Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1993 C 3 SUND / MEISTARAMOT ISLANDS Morgunblaðið/Kristinn Bryndís Olafsdóttir vann besta afrekið á sundmeistaramóti íslands um helgina og er hér með verðlaunin. Æfing fyrir Evrópumótið - sagði Bryndís Ólafsdóttir, afreksmað- ur mótsins, þar sem engin met féllu Bryndís Ólafsdóttir vann besta góða veðrinu og sundfólkið var yfír- afrekið á meistaramóti íslands leitt þó nokkuð frá sínu besta, en í sundi, sem fór fram í Laugardals- iaug um helgina. Stemþár Hún 'fékk 754 stig Guðbjartsson fyrir að synda 100 m skrifar skriðsund á 1.00,11 mín. og fékk Páls- bikarinn til varðveislu í ár. Þetta var jafnframt besta afrek kvenna á mótinu og fyrir það fékk hún Kol- brúnarbikarinn. „Þetta var ágæt æfíng fyrir Evrópumeistaramótið," sagði Bryndís við Morgunblaðið. Arnar Freyr Ólafsson, bróðir Bryndísar, stóð sig best hjá körlun- um. Hann fékk 687 stig fyrir að synda 400 m skriðsund á 4.17,17 mínútum. Mótið var vægast sagt rislítið. Sárafáir áhorfendur létu sjá sig í SKOTFIMI Haglabyssumót: AHreð sigraði aftur Alfreð K. Alfreðsson, Skotfélagi Reykjavíkur, sigraði á lands- móti í haglabyssu á velli Skotfélags Suðurlands um helgina, en 25 kepp- encjur frá fímm félögum mættu til leiks. Mótið gaf stig til bikarmeist- ara íslands og er Alfreð efstur með fullt hús stiga, 45 stig, eftir þrjú mót. Hann skaut 86 dúfur um helg- ina og þar af 25 af 25 mögulegum í einni hrinunni. Kári Grétarsson, Skotíþróttafé- lagi Hafnarfjarðar, var í öðru sæti með 84 dúfur, en hann er annar í stigakeppninni með 44 stig. Skotfélag Reykjavíkur sigraði í Iiðakeppninni, Skotíþróttafélag hafnarfjarðar var í öðru sæti og sveit Skotfélags Keflavíkur í þriðja sæti. engin met féllu. Þetta var síðasta mót keppnistímabilsins og greinilegt að fyrir flesta skipti það litlu sem engu máli. Fólkið, sem stóð sig svo vel á Smáþjóðaleikunum á Möltu í lok maí, miðaði undirbúninginn við það mót, en nú var ekki að neinu að keppa eins og einn þjálfarinn orðaði það. Reyndar kom fram hjá keppendum að til að hefja mótið á stall væri æskilegt að það væri und- anfari einhvers meira, eins konar úrtökumót fyrir stærri viðburði. Þess má geta að unglingameist- arar fengu verðlaunapeninga aðeins til að skila þeim aftur strax eftir afhendingu enda voru þeir fyrir aðr- ar greinar._________________ ■ Úrslit/C6 ■ ROY Keane var seldur frá Nott- ingham Forest til Manchester United um helgina. kaupverðið var 3,750 millj. pund (liðlega 400 millj. kr.) og hefur aðeins einu sinni verið greidd hærri upphæð fyrir leikmann á milli breskra liða. ■ KEANE mætti á fyrstu æfing- una hjá United á laugardag, en lið- ið tekur þátt í fjögurra liða móti í Suður-Afríku í næstu viku. ■ BLACBURN reyndi að kaupa Keane, en eftir að tilboð kom frá United kom ekki annað til greina hjá honum. „Ég hef verið stuðnings- maður félagsins frá því ég var gutti,“ sagði leikmaðurinn, sem Forest keypti frá Cobh Ramblers fyrir 25 þús. pund (tæplega 2,7 millj. kr.). ■ BRIAN Laudrup hefur verið ánaður til AC Milan frá Fiorentina í 12 mánuði. Laudrup er ætlað að koma í staðinn fyrir Ruud Gullit hja ítölsku meisturunum. ■ FIORENTINA, sem féll í 2. deild og leikur þar í fyrsta sinn í meira en hálfa öld, gerir ráð fyrir að fara aftur upp og ætlar að halda húsinu, sem Laudrup bjó í í þeirri von að hann komi aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.