Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1993 IHIHHS Hjólin: Heilhjól að aftan og þriggja teina hjól að framan til að draga úr loftmótstöðu Grindin: » Grindin er úr kolefni og steypt í einu lagi. Hún myndar hlíf yfir afturhjólið til að draga MBk. úr loftmótstööu Stýriö: Þri-handfanga stýri úr títan-málmi með tölvubúnaði til gíraskiptinga Gfraskipting: MZS800 - Átta gíra. Tölva i stýrinu stjórnar smámótor i afturhjólinu sem sér um gíra- skiptinguna Fremri tannhjól: Tvöfalt tannhjól úr léttmálmi Bremsur úr léttmálmi REUTER HJOL I TOUR DE FRANCE HJOLREIÐA- KEPPNINNI Komin er ný gerð af Lótus-hjóli því sem Chris Boardman keppti á til gullverð- launa á Ólympíuleikunum í Barcelona I fyrra. Eric Breukink, sem keppir með spænska „ONCE“-liðinu, reyndi þetta hjól í forkeppninni í Tour de France- keppninni fyrr í þessum mánuði. Hjólið er með tölvustýrða gíraskiptingu og að öilu leyti liannað til að draga úr loftmót- stöðu. Þessar tækniframfarir eiga að gefa hjólreiðamanninum þriggja sekúndna forskot á hvern kílómetra í keppninni. Spænska „Once“-liðið er talið vera það næst besta f heiminum. Helsti styrktaraðili liðsins eru Samtök blindra á Spáni, en happadrætti skapa þeim tekjur. Fjárhagsáætlun liðsins hljóðar upp á 420 milljónir kr. ■ CHRIS Nelloms frá Banda- ríkjunum var í 2. sæti á laugardag í 200 m hlaupi á Heimsleikum stúd- enta. Fyrir tæplega ári var hann nær dauða en lífi eftir að hafa orð- ið fyrir byssuskoti. Kúlan fór í gegnum hálsinn, braut viðbeinið og annað lungað féll saman. ■ NELLOMS hélt forystu í hlaup- inu, þar til 20 metrar voru í mark. „Aðalatriðið er að geta verið með,“ sagði hann. „Ég hef hvorki styrk í vinstri arminum né bijóstinu, en ég ætla að reyna að styrkja mig svo ég geti hlaupið 400 metra.“ ■ HEIMSLEIKUNUM lauk í Buffalo í Bandaríkjunum á sunnudag. Daginn áður var Burt Flickinger, formaður skipulags- nefndar leikanna, fluttur á sjúkra- hús vegna of mikils álags. Allt hef- ur gengið á afturfótunum hjá nefndinni. Peningar voru af skorn- um skammti, styrktaraðila vantaði og stærstu sjónvarpsstöðvarnar höfðu ekki áhuga á leikunum. ■ DA VID Fox frá Bandaríkjun- um tók í fyrsta sinn þátt í alþjóða keppni. Hann vann til fjögurra gull- verðlauna í sundi og setti leikjamet í 50 m skriðsundi, 22,30. „Ég mætti til leiks til að gera mitt besta,“ sagði Fox, sem er 22 ára. ■ LIZ McCoIgan keppir ekki í 10.000 m hlaupi á HM í fijálsum í næsta mánuði. Breski heims- meistarinn er meiddur. ■ STEVE Backley, silfurhafi í spjótkasti á ÓL í Barcelonaog fyrr- um heimsmethafi, hefur ekki keppt á tímabilinu vegna meiðsla og verð- ur að sanna sig til að verða valinn í hópinn til Stuttgart. Sama á við um Roger Black, sem var valinn í 4x400 m boðhlaupssveitina, sem á titil að veija-. ■ STEVE Cram, sem var þriðji í „draumamílunni" í Osló á dögun- um, verður valinn til að keppa í 1.500 m hlaupi nái hann að hlaupa undir 3.36,50 mín. ■ RUI Barros, verður ekki áfram miðheiji Mónakó, sem er spáð góðu gengi í frönsku deildinni á næsta tímabili. Portúgalinn getur valið úr fjölda tilboða í heimalandinu. ■ JOHN Buckley, leikmaður með 2. deildar liði Rotherham í Eng- landi, sem lenti í samstuði við mótheija í mars s.l., missti meðvit- und og var vart hugað líf um tíma, náði sér eftir skurðagerð á heila og ætlaði að halda áfram þar sem frá var horfið. Hann hóf æfingar fyrir skömmu, en hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. ■ BUCKLEY, sem er 31s árs, sagðist stundum missa alla tilfinn- ingu í vinstri armi. „Ég vil ekki halda áfram í atvinnumennsku ef ég er ekki fær um það,“ sagði hann. AHUGAMENN Margir kylfingar bíða spenntir eftir því hvað áhugamanna- nefndin á St. Andrews í Skotlandi gerir í máli Jóns H. Karlssonar úr GR. Jón hefur starfað í sumar sem íþróttakennari á ^ golfvelli Oddfellow og leiðbeint meðlimum klúbbsins. Golfsamband íslands sá eitthvað at- hugavert við þetta og sendi bréf til áhuga- mannanefndarinnar í Skotlandi til að fá úr því skorið hvort Jón er áhugamaður eða atvinnumaður, en reglur um slíkt eru mjög strang- ar í íþróttinni. Menn mega til dæmis ekki taka við verðlaunum fyrir afrek sín í mótum nema upp að ákveðinni upphæð. Taki vinn- ingshafí t.d. við góðu golfsetti er hann atvinnumaður. Reglur þessar eru á eru a margan hátt gamaldags og heimskulegar og algjör óþarfi hjá þeim sem fara með mál golfíþróttarinnar hér á landi að eltast við þær út í ystu æsar. Ef menn opna augun aðeins og líta í kringum sig sjá þeir sem vilja að farið er í kring um reglurn- ar víðast hvar. Ungir sænskir kylf- ingar hafa til dæmis sagt undirrit- uðum að þeir fái laun frá fyrirtækj- um, með milligöngu golfsam- bandsins þannig að þeir sleppi við atvinnumannastimpilinn. En aftur að máli Jóns. Hann er íþróttakennari að mennt og starfar sem slíkur hjá Oddfellow. í íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni eru haldin tveggja daga námskeið um golf fyrir vænt- anlega íþróttakennara. Til hvers ætli það sé? Jú, væntanlega til að þeir geti miðlað af þekkingu sinni á íþróttinni til annarra. Ef sú er raunin þá er ansi blóðugt fyrir íþróttakennara að mega ekki vera kylfíngur án þess að teljast at- vinnumaður þegar hann nýtir þekkingu sína og menntun. Það er undarleg stefna að þriggja mánaða starf íþróttakennara, sem er vel að merkja lögvemdað starfs- heiti, gerir það að verkum að hann teljist atvinnumaður. Mikið var rætt um auglýsingar á golfpokum kylfínga í kringum síðasta landsmót og var mönnum gert að hylja þær annars ættu þeir á hættu að vera taldir at- Er íþróttakennari at- vinnumaður ef hann nýtir menntun sína? vinnumenn og um leið missa þeir réttinn til að keppa á áhuga- mannamótufn. Það er ekki verið að ræða um mikla peninga í þessu sambandi. Kylfingar eru aðeins að reyna 'að fá eitthvað uppí þann kostnað sem þeir leggja í til að ná árangri og komast í landsliðið. Fyrir það á að refsa mönnum. Það er rangt. Tímamir breytast og mennirnir með, en reglur um áhugamennsku í golfi breytast hægt — en breyt- ast þó. Jack Nicklaus sagði við undirritaðan að þegar hann var að byija í golfí hefðu menn ekki mátt minnast á að hugurinn stefndi í atvinnumennsku, þá voru þeir gerðir að atvinnumönnum. Astandið hér á landi minnir á þessa tíma í Bandaríkjunum og með sama áframhaldi verða allir orðnir atvinnumenn. Menn mega þá ekki lengur ræða um golf og alls ekki gefa félaganum leiðbeiningar, þá teljast þeir atvinnumenn. Þróunin má ekki verða þannig og það er Golfsambandsins að hafa forystu í málinu. Forystu sem felst í upp- lýsingum til kylfinga en ekki elt- ingaleik til að „góma“ þá. Ég held að Golfsambandið ætti að sjá í gegnum fingur sér um hver á að teljast atvinnumaður samkvæmt stíftistu skilgreinjngu frá St. Andrews. GSÍ ætti frekar að aðstoða íslenska kylfinga