Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 5
4 C MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1993 KNATTSPYRNA/BIKARKEPPNIN Metiðfóll VALSMENN slógu tæplega þrjátíu ára gamalt met KR þegar þeir mættu Fylki í Árbænum í átta iiða úrslit bikarkeppni KSí í gærkvöldi, og sigruðu 1:2 eftir framlengingu. Þeir hafa þar með leikið sextán leiki f bikarkeppninni án taps og átta sinnum hafa þeir þurft framlengingu eða vítaspyrnukeppni til að komast áfram. „Þetta var sætt, sérstaklega að skora á síðustu mínút- unni og frábært að taka metið af KR,“ sagði Anthony Karl Greg- ory sem skoraði bæði mörk Vals, og þar með sigurmarkið, þeg- ar ein mínúta og fjórar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Stelán Eiríksson skrifar Leikurinn í Árbænum í gærkvöldi var jafn, opinn og skemmtileg- ur. Bæði lið fengu góð marktæki- færi, en Valsmenn voru fyrri til að skora og voru marki yfir er flautað var til leikhlés. Fylkismenn voru -fljótir að jafna í síðari hálfleik. Leikurinn var áfram opinn og skemmtilegur, Fylkismenn virtust vera að ná yfir- höndinni um miðjan hálfleikinn, en Valsmenn svöruðu með nokkrum ákveðnum sóknarlotum. Fleiri mörk voru ekki skoruð og þurfti því að grípa til framlengingar. Fátt markvert gerðist í fyrri hálf- Om 4[ Sævar Jónsson tók ■ 1 aukaspymu rétt fyrir framan miðju á 89. mínútu, gaf yfir til hægri á Jón Grétar Jóns- son, sem sendi knöttinn inn í vftateig. Þar stökk Arnljótur Davíðsson upp ásamt vamar- manni Fylkis, vann skallæinvíg- ið og sendi knöttinn með kollin- um inn í markteig, þar sem Anthony Karl Gregory lyfti honum yfír Pál Guðmundsson markmann og sendi í netið. 4| m Æ Á .52. mínútu sendi I ■ I Salih Heimir Porca knöttinn inn í vítateig, inn á markteigshomið hægra megin, þar var Kristinn Tómasson á undan Bjama Sígurðssyni í bolt- ann, lyfti knettinum hátt upp, yfir Bjarna og í hornið fjær. 4| »4%Ágúst Gylfason náði I ■■■iknettinum rétt áður en hann fór út af, vinstra megin á vallarhelmingi Fyikismanna rétt fyrir innan miðju. Ágúst iagði knöttinn fyrir sig, sendi lagiegan „bananabolta" alla leið inn 1 teiginn vinstra megin þar sem Anthony Karl Gregory sneri af sér vamarmann og sendi knöttinn milli lappa Páls Guðmundssonar og í netið, þeg- ar eín mínúta og fjórar sekúndur voru eftir af framlengingunni. FOLX ■ KJARTAN Másson stjórnaði Keflavíkurliðinu ekki í gærkvöldi í bikarieiknum gegn Leiftri. Hann er frá vegna veikinda, en á meðan stjórna Freyr Sverrisson og Sig- urður Björgvinsson þjálfun liðs- ins. I PÉTUR Björn Jónsson skoraði bæði mörk Leifturs og hefur hann skorað tíu mörk í bikarkeppninni. I GUNNAR Már Másson skoraði gott mark fyrir Leiftur þegar stað- an var, 2:3, en á óskiljanlegan hátt var markið dæmt af. Liðsstjórar Leifturs voru ekki ánægðir með dóminn og lét einn þeirra dómarann Sæmund Víglundsson heyra það. Sæmundur vísaði honum frá bekknum. ■ ÞAÐ kom fram á sjónvarps- mynd í gærkvöldi, að Marko Tan- asic snerti knöttinn með hendi áður en hann sendi hann til Kjartans Einarssonar, sem skoraði jöfnun- armark ÍBK, 2:2. leik