Morgunblaðið - 21.07.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
Sannleikuríim
og sidanefndin
eftir Árna
Þórarinsson
í starfi blaðamanns í rúma tvo
áratugi hef ég oft og iðulega þurft
að taka ákvarðanir um birtingu
greina um vandasöm mál. Vandinn
hefur umfram allt snúist um mat á
því hvort vegi þyngra — afleiðingar
birtingar fyrir ákveðna einstaklinga
eða réttur lesenda til upplýsingar
og réttur viðmælenda til tjáningar.
Fram til þessa hefur þetta mat tek-
ist áfallalítið. Nýlegur úrskurður
Siðanefndar Blaðamannafélags ís-
lands vegna birtingar viðtals við
Sigurð Þór Guðjónsson rithöfund í
1. tölublaði tímaritsins Mannlífs
1993 þar sem hann greindi frá
reynslu sinni af sifjaspellum í æsku
er fyrsta „áfallið" á ferlinum. Hann
er áfall vegna þess að ég hef ævin-
lega talið að starf slíkrar siðanefnd-
ar sé fagi okkar blaða- og frétta-
manna til styrktar, jákvætt aðhald
fyrir okkur og nauðsynleg vöm fyr-
ir þá sem telja sig hafa verið mis-
rétti beitta af okkar hálfu. Úrskurð-
ur Siðanefndar BÍ í þessu máli er
áfall umfram allt vegna þess að
hann tekur afstöðu gegn tjáningar-
frelsinu án þess að sýnt hafi verið
fram á að tjáningin hafi þjónað
lyginni en ekki sannleikanum.
Morgunblaðið lagði heila síðu
undir þessa niðurstöðu Siðanefndar
og gaf jafnframt okkur þremur
starfsmönnum Fróða hf., útgáfufé-
lags Mannlífs, sem kærð vorum í
málinu, tækifæri til að svara henni;
það ber að þakka. Okkur gáfust
aðeins u.þ.b. tveir klukkutímar til
að semja stutta yfírlýsingu. Grein-
argerð Siðanefndar var birt óstytt
á þremur fjórðu úr síðu. Af þessum
ástæðum og þeim að úrskurðurinn
er afar alvarlegt áfall fyrir fjölmiðl-
un í landinu og fyrir tjáningarfrelsi
fómarlamba í viðkvæmum málum
eins og sifjaspellum fer ég fram á
það að sjónarmið okkar fái dálítið
meira rými.
Að okkar mati gerði Siðanefnd
BÍ í upphafí þau leiðu mistök að
taka kæru Birgis Guðjónssonar,
bróður viðmælandans, á hendur
Mannlífí gilda þótt á henni væm
augljósir formgallar. Með öðrum
orðum uppfyllti kæran ekki þau
skilyrði sem siðareglur blaðamanna
setja; kæmefnið var ekki afmarkað,
ekki skilgreint hvaða efnisatriði
siðareglna vom brotin og í hveiju
meint brot væra fólgin. Jafnframt
braut Siðanefnd sjálf tilgreind tíma-
mörk siðareglna hvað varðar með-
ferð kæmnnar. En úr því Siðanefnd
vísaði kæmnni ekki frá og tók held-
ur ekki rökstudda frávísunarkröfu
Mannlífs til greina virðist það hafa
verið henni kappsmál að dæma
tímaritið hvað sem tautaði og raul-
aði til að breiða yfír eigin mistök.
Sjálfur úrskurðurinn er hins vegar
alvarlegri mistök; hann bætir svörtu
ofan á grátt.
Aðdragandinn
í greinargerð okkar kærðu til
Siðanefndar var aðdragandanum
að birtingu viðtalsins m.a. lýst með
þessum hætti:
„Aðdragandi birtingar Mannlífs
á viðtalinu við Sigurð Þór Guðjóns-
son er sá, að hinn 21. september
1992 vakti kjallaragrein í DV at-
hygli ritstjórnar Mannlífs, þar sem
Sigurður Þór Guðjónsson rithöfund-
ur fjallaði um viðhorf Morgunblaðs-
ins til birtingar greinar sinnar um
kynferðislegt ofbeldi, en þá grein
undirritaði hann „Sigurður Þór
Guðjónsson þolandi kynferðislegs
ofbeldis". Ritstjórn Mannlífs þótti
þetta athyglisvert, ekki síst í ljósi
þess að karlmenn höfðu lítt látið
til sín heyra í þeirri vaxandi um-
ræðu um sifjaspell og kynferðislega
misnotkun bama, sem farið hafði
fram. Í október kom Sigurður svo
fram í 'umfangsmikilli kvölddagskrá
Stöðvar 2, Þögnin rofín, þar sem
hann, auk íjölda annarra, kom fram
og skýrði stuttlega frá reynslu sinni
sem þolandi kynferðislegs ofbeldis.
