel sem oft annar hátt í 1.000 manns í mat þegar rútuflotar koma með fólk af skemmtiferðaskipum. Ný- lega var tekin í notkun viðbygging við söluskálann sem gefur enn betri möguleika á þjónustu við ferðafólk. Ein af náttúruminjunum í Tung- unum er Pollengi sem er mýrlendi á mótum Tungnár og Hvítár. Þar er íjölbreytt fugialíf og kjörland fuglaskoðara og þeirra sem kunna að umgangast slík svæði. Við Poll- engið er nýr gistístaður á Galtalæk. Þar em 7 tveggja manna herbergi í tvflyftu húsL „Við viljum vera með rólegan stað fyrir þá sem kunna að meta slíkt og vilja kynnast upp- sveitum Ámessýslu, skoða náttúru- perlur og söguslóðir. Af Galtalækj- arhæðinni við bæinn má virða fyrir sér fjallasýnina við stórkostlegan Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Ágústa Ólafsdóttír og Björn Sigurðsson á sundlaugarbakkanum. Eigendur Galtalækjar og for- stöðukonan. Njörður Geirdal, Hjördís Geirdal og Sigurbjörg Snorradóttir. Þjónustan í Skyggnisskógi við Úthlíð hefur sifellt meira að- dráttarafl eftír því sem þjónust- an vex. og margraddaðan fuglasöng," sagði Hjördís Geirdal sem annast rekstur gistíheimilisins. „Það má vel segja að við séum að selja þessa fjalla- sýn.“ Mikil umsvlf í ÚthlíA Mikil uppbygging orðið undan- farin ár í Uthlíð. Þar er nú fjöldi sumarbústaða í Skyggnisskógi og sundlaug og nýlega var opnaður veitingasalur fyrir ríflega 100 manns. Tjaldsvæði er skammt frá lauginni og þjónustumiðstöðinni og 9 holu golfvöllur verður gerður þar í sumar. Nýlega var lokið við að sam- þykkja og ganga frá sumarhúsa- skipulagi í Skyggnisskógi fyrir 170 bústaði en á ári hveiju eru leigðar út 7—10 lóðir. „Það er stöðug eftir- spum og við reynum að verða við þeim óskum sem berast," segir Bjöm Sigurðsson í Úthlíð. Áformað er að setja upp miðlunartank fyrir hitaveituna svo hún anni því þegar allir skrúfa frá tíl að fylla heitu pottana en tíl þess þarf 70 þús. lítra. „Það hefur verið góð aðsókn í vor. Við veitum þjónustu bústaða- fólkinu hjá okkur héma í Skyggnis- skógi, Miðhúsaskógj og Brekku- skógi. Svo er héma heilmikið renn- irí og má segja að annar hver bíll af þjóðveginum hér fyrir neðan komi heim, sumir til að skoða og aðrir til að fara í sund og fá sér hressingu. Ég er því mjög bjartsýnn á umsvifin héma í náinni framtíð," sagði Bjöm ferðabóndi í Úthlíð. ■ Sig. Jóns., Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.