framlengingar, en í síðari hálf- leik gáfu Fylkismenn nokkuð eftir, Valsmenn fengu þijár hornspymur strax í upphafi og virtust líklegir til að tryggja sér sigurinn. En Fylk- ismenn stóðu af sér þá atlögu og stefndi allt í vítaspyrnukeppni þeg- ar Anthony Karl tók til sinna ráða rúmri mínútu fyrir leikslok. Árbæ- ingar gerðu harðað hríð að marki Valsmanna þá mínútu sem eftir lifði af leiknum, Bjarni Sigurðsson varði meistaralega skot Baldurs Bjarna- sonar og Fylkismenn fengu þijár homspymur áður en flautað var af. „Það er orðinn vani að klára þetta á síðustu mínútunni, og sigurinn undir þessum kringumstæðum er enn sætari," sagði Sævar Jónsson fyrirliði Vals. „Það hefur reynst okkur vel að vera í góðri æfíngu í þessum leikjum. Af þessum sextán hefur átta sinnum þurft framleng- ingu eða vítaspyrnukeppni," sagði Sævar. „Ég á mér ekkert óskalið í undan- úrslitunum. Ef við ætlum okkur að vinna bikarinn verðum við að geta tekið á móti hvaða liði sem er,“ sagði markahrókurinn Anthony Karl. Leikurinn var jafn nær allan tím- ann, og eini munurinn sem sást á liðunum var í síðari hálfleik fram- Iengingarinnar, þegar Fylkismenn gáfu eftir á miðjunni. Mikil barátta var í báðum liðum, vamimar nokk- uð mistækar en Páll í marki Fylkis og Bjami í marki Vals vörðu vel. Amljótur Davíðsson var sprækur í liði Vals og Finnur Kolbeinsson var bestur Fylkismanna. Anthony Karl hetja Valsmanna Morgunblaði/Þorkell ANTHONY Karl Gregory, hinn skeinuhætti framheiji Valsmanna, kom þeim í undanúrslit bikarkeppninnar með því að gera bæð mörkin gegn Fylki í gærkvöldi — það síðara í framlengingu. Hér sækir hann að Páli Guðmundssyni markverði og Haraldi Ulfarssyni Tanasic kom IBK áfram ÓSKABYRJUN Leiftursmanna í Keflavík, er þeir skoruðu tvö mörk á fyrstu 15. mín. leiksins, dugði þeim ekki til að leggja Keflvíkinga að velli. Heimamenn geta þakkað Serbanum Marko Tanasic og ógæfu Leiftursmanna að þeir tryggðu sérfarseðiiinn í undanúrslit bikarkeppninnar. Tanasic gaf Keflvíkingum tóninn með því að skora, 1:2, rétt fyrir leikhlé og síðan lagði hann upp jöfnunarmark þeirra og fiskaði vítaspyrnu sem færði Keflvíking- um forustu og þeir fögnuðu sigri, 4:2. HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE Spánverjinn með örugga förystu MIGUEL Indurain hefur enn örugga forystu í Tour de France hjólreiðakeppninni, eftir 15 leggi af 20. Hann er nú 3 minútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, sem er Kólumbíumaður- inn Alvaro Mejia. Annar Kólumbíumaður, Oliveiro Rincon, sigr- aðiá 15. leggígær þegar hjólaðir voru 231,5 kmfrá Perpignan til Andorra, kom í mark á 7 klst. 20.19 mínútum, tæpum tveimur mínútum á undan næstu mönnum. Tony Rominger frá Sviss varð annar í gær og Daninn Bjame Riis þriðji, báðir á sama tíma. Legg- ur gærdagsins bauð upp á fátt skemmtilegt annað en frábæra frammistöðu Rincons, sem tók for- ystu snemma og hjólaði stóran hluta af leiðinni einn og yfirgefinn. Pólveijinn Zenon Jaskula er nú í þriðja sæti, 4.45 mínútum á eftir Indurain. Tony Rominger er fjórði, 5.44 mín. á eftir. í dag