þann- ig að þeir geti einbeitt sér að íþróttinni án þess að hafa stöðugar Qárhagsáhyggjur. Það væri miklu giftusamara en eltast við þá sem reyna að bjarga sér. Skúli Unnar Sveinsson Hvernig fjöigar HELGISIGURÐSSON mörkum og fækkarhöggum ? Niður fyrir pdstnúmerið HELGI Sigurðsson er einn af öfiugri miðherjum landsins í knattspyrnu. Hann sprakk út með Víkingum ffyrra, sem 10 mörk í deildinni eru til vitnis um, og hefur blómstrað með Fram í sumar. Mörkin eru orðin átta íjafn mörgum deildar- leikjum og stefnan hefur þegar verið tekin á markakónginn, en metið, 19 mörk, er vissulega í hættu. Helgi er iðinn við kolann íknattspyrnunni, en ífrístundum vinnur hann hægt og rólega að þvi að nota færri högg á golfvellinum. Helgi er á hagfræðibraut við Menntaskólann við Sund og áætlar að taka stúdenstprófið næsta vor, en hann verður 19 EJjlr. , . ára í haust. í sum- Stemþor . , Guðbjartsson ar Vlnnur hann vlð garðyrkjustörf hjá Borgarspítalanum, en fyrir helgi gerði hann fyrstu þrennu sína fyrir Fram. Hvernig leið þér, þeg- ar þú gerðir fimmta mark Fram og þitt þriðja í leiknum gegn Fylki? „Frábærlega vel. Það er ekki á hveijum degi, sem maður nær að gera þijú mörk í leik og ekki skemmdi fyrir að sigurinn var stór. Aðalatriðið er samt að liðið geri mörk, því það verður að skora til að sigra. Ég gæli við marka- kóngstitilinn, en hugsa ekki um það.“ Þið framlínumennirnir hjá Fram náðuð vel saman á umrædd- um leik. Er þetta að smella saman hjá ykkur? „Eg vona það og það verður að gerast, því nú þegar er nógu mikið bil í Skagann. Breytt leik- skipulag, ég fremstur og Valdi [Valdimar Kristófersson] og Atli [Einarsson] fyrir aftan, gafst vel sóknarlega og sérstaklega varnar- lega. Það er mjög gott að hafa þá fyrir aftan mig, því þeir spila mjög vel fyrir mig. Nánast allt gekk upp, en næsti leikur, gegn KR, verður erfiður. Við fengum aðeins eitt færi gegn KR-ingum Morgunblaðið/Einar Falur Helgl Sígurðsson hlúir að gróðri við Grensásdeild Borgarspítalans í gær. Grasið á vel við hann í vinnunni sem á knattspyrnu- oggolfvöllum. í bikarnum, en verðum að skapa okkur fleiri og nýta þau.“ Þú virðist aldrei lenda í vand- ræðum, en hver er erfiðasti mót- herjinn? „Það er rétt, ég hef aldrei misst úr leik vegna meiðsla. Reyndar held ég að menn séu farnir að átta sig á því að farið er að taka hart á ruddalegum brotum og forðast þau þess vegna, en ef ég sé að einhver ætlar harkalega í mig, reyni ég að forðast óþarfa tæklingar með því að sparka bolt- anum í burtu og hoppa upp. Þeg- ar ég var í Víkingi var Framarinn Kristján Jónsson erfiðastur, en nú slepp ég við að spila á móti honum. Oskar Hrafn Þorvaldsson í KR, sem reyndar er meiddur, er því erfiðasti mótheijinn. Hann er rosalega snöggur og það er erfitt að hemja hann.“ Þú skorar og skorar, en í frí- stundum reynir þú að fækka höggunum í golfinu. Hvernig gengur að samræma þetta? „Golfið er áhugamál númer tvö og ég tek það ekki eins alvarlega og fótboltann. Golfið er skemmti- legt og við, nokkrir strákar í Fram, spilum útum allt okkur til ánægju, en við höfum sótt um inngöngu í Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Árangurinn er ekkert sérstakur, ég er að fara 18 holurn- ar á 110 til 115 höggum, en tak- markið í sumar er að komast nið- ur fyrir póstnúmerið heima, sem er 109, og það ætti að takast.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.