Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
13
ur Morgunblaðsins með.
Úrskurður Siðanefndar BÍ hefur
vakið furðu og hneykslan Qöl-
margra reyndra blaðamanna sem
og almennra lesenda sem ég hef
rætt við. þarft væri að um hann
yrði umræða á opinberum vettvangi
og ekki síst á vettvangi Blaða-
mannafélags íslands. Þögn samtak-
anna Stígamóta um málið vekur
nokkra furðu því það er geysilega
mikilvægt fyrir skjólstæðinga sam-
takanna. Vart verður því trúað að
sú þögn stafi af gagnrýni sem fram
kom í umræddu viðtali á starfsemi
samtakanna. Vonandi rjúfa Stíga-
mót þögn sína, rétt eins og íjölmiðl-
ar rufu þögn um það málefni sem
starfsemi Stígamóta snýst um. Úr-
skurðurinn stendur einmitt vörð um
þögnina, ekki umræðuna sem flest-
um ber saman um að er brýn.
Sem dæmi um viðbrögð er þetta
brot úr fjölmiðlapistli Ásgeirs Frið-
geirssonar, ritstjóra Iceland Revi-
ew, í Ríkisútvarpinu um úrskurð
Siðanefndar BÍ þar sem hann segir:
„Með þessu er siðanefndin í raun
að slá varðborg utan um flesta
gerendur í sifjaspellsmálum, því í
reynd þýðir úrskurðurinn að ekki
verði íjallað um einstök sifjaspell í
fjölmiðlum fýrr en ákæra hafi verið
lögð fram og málið þvælst um
dómskerfið þar til dómur er upp
kveðinn.
Hver segir eða gerir hvað við
hvem er sá þríhyrningur aðalatriða
sem öllum fjölmiðlungum er kennt
að draga utan um viðfangsefni sín.
Án þess að tilgreina hver og hvem
verður umfjöllunin marklaust strik
sem nær ekki utan um neitt.
Með þetta í huga og þá staðreynd
að fæstir glæpir þessarar tegundar
em kærðir þá er siðanefndin að
girða fyrir markvissa opinbera um-
fjöllun um voðaverk af þessu tagi.
En það sem er þó athyglisverð-
ast við þessa niðurstöðu siðanefnd-
ar er að hún hugar ekki að því hvað
í þessu máli er sannleikanum sam-
kvæmt og hvað ekki. í greinargerð
nefndarinnar segir eftirfarandi: „í
þessu tiltekna máli er það því aug-
ljóslega ekki hlutverk nefndarinnar
að leggja mat á sannleiksgildi frá-
sagnarinnar.“
M.ö.o. þá er siðanefndin að segja
að sannleikurinn skipti engu máli.
Ég kem því ekki heim og saman
hvernig siðanefnd blaðamanna get-
ur fírrt sig þeirri ábyrgð að taka
afstöðu til þess hvort umrætt viðtal
þjóni sannleikanum eða lyginni. í
siðrænum skilningi er blaða-
mennska og sannsögli eitt og hið
sama.
Þó svo siðareglur Blaðamannafé-
lags Islands, öfugt við reglur flestra
sambærilegra félaga víða um heim,
geti þess ekki að blaðamenn eigi
að hafa sannleikann að leiðarljósi,
þá ættu siðanefndarmenn að gera
sér grein fyrir því að sannleikurinn
er eini siðræni mælikvarðinn sem
einhverju skiptir. Tæpast þarf siða-
reglur um það hvernig meðhöndla
eigi lygina.
Vandi siðanefndar í þessu máli
var að skera úr um hvort væri
veigameira að íjölmiðlar hefðu að-
gát í nærveru sálar eða hvort þeir
hefðu frelsi til að birta það sem
þeir töldu sannast í máli sem teng-
ist einkahögum einnar fjölskyldu
en snýst um glæpsamlegt athæfí
og hefur víða samfélagslega skír-
skotun.
Nefndin var ekki vandanum vax-
in. Hún skildi ekki viðfangsefnið
og leit á sannleikann sem aukaat-
riði. Niðurstaðan var líka eftir því.