Bað ritstjóri Elísabetu Þorgeirsdótt-
ur, blaðamann útgáfufyrirtækisins
Fróða hf., að hafa samband við
Sigurð Þór og spyija hann hvort
hann vildi segja frá umræddri
reynslu sinni í tímaritinu.
Sigurður tók því vel en kvaðst
þó vilja ráðfæra sig við þá sérfræð-
inga sem hann hefði verið í með-
ferð hjá. Síðar tjáði hann blaðinu
að hann og sérfræðingar hans teldu
ekkert slíku viðtali til fyrirstöðu.
Mannlíf var því fjórði fjölmiðillinn,
sem birti viðhorf Sigurðar Þórs sem
þolanda kynferðislegs ofbeldis.
Til skamms tíma hefur verið far-
ið með kynferðislega misnotkun á
börnum -eins og mannsmorð í ís-
lensku þjóðfélagi. Flestum kemur
þó saman um að fyrir utan einmitt
mannsmorð em fáir glæpir grimmi-
legri; sifjaspell, kynferðisleg mis-
notkun og kynferðislegt ofbeldi á
bömum em glæpir framdir á þeim
sem varnarlausastir og granda-
lausastir em.
Fram hefur komið hjá sérfræð-
ingum að þessir glæpir séu síst
sjaldgæfari hérlendis en meðal fjöl-
mennari þjóða og þeir hafa jafn-
framt hvatt til þess að leyndar-
hjúpnum sé svipt af málinu, fóm-
arlömbin stígi fram og greini frá
reynslu sinni, vegna sjálfra sín, til
vamaðar gerendum og til stuðnings
hugsanlegum þolendum.
Umræðan um þetta efni hefur
því verið að opnast á íslandi sem
annars staðar. Einkum hafa konur
sem orðið hafa fyrir þessari reynslu
rofíð þagnarmúrinn, m.a. í tengsl-
um við starfsemi samtakanna
Stígamóta."
Kæran, viðtalið og
vinnubrögðin
í greinargerðinni $egir jafnframt
m.a.:
„Þegar skoðuð er kæra Birgis
Guðjónssonar, sem að langminnst-
um hluta fjallar um beint brot
kærðu, virðist þetta vera niðurstað-
an:
1. Viðmælandi blaðsins sé
óáreiðanlegur vegna sjúkrasögu
sinnar.
2. Meðferð sérfræðinga hans sé
ómarktæk og:
3. Að blaðið hefði þar af leiðandi
átt að leita „staðfestingar" á frá-
sögn hans.
Sjúkrasaga Sigurðar Þórs Guð-
jónssonar er alkunn, um hana hefur
hann sjálfur ritað bók og fjölda
blaðagreina. Því verður hins vegar
vart trúað að maður sem átt hefur
við andlega erfiðleika að stríða sé
þar með um aldur og ævi ómarktæk
persóna í þjóðfélaginu og að frá
honum sé tekið tjáningarfrelsið.
Meðferð sérfræðinga hans hefur
einmitt beinst að því að leiða í Ijós
orsakir þessara andlegu erfiðleika.
Um þær orsakir fjallar umrætt við-
tal. Eins og fram kemur í greinar-
gerð fyrir frávísunarkröfu kærðu
hafði ritstjóm Mannlífs tvívegis
samband við annan sérfræðinga
Sigurðar Þórs vegna vinnslu og
birtingar viðtalsins og átti við hann
trúnaðarsamtöl um áreiðanleika
frásagnar viðmælandans. Um eðli
og gildi dáleiðslu sem hluta slíkrar
meðferðar fjallaði greinin einfald-
lega ekki og Mannlíf ætlar sér ekki
þá dul að leggja mat á vinnubrögð
viðurkenndra sérfræðinga. Stað-
festingu sérfræðingsins á gildi frá-
sagnarinnar og þar með meðferðar-
innar varð ritstjóm að treysta. Til-
raun kæranda til að varpa rýrð á
starfsbræður sína og meðferð þeirra
með gæsalöppum („meðferð",
„minningar") verður að teljast óvið-
eigandi og í það minnsta óviðkom-
andi þeirri grein sem birtist í Mann-
lífí. Slíkan málarekstur verður kær-
andi að hefja á öðmm vettvangi og
ekki á gmndvelli siðareglna BI
(kærandi er læknir).
