Morgunblaðið - 03.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 13 Sigfús Bjarnason formaður Frama Frelsið býður hættunni heim SIGFUS Bjamason, formaður leigiibifreiðastjórafélagsins Frama, segir félagið ekki vefengja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að óheimilt sé að þvinga menn til aðildar að félaginu, eigi þeir að fá leyfi til að aka leigubíl. Breyting á lögum um leigubifreiðaakstur sé óhjákvæmileg. Sigfús gagnrýnir hins vegar málflutning Sigurðar Sigurjónssonar, sem kærði fyrrgreinda löggjöf til dómstólsins, í Morgunblaðinu og segir Sigurð ekki bera mannréttindi fyrir brjósti, heldur eigin hagsmuni. mars sl. og án nokkurra þinglýstra kvaða, en þá seldum við fjórum aðilum hluta af eign okkar og höfð- um til þess fullt frelsi. Sú ráðstöfun mótaðist m.a. af þeirri sannfæringu okkar að með þessum hætti yrði framtíð hússins best tryggð. Ásak- anir Guðmundar Magnússonar í Pressunni 1. júlí sl. eru ekkert ann- að en rógburður sem ekki verður liðinn. Það sem fram til þessa var talið lofsvert framtak einstaklinga til varðveislu menningarminja, er nú undir stjórn setts þjóðminjavarð- ar gert tortryggilegt og reynt að sverta mannorð okkar sem að því höfum staðið. Allir þeir sem bornir eru sökum í máli þessu hafa þegar skrifað þjóð- minjaráði eftirfarandi bréf og sent afrit menntamálaráðherra: Reykjavík, 1. júlí, 1993 ÞJÓÐMINJARÁÐ, Ólafur Ásgeirsson formaður. í dag, fimmtudaginn 1. júlí 1993, birtust í vikublaðinu Pressunni al- varlegar og ærumeiðandi ásakanir Guðmundar Magnússonar, setts þjóðminjavarðar, í garð okkar. Hér með óskum við þess að þjóð- minjaráð biðji alla hlutaðeigandi aðila opinberlega afsökunar á þess- um ummælum setts þjóðminjavarð- ar og veiti honum ávítur fyrir róg- burð. Jafnframt förum við fram á að þjóðminjaráð skýri frá því hvort ásakanir hans séu fram settar í umboði ráðsins. Ásakanir sem þess- ar ætti enginn að setja fram nema studdar séu ótvíræðum rökum og það er óumdeilanlegur réttur hvers manns sem borinn er sökum af þessum toga að þær séu birtar hon- um með öðrum hætti.__ Ólöf Eldjárn, Stefán Örn Stefáns- son, Þórarinn Eldjárn, Sigrún Eldjárn, Hjörleifur Stefánsson, Ingólfur Eldjárn. Höfundur er arkitekt. Farið á Hafn- ardaginn í Sundahöfn Hafnargönguhópurinn fer frá Hafnarhúsinu að vestan- verðu kl. 10 laugardaginn 3. júlí í Sundahöfn til að taka þátt í Hafnardeginum. Áður en lagt verður af stað verða skoðaðar elstu minjar um hafnar- mannvirki í Reyjavík. Frá nýja mið- bakkanum verður farið um borð í farþegabát í Suðurbugt og siglt með ströndinni inn í Sundahöfn og farið um kynningarsvæðið. Kl. 13 verður kallað á fetju frá Viðey og síðan lent við Bæjarvör_og gengið austur á eyna og minjar um hafnar- mannvirki frá byijun þessarar aldar skoðaðar á Sundbakka. Heimsókninni á Hafnardaginn í Sundahöfn lýkur milli kl. 17 og 18 með því að siglt verður til baka í Suðurbugt í gömlu höfninni og lagst þar að bryggju. Öllum er velkomið að taka þátt í ferðinni. TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI - hótelið þitt „Sigurður kærði ekki til Mann- réttindadómstólsins af því að hann hefði áhyggjur af mannréttindum, heldur vegna þess að hann rekur bílastöðina 3x67 og vill afnema leyfisveitingar til leigubílaaksturs," sagði Sigfús í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði 3x67 rekna í ólöglegri samkeppni við leigubíla- stöðvar, þar sem greiðabílar stöðv- arinnar flyttu fólk gegn gjaldi, sem væri óheimilt samkvæmt lögum og reglugerð. „Það hefur gengið erfið- lega að fá lögregluna til að skipta sér af þessum rekstri," sagði Sigfús. Slæm reynsla í Svíþjóð Hann sagði að í Svíþjóð, þar sem akstur leigubíla hefði verið gefinn fijáls, væri nú auðveldara að fá leigubíl, en jafnframt hefði það færzt í vöxt að misindismenn ækju leigubifreiðum. Dæmi væru um að bílstjórar hefðu ráðizt á farþega sína og jafnvel nauðgað konum og einnig væri mikið um að svindlað væri á fólki, sérstaklega útlending- um. Ekki væri lengur gengið eftir því að leigubílstjórar hefðu hreint sakavottorð. Farþeganna vegna Sigfús sagði að það væri ekki ein- göngu vegna eigin hagsmuna, sem leigubílstjórar héldu því fram að fjöldi leigubfla ætti að vera takmarkaður með leyfum, heldur teldu þeir að frelsi byði hættunni heim í þessum efnum. „Ég er ekki að segja að það eigi að vera einokun á þessu, en núverandi kerfí er bezt, bæði farþeganna vegna og okkar vegna. Þetta kerfi vill Sig- urður Siguijónsson hins vegar btjóta upp,“ sagði Sigfús. POSTSENDUM SAMDÆGURS TILBODSVI UM HELGINA ÓTRÚLEGT ÚRVAL A F TJÖLDUM 12A00. stgr. 35.000. stgr. / H 2 MANNAtjakf DD200 I^SVEFNPOKI Nitestar-5° I DÝNA -AUtíeinumpakka 5 MANNA tjald Lapbnd 2 SVEFNPOKAR Nicestar -5° 32 Lkadibox Attt íeinum pakka W VID BJÓDUM ÞAD BESTAi 60ÐIR SKOR Á ALLA FÆTUR! r " opið laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13 -16 REGNFOT frá kr. 2.950.- •þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 101 REYKJAVIK S. 91-621780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.