Morgunblaðið - 03.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Sér grefur gröf á seinnihluta þessarar framkvæmd- ar. eftir Hjörleif Stefánsson Vikublaðið Pressan birti á fimmtudag alvarlegar og ærumeið- andi ásakanir Guðmundar Magnús- sonar, setts þjóðminjavarðar, þess efnis, að börn Kristjáns Eldjárns og undirritaður hafi misnotað opin- bert fé. Hér er um svo alvarlegar ásakanir að ræða að undir þeim verður ekki setið þótt um sé að ræða Pressuna. Málavextir eru í fáum orðum þessir: Árið 1983 var ljóst orðið að hvorki Þjóðminjasafn íslands né Málarafélag Reykjavíkur, sem þá var eigandi Stapahússins svokall- aða, þar sem það stóð í Vogi á Mýrum, myndu ráðast í það að bjarga húsinu frá eyðileggingu, og ákváðu ég og eiginkona mín, Sigrún Eldjárn, þá að taka það að okkur. Málarafélag Reykjavíkur afhenti okkur húsið með stjómarsamþykkt sem endanlega var samþykkt á aðalfundi Málarafélags Reykjavíkur 26. apríl 1984. Við tókum húsið niður eftir að hafa merkt alla hluta þess og fluttum í bráðabirgða- geymslu í Reykjavík. Til þess verks fengum við 25 þúsund króna fjár- styrk úr Húsafriðunarsjóði. Tveimur árum seinna gerðum við samning við landbúnaðarráðuneytið um leigu lóðar á Arnarstapa þar sem húsið stóð upphaflega. Sama ár endurreistum við húsgrindina á nýjum grunni og árið eftir var hús- ið klætt að utan. Síðan höfum við haldið áfram endurbyggingu húss- ins ár eftir ár og er nú farið að síga Öll þessi framkvæmd hefur frá upphafi verið fyrir okkar fram- kvæði, á okkar ábyrgð, á okkar kostnað og við höfum greitt af hús- inu lóðagjöld og fasteignagjöld eins og lög gera ráð fyrir. Ljóst var í upphafi að við hefðum alls ekki bolmagn til þess að standa undir þessari framkvæmd ein og óstudd. Ætlunin var frá fyrstu stundu að efna til félagsskapar um þessa framkvæmd og þótt ekki yrði úr formlegri félagsstofnun, þá tók allslór hópur vina og venslamanna þátt í þessari vinnu með okkur og sami hópur hefur að mestu leyti óbreyttur haldið áfram þátttöku í verkinu, nú seinustu vikurnar sem meðeigendur að húsinu. Við höfum leitað margra leiða til að afla fjár til framkvæmdanna með misjöfnum árangri eins og gengur. Fjárstyrki höfum við fengið úr Húsafriðunar- sjóði og fjárveitingu á fjárlögum. Árið 1986 lýstum við því yfir skriflega með bréfi til Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar að við óskuð- um þess að Þjóðminjasafn íslands yrði eigandi að hluta í Stapahúsinu sem næmi framlagi opinberra sjóða til endurbyggingar þess. Þegar end- urbyggingu hússins lyki yrði fyrst Ijóst hver stór sá eignarhluti yrði. Ástæða þessa gjörnings var sú að ég vann ýmis konar sérfræðistörf fyrir Húsafriðunarnefnd ríkisins sem ráðgjafi nefndarinnar og taldi æskilegt að búa svo um hnútana að styrkveitingar til Stapahússins gætu undir engum kringumstæðum talist gagnrýnisverðar vegna óbeinna tengsla minna við nefnd- ina. Hér var ekki um samning að ræða, heldur einhliða yfirlýsingu „Ásakanir Guðmundar Magnússonar í Press- unni 1. júlí sl. eru ekk- ert annað en rógburður sem ekki verður liðinn. Það sem fram til þessa var talið lofsvert fram- tak einstaklinga til varðveislu menningar- minja, er nú undir stjórn setts þjóðminja- varðar gert tortryggi- legt og reynt að sverta mannorð okkar sem að því höfum staðið.