er hvíldardag- ur en á morgun verða rúmlega 230 km hjólaðir frá Andorra. Þjóðveijinn Olaf Ludwig sigraði á 13. legg á laugardaginn, þegar hjól- aðir voru 182,5 km frá Marseille. Úsbekistinn Djamolidine Abdoujap- arov kom annar í mark og Belginn Johan Musseuw var þriðji, á sama tíma og Ludwig; 4 klst. 13.10 mínút- um. Ludwig hætti síðan keppni í gær. Frakkinn Pascal Lino sigraði á 14. leggnum á sunnudaginn, 224 km leið frá Montpellier. Hann kom í mark á fimm klst. 28.51 mínútu, sjónarmun á undan ítalanum Gian- carlo Perini. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Leiftursmenn byijuðu leikinn með miklum krafti og færði Pétur Björn Jónsson þeim óskabyij- un með tveimur glæsilegum mörk- um á fyrstu fímmt- án mín. Keflvíking- ar voru reknir aftur í nauðvörn og voru heppnir að fá ekki työ til þijú mörk á sigtil viðbót- ar. Einar Einarsson átti þrumuskot af 22 m færi, sem Ólafur Pétursson náði að veija á síðustu stundu með því að slá knöttinn í horn. Gunnar Már Másson átti síðan lúmskt skot af 32 m færi — knötturinn strauk stöngina. Þá komst Gunnar Már á auðan sjó, en í stað þess að skjóta, sendi hann knöttinn fyrir mark Keflvíkinga, sem spyrntu knettin- um frá. Keflvíkingar náðu nokkrum sóknum, en þær voru ekki hættu- legar. Það var svo rétt fyrir leikhlé að Tanasic gaf heimamönnum von- ina með skallamarki. Tanásic, sem lék mjög vel — hreyfanlegur og yfirvegaður, var maðurinn á bak við að Keflvíkingar náðu tökum á leiknum. Þeir slógu Leiftursmenn út af laginu með tveimur mörkum á tveggja mín. kafla í seinni hálf- leik og undir lokin fengu heima- menn mörg góð færi til að bæta við mörkum. Síðasta mark þeirra var skorað úr vítaspyrnu á síðustu stundu, því að Leiftusmenn gátu ekki byijað með knöttinn á miðju. Leikurinn var dæmigerður bikar- leikur, sem bauð upp á baráttu og mörg mistök. Oa 4[ Eftir varnarmistök ÍBK á 4. ■ I mín. sendi Gunnar Már Másson knöttinn tii Péturs B. Jónssonar, sem var á auðum sjó við markteigshorn og skoraðí hann með góðu skoti - knötturinn fór í fjærstöngina og þaðan í markið, OB 4% Pétur Björn Jónsson skoraði ■ áCíglæsilegt skallamark frá víta- teig á 16. mín., eftir innkast frá Pétri H. Marteinssyni. Hann kastaði knettinum inn í vítateig ÍBK, þar sem Mark Duffield skallaði knöttinn aftur fyrir sig — til Pét- urs Bjöms, sem hamraði knöttinn í netið rétt undir þversiá. 1mfj% Gunnar Oddsson tók auka- ■ á&spymu á 44. mín. og sendi knöttinn fyrir mark Leifturs, þar sem Marko Tanasic var á auðum sjó og skall- aði knöttinn í netið. 2m Eftir vamarmistök Leifturs ■ JEaOg skógarferð Þorvaldar Jóns- sonar á 63. mín. náði Marko Tanasic knett- inum og sendi hann til Kjartans Einars- sonar, sem renndi honum aúðveldlega í autt markið. 2«43> Tanastc fiskaði vftasp spyrnu á ........166. mín. - þegar Helgi Jóhanns- son felldi hann. ÓIi Þór Magnússon tók vítaspyrnuna og spymti knettinum í Þor- vald Jónsson og af honum fór knötturinn í netið. 2,/| Kjartan Einarsson fiskaði ■"♦vítaspyrnu á 90. mín, er hann lék skemmtilega á vamarmenn Leifturs. Sigurbjörn Jakobsson felldi hann. Gunnar Oddsson skoraði úr vítaspymunni. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1993 C 5, KR-ingar hrósuðu happi gegn lánlausum Eyjamönnum Steinþór Guöbjartsson skrifar KR-INGARfögnuðu 3:1 sigri gegn Eyjamönnum íVestur- bænum og sæti í undanúrslit- um bikarkeppninnar ígær- kvöldi, en sigurinn hékk á blá- þræði. Baráttan var ífyrirrúmi ífjörugum en kaflaskiptum leik, þar sem heimamenn nýttu fær- in, þegar þeir stjórnuðu spil- inu, en gestirnir voru að sama skapi lánlausir, þegar þeir höfðu undirtökin. Eyjamenn voru ákveðnir í að gefa ekkert eftir og höfðu góðar gætur á framheijum KR-inga frá byijun með þeim árangri að miðheij- amir ógnuðu lítið sem ekki neitt. Jafn- framt voru þeir ákveðnir og öruggir á miðjunni og baráttan skilaði sér fljótlega með góðu marki. Smá eftirgjöf gaf KR- ingunum Rúnari Krisinssyni og Heimi Guðjónssyni tækifæri til að ná tökum á miðjunni, tækifæri, sem nægði til að jafna. En Nökkvi Sveinsson og Martin Eyjólfsson höfðu ekki sagt sitt síðasta orð, en þrátt fyrir frábæran leik á miðjunni tókst Eyjamönnum ekki að nýta gullin færi til að ná forystunni á ný. Ýmist voru þeim mislagðar fætur eða Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, sá við þeim. KR- ingar fengu reyndar einnig tæki- færi til að bæta við fyrir hlé en sama var upp á teningnum, menn eyðilögðu færin eða Friðrik Frið- riksson var réttur maður á réttum stað í marki ÍBV. Heimamenn fengu óskabyijun í seinni hálfleik og náðu forystunni, en fljótlega eftir það drógu miðju- mennirnir sig aftur í þeim tilgangi að halda fengnum hlut. Eyjamenn náðu þá aftur tökum á miðjunni, en sem fyrr var þeim fyrirmunað að skora. Hins vegar innsigluðu KR-ingar sigurinn með góðu marki eftir gagnsókn undir lokin. Leikurinn var dæmigerður bikar- leikur, fjörugur og hraður og lengst af skemmtilegur. KR-ingar gerðu það sem þeir ætluðu sér og sýndu á stundum ágætis leik, voru m.a. óhræddir við að skjóta af löngu færi, sem ekki hefur verið þeirra sterkasta hlið. Þeir tóku áhættu með því að bakka í þeirri von að halda fengnum hlut og sluppu með skrekkinn, en engu að síður var vel að mörkunum stað- ið. Eyjamenn léku lengst af vel. Gagnsóknir þeirra voru hraðar og markvissar, en ekki gekk að setja punktinn yfir i-ið að þessu sinni og bráðlætið varð þeim að falli undir lokin. Með yfirvegaðri leik, þegar færin gáfust, hefði það ekki þurft að koma til, en spumingin var um að komast áfram og þeir féllu úr keppni með sæmd. Tómas Ingl Tómasson nær forystunni fýrir KR 6g gerir annað markið gegn Eyjamönnum. Morgunblaðið/Einar Falur Bibercic með þrennu SKAGAMANN sigruðu Víkinga örugglega, 4:1, á heimavelli í gærkvöldi og fóru þar með í undanúrslitin. Það var engu líkara en Skaga- menn ætluðu sér að endur- taka leikinn frá því þeir sigruðu Víkinga 10:1 í deildinni á dögunum. Þeir hófu leikinn af Sigþór miklum krafti og á Eiríksson fyrstu fjórum mín. skrifarfrá ■ fengu þeir tvö Akranesi dauðafæri; í fyrra skiptið skallaði Þórður Guðjónsson framhjá úr mjög góðu færi og síðan átti Bibercic þrumuskot frá