Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1993 Hversvegna flokkum við ekki ruslið okkar heima og komum því í endurvinnslu? UNDANFARIN ár hefur það færst í vöxt að íbúar hér flokki rusl sitt, safni a.mk. gosdósum og fari með dagblöð í endurvinnslu. En við erum aftarlega á merinni í samanburði við íbúa margra annarra landa. Hversvegna? Við státum okkur gjarnan af því að eiga hrein- asta land í heimi en gerum okkur ekki grein fyrir því að það verð- ur það ekki af sjálfu sér um ókomna framtíð. Við hendum hugsunar- laust í ruslapokann, bréfbleyjum, niðursuðudósum, umslögum og auglýsingapésum og allskyns umbúðum og það er algengt að við hendum stórum plastpokum af rusli í tunnuna á hveijum degi. GJald fyrir sorphirðu Fáir leggja vinnu í að þjappa msli saman og á heildina er fólk of kæmlaust þegar úrgangur frá heimilum er annarsvegar. í tillögum sem heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sent frá sér um markmið og leiðir í úrgangs- og mengunarmál- um á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að tekið verði upp sérstakt sorp- hirðugjald fyrir heimili. Gjaldið verður í hlutfalli við magn sorps sem hirt er hveiju sinni. Á móti kemur að verði felld niður tunnu- og sorphirðugjöld sem nú eru inn- heimt með fasteignagjöldum. Einn liður í því hve áhugasamir íbúar í Minnesota eru er sá að þeir þurfa að borga fyrir hvem poka sem þeir henda af úrgangi sem ekki er endurvinnanlegur. Rusl sem hægt er að flokka losa þeir sig við endur- gjaldslaust. Vantar þjónustu fyrir almenning Af hveiju stafar þetta áhugaleysi okkar? Það vantar tengiliði, aðila sem sækja flokkað rusl heim að dyrum segja sumir. Aðrir benda á að það vanti almenna fræðslu um umhverfísmál og að koma fólki í skilning um hve mikilvægt það er að hver leggi sitt af mörkum. Margir bera því við að hafa ekki geymslupláss og hafa jafnvel gefíst upp á dósasöfnun sökum plássleys- is. Þetta á vonandi eftir að breytast og þróunin í nýjum húsum og íbúð- um er sú að gert er ráð fyrir sér- stökum flokkunarstað annaðhvort í geymslu eða í sérstökum skáp í eld- húsinu. 70.000 tonn fara í urðun Að sögn Magnúsar Stephensens tæknifræðings hjá Sorpu bámst fyrirtækinu um það bil 86.000 tonn af úrgangi á síðasta ári og þar af komu um 15.000 tonn á gámastöðv- amar frá almenningi. Tveir þriðju af þessum 15.000 tonnum fara í náttúmlegan farveg eins og endur- vinnslu og jarðvegsgerð. Töluvert af sorpi fer til annarra en Sorpu og þegar allt er reiknað er talið að úrgangur á mann á höfuðborgar- sævðinu sé um 750 kg. Talið er að til Sorpu berist um 575 kg á mann. Inn í þessu er allur úrgangur, einn- ig frá fyrirtækjum. Að sögn Magn- úsar eru þessar tölur ekkert sér- staklega háar miðað við önnur vest- ræn þjóðfélög. Það sem fer í endurvinnslu em í allt tæplega 20.000 tonn og þar erum við á eftir mörgum öðmm löndum því afgangurinn semsagt um 70.000 tonn fer í urðun. Gámar fyrlr flokkað rusl í hverfln í tillögunum sem Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur sendi frá sér á síðasta ári um markmið og leiðir í úrgangs- og mengunarmálum á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að Sorpa komi upp