“ okkar. Vert er að árétta, að fjárstyrkir úr Húsafriðunarsjóði renna að mestu leyti til húsa í eigu einstakl- inga og félaga og teljast þeirra eign, enda sé þeim varið í samræmi við kröfur Húsafriðunarnefndar. Engar kröfur eru fram settar um eignar- aðild sjóðsins að húsum sem styrki fá og að jafnaði er sjóðnum ætlað að bæta mönnum þann aukakostn- að sem af friðlýsingu stafar og þeim kröfum sem Húsafriðunar- nefnd gerir til viðgerðar friðaðra húsa umfram önnur hús. í bréfi Guðmundar Magnússonar til mín, dags. 19. maí 1993, segir að Þjóð- minjasafn íslands hafi á undanförn- um árum „varið nokkru fé, sem safninu er ætlað til viðhalds gam- alla húsa, til endurbyggingar Amt- mannshússins auk annarrar fyrir- Hjörleifur Stefánsson greiðslu, s.s. við rafmagnsheimtaug árið 1988.“ Undirrituðum var ekki kunnugt um að safnið hefði varið fé til endur- byggingar Stapahússins og óskaði ég þess bréflega hinn 26. maí sl. að lagðar yrðu fram nánari upplýs- ingar um þetta atriði, þ.e. hvaða upphæðir og hvaða þætti fram- kvæmdarinnar væri um að ræða. Svar við þeirri ósk hefur ekkert borist nema í umræddri grein í Pressunni, þar sem haft er eftir Guðmundi: „Enda höfum við lagt mörg hundruð þúsundir krónur í þetta hús“ án frekari skýringar. Um rafmagnsheimtaugina er þetta að segja: Árið 1987 hafnaði stjórn Rafmagnsveitna ríkisins ósk minni um að heimtaugargjald yrði fellt niður og greiddum við fullt verð fyrir heimtaugina, 89.895 kr. Áður en við seldum meðeigend- um okkar hlut í Stapahúsinu 13. mars sl. gerðum við þeim grein fyrir yfirlýsingu okkar um að opin- ber framlög til hússins skyldu telj- ast eign Þjóðminjasafns íslands og að því yrði þinglýst þegar endur- byggingu hússins lyki. Söluverð hússins var metið sem 4 milljónir króna, eða um ‘A hluti af trygging- arverðmæti hússins. Sú upphæð er vel innan þeirrar fjárhæðar sem lögð hefur verið til framkvæmdar- innar og langt innan við raunveru- legan kostnað við hana. Á þessum gjörningi höfum við ekki hagnast, heldur höfum við lagt fram mikla vinnu til verksins án endurgjalds. Ákvörðun menntamálaráðuneytis- ins um að heimila að húsið skuli fært á fornleifaskrá breytir engu um eignarhald á húsinu. Frá árinu 1986, þegar yfirlýsing okkar vár samin, hafa málefni húsa- safns Þjóðminjasafnsins breyst nokkuð. Þjóðminjaráð telur nú m.a. nauðsynlegt að stefna að því að létta af Þjóðminjasafninu að nokkru leyti byrðum af húsasafninu og reyna að fá aðra aðila til að taka að sér hús sem nú teljast til safns- ins. Settur þjóðminjavörður hefur m.a. í því skyni gefið Árbæjarsafni tvö hús sem áður voru í húsasafn- inu, Vopnafjarðarhúsin svokölluðu, ráðstöfun sem auðvitað er ekki í samræmi við lög og reglur. Með hliðsjón af þessum breyttu aðstæð- um höfum við talið rétt að bjóða safninu að losna undan aðild að Stapahúsinu. Ef Þjóðminjaráð kýs að safnið verði framvegis aðili að endurbyggingu hússins í samræmi við yfirlýsingu okkar frá 21. októ- ber 1986 þá mun sú aðild verða bundin vissum skilyrðum. Ráðstöf- unarréttur á eignarhlutanum verði m.a. skertur. Aðalatriði málsins eru að okkar mati þessi: Tekist hefur að bjarga Stapahúsinu þó að Þjóðminjasafn Islands treysti sér ekki til þess á sínum tíma. Verkið var unnið á okkar ábyrgð og frumkvæði með aðstoð og velvild margra annarra. Húsið var okkar eign þar til 13. Stefnt í nýja Sturlungaöld eftir Önund * Asgeirsson Kjarasamningar og kvótar Nýir kjarasamningar voru undir- ritaðir 21. þ.m. með óbreyttum kjör- um. Allir voru himinlifandi og föðm- uðu hvor annan í gleiðivímu, svo sem sýnt var í sjónvarpi og blöðum. Sigurvegarar samninganna voru hins vegar kvótaeigendurnir - sæ- greifamir hennar Agnesar, en þeir hafa nú náð eftirfarandi árangri: 1. Að úthlutun aflaheimilda Hag- ræðingasjóðs verði endurgjaldslaus. 