vítateig en naumlega framhjá. Skömmu síð- ar varði Guðmundur Hreiðarsson glæsilega þrumuskalla frá Alex- ander og Sigurður Jónsson átti skot í þverslá. Víkingar voru samt greinilega staðráðnir í að fá ekki aðra eins útreið eins og í deildinni; léku stífan varnarleik í byijun, og vörðust sóknum Skagamanna vel, allt þar til á 28. mín. er heima- menn náðu forystunni með marki Bibercics. Eftir að ísinn var brotinn var eins og heimamenn slökuðu á klónni og Víkingar komust mun meira inn í leikinn. Áttu ágætis sóknir og fengu dauðafæri fimm mín. fyrir leikhlé er stungusending kom inn fyrir vörn Skagamanna; Guðmundur Steinsson komst á auð- an sjó en lyfti knettinum yfir bæði Kristján markvörð sem kom hlaup- ■4 Nökkvi Sveinsson fékk boltann nálæj I Hann sendi snöggt fram á Tryggva miðlínu á 9. mínútu. ■ ■ Hann sendi snoggt íram a Tryggva Guðmundsson, sem gaf fram og til hægri inní teiginn á Martin Eyjólfsson. Hann sendi framl\ja- mótheija á Bjarna Sveinbjörnsson, sem var í ákjósanlegu færi og nýtti sér það. Gott spil og vel að verki staðið. 1B 4[ Rúnar Kristinsson var fljótur að taka aukaspyrnu við vinstra ■ I vítateigshorn IBV á 19. mínútu, sendi beint fram á Sigurð Ragnar Eyjólfsson, sem skaut úr þröngu færi í fjærstöng niðri og inn. Rúnar Kristinsson náði knettinum á miðjum eigin vallar- ðji helmingi og gaf fram til vinstri á Izudin Daða Dervic. Hann geystist upp völlinn, hristi tvo mótheija af sér og þegar hann nálgaðist vítateiginn sendi hann fram og til hægri áTómas Inga Tómasson. Friðrik Friðriksson varði frá honum úr miðjum teignum, en boltinn skrúfaðist upp og í átt að markinu. Tómas Ingi fylgdi vel eftir og fullkomnaði verkið á marklínu á 47. mínútu. 3: ■ mínútu. Hann sendi áfram á Tómas Inga, sem gaf aftur inná Heimi og hann skoraði framhjá Friðriki. í netið af mlmarkteig. 2B#\Eftir fyrirgjöf Haraldar Ingólfssonar frá hægri skallaði ■ \^Luka Kostic knöttinn til baka, beint á kollinn á Bibercic sem nikkaði honum inn af stuttu færi á 55. mín. 3« Alexander Högnason braust inn í teig á 60. mín., skaut ■ \#að marki, knötturinn hrökk af varnarmanni beint fyrir fæt- ur Bibercics sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. 3m "f Guðmundur Steinsson átti gott skot að marki sem Kristián ■ I Finnbogason varði, en hélt ekki knettinum og Kristmn Hafliðason var fyrstur að átta sig og renndi knettinum í netið af stuttu færi. 4m "fl Þórður Guðjónsson óð upp að endamörkum á 71. mín„ sendi ■ I til baka út í teig og þar var Ólafur Þórðarson mættur og skoraði með góðu innanfótarskoti í bláhornið fjær. andi út á móti og framhjá fiær- stönginni. Þar sluppu Skagamenn með skrekkinn. Skagamenn komu ákveðnir til leiks í siðari hálfleik og eftir aðeins tíu mín. höfðu þeir bætt öðru marki við. Eftir það kom góður kafli ís- landsmeistaranna og aðeins fimm mín. síðar fullkomnaði Bibercic stórleik sinn með þriðja markinu. Víkingar bitu síðan aðeins frá sér er þeir minnkuðu muninn aðeins tveimur mín. síðar — ætluðu ekki að láta vaita fyrir sig — en allt kom fyrir ekki og 19 mín. fyrir leikslok