Siðanefnd boðar í reynd þögn í
fjölmiðlum um öll einstök sifja-
spellsmál nema þau fáu sem rata
eftir þröngum göngum réttarkerfis-
ins og enda í sannaðri sök. Á sama
tíma hefur það komið í ljós í ýmsum
nágrannalöndum að opinber um-
fjöllun um sifjaspell, hefur hjálpað
til við að vinna gegn þessum óhugn-
anlegu glæpum.
Hvort sem siðanefnd gerir sér
grein fýrir því eða ekki þá má færa
rök fyrir því að hún hafí brugðið
hlífðarskildi yfír þá glæpamenn sem
fremja sifl'aspell.
Úrskurði siðanefndar er ekki
hægt að áfrýja.“
Höfundur er ritstjóri tímaritsins
Mannlífs
Buhnykkur hag-
fræðinganna
eftir Jóhannes
Björnsson
Það þætti galli — og það slæmur
galli — á reikningsuppgjöri, ef öllum
gjöldunum væri sleppt, en tekju-
megin tómt safn ágiskana, þótt
samlagningin væri hárrétt!
Ég bendi á þetta vegna þess, að
sumir íslenskir hagfræðingar hafa
á undanfömum ámm birt furðulega
útreikninga, sem minna á hliðstæð
vinnubrögð.
Það var vitanlega alveg mein-
laust, þegar Sölvi gamli Helgason,
sem trúlega hefur verið efni í af-
burða hagfræðing, reiknaði barnið
í og úr konunni forðum. Hitt er al-
varlegra, þegar helstu reiknimeist-
arar okkar tíma eru famir að fikta
við undirstöðuatvinnuvegi lands-
manna, sjávarútveg og landbúnað,
einnig heilu byggðarlögin, og reikna
undan þeim tilvemréttinn, með lær-
dómstitil sem jafngildi raka.
Ég sá það í gömlu Morgunblaði
frá 15. des. 1990, að einn þeirra,
prófessor við Háskóla íslands, birtir
þar útreikninga sína á því sem oft-
ar, hve íslenskur landbúnaður sé
þungur baggi á þjóðarbúinu, og tel-
ur hann vera 15 milljarða króna á
ári. Hann gerir ekki grein fyrir því,
hvernig þessi tala sé fengin, þó kem-
ur fram að í henni er endurgreiðsla
ríkisins á fóðurbætisskatti, svo og
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum.
Lektor í viðskipta- og hagfræðideild
hefur komist í 17 milljarða og fleiri
hagfræðingar eitthvað svipað. Er
þetta ef til vill árlegt prófverkefni
við hagfræðideild HI?
Ég fæ ekki séð, að endurgreiddur
fóðurbætisskattur, innheimtur af
landbúnaði, sé gjaldaauki fyrir ríkið
— þar vegi salt það sem vinnst og
tapast. En það er ekki að marka,
ég er ekki hagfræðingur!
Þess er rétt að geta, að nokkur
hluti fóðurbætisskattsins er ekki
endurgreiddur. Hann ætti að létta
byrði ríkisins af landbúnaði, sem
nemur andvirði hans.
Niðurgreiðslurnar era vitanlega á
þessum tima allstór hluti af þessum
15 milljörðum, sem prófessorinn
hefur önglað saman til að ófrægja
íslenskan landbúnað í augum landa
sinna. Þess er nauðsynlegt að minn-
ast, að niðurgreiðslunum var komið
á af stjórnmálamönnum allra flokka
— notaðar sem hagstjórnartæki
gegn verðbólgu. Hringl þeirra með
þær hefur oft skaðað bændur fjár-
hagslega, og þær hafa löngum verið
notaðar skipulega til áróðurs gegn
þeim — þótt deilt væri um í hverra
þágu þær væra.