2. Að gengi krónunnar verði því aðeins óbreytt, að verðlag sjávaraf- urða verði a.m.k. 3% hærra á 3. ársfjórðungi í ár en það var á 1. ársfjórðungi. 3. Að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993-1994 verði ekki minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta þýðir væntanlega, að ekki skuli tek- ið neitt tillit til tillagna Hafrann- sóknastofnunar. Segja má, að hér sé þetta staðfést, því að hingað til hefir ekki verið farið eftir tillögun- um. Áður hafði þeim tekist að fá tek- ið upp í tillögur Tvíhöfðanefndar- innar eftirfarandi: 4. Að Þróunarsjóður sjávar- útvegsins skuli fá 4.000 m.kr. fram- lag úr ríkissjóði auk eigna annarra sjóða, sem Þróunarsjóðurinn yfir- tekur, en LÍÚ hefir sérstaklega mótmælt því, að Þróunarsjóðurinn yfirtaki skuldbindingar þessara sjóða. Þar segir ennfremur, að allar eignir og tekjur Þróunarsjóðsins skuli ganga til úreldingar á físki- skipum og framleiðslutækjum í fískiðnaði til ágústloka 1995. 5. „Þá er samkomulag (í Tví- höfðanefnd) um að frá og með því fiskveiðiári, sem hefst 1. september 1996, skuli innheimtgjald af úthlut- uðu aflamarki. Upphæð þessi skal miðuð við að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum þeim, sem hann tekur á sig.“ Veiðigjaldið er því ekki lengur skattur til ríkis- sjóðs, heldur skal sjóðurinn einung- is notaður til niðurgreiðslu á offjár- festingu útgerðarinnar. Jafnframt skal óheimilt að Ieggja á hærra gjald en útgerðin sjálf ákveður og sættir sig við. Fyrir útgerðina er þetta nýtt sakramenti — fyrirgefn- ing allra fyrri synda. Fyrir almenn- ing er þetta „hagkerfi dauðans", þeir mega fara að vaga, því að nú skal sett á þá nýtt vistarband og þeir gerðir réttlausir um aldur og ævi. Uppsöfnunaráhrif kvótakerfís- ins sjá fyrir því. Ekki þarf að draga í efa, að múlbundnir trússhestar á Alþingi muni fýlgja forystunni og veita þessum málum brautargengi, enda ríkir þar ekki lýðræði lengur, heldur agi húsbóndavaldsins. Það hefír komið greinilega í ljós að undan- fömu, að þeim, sem ekki fylgja reglum vistarbandsins nýja, bíða hin hörðustu örlög. Jafnvel þjóð- kjörnum forseta landsins var hótað einangrun og samstarfsslitum, ef hann beygði sig ekki undir agavald- ið í EB-málinu. Þetta minnir meira á valdabaráttuna í Rússlandi en vinr.ubrögð í lýðræðisríki. Sjávarútvegsstefna bundin framsali á kvótum Sökum of stórs veiðiflota og minnkandi þorskafla árlega er nauðsynlegt að takmarka árlega veiði með ársbundnum kvótum. Framsal kvóta milli skipa eða út- gerðaraðila innan ársins er einnig eðlilegt, þar sem það kemur í veg fyrir að of mörg skip stundi veiðarn- ar. Þetta á alveg sérstaklega við þegar um minnkandi veiði er að ræða. Hins vegar er uppsöfnun og framsal kvóta til lengri tíma ógilt, þar sem það er í beinni andstöðu við stjórnarskrána. Ákvæði núver- andi fiskveiðilögsögu um slíkt fram- sal er því ógilt og í áhættu þeirra, sem keypt hafa. Er mjög líklegt, að þegar slík kvótakaup verða óg- ilt, sem hlýtur að verða innan skamms tíma, muni kvótakaupend- ur tapa því fé, sem þeir hafa sett í slík kvótakaup. Ákvörðunin um varanlegt framsal á kvótum, sem nú er bundið í fiskveiðilögum, felur í sér ævarandi eign kvótanna, sem þannig koma aldrei til úthlutunar aftur. Aðeins útgerðarmenn á árun- um 1983-1984 — viðmiðunarárun- um — komu til greina við úthlutun kvótanna og útgerðarmenn og trillukarlar voru að selja skip sín án þess að fá