Viðtal Mannlífs við Sigurð Þór
Guðjónsson var ekki frétt eða
fréttaviðtal. Það er svokallað per-
sónuviðtal. Það er ekki venja í
blaðamennsku að staðreyna 'eða
sannreyna einstök ummæli sem
höfð em eftir mönnum í persónuleg-
um viðtölum eins og þeim sem birt-
ast í Mannlífí og öðmm fjölmiðlum
á sama hátt og á við um fréttir. í
slíkum viðtölum tjá viðmælendur
einfaldlega reynslu sína og skoðan-
ir, líkt og í ævisögum. Að leita
„staðfestingar" á frásögn þolanda
hjá meintum geranda i jafn sér-
stæðu máli og sifjaspellum er að
sjálfsögðu útí bláinn. Mannlíf reiddi
sig, eins og fram hefur komið, á
samtöl sín við sérfræðinginn um
áreiðanleika viðmælandans og
sannleiksgildi frásagnarinnar.
Fyrir liggja skriflegar yfírlýsing-
ar sérfræðinganna tveggja, (nöfn-
um hér sleppt, aths. A. Þ.) dags.
17. febrúar 1993, og dagsett 22.
febrúar 1993, þar sem fram kemur
m.a. að engin ástæða sé til að draga
í efa sannleiksgildi og trúverðug-
leika endurminninga og upprifjana
Sigurðar Þórs, sem fram hafí kom-
ið í hans meðferð.
Ennfremur liggur fyrir skrifleg
yfírlýsing Guðnýjar Svövu Guðjóns-
dóttur, systur Sigurðar Þórs, og
Sigurrósar Sigurðardóttur, móður
hans, dagsett 3. maí 1993, þar sem
fram kemur staðfesting af þeirra
hálfu á því að Sigurður Þór skýrði
satt frá í viðtalinu í Mannlífí í febr-
úar sl.
Þá hefur Sigurður Þór Guðjóns-
son, af tilefni kæra Birgis Guðjóns-
sonar til siðanefndar BI, lagt fram
ítarlega greinargerð, þar sem hann
m.a. staðfestir að rétt hafí verið
eftir honum haft í viðtali Mannlífs.
Þessi gögn fylgja greinargerð
þessari og vísa kærðu til þess sem
í þeim kemur fram um áreiðanleika
frásagnar Sigurðar Þórs.
Yfírlýsing kæranda um að aðrir
aðstandendur kannist ekki við þá
atburði sem viðmælandi segir frá
er í fyrsta lagi óeðlileg því hvergi
er því haldið fram í greininni að
þeir hafí verið vitni að atburðinum
og í öðra lagi röng með tilvísun í
meðfylgjandi yfirlýsingu móður við-
mælandans og einnar systur hans
eins og áður er getið. í þeirri yfírlýs-
ingu segja þær m.a.: „Yið undirrit-
aðar viljum taka fram að við trúum
frásögn Sigurðar Þórs Guðjónsson-
ar er birtist í febrúarhefti Mannlífs
1993 og vitum að hann er að segja
satt.“ Jafnframt segjast þær ekki
vilja láta bendla sig við kæm Birg-
is Guðjónssonar til siðanefndar og
leikur þar með vafi á, hver eða
hveijir standa að kæmnni auk Birg-
is Guðjónssonar. Reyndar verður
að telja að sá sem telur brotið á
sér með skírskotun til siðareglna
BÍ verði sjálfur að standa að kæm
eins og um dómsmál væri að ræða.
Kæra Birgis Guðjónssonar getur
því aðeins varðað meint brot gagn-
vart honum persónulega, sbr. 6. gr.
siðareglna BÍ. Þessi staðfesting á
frásögn Sigurðar Þórs barst eftir
birtingu viðtalsins, án frumkvæðis
Mannlífs. Siðanefnd getur hins veg-
ar ímyndað sér hvort eðlilegt sé
fyrir birtingu svo sérstæðs viðtals
að leita staðfestingar um sifjaspell
hjá t.d. eiginkonu meints geranda,
hvað þá hjá meintum geranda sjálf-
um.
