Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 8
JNÉHP GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ HákaHinn var frábær GREG Norman komst á spjöld sögu Opna breska meistara- mótsins um helgina með því að sigra á mótinu. Þetta er aðeins annar sigur „hvíta hákarlsins" frá Ástralíu á stóru mótunum, hann sigraði á Opna breska árið 1986. Norman léká 13 höggum undir pari vallarins og tveimur höggum betur en Nick Faldo. Fyrir vikið fékk hann um 16 milljónir króna í verðlaun. Normann hefur verið lengi meðal fremstu kylfinga í heimi og oft hefur hann verið nærri því að sigra á stóru mótunum, en síðustu holurnar hafa oft reynst honum erf- iðar. Að þessu sinni gerði hann eng- in mistök og sigurinn var hans. Nick Faldo, sem hafði titil að veija, sagði að Norman hefði leikið frábærlega og hann hefði aldrei átt raunveru: lega mörugleika á að ná honum. í sama streng tók Gene Sarazen, sem er nú orðinn 91 árs en fylgist enn vel með golfinu. „Þetta var mjög trúlega besta golf sem ég hef séð í þau sjötíu ár sem ég hef fylgst með golfi,“ sagði hann. Bernhard Langer sagðist hafa orðið vitni að besta golfi sem hann hefði séð. Norman lék síðasta hringinn á 64 höggum og setti nokkur met í 122ja ára sögu mótsins. Enginn meistari hefur leikið síðasta hringinn á eins fáum höggum, enginn hefur leikið á færri höggum samanlagt og hann er fyrstur til að leika alla hringina á undir 70 höggum. Hann lék af miklu öryggi á sunnudaginn. Allt frá því hann fékk fugl á fyrstu holu og þar til á flötinni á 17. gekk allt eins og í sögu og hann þurfti ekki einu sinni að líta á skortöfluna - hann Langþráður koss Greg Norman hefur beðið lengi eftir að fá að kyssa bikarinn sem fylgir sigri í Opna breska meistarmótinu. Eini sigur hans á stóru mótunum var árið 1986, í Opna breska. Hákarlinn frá Ástralíu lék mjög vel og segir sjálfur að hann hafi aldrei leikið betur. vissi að hann var með forystu. Á 17. missti hann örstutt pútt og „það var í eina skiptið sem ég fékk aðeins f magann á þessum hring,“ játaði Norman. „Þetta er trúlega besti hringur sem ég hef leikið um ævina, ég held það sé ekki nokkur vafi á því. Ég hef -aldrei áður farið heilan hring þar sem öll högginn heppnast full- komlega. Þetta var fullkomið," sagði Norman. Árið 1986 var Norman með for- ystu fyrir síðasta hring á öllum íjóru stóru mótunum en tókst ekki að sigra, nema á Opna breska. „Von- brigðin sem ég hef orðið fyrir á loka- degi stóru mótanna undanfarin ár eru enn í kollinum á mér, en ég er óskaplega feginn að mér tókst að sigra núna. Það sannar vonandi fyr- ir mér og öðrum að ég get þetta ennþá,“ sagði Normann eftir sigur- inn. Norman tapaði fyrir Bob Tway á PGA-mótinu 1986 og á Masters fór allt á sömu lund þegar hann tapaði fyrir Larry Mize. Allt þar til í fyrra sagði Norman að þetta hefði ekki haft nein áhrif á sig, en í sjónvarps- viðtali í fyrra losnaði um málbeinið. „Ég hafði greinilega geymt þetta með mér allan þennan tíma án þess þó að gera mér grein fyrir því að þetta hafði mikil áhrif á mig. Eftir að ég játaði þetta fyrir sjálfum mér og áttaði mig á hlutunum hefur mér gengið betur.“ Sjálfstraustið virðist komið í lag því eftir sigurinn sagði hann: „Ef ég játa að Nick [Faldo] sé númer eitt í golfínu í dag þá er ég um leið að segja að hann sé betri en ég. Það viðurkenni ég ekki - aldrei. Ég veit að ég er bestur!" FOLK ■ ÁSGEIR Nikulásson sigraði í 2. flokki hjá Nesklúbbnum. Asgeir varð sextugur daginn eftir að mótinu lauk, á sunnudaginn, og hafði því æma ástæðu til að fagna. ■ KJARTAN L. Pálsson fyrrum landsliðseinvaldur í golfi og farar- stjóri hjá Samvinnuferðum tók þátt í mótinu á Nesinu og keppti í 1. flokki. Hann lék á 320 höggum og sigraði en tilkynnti fyrir síðasta hring að hann myndi ekki taka við verð- launum ef hann ynni. Framkvæmda- stjóri klúbbsins, Pétur Orri Þórðar- son hlaut því fyrsta sætið. ■ FEÐGAR komu mikið við sögu í Borgarnesi. Pabbinn, Stefán Har- aldsson sigraði í 1. flokki og strák- amir hans stóðu sig líka vel. Harald- ur Már sigraði í meistaraflokki og Hlynur Þór varð annar í unginga- flokki. ■ KEPPNIN í meistaraflokki hjá Golfklúbbnum Kyli í Mosfellsbæ var spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Jón Haukur Guðlaugsson hafði haft forystu alla þijá dagana en Ragnar B. Ragnars- son náði eins höggs forystu þegar þijár holur vom eftir. ■ JÓN Haukur jafnaði aftur og þegar kom á síðustu holu vom þeir jafnir. Ragnar setti niður með lag- legu pútti og sigraði. ■ EINHERJAR, þeir sem farið hafa holu í höggi um ævina, halda sitt árlega meistaramót í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja á laug- ardaginn, daginn fyrir landsmót. Ræst verður út frá kl. 9.30. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu marg- ir fara holu í höggi þann daginn. ■ WAYNE Grady frá Ástralíu lék fyrri níu holurnar mjög vel á þriðja degi Opna breska. Þá lék hann á 30 höggum, eða fímm höggum undir parinu og er það besti árangur kylf- ings á fyrri níu á St. George golf- vellinum. ■ GRADY hefur búið í Flórída eins og svo margir kylfíngar. Hann hefur tekið þátt í mótaröðunum í tíu ár en ætíar að taka þátt í mótaröð- inni í Japan frá og með 1995. Þá getur hann flutt aftur til Ástralíu og skotist yfír til að keppa. MEISTARAMOT KLUBBANNA Systkinin sigruðu Systkinin Siguijón og Herborg Amarsböm sigmðu í meist- aramóti Golfklúbbs Reykjavíkur, Siguijón lék á 297 höggum og Herborg á 307. „Þetta var frábært, vikilega gaman að fara heim með verðlaunin," sagði Herborg eftir sigurinn og bætti við þegar spurt var hvort þau væm bestu kylfingar <5R; „Já, ætli það ekki. Jú, við emm greinilega best.“ „Þetta var í járnum fyrstu þijá dagana en svo hrökk ég í gang og sigurinn var í raun aldrei í hættu síðasta daginn. Síðasta daginn lék ég vel, nema hvað ég notaði 33 pútt, en hina dagana er ég ekki ánægður með. Það létti yfír manni að leika vel síðasta daginn, það er gott svona fyrir landsmótið," sagði Siguijón. „Þetta var hörkukeppni og skýr- ist ekki fyrr en á 17. holu síðasta daginn. Þá fékk Ragnhildur 6 en ég par og þá andaði maður léttar. Ég hef spilað vel síðustu vikurnar og hlakka mikið til landsmótsins. Erfíðar og skipulegar æfíngar hjá mér virðast vera að skila sér. Ég er reyndar orðin dálítið þreytt en það gleymist þegar vel gengur,“ sagði Herborg. I 4. flokki gerðist það að sá sem lék á fæstum höggum gleymdi að skrifa undir skorkortið sitt síðasta daginn og var því dæmdur úr keppni. í piltaflokki lék Torfí Steinn Stefánsson mjög vel síðasta daginn, kom inn á 74 höggum. Hann var sex höggum á eftir Styrmi Guð- mundssyni fyrir síðasta dag en Styrmir lék illa og Torfí vann með níu höggum. Þar kom að því að Þorsteinn sigraði að var kominn tími til að sigra á meistaramóti. Þó skömm sé ' frá að segja hef ég aðeins unnið I einu sinni áður, árið ' Sigfús Gunnar 1988’“ s*gði. Þor- Guðmundsson steinn Hallgrimsson skrífar sem sigraði á meist- aramótinu í Eyjum. „Ég hef ekki staðið mig nógu vel á þessum mótum í gegnum ár- in. Ég átti von á mun meiri keppni núna en það var mjög slök spila- mennska hjá hinum þannig að þetta var nokkuð öruggt hjá mér. Ég setti mér það markmið að komast í 0,0 í forgjöf og það tókst og er ég kátur með það, en hefði þó vilj- að ná betra skori á öðrum og þriðja degi. Það var reyndar dálítð erfitt í þessum vindi, hann kom allstaðar að og því var maður ekki klár á hvað maður átti að gera hveiju sinni. Völlurinn hefur trúlega aldrei verið betri en um þessar mundir og nú bíða menn bara spenntir eft- ir nýju holunum níu sem verið er að bæta við. Landsmótið er næst á dagskrá hjá mér og þar stefnir maður á verðlaunasæti,“ sagði Þor- steinn, en hann er fyrstur Eyja- manna til að ná 0 í forgjöf. Bráðabana þurfti um annað sæt- ið í meistaraflokki milli Sigþórs Óskarssonar og Júlíusar Hallgnms- sonar og sigraði Sigþór strax á fyrstu holu. Það er ein fjölskylda í Eyjum sem ber höfuð og herðar yfir aðrar í golfinu því bræðurnir Þorsteinn og Júlíus urðu í 1. og 3. sæti, föður- bróðir þeirra, Haraldur Júlíusson, varð Qórði og Hallgrímur Júlíusson, faðir strákanna varð í fímmta sæti. GETRAUNIR: 12X X21 122 2 2 1 X LOT'TO: 1 12 26 29 35 / 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.