Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 1
48 SIÐURB/C
Hjálparstarf í Bosníu-Herzegóvínu
Bannað að heim-
sækja fangabúðir
Medjugoije, Sarajevo. Reuter og The Daily Telegraph.
RÁÐAMENN Króata í Bosníu meinuðu í gær fulltrúum alþjóðlegra
hjálparstofnana að komast inn í búðir skammt frá borginni Mostar
en um 3.000 múslimskum körlum er haldið föngnum í búðunum við
ömurlegar aðstæður að sögn heimildarmanna. Sagt er að Króatar
vijji reyna með öllum ráðum að hindra fréttaflutning af búðunum.
Evrópubandalagið er nú að ræða
hvort beita skuli Króatíu efnahags-
legum refsiaðgerðum vegna afskipta
landsins af átökunum í Bosníu.
Múslimar hafa snúið taflinu sér i
vil í bardögum um Mostar síðustu
vikurnar, gert árásir yfir Neretva-
fljótið, sem skiptir borginni. Króatar
svöruðu með því að hneppa alla karla
á herskyldualdri þar í varðhald og
senda þá í áðumefndar búðir um þrjá
kflómetra frá Mostar. Múslimar og
Króatar börðust af hörku víða í Bosn-
íu í gær.
Öflugar serbneskar sveitir reyndu
af alefli að leggja undir sig mikilvæg-
an fjallstind í grennd við höfuðborg-
ina Sarajevo. Talið er að yfir 30.000
manns, sem byggja svæðfvið fjalls-
ræturnar, verði að flýja heimili sín
og leita skjóls í Sarajevo nái Serbarn-
ir íjallinu.
Börn í neyð
Hjálparsveitir SÞ fundu á mánu-
dag stofnun í bænum Fojnica í Bosn-
íu þar sem um 230 vangefnir sjúk-
lingar, þ.á m. um 100 böm, höfðust
við án nokkurrar aðstoðar, ekkert
hafði verið ræstað um langt skeið
og enginn matur var lengur til á
staðnum, tvö bamslík fundust. Hefur
atburðurinn vakið óhug víða um
heim. Starfsmenn höfðu flúið vegna
þess að stofnunin er í skotlínu ófriða-
raðila.
/-'* ■ i/3r a -r* » • Morgunblaðið/Þorkell
Sumarbliða 1 Reykjavik
EINN AF heitustu dögum sumarsins til þessa var í gær í Reykjavík. Sumir höfðu það náðugt í blíðunni og
voru ekkert að ærslast, létu duga að sleikja sólskinið.
Vill ráðast
inn í Af-
ganistan
Moskvu, Kabúl. Reuter.
AÐSTOÐARMAÐUR rússn-
eska varnarmálaráðherrans
hvatti til þess í gær að landa-
mæravörðum yrði heimilað
að ráðast inn í Afganistan til
þess að stöðva árásir þaðan á
rússneskar landamærastöðv-
ar í Tadzhíkístan.
Uppreisnarmenn frá Tadzhí-
kístan hafa gert árásir á Rússa
sem gæta landamæra Afganist-
ans og Tadzhíkístans að beiðni
Tadzhíka. 25 verðir féllu fyrir
viku. Afgönsk stjórnvöld segja
landamæraverðina hafa fellt eða
sært 400 manns í landamæra-
héraðinu Takhar í síðustu viku.
Höfðingi Ottomana
ORHAN Osmanoglu, 84 ára gamall
og ættarhöfðingi Ottomana, á gangi
við hlið Ciragan-hallarinnar í Istan-
búl. Soldánar af ætt Ottomana réðu
öldum saman ríkjum í Tyrkjaveldi.
1924 var allt fólk af ættinni rekið í
útlegð þegar Tyrkland varð lýðveldi.
Osmanoglu, sem búið hefur í Frakk-
landi, fékk að gerast tyrkneskur
borgari í fyrra.
Deilur á Ítalíu vegna sjálfsvígs fjármálamanns í varðhaldi
Dómstólum líkt við
rannsóknarréttmn
Mílanó, Róm. Reuter.
MEINT sjálfsmorð Gabriele Cagliari,
fjármálamanns sem hafði verið í
gæsluvarðhaldi vegna baráttu ítalskra
dómstóla gegn spillingu, hefur vakið
harða gagnrýni í garð dómstólanna.
Þeir eru sagðir misnota vald sitt, og
hegða sér eins og rannsóknarréttur
kaþólsku kirkjunnar fyrr á öldum.
Cagliari fannst látinn í fangaklefa í
Mílanó í gær, og segja fangelsisyfir-
völd lítinn vafa leika á að hann hafi
svipt sig lífi.