í ljósi yfírlýsingar mæðgnanna
ætti í raun að vera óþarft að fjalla
frekar um þessa kæru og efni henn-
„Nefndin var ekki
vandanum vaxin. Hún
skildi ekki viðfangsefn-
ið og leit á sannleikann
sem aukaatriði. Niður-
staðan var líka eftir
því.“
ar. Þess má þó geta varðandi þau
tvö atriði sem tekin em út úr kær-
unni, en hljóta að teljast aukaatriði
í frásögninni, að hvergi er í grein-
inni bent á ákveðnar konur varð-
andi þungun og fóstureyðingu ann-
ars vegar og ástarsamband við ná-
grannakonu hins vegar; í fyrra til-
fellinu er ekki talað um bekkjar-
systur þótt kærandi telji svo vera,
og í því síðara er engin nákvæm
lýsing á nágrannakonunni. Þarna
virðist kærandi rugla saman grein-
inni og einhveijum bréfum sem
blaðamaður sá aldrei og vann ekki
upp úr, þótt kærandi gefí slíkt í
skyn.
Siðanefnd verður að hafa sterk-
lega í huga að umrætt viðtal mark-
ar á vissan hátt tímamót. Það er
liður í viðleitni til að taka til opin-
berrar umræðu mjög erfíð og við-
kvæm málefni sem hingað til hafa
að mestu legið í þagnargildi í ís-
lensku samfélagi, engum til góðs
að mati þeirra sem um þau fjalla,
en mörgum til ævarandi skaða. Það
er og hefur verið metnaðarmál
Mannlífs að ijúfa hefðbundna þagn-
armúra um slík bannhelg málefni
(tabú). Viðtal af þessu tagi hlýtur
hins vegar óhjákvæmilega að hafa
sterk áhrif á þá sem málið snertir
á einn eða annan hátt, því miður.
Engu að síður er vandséð að það
væri samfélaginu eða fjölmiðlunum
og upplýsingaskyldu þeirra til fram-
dráttar að standa vörð um rétt ger-
anda umfram rétt þolanda í slíkum
málum, að standa vörð um þögn-
ina. Þótt kærandi virðist telja slikt
eðlilegt horfír það öðmvísi við frá
sjónarhóli annarra, t.d. móður þol-
anda, eiginkonu meints geranda,
að ekki sé minnst á þolanda sjálfan.
Eins og fram kemur í meðfylgj-
andi greinargerð Sigurðar Þórs var
honum í mun að frásögn hans væri
eins nærgætin og æsingalaus og
kostur var. Þannig var viðtalið unn-
ið og þannig var viðtalið birt. Kærðu
telja að mjög faglega og heiðarlega
hafi verið staðið að gerð þessa við-
tals af hálfu þeirra sem unnu að
því og með öllu sé fráleitt að brotin
hafi verið ákvæði siðareglna Blaða-
mannafélags íslands. Vísað er til
inngangs siðareglanna, þar sem
segir að blaðamenn hafí jafnan í
huga gmndarvallarreglur mann-
legra samskipta og rétt almennings
til upplýsinga, tjáningarfrelsis og
gagnrýni.
Viðtal það, sem er tilefni þeirrar
kæm sem hér er til meðferðar,
varðar fyrst og fremst tjáningar-
frelsið. En sannleikurinn er stund-
um sársaukafullur."
Úrskurðurinn
Það er niðurstaða Siðanefndar
BÍ að Mannlíf hafí með birtingu
umrædds viðtals brotið_ gegn 3. og
4. grein siðareglanna. í 3. grein er
m.a. kveðið á um að blaðamaður
skuli sýna „fyllstu tillitssemi í
vandasömum málum“ og forðast
„allt sem valdið getur saklausu
fólki, eða fólki sem á um sárt að
binda, óþarfa sársauka". Þeta lítur
vel út á pappímum. Sifjaspellsmál
em augljóslega „vandasöm mál“.
En þar eiga allir um sárt að binda,
allir þeir sem málið varðar, öll fjöl-
skyldan og stundum fleiri. Og þar
er ekkert sem flokkast undir
„óþarfa sársauka", hvergi er sárs-
aukinn meiri og dýpri. Hvemig er
þá unnt að birta frásögn fórnar-
lambs án þess að bijóta þessa reglu
ef hún er túlkuð jafn þröngt og
Siðanefnd BÍ gerir í úrskurði sínum?
