Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 SHIQ auglýsingctr Grasaferð í Þorskafjörð Náttúrulækningafélagið ásamt Heilsuhringnum, félaginu Svæðameðferð, Félagi íslenskra nuddara og Garðyrkjufélaginu, gengst fyrir grasaferð í Þorska- fjörð dagana 23.-25. júll. Upplýsingar og skráning I síma 91-28191. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. Miðilsfundir Miðillinn Colin Kingschot er kominn aftur. Upplýsingar um einkafundi, áruteikningar og heilun í síma 688704. Silfurkrossinn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur kl. 20.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Efni: Þjónustugjafir Heilags anda. Allir hjartanlega velkomnir. SÍK, KFUM/KFUK, KSH, Háaleitisbraut 58 „Saman í kærleika." Samkoma I Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Fjölnir Guðmundsson, Krist- björg Gísladóttir og Aðalsteinn Thorarensen tala. Leikræn.tjáning. Samkoman er öllum opin. Þú ert velkomin(n). FERÐAFELAG ÍSLANDS VIÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Fjölbreyttar sumarleyfis- ferðir Ferðafélagsins Næstu ferðir: 1. 30/7-4/8: Flateyjardalur- Fjörður-Látraströnd Bakpokaferð að hluta. Tjaldgisting. 2. 30/7-4/8: Flateyjardalur- I Fjörðum. Tjaldbækistöð. 3. 31/7-6/8: Þjórsárver-Kerl- ingarfjöll. Bakpokaferð. 4. 4.-11/8: Lónsöræfi. (Dvöl í Múlaskála). Gönguferðir. 5. 5.-11/8: Snæfell-Lóns- öræfi-Hesteyri. Ferðina má stytta. 7. 8.-17/8: Bakpokaferð: Hornvík-Fljótavfk-Hesteyri. 8. 12.-15/8: Núpsstaðar- skógar-Lómagnúpur. Tjaldferð. 9. 18.-22/8: Litla hálendis- ferðin. Leppistungur-Hvera- vellir-lngólfsskáli-Vonarskarð- Nýidalur. 10. Grænlandsferð 16.-23/8. Spennandi ferð eingöngu fyrir félaga í Ferðafélaginu. Ferð um Suður-Grænland sem margir hafa beðið eftir. Pantið strax því pláss er takmarkað. Einnig er í boði 10 daga fjallaferð um Jötun- heima í Noregi 21.-30. ágúst. 5 og 6 daga gönguferðir milli Landmannalauga og Þórsmerkur í júlí og ágúst. Brottför föstu- dagskvöld og miðvikudags- morgna. Laust pláss i' nýja auka- ferð um „Laugaveginn" 10.-15. ágúst. Uppselt er í margar ferð- anna. Minnum einnig á ferðir í ágúst um gönguleiðina milli Hvít- ámess og Hveravalla. Ódýra sumardvölin í Þórsmörk er alltaf vinsæl. Ferðir á föstu- dagskvöldum, sunnudags- og miðvikudagsmorgnum. Kynnið ykkur ferðirnar um versl- unarmannahelgina: Landmanna- laugar-Eldgjá; Þórsmörk; Yfir Fimmvörðuháls; Lakagigar- Síðumannaafréttur (á slóðum Þorvaldar Thoroddsen); Núps- staðarskógar. Leitið upplýsinga á skrifstofunni, Mörkinni 6, sími 682533. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Miðvikudagur 21. júlí: Kl. 20.00 Seljadalur - Nessel (kvöldganga). Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, farmiðar við bíl. Helgarferðir 23.- 25. júlí: 1) Laugar - Eldgjá - Álftavatn, hringferð að Fjallabaki. Gist að Laugum og Álftavatni. 2) Þórsmörk - gist í Skag- fjörðsskála. Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. Flugtak ÞAÐ er alltaf spenna í loftinu þegar svifdrekarnir leggja af stað í flug. Arni Gunnarsson Islands- meistari í svifdrekaflugi íslandsmót FMÍ í svifdrekaflugi þetta árið var haldið í Búrfelli við Búrfellsvirkjun 3.-9. júlí. Gist var á Leirubakka, þar sem gisti- aðstaða er hin besta sem völ er á á þessum slóðum. Svifdreka- keppni fer fram á svipaðan hátt og svifflugmót, þar sem keppt er í ákveðnum þrautum, svo sem að fljúga á ákveðinn ákvörðunar- stað. Veðrið setti nokkurn svip á mótið og náðust ekki nema 3 gildir dagar. íslandsmeistari varð Arni Gunnarsson. Fyrsti dagur; 19 flugmenn mættu til leiks og var vaknað kl. 9:00 laug- ardagsmorguninn 10. júlí. Veðrið lofaði góðu og voru menn allspennt- ir. Bílafiotinn, 8 jeppar, lagði af stað upp á Búrfell kl. 10:30 eftir að búið var að ræða við verðurfræðing um horfur dagsins. Dagurinn lofaði góðu framan af, en svo fór að draga fyr- ir sólu seinnipartinn, sennilega hefur myndast hitalægð norðvestan við Vatnajökul sem myndaði norðaustan átt. Til þess að þessi dagur gilti sem