bættu Skagamenn fjórða markinu við. Þar við sat; Víkingar voru meira með knöttinn það sem eftir var og Ssagamenn hugsuðu um að halda fengnum hlut. Bæði lið fengu sitt hvort færið, fyrst Guðmundur Steinsson við ÍA-markið en Krist- ján varði glæsilega með úthlaupi og á síðustu mínútunni skaut Bi- bercic framhjá úr góðu færi eftir að Þórður hafði lagt knöttinn fyrir hann. Sigur Skagamanna var fyllilega sanngjarn. Það voru Bibercic og Kostic sem léku best í liðinu að þessu sinni auk þess sem Alexand- er Högnason var mjög duglegur á miðjunni. Það fór ekki framhjá áhorfend- um að miklar framfarir hafa orðið hjá Víkingum frá því þeir léku síð- ast á Skaganum og þrátt fyrir að lið ÍA hafi sigrað þá örugglega að þessu sinni virðist liðið vera að fá sjálfstraustið. FOLK ■ IGOR Nakonechniy frá Úkra- ínu kom inná hjá Eyjamönnum í leiknum gegn KR og var þetta fyrsti leikur hans með liðinu. ■ IZUDIN Daði Dervic fékk högg á vinstri þumalfingur undir lokin og var óttast að það drægi dilk á eftir sér. Ekki alls fyrir löngu slitnaði sin í fíngrinum og hefur hann verið í sérsmíðuðum umbúðum í leikjum. I ROMARIO, brasilíski framheij- inn snjalli sem leikið með hefur hol- lenska knattspyrnuliðinu PSV Eind- hoven undanfarin ár, var í gær seld- ur til Barcelona á Spáni. Romario skrifaði undir þriggja ára samning, sem kostar félagið, að sögn spæn- skra fjöimiðla, 2,8 milljarða króna. Romario gerði 96 mörk í 102 leikj- um fyrir PSV. ■ LIVERPOOL keypti í gær varn- armanninn Neil Ruddock frá Tott- enham á 2,5 milljónir sterlings- punda. Osvaldo Ardiles, stjóri Tott- cnham var ekki lengi að kaupa varn- armann í stað Ruddocks; keypti Colin Calderwood frá Swindon félaginu sem Ardiles stjórnaði áður en hann tók við liði Tottenham fyr- ir stuttu. Spurs borgar líklega 750.000 pund fyrir Calderwood. ÚRSLIT KR-ÍBV 3:1 KR-völlur, átta liða úrslit mjólkurbikar- keppni KSÍ, mánudaginn 19. júlí 1993. Mörk KR: Sigurður Ragnar Eyjðlfsson (19.), Tómas Ingi Tómasson (47.), Heimir Guðjónsson (89.). Mark ÍBV: Bjami Sveinbjömsson (9.). Gult spjald: KR-ingarnir Tómas Ingi Tóm- asson (52.) fyrir mótmæli, Steinar Ingi- mundarson (72.) fyrir brot og Þormóður Egilsson (75.) fyrir brot. Ingi Sigurðsson (26.), ÍBV, fyrir brot. Dómari: Bragi Bergmann var óöruggur til að byrja með, en tók sig á. Línuverðir: Gísli Björgvinsson og Guð- mundur Stefán Maríasson. Áhorfendur: 1.536. KR: Ólafur Gottskálksson - Atli Eðvalds- son, Þormóður Egilsson, Izudin Daði Dervic - Steinar Ingimundarson, Gunnar Skúlason, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Sig- urður Ragnar Eyjólfsson - Ómar Bendtsen, Tómas Ingi Tómasson, ÍBV: Friðrik Friðriksson - Sigurður Inga- son, Jón Bragi Arnarsson, Yngvi Borgþórs- son - Ingi Sigurðsson (Rútur Snorrason 26.), Nökkvi Sveinsson, Anton Bjöm Markússon, Tryggvi Guðmundsson, Martin Eyjólfsson (Igor Nakonechniy 64.) - Bjarni Sveinbjömsson, Steingrímur Jóhannesson. ÍBK-LeifturOI. 