í 4. grein siðareglnanna segir
m.a. að virða skuli þá meginreglu
laga í frásögnum af dóms- og refsi-
málum að hver maður sé talinn
saklaus þar til sekt hans hefur ver-
ið sönnuð og að blaðamenn miði
nafnbirtingar við „almennt öryggi
borgaranna, sérstaka hagsmuni al-
mennings og almannaheill". Nú vil
svo til að það mál sem Sigurður
Þór Guðjónsson segir frá í viðtalinu
vísar marga áratugi aftur í tímann
og það varð aldrei að dóms- eða
refsimáli. Um þetta var Siðanefnd
fullkunnugt. Samt byggir hún úr-
skurð sinn m.a. á því að Mannlíf
hafi brotið þessa reglu, — reglu sem
viðtalið heyrir einfaldlega ekki und-
ir. Siðanefnd segir réttilega í úr-
skurði sínum: „Frásögn hins meinta
þolanda undir nafni jafngildir ásök-
un á hendur hinum meinta_ geranda
um alvarlegt afbrot.“ í orðinu
„sifjaspell" felst óhjákvæmilega að
tiltekinn einstaklingur er þolandi
og annar tiltekinn einstaklingur í
sömu fjölskyldu gerandi. í stað þess
að Iáta alla fjölskyldu sína liggja
undir gran tilgreinir viðmælandi
Mannlífs föður sinn sem geranda.
Eins og að ofan greinir liggja fyrir
yfirlýsingar m.a. móður hans og
systur um að hann fari með rétt
mál. í úrskurði sínum leyfír Siða-
nefnd BÍ sér að virða þessar yfirlýs-
ingar að vettugi og geta þeirra að
engu. Jafnframt var Siðanefnd vel
kunnugt um aðrar kringumstæður
í umræddri fjölskyldu sem renna
stoðum undir frásögn viðmælanda
Mannlífs. Hún tekur heldur ekkert
tillit til þeirra. Þess í stað hangir
hún í því að það sé „ekki hlutverk
fjölmiðla í lýðræðislegu réttarríki
að taka sér dómsvald í sakamál-
um“, að frásögn viðmælanda geti
„ekki talist sönnuð í neinum venju-
legum skilningi þess orðs“ og að
blaðið hafí „farið yfír þau mörk sem
greina að afstöðu blaðamanns til
umfjöllunarefnis síns og dómsniður-
stöðu í máli þar sem fjölmiðlar hafa
ekki dómsvald".
Mannlíf tókst sér ekki „dóms-
vald“; það neytti hins vegar stjórn-
arskrárlegs réttar síns til að birta
viðtal við nafngreindan mann um
persónulega og sára reynslu hans,
reynslu sem engin gild rök hafa
verið reidd fram um að sé ekki
sannleikanum samkvæm, þvert á
móti. Að mati Siðanefndar BÍ hafði
Mannlíf ekki þennan rétt. Að mati
Siðanefndar BÍ hafði viðmælandi
blaðsins ekki rétt til að segja frá
reynslu sinni ódulbúið og undan-
bragðalaust. Blaðamennskuleg
smekksatriði varðandi uppsetningu
og orðalag skipta hana meira máli
en gmndavallaratriðin. Ég leyfí mér
að efast um að orðhengilsháttur
þessarar nefndar sé í anda þeirra
sjónarmiða sem siðareglur BÍ em
mótaðar af. Sé það rangt er lífs-
spursmál fyrir fjölmiðlun og tján-
ingarfrelsi í landinu að breyta regl-
unum. Hinn hörmulegu vanhugsaði
úrskurður Siðanefndar merkir að-
eins eitt ef hann merkir eitthvað:
Fjölmiðlar mega ekki birta frásagn-
ir nafngreindra fórnarlamba í sifja-
spellsmálum, ef til vill kynferðisaf-
brotamálum almennt og jafnvel
fleiri málum, netna dómsniðurstaða
og/eða játning liggi fyrir.
í úrskurði sínum segir nefndin
m.a. að í þessu tiltekna máli sé það
„augljóslega ekki hlutverk nefndar-
innar að leggja mat á sannleiksgildi
frásagnarinnar". Þetta er afar
merkileg fullyrðing. Mannlíf er
dæmt fyrir að hafa ekki „sannað"
efni persónulegs viðtals. Samt kem-
ur Siðanefndinni ekki sannleiksgildi
þess við. í úrskurði hennar em hins
vegar mun fleiri mót- og þversagn-
ir sem ekki er rétt að þreyta lesend-