Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHttgtmliIafeife 1993 ÞRIDJUDAGUR 20. JÚLÍ BLAD adidas Verslunin Sel Mývatnssveit selur Adidas Vertíðarlok í Laugardalslaug Morgunblaðið/Kristinn íslenska keppnistímabilinu í sundi lauk með Meistaramótinu, sem fór fram í Laugardalslaug um helgina. Bryndís Ólafsdóttir vann besta afrek mótsins, en engin met féllu. Spennandi keppni var í 100 metra baksundi karla og sýnir myndin byrjunina. Nánar um mótið/C3 og C6. KNATTSPYRNA Lýsingar RÚV: Hættvið að hætta? ÍÞRÓTTADEILD Ríkisútvarpsins lýsti ekki frá leikjum í síðustu umferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu, vegna þess að deildinni var gert að halda sér innan setts fjárhagsramma með því að draga úr þjónustunni. Að öllu óbreyttu verða um það bil 10 beinar lýsingar til áramótá, en ákveðið hefur verið að endur- skoða fyrrnefnda ákvörðun. Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV, sagði við Morgunblaðið að staðan væri einföld. Deildinni hefði verið gert að lýsa frá HM í hand- knattleik fyrr á árinu án þess að fjárveiting kæmi á móti og þar sem hún yrði að halda sér innan ákveðins fjárhagsramma væri nauðsynlegt að draga úr þjónustunni. „Starfsmenn íþróttadeildar eru mjög ósáttir við þessa stöðu, að ríkisútvarpið geti ekki veitt hefðbundna þjónustu," sagði Ingólfur. RÚV lýsti frá bikar- leikjunum í gærkvöldi og sagði Ing- ólfur að það hefði verið mögulegt vegna sérstakrar kostunar. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri RÚV, sagði það sérstakt at- hugunarefni, þegar hætt væri að sinna ákveðnum viðburðum, en sér hefði ekki gefist tími til að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni. Hins vegar yrði málið skoðað og reynt að fínna lausn á því sem fyrst. KNATTSPYRNA Halldór úr leik Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður hjá Þór sleit hásin á hægri fæti á æfingu á föstudaginn, og mun hvorki æfa né leika knattspyrnu næstu átta mánuðina. Halldór hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á hægri hásin og hefur ekkert getað leikið með í sumar. Hann hafði stefnt að því að vera með síðari hluta mótsins, en ekk- ert verður af því. „Ég spurði lækn- inn hreint út hvort ég þyrfti að hætta að leika knattspyrnu, og hann sagði að ef aðgerðin tækist vel ætti ég ekki að þurfa að leggja skóna á hilluna. Ég geri mér því þónokkrar vonir um að ég geti spilað aftur," sagði Halldór. Halldór Áskelsson. Meintar mútur Marseille í Frakklandi: FIFA skerst í leikinn SEPP Blatter, framkvæmda- stjóri Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, sagði í viðtali við dagblað í Sviss um helgina að ef sannaðist að Marseille f rá Frakklandi hefði staðið fyrir mútugreiðslum yrði félagið sett í alþjóða bann og fengi þar af leiðandi ekki að verja titilinn í Evrópukeppni meistaraliða. Blatter sagði að FIFA yrði að gæta réttar knattspyrnunnar og önnur sambönd eins og Evrópu- sambandið yrðu að fara eftir því sem FIFA segði, en hugsanlega tæki FIFA af skarið á morgun eft- ir að Jean-Pierra Bernes, fram- kvæmdastjóri Marseille, hefur verið yfirheyrður með leikmönnum Va- lenciennes, sem hafa viðurkennt að hafa þegið mútur frá einum leik- manni Marseille. Leikmaðurinn hef- ur staðfest að hann hafi unnið fyr- ir framkvæmdastjórann, en Bernes neitar að hafa komið nálægt mál- inu. Jean-Louis Levreau, varaformað- ur Marseille, sagðist sannfærður um að Marseille yrði með í Evrópu- keppninni, því æðstu menn félags- ins hefðu ekki gert neitt rangt. „Hvað sem gerðist gerðist utan fé- lagsins,“ sagði hann, en UEFA veitti franska knattspyrnusam- bandinu frest til 30. ágúst til að tilnefna annað lið, ef sekt yrði sönn- uð. Blatter hafði efasemdir um franska knattspyrnusambandið, sagði að það hefði ekki sýnt sama hugrekki og pólska sambandið, sem svipti efsta liðið titlinum vegna mútumála. „Franska sambandið verður að taka á málinu og það minnsta sem það getur gert er að refsa leikmönnunum, sem hafa ját- að að hafa átt hlut að máli.“ Hann bætti við að FIFA myndi setja við- komandi leikmenn í alþjóða bann og aðspurður um hvort hann héldi að Marseille yrði meinuð þátttaka í Evrópukeppninni sagi Blatter: | „Því miður, já.“ ÁTTA LIÐA ÚRSLIT BIKARKEPPNIKSÍ / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.