nokkuð fyrir þann kvóta, sem þeir höfðu tryggt skip- unum með eigin afla. Nú hafa útgerðarmenn, sem fengu úthlutað kvótum, sannað með fyrirhyggjulausri íjárfestingu í óarðbærum skipum, að kvótakerfið er í raun dautt — sjálfdautt. Þeir hafa hengt sig í eigin kvótasnöru og bíða þess nú að hert sé að með enn frekara fiskleysi. Þeir eru að hengja sig sjálfir með eigin óbil- girni og þessu verður ekki breytt nema með nýrri uppstokkun fisk- veiðanna. Opinber fyrirgreiðsla er óframkvæmanleg Grundvöllur opinberrar fyrir- greiðslu með gengisfellingum, sjóðasukki, óraunsærrar bankafyr- irgreiðslu, afskriftum með gjald- þrotum útgerðarfyrirtækja o.s.frv. er ekki lengur til. Það verður að stöðva tvískinnunginn innan ríkis- stjómarinnar, þar sem annars vegar er lagt bann við gengisfellingu, en sukkinu að öðru leyti haldið áfram, með óhjákvæmilegri erlendri skuldasöfnun. Við höfum enga Dani til að taka á sig skuldabyrðina, svo sem var hjá Færeyingum. Þessi stefna leiðir yfír okkur ömurleg örlög, sem óhjákvæmilega leiða til nýs „vistarbands" útgerðanna, en Önundur Ásgeirsson „Þeir eru að hengja sig sjálfir með eigin óbil- girni og þessu verður ekki breytt nema með nýrri uppstokkun fisk- veiðanna.“ almenningur er rekinn út að vaga í atvinnuleysinu. Þessa er nú aðeins skammt að bíða. Stjórnvöld skilja þetta ekki. Útgerð Samheija á Akureyri er jafn gömul kvótakerfinu, og vekur aðdáun allra, sem fylgjast með þessum málum. Á 9 árum hefir þeim tekist að byggja upp flota sex frystitogara, áætlað verðmæti 5.000 m.kr. og kvótaeign upp á 14.000 þorsktonn að verðmæti um 3.000 m.kr., alls um 8.000 m.kr. á sama tíma og flestir aðrar útgerðir eru í neikvæðum rekstri. Dæmið sannar að opinber afskipti af út- gerðinni á þessum árum voru óþörf, og hafa unnið mikið ógagn og óbæt- anlegum skaða fyrir almenna borg- ara þessa lands, því að ríkissjóður og almenningur borgar tapið, en nýtur einskis af jákvæðum rekstri. Úrræði í augsýn Skagstrendingar hafa sett fram nýja tillögu, sem gengur út á að fiskurinn frá öðrum togskipum sé settur í fiysti- eða vinnsluskip, til beins útflutnings. Með þessu tækist að hindra síðustu landanir venju- legra skuttogara í frystihús í landi. Þeir ættu að vita betur, því að þeir hafa komið nær öllum sínum veið- um í tvö frábær frystiskip, sem skapa svo til enga vinnu í landi. Til að byggja upp þorskstofninn, þarf að taka upp nýja stjórnun á veiðunum. í stórum dráttum er hún þessi: Allar togveiðar séu bannaðar innan 50 mílna, og öllum úthafs- veiðiskipum sé beint út fyrir 200 mílna mörkin, sem gefur auknar þjóðartekjur. Handfæri og línuveið- ar séu gefnar fijálsar innan 50 mílnanna, en þó bundnar há- markskvótum per skip. Framsal kvóta sé fijálst milli skipa innan hvers fiskveiðiárs, en flutingur kvóta milli ára sé bannaður. Drag- nót og netaveiðar séu bannaðar á hrygingartíma þorsksins. Þetta eru einfaldar reglur, sem auðvelt ætti aðvera að framkvæma. Svo kemur þorskurinn bara af sjálfu sér. Það hefir verið dapurlegt að hlusta á tilkynningar Hafró um lokun veiði- svæða í viku eða skemur, eins og löggjafínn hefir gefíð fyrirmæli um. Þetta virkar eins og auglýsing í fjöl- miðlum. Skuttogararnir bíða við mörkin þangað til klukkan slær, og þá fara þeir í hópum og hreinsa upp smáfískinn. Þetta kalla ráða- menn stjórnun. í Þjóðarsálinni sagði maður, að það ætti að drepa þá. Ný Sturlunga- öld er að hefjast. Fylgishrun stjórn- arflokkanna sannar það mál. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.