gámum i tilrauna- skyni til söfnunar á endurvinnan- legum úrgangi. Komið er með þá uppástungu að gámar verði á stöð- um þar sem flestir komist auðveld- lega að þeim og tilraun þessi taki m.a til dagblaða, fatnaðar og drykkjaríláta. Mælist nefndin til að fyrirtækið standi fyrir upplýs- ingamiðlun og hvatningu til al- mennings og fyrirtækja að flokka sem mest af endurvinnanlegum úr- gangi. Þetta á líka við um hættuleg- an efnaúrgang. Fólk getur flokkað hellmiklð núna Hvaða úrgang geta úöiskyldur flokkað núna ef þær eru áhugasam- ar og sætta sig við að flokka og koma úrgangnum á áfangastað sjálfar? Að sögn Magnúsar Stephensens er ýmislegt sem fólk getur komið með í gámana ef það vill. Gler eins og krukkur utan af rauðkáli, sultu o.s.frv. sem ekki er með skilagjaldi fer alla jafna í urðun og er ekki flokkað. Vilji fólk flokka það snyrti- lega niður má setja það í gijótgám og það er síðan notað sem fylliefni í grjót- eða malarurðun. Niðursuðudósir og annað málm- kennt eins og Iokin af glerkrukkum má flokka sér og setja síðan í svo- kallaða málmgáma. Engin sérstök flokkun er á plast- umbúðum og því fer allt plast í venjulegt rusl og er urðað. Hvað snertir matarafganga eins og hýði af ávöxtum, eggjaskum og kaffikorg, getur fólk sjálft farið með út í garð og grafið niður eða sett í kassa. Með tímanum verður þar til góð og næringarrík mold fyrir gróðurinn. Að sögn Magnúsar þarf að moka vel yfir matarafganga eða setja í veglegan lokaðan kassa svo að meindýr komist ekki í afgangana. „Fólk þarf að afla sér ítarlegra upplýsinga áður en það fer í að gera þetta.“ Morgunblaðið/Júlfus Hægt er að koma með garðaúr- gang til Sorpu. „Timbur notum við í tréflísar sem fara í kolefnisinn- blöndun í kísilstál á Grundartanga. AIls eru það um 8.000 tonn af tré- flísum sem við látum frá okkur á ári og um 2.000 tonn sem ekki hefur verið hægt að nota hingað til sökum þess hversu mikið smælki það er. Ætlunin mun þó vera að nota það í jarðvegsgerð. Þá sagði Magnús að þeir tækju á móti dagblöðum við gámastöðvar svo og tímaritum og bylgjupappír og nú þegar skilar almenningur um 50 tonnum á mánuði til þeirra af dagblöðum. Auk þess koma blöð frá fyrirtækjum. Dagblöðin fara í út- flutning til Svíþjóðar en þar sem verð er fallandi stefnir sá rekstur nú í tap. Fyrirtæki sem framleiðr eggjabakka nýtir dagblöð í fram- leiðslu sína og töluvert magn fer þangað og ekki í gegnum Sorpu. Sorpa hefur tekið upp á því að tæta pappírinn og selja hestamönn- um. Þeir strá pappírstætingnum í básana til að þurrka þá upp og reynslan af því er ágæt, rykið er minna en fylgir hefilspónum. Rekló með tapl Magnús segir að flutningskostn- aður til útlanda hindri þá í endur- vinnslunni, dýrt sé að senda úrgang úr landi til endurvinnslu og rekstur- inn sé jafnvel rekinn með tapi. Enn sem komið er hafa forráðamenn hjá Sorpu ekki fundið leiðir sem borga sig til að koma upp aðstöðu til að endurvinna hér á landi að neinu marki. Fyrirtækið Sorpa er einung- is 2ja ára og það var ákveðið að fara hægt af stað til að ná fót- festu. Eftir að hafa rætt við ýmsa aðila sem tengjast sorphirðu hér á landi kemur í ljós að þessi mál eru mikið til umræðu núna og ef al- menningur myndar þrýsting og sýn- ir málefninu áhuga mun það ýta á frekari aðgerðir í endurvinnslumál- um. Það þarf átak í sorphirðu á íslandi og því fljótar sem við tökum höndum saman því betra. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir ] Sæðisfrumur í útrýmingarhættu FYRIR 50 árum var talið eðlilegt að 60 milljón sæðisfrumur væru í hverjum millílítra sæðisvökva. Nú teljast þeir góðir sem hafa 20 milljón frumur í hverjum millílítra. Ófrjósemi er orðin nokkuð alvarlegt vandamál á Vesturlöndum og á Islandi bíða t.d. hátt á 4. hundrað hjóna eftir glasafijóvgun, eins og nýlega kom í Daglegu lífi. Ýmsar kenningar eru á lofti um ástæðu fyrir tíðari ófijósemi karla. Ein er sú að of mikið af verksmiðju- framleiddu kvenkynhormónunum estrógeni, sé í umhverfinu. Nýlega birtist grein í The Time þar sem skýrt var frá þessari kenningu. Gervl-hormón Estrógen-hormón myndast í eggjastokkum kvenna fyrir tilstuðl- an náttúrunnar og er hlutverk þeirra að ákveða og viðhalda þeim kyneinkennum sem fram koma á kynþroskaskeiði. I getnaðarvarna- Sæðisfrumur séðar gegnum smá- sjá. Sprækum sæðisfrumum fer fækkandi og hefur þróunin orðið alvarleg á síðustu 50 árum. pillunni, eða P-piIlunni eins og hún er kölluð dags daglega, eru hins vegar gervi-estrógen og beinast augu manna sem aðhyllast áður- nefndar hugmyndir fyrst og fremst að gervi-hormónunum. Claire Rayner ritstjóri bókarinn- ar Atlas of the body & mind segir að þó menn séu fijóir geti verið mikið magn af vansköpuðum sæðis- frumum innan um þær heilbrigðu. Vanskapnaðurinn felst einkum í að frumur eru tvíhöfða eða með tvo hala. „Við syndum í estrógen-sjó, sem gæti orðið til að karlar verði æ lík- ari konum,“ segir greinarhöfundur The Times, Jeremy Laurance. Hann segir að í kúamjólk hafi mælst mik- ið magn af estrógeni og bendir á að á síðustu 50 árum hafí mjólkur- drykkja aukist til muna. „Einnig er estrógen í mörgum sveppum og jurtum, sérstaklega í soja,“ segir hann og telur jafnvel að hormónin séu í drykkjarvatni. Benedikt Ó. Sveinsson kvensjúk- dóma-og fæðingalæknir, sem fylg- ist mjög vel með umræðu og nýj- Skyldu kvenkynhormón leynast í dropunum? 4 mánaða gamalt fóstur. Um þessar mundir er unnið að rannsóknum á liugsanlegum áhrifum gervi-estrógena á fóstur., ungum á þessu sviði, sagði við Daglegt líf að hann kannaðist við þessar hugmyndir og sér þættu þær athyglis- verðar. Umræða um málið hefði komið upp á nýafstöðnu þingi fæð- ingalækna í Berlín. Leka verksmiðjurnar? „Það kemur mér á óvart hversu margir karlar eru ófijóir af ástæðum sem ekki er unnt að skýra. Þar á ég við fullfríska menn, sem ekki hafa fengið sýkingar eða sjúkdóma sem skýra ófijósemi þeirra. Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvers vegna sæði hafí hrakað svona mikið. Það er áhyggjuefni ef gervi-estrógen eru farin að menga lífkeðjuna og á þinginu í Berlín var sjónum m.a beint að verksmiðjum sem fram- leiða þessi efni og þeirri hugmynd varpað fram hvort efnaúrgangur hefði einfaldlega verið losaður í sjóinn gegnum tíðina." Mlnnl eistu Líkaminn sér sjálfúr um að bijóta niður nátt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.