mótsdagur, þurfti hver flugmaður að fljúga yfir 10 km vegalengd frá byijunarstað, en það tókst ekki og féll því þessi dagur niður. Annar dagur: Næsti dagur leit mun betur út. Vestan átt var í lofti, sem er góð átt við Búrfellið og var ákveðið af Sveinbirni Sveinbjörns- syni mótsstjóra að hafa mark á Hvolsvelli (42 km) með möguleika á áframhaldandi flugi niður á strönd, en menn fengu refsistig ef þeir færu fram hjá Hvolsvelli en ekki ná 10 km. lengra. Þessi þraut reyndist frekar erfið, þar sem flogið er í hlið- arvindi alla leið, en tveir menn , Ámi Gunnarsson (56 km) og Einar Eiríksson (54 km ), náðu að ljúka þrautinni og gott betur því þeir héldu áfram í átt að Bakkaflugvelli við ströndina. Flestir komust nokkuð langt þennan dag, en Haukur Sig- urðsson lenti nærri Hvolsvelli og var því þriðji þennan daginn. Hellidemba og ekkert flogið Þriðji dagur: Hellidemba, ekkert flogið. En menn létu það ekki á sig fá þar sem aðstaðan á Leirubakka er frábær, gufa og heitir pottar. Grillaðstaða og góð tún þar sem hægt er að lenda mótordrekum, sem voru óspart notaðir á lygnum kvöld- um. Staðarhaldararnir Ásta Begga og Gísli fengu jafnvel að sjá staðinn í nýju ljósi. Einnig er stutt að skreppa í golf á Hellu. Um kvöldið gerðu menn sér dagamun og skruppu á Laugarvatn þar sem við fengum veislumáltíð á veitingahús- inu Lindinni. Fjórði dagur: Þriðjudagurinn 13. júlí, en þá var suðvestan átt og skýjahæðin frekar lítil u.þ.b. 1.200 m við Búrfell, og þótti ólíklegur til afreka. Mótsstjórn ákvað því að setja tvær þrautir þennan dag; annars vegar Þjórsádalslaug (10 km) sem gaf 100 stig en hins vegar Hrau- neyjafossvirkjun (36 km) og 200 stig. Þrír keppendur náðu því að RAÐAUGIYSINGAR Hallgrímskirkja óskar að ráða starfsmann til líknar- og öldr- unarþjónustu í söfnuðinum frá 1. sept. nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á þessu sviði. Um er að ræða 80% starf. Umsóknir sendist fyrir 27. júlí til Hallgríms- kirkju, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Sölufólk - hópstjórar Við leitum að jákvæðu og duglegu fólki til heimakynninga. Söluvaran er ALADINO: Vara sem á erindi inn á öll heimili. Auðveld söluvara, augljós þörf, selst sem raunveruleg kjarabót. Þetta er tækifæri, sem góður sölumaður eða góð sölukona lætur ekki fram hjá sér fara. Upplýsingar í síma 676869 miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Alþjóða verslunarfélagið hf., Skútuvogi 11, Reykjavík. Þýskukennsla Vegna fjölgunar nemenda vantar Mennta- skólann á Laugarvatni stundakennara í þýsku næsta skólaár. Upplýsingar hjá skólameistara í síma 98-61121. Sumarbústaður óskast Óska eftir að kaupa sumarbústað á Suður- eða Vesturlandi, nálægt vatni eða á með veiðiréttindum. Þarf að vera gróðursæll staður. Vinsamlega hafið samband við Vigdísi í síma 91-42045. IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Að tilmælum undanþágunefndar framhalds- skóla eru kennarastöður við Iðnskólann í Reykjavík nú auglýstar í þriðja sinn. Auglýstar eru fjórar stöður kennarar í tölvu- fræðum, tvær í hársnyrtigreinum, þrjár í raf- iðnagreinum, tvær í rafeindavirkjun, ein í fag- greinum málara, hálf staða í rekstrargrein- um, ein í prentsmíði, hálf í bakaraðin, ein í matvæla- og efnafræði, ein í bókfærslu og verkstjórn, tvær í stærðfræði og ein í klæðskurði. Umsóknir skulu hafa borist Iðnskólanum í Reykjavík í síðasta lagi 28. júlí nk. Sumarhústil sölu Höfum til sölu 42 fm T-sumarhús í landi Svartagils, Norðurárdal. Myndir og nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. KR-sumarhús, Hjallahrauni 10, sími 51070. Uppboð á lausafjármunum verður haldið við lögreglustöðina í Neskaupstað, Meiagötu 1A, fimmtudaginn 29. júlf 1993, ð eftirfarandi lausafjármunum í neðan- greindri röð: Jeppabifreiðin: LZ-706, Jeep Cherokee, árgerð 1989. Fólksbifreiðarnar: EP-640, N-459 Subaru, árgerð 1977. GK-059, R-50264 Volvo 244, árgerð 1979. Sýslumaðurinn í Neskaupstað, 1. júlí 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.