Cagliari
Cagliari var 67 ára og fyrrum
yfirmaður næst stærsta einkafyrir-
tækis landsins, orkufyrirtækisins
ENI, frá árinu 1989 þangað til
hann var hnepptur í varðhald í
mars síðastliðnum. Hann hafði við-
urkennt, á meðan á varðhaldinu
stóð, að ENI hefði greitt sem svar-
ar um 860 milljónum íslenskra
króna ólöglega til Kristilega demó-
krataflokksins og Sósíalistaflokks-
ins.
„Fórnarlamb"
Gögn um starfsemi kommúnista 1 Yestur-Þýskalandi senn opinber
Tvær þúsundir manna liggja
nú undir grun um Stasi-njósnir
MIKIL eftirvænting ríkir nú í Þýskalandi
vegna upplýsinga sem brátt verða gerðar
opinberar um net njósnara sem austur-þýska
öryggislögreglan, Stasi, óf þar í landi. Skjöl-
in sem hafa að geyma hið eldfima efni eru
nýkomin til Þýskalands og eru til skoðunar
lya þar til bærum stjórnvöldum. Búist er við
ákærum á næstunni á hendur mönnum úr
öllum þjóðfélagsstigum sem njósnuðu á sín-
um tíma fyrir Stasi í Vestur-Þýskalandi, að
sögn Frankfurter AHgemeine.
Þeir sem til þekkja tala um að hér sé á ferð-
inni einhver magnaðasta leyniþjónustuaðgerð
síðari ára. Muni hún fela í sér að hulunni verði
svipt af næstum því öllum njósnurum austur-
þýsku öryggislögreglunnar í V-Þýskalandi.
Skjöl til Moskvu?
Þegar kommúnistastjórnin í Austur-Þýska-
landi hrundi á fjörutíu ára afmæli sínu árið
1989 komst bróðurparturinn af Stasi-skjölunum
í hendur samtaka almennra borgara og síðar
var Gauck-stofnuninni í Berlín falin umsjá
þeirra. En mikilvægan hluta vantaði, þ.e. skjala-
safn HVA (Hauptverwaltung Aufklárung),
þeirrar deildar innan Stasi, sem sá um njósnir
erlendis. Orðrómur var þá á kreiki um að skjöl-
in væru öll komin til Moskvu. Réttarhöldin yfír
Markus Wolf, fyrrverandi yfirmanni HVA, sem
nú standa yfir í Dusseldorf hafa heldur ekki
dregið fram nýjar upplýsingar.
Talið er að þýska leyniþjónustan (Bundesver-
fassungsschutz) hafi nú komist yfír upplýsingar
um 2.000 njósnara sem Stasi hafði á sínum
snærum í Vestur-Þýskalandi. Ekki er vitað
hvaðan gögnin koma. Fyrstu 80 ínálin hafa
verið send ríkissaksóknara Þýskalands. Hann
þarf svo í hveiju tilfelli að taka afstöðu til þess
hvort afbrotið sé fyrnt; njósnir sem ekki leiða
til stórvægilegs tjóns fyrir ríkið fyrnast á fimm
árum. Saksóknara ber að halda upplýsingum
um fyrnd afbrot leyndum en þegar hafa komið
fram kröfur um að þær verði látnar falla undir
löggjöf um Stasi-skjöl og fræðimönnum verði
heimilaður aðgangur að þeim.
Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu,
sósíalistinn Bettino Craxi, sem
neyddist til að segja af sér for-
mannsembætti Sósíalistaflokksins
vegna hneykslismála, sagði Cagliari
vera enn eitt fórnarlamb ofbeldis-
fullrar beitingar á dómskerfinu.
Þingfulltrúar í Róm kröfðust sam-
stundis umræ.ðu um dauða Cagliar-
is. Talsmenn lögmannasamtaka
borgarinnar sögðu atburðinn stað-
festa grunsemdir þeirra um að of
frjálsleg beiting gæsluvarðhaldsúr-
skurða myndi leiða til harmleiks.
„Að svipta mann, sem hefur aldrei
áður komist í kast við lögin, frelsi
í fjóra mánuði til þess að knýja fram
játningu og yfirlýsingar sem stað-
festa grunsemdir, er háttalag við
hæfi Rannsóknarréttarins."
Lögfræðingur Cagliaris hafði
fimm sinnum farið fram á að sak-
borningnum yrði fremur haldið í
stofufangelsi en hinu illræmda San
Vittore-fangelsi í.Mílanó, en beiðn-
um hans var jafnan synjað. Hann
sagði í gær; „Réttlætið er stundum
banvænt."