4:2 íþróttavöllurinn í Keflavík. Aðstæður: Sól, strekkings vindur að norð- vestan og kalt. Mðrk ÍBK: Marko Tanasic (44.), Kjartan Einarsson (63.), Óli Þór Magnússon (65. - vítasp.), Gunnar Oddsson (90. - vítasp.). Mörk Leifturs: Pétur Bjöm Jónsson 2 (4., 15.). Gul spjöld: Páll Guðmundsson, Leiftur (39. - brot), Kjartan Einarsson, ÍBK (75. - brot). Áhorfendur: Um 500. Dómari: Sæmundur Víglundsson. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Kristinn Jakobsson. ÍBK: Ólafur Pétursson - Jakob Már Jón- harðsson (67.), Sigurður Björgvinsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason - Georg Birgisson, Ragnar Steinarsson (Jó- hann B. Magnússon 79.), Gunhar Oddsson, Marko Tanasic - Óli Þór Magnússon, Kjart- an Einarsson. , Leiftur: Þorvaldur Jónsson - Gústaf Ómars- son, Pétur H. Marteinsson, Sigurbjöm Jak- obsson, Gunnlaugur Sigurvinsson - Helgi Jóhannsson (Sindri Bjarnason 79.), Páll Guðmundsson, Mark Duffield, Einar Ein- arsson (Friðrik Einarsson 71.) - Gunnar Már Másson, Pétur Björn Jónsson. ÍA-Víkingur 4:1 Akranesvöllur. Aðstæður: Fyrsta flokks knattspymuveður; blankalogn og sólarlaust. Mörk ÍA: Mihajlo Bibercic 3 (28., 55., 60.), Ólafur Þórðarson 71. Mark Víkings: Kristinn Hafliðason (62.) Gult spjald: Bjöm Bjartmarz, Víkingi (1.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason, dæmdi þokkalega. Línuverðir: Ólafur Ragnarsson og Einar Sigurðsson. Áhorfendur: Um 650. ÍA: Kristján Finnbogason — Sigursteinn Gíslason, Ólafur Adolfsson (Theodór Her- varsson 69.), Lúkas Kostic, Sturlaugur Haraldsson — Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson (Brandur Sigurjónsson 85.), Alex- ander Högnason, Haraldur Ingólfsson — Mihajlo Bibercic, Þórður Guðjónsson. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson — Ólaf- ur Árnason (Guðmundur Guðmundsson 35.), Hörður Theodórsson, Snævar Hreins- son (Láras Huldarson 49.)— — Björn Bjartmarz, Atli Helgason, Hólmsteinn Jón- asson, Arnar Arnarson, Kristinn Hafliðason - Guðmundur Steinsson, Tomizlav Jawoc- ek. Fylkir - Valur 1:2 Fylkisvöllur, átta tiða úrslit bikarkeppni KSÍ, mánudaginn 19. júlí 1993. Aðstæður: Gola, nokkuð svalt, völlurinn góður. Mark Fylkis: Kristinn Tómasson (52.). Mörk Vals: Anthony Karl Gregory 2 (39. og 119.). . Gult spjald: Jón Grétar Jónsson (30.), Val, fyrir brot, Steinar Adolfsson (34.), Val, fyrir mótmæli, Baldur Þór Bjamason (43.), Fylki, fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Egill Már Markússon, dæmdi vel. Línuverðir: Kári Gunnlaugsson og Gísli Jóhannsson. Áhorfendur: 819 greiddu aðgangseyri. Fylkir: Páll Guðmundsson - Haraldur Úlf- arsson, Helgi Bjamason, Gunnar Þ. Péturs- son - Aðalsteinn Víglundsson (Bergþór Ólafsson 95.), Baldur Bjarnason, Finnur* Kolbeinsson, Kristinn Tómasson, Ásgeir Ásgéirsson - Salih Heimir Porca (Björn Einarsson 108.), Þórhallur Dan Jóhannsson. Valur: Bjami Sigurðsson - Jón Grétar Jóns- son, Sævar Jónsson, Arnaldur Loftsson, Bjarki Stefánsson - Gunnar Gunnarsson (Baldur Bragason 64.), Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Þórður Birgir Bogason (Kristinn Lárusson 81.) - Anthony Karl Gregory, Arnljótur Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.