Mér fínnst rétt að minna hér á
skoðun Gylfa Þ. Gíslasonar, doktors
í hagfræði við HÍ, á þessum niður-
greiðslum, sem kom skýrt fram í
þingraeðum, þegar hann barðist
ákaflegast fyrir hagsmunum „full-
þunga“ mannsins. Hann sagði þá:
„Því hefur aldrei verið haldið fram
af neinum ábyrgum aðila hér á Al-
þingi, að þessar niðurgreiðslur væra
styrkur til bænda. Hitt væri sönnu
nær að segja, að þær væra styrkur
til neytenda." (Sjá Alþingist.
1975-76, 17. h„ bls. 2.463.) Og
seinna í þingræðu um sama mál er
fullvissan algjör: „Það sem þessi til-
laga í raun og veru gengur út á,
er að undirstrika, að niðurgreiðsl-
umar eru neytendastyrkur." (Sjá
Alþingist. 1975-76, 18. h„ bls.
2.663.)
Útflutningsbæturnar á landbún-
aðarvörurnar era vitanlega allmikil
upphæð í þessum 15 milljörðum
prófessorsins. Þær vora ætíð skráð-
ar sem framlag ríkisins til bænda
einna, en vora þó jafnframt til
ýmissa annarra, sem unnu að fram-
leiðslu bændanna frá því að þeir
skiluðu henni á bíl til sláturhúss eða
mjólkursamlags, og hún komst til
kaupenda í útlöndum. Og allir fengu
sitt samkvæmt hæsta taxta.
Nú hafa íslendingar afnumið
þessar útflutningsbætur (líklega
einir nálægra þjóða) en þær eru þó
greiddar áfram, bara á allt annan
hátt! Nú era þær greiddar í millj-
arðatali (líklega seinna í tugum
milljarða) úr atvinnuleysissjóði, dag-
legum gjaldþrotum fyrirtækja, sem
eru að sliga bankana, og þeir síðan
allan atvinnurekstur og skuldum
hlaðinn almenning með óheyrilega
háum vöxtum — einnig í lægri skatt-
heimtu til ríkis og sveitarfélaga —
og töpuðum gjaldeyri.
Trúlega er langstærsti liðurinn í
þessum 15 milljörðum prófessorsins,
sera almenningur heldur að sé beint
framlag ríkis til landbúnaðarins,
vegna lævíslegrar framsetningar
sumra hagfræðinganna, en er í raun
og veru mismunur á verði vöra hér
heima og hins lægsta er fyrirfínnst
í útlöndum og kölluð stundum
„markaðsvernd", sé bannaður inn-
flutningur á henni.
En era þá ekki fleiri en bændur
baggi á þjóðfélaginu, sé markaðs-
verndinni ávallt beitt?
Jóhannes Björnsson
„Niðurgreiðslurnar eru
vitanlega á þessum
tíma allstór hluti af
þessum 15 milljörðum,
sem prófessorinn hefur
önglað saman til að
ófrægja íslenskan land-
búnað í augum landa
sinna.“
Að sögn fjölmiðla, er núna hægt
að fá hámenntað fólk til starfa frá
fyrrum austantjaldslöndum, fyrir
örlítið brot þeirra launa sem hér
kallast ekki „mannsæmandi". Hví
ekki að flytja inn þetta ódýra vinnu-
afl? „Hefðu þeir ekki bara gott af
einhverri samkeppni", t.d. hjá Neyt-
endasamtökunum og sögu- og hag-
fræðideildum Háskóla Islands? Og
ríkissjóður sparaði umtalsvert fjár-
magn. Og nógur er gjaldeyririnn til
þess innflutnings — sem annars!
Verður hann ekki til í einhverju af
þessum marmaralögðu æxlis-
útskotum Seðlabankahússins, sem
menn vissu ekki lengi vel til hvers
væra ætluð!?
Enn mætti reyta einhveija tuggu
utan úr þessum þunga bagga, sem
er að sliga þjóðfélagið, því að á sið- ‘
asta ári innheimti ríkið um 5 millj-
arða króna með virðisaukaskatti af
íslenskum landbúnaðarvöram. Eitt-
hvað yrðu þeir færri af þeim útlendu
með lága verðinu, nema ef þær
kynnu að „hækka í hafí“ og álagnin-
garprósentan yrði hærri.
