Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
11
Jaanus Mikk
Morgunblaðið/Einar Falur
Tríó Grande; f.v.: Hjörleifur
Valsson, Hávard Oieroset og
Marius Flatby.
Sólon íslandus
Síðustu tón-
leikar hjá
Tríó Grande
SÍÐUSTU opinberu tónleikar
Tríós Grande, sem hefur leikið
víða um land undanfaríð, verða
á efri hæð kaffihússins Sólons
íslandus á morgun, fimmtudag-
inn 22. júlí kl. 20.30.
Tríóið er norskt-íslenskt, skipað
þeim Hjörleifi Valssyni, fiðluleik-
ara, Hávard Oieroset, gítarleikara,
og Marius Flatby, kontrabassaleik-
ara. Þeir félagar hafa ferðast um
landið undanfarnar vikur, m.a. um
Vestur- og Norðurland, en norski
hluti tríósins heldur nú til Noregs
og er þetta því síðustu forvöð að
berja það augum.
Lagaval tríósins spannar allt frá
tónlist ABBA, Led Zeppelin og
Evert Taube til ungverskrar og
rússneskrar þjóðlagatónlistar. Þre-
menningamir sjá sjálfir um allar
útsetningar auk þess sem frumsam-
in tóniist er ávallt á efnisskrá.
í frétt um tónleikana segir að
léttleikinn verði „í fyrirrúmi á tón-
leikunum og lögð áhersla á að tón-
leikagestir njóti tónlistarinnar með
öllum skilningarvitum og líkams-
hlutum". Efnisskrá tónleikanna
verður kynnt jafnóðum.
------» ♦ ♦
Þjóðminjaráð
lýsir vanþókn-
un á blaða-
mennsku
Pressunnar
Á FUNDI þjóðmiiyaráðs í Þjóð-
minjasafni Islands þriðjudaginn
13. júlí var eftirfarandi ályktun
samþykkt samhljóða:
„Hinn 1. júlí sl. birtust í fyrir-
sögnum í vikublaðinu Pressunni
grófar aðdróttanir í garð nafn-
greindra einstaklinga um misferli
með opinbert fé og voru þær lagðar
í munn þjóðminjavarðar. Hann hef-
ur nú borið þær til baka sem rang-
túlkun á orðum sínum innan í blað-
inu. Þjóðminjuaráð lýsir megnustu
vanþóknun á þessari blaða-
mennsku.“
Norræna húsið
Fyrirlestur o g kvik-
mynd um Eistland
Sumartónleikar
Mannréttindi í Eistlandi er
efni fyrirlestrar og kvikmyndar
sem verður á dagskrá í Nor-
ræna húsinu í kvöld, miðviku-
daginn 21. júlí kl. 20.
Jaanus Mikk, sem starfar sem
ráðgjafi hjá Norrænu upplýsinga-
skrifstofunni í Tallinn, heldur
fyrirlesturinn og talar á norsku.
Ennfremur verður sýnd kvikmynd
með enskum texta: „Are Human
rights being abused in Estonia?“
Sýningartíminn er 38 mín.
Janus Mikk er staddur hér á
landi til að læra íslensku á nám-
skeiði, sem stofnun Sigurðar Nor-
dal stendur að. Hann hefur áður
stundað nám við háskólann í Tertu
og hefur lesið norsku í Noregi í
hálft annað ár.
ÁSHILDUR Haraldsdóttir,
flautuleikari, og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson, píanóleikari,
halda á næstu dögum tónleika
víðsvegar um landið.
Þau koma fram á ísafirði mið-
vikudagskvöldið 21. júlí, á Dalvík
fímmtudagskvöldið 22. júlí, á
Akureyri laugardaginn 24. júlí, í
Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem
aðgangur er að venju ókeypis,
sunnudaginn 25. júlí kl. 16, og að
endingu á Höfn í Homafírði þriðju-
dagskvöldið 27. júlí.
Ashildur og Þorsteinn Gauti
hafa hvort í sínu lagi getið sér
gott orð fyrir leik sinn bæði hér á
landi og erlendis, en koma nú fram
Áshildur Haralds- Þorsteinn Gauti
dóttir Signrðsson
saman í fyrsta sinni.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Marin-Marais, Ben-
Amtos, Ibert, Berio, Bach og
Böhm.
Lúxus
garðstóll
með háu
baki
Nú 2 stk
jj@9cr.-
2500.-
Risasólhlíf
3m í þvermál
Framleidd úr
gegnheilu gæða
timbri og sterkum
striga
Ótrúlegt
verð
ATH. fótur ekki
innifalinn
996(1.'
4900.'
Krínglótt
garðborð
90 sm í þvermál
Ótrúlegt
verð
2§0Cf.-
1990.-
2990.
2490.
Hjólavagn
Með 4 hjólum
2 hillum og
sæti fyrir
flösku.
St. 80x50 sm
keifunm 13 Auðbrekku 3 Norðurtanga 3
eykjavík Kópavogi Akureyri
11168 74 99 (9114 04 60 (9612 66 62
Tangagötu 1
Vestmannaeyjum