Þegar ást sumra íslenskra stjóm-
málamanna til EB (þá skammstafað
EBE) kviknaði fyrst, en það var á
valdatíma Viðreisnar sálugu, lét
einn ráðherrann svo um mælt á
aðalfundi Vinnuveitendasambands
íslands 22. maí 1968, að „engin ein
efnahagsráðstöfun, sem myndi gera
okkur samkeppnisfærari út á við
... og lækka verðlag meira heldur
en ef við Jegðum íslenskan landbún-
að niður og flyttum inn erlendar
landbúnaðarvöruf'. Samt lagði
hann til, að við hættum ekki land-
búnaði. En eitthvað hefur hann ver-
ið búinn að kynna sér hagfræðina
hjá samráðherra sínum, dr. Gylfa.
Og alltaf síðan, þegar ástin til EB
hefur blossað upp á ný, hefur andúð-
in á íslenskum landbúnaði hlaðist
upp eins og klakastífla í fljóti, uns
hún loks brestur með óskaplegum
hamförum „hugarfarsins“!
Þótt hagfræðingarnir núna hafi
ekki beint sagt að leggja beri ís-
lenskan landbúnað niður, er það
óbeint, þegar farið er að deila niður
á landsmenn hagnaðinum af slíkum
„búhnykk“, sem þeir telja vera
240.000 kr. á hveija fjögurra manna
fjölskyldu — ár hvert. Annars væri
þetta mikil ónærgætni, að hleypa
vatni fram í munninn á auðtrúa
sálum, sem nú héldu sig loksins fá
aura í hendur til kaupa á ítölsku
ostunum frægu, sem aldrei, aldrei
fást héma!
Hvergi hef ég séð hagfræðingana
telja fram neina útgjaldaliði eða
ókosti af þeirri byltingu, ef elsti og
áður aðalatvinnuvegur landsmanna
væri lagður niður. Ur þessu er þörf
að bæta, og mun ég reyna að minna
á ýmislegt, sem mér sýnist rýra
hagnaðinn af „búhnykknum" mikla:
útrýmingu íslensks landbúnaðar.
Höfundur er bóndi.
TILSÖLU
Á BORÐEYRI
ca. 110 m2 einbýlishús,
3-4 svefnherb., á einni hæð.
Blómagarður. Upplýsingar í
símum 95-1 1125 og 35072.
Höfn í Hornafiröi
Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð
Miklar annir
hjá lögreglu
um helgina
HELGIN var að þessu sinni anna-
söm þjá lögreglunni á Höfn í
Hornafirði. Einn maður var hand-
tekinn fyrir alvarlega líkamsárás,
sem leiddi til þess að tennur brotn-
uðu í fórnarlambi. Þrír voru tekn-
ir við ölvunarakstur og aðrir þrír
voru gripnir eftir að hafa ekið
langt umfram hraðatakmörk á
þjóðvegum.
Lögreglan segir þessi brot flest
tengjast fjölmennri Lónshátíð, sem
haldin var um helgina og áætlar lög-
regla að þar hafi verið um 700
manns. Hún segir að iniðað við að-
stæður hafí hátíðin farið vel fram.
Líkamsárásin átti sér stað á hátíð-
arsvæðinu, en árásarmaðurinn var
undir áhrifum áfengis. Árásin, sem
þegar hefur verið kærð, er í rann-
sókn. Þrír ökumenn vora teknir í
nágrenni hátíðarinnar á miklum
hraða, óku á milli 107 og 122 kíló-
metra hraða. Aðstæður vora ekki
góðar; þoka og slæmt skyggni.
Baðheitergis-
innrétting
hvítmáluð 120 cm br.
Frábærtverð kr. 35.180,-
staðgreitt án borðplötu.
Til afgreiðslu strax.
Marmaravaskplata 120 cm
kr. 24.300 - staðgreitt.
raðgreiðslur Eldhúsmiðstöðin
til aUt að 18
mdnaða
Lágmúla